Síða 23 af 83

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Sent: Mið 27. Jún 2012 16:48
af Gúrú
GullMoli skrifaði:
krat skrifaði:
GullMoli skrifaði:
tdog skrifaði:Ef að hraðavandamálin eru úr sögunni er ég aftur á leið til Hringdu um mánaðarmótin.
Ég get ekki kvartað, er búinn að vera sækja erlendis frá og þá er hraðinn yfir yfir 10MB/s.

screenshot or it didn't happend :) :-k
Gullmolamynd
Þetta segir okkur að þú sért að downloada á 10MiB/s en ekki að það sé erlendis frá, þetta gætu verið 1-3 íslenskir peers þarna á ljósleiðurum að gefa 99% af þessum hraða. :-"

Taktu skjáskot af Peers flipanum á sama tímapunkti.

Re: hringdu.is of gott til að vera satt?

Sent: Mið 27. Jún 2012 16:55
af Haffi
Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður viðskiptavinur Hringdu.
Búinn að vera hjá þeim með ljós frá því þeir byrjuðu með þá þjónustu.
Það var örlítið vesen með hátt ping og smá packetloss erlendis í smá
tíma, en það er löngu úr sögunni.

Netið hefur ekki dottið út hjá mér allan þann tíma sem ég hef verið
viðskiptavinur hjá þeim.

Re: Hringdu.is

Sent: Mið 27. Jún 2012 20:53
af Klaufi
Sameinaði þráðinn: "hringdu.is of gott til að vera satt?" við þennan þráð.

Betra að hafa þetta allt á sama stað þegar fólk fer að leita að upplýsingum seinna meir.

Hope you don't mind.. :crazy

Re: Hringdu.is

Sent: Mið 27. Jún 2012 21:05
af GuðjónR
Það er bara flott! ...

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:36
af skrifbord
Þeir sem eru hjá hringdu.is. Var erlenda netið að detta út hjá fleirrum en mér???? núna?

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:37
af GuðjónR
skrifbord skrifaði:Þeir sem eru hjá hringdu.is. Var erlenda netið að detta út hjá fleirrum en mér???? núna?
Já...en það íslenska virkar.

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:38
af methylman
Bara ekkert erlent samband hérna nú missa þeir kúnna í hrönnum, ég er farinn allavega

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:38
af skrifbord
jamm sama hér. Helt þetta væri komið í lag hjá þeim. fokk. alltaf vesen með þetta hjá þeim.

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:39
af blackanese
þetta hefur reyndar ekki gerst í ages, netið búið að vera nokkuð gott síðustu 6 mánuði.

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:40
af skrifbord
nei ekki sex mánuði. það var í mars síðast sem ég fékk endurgreiddan einn mánuð þar sem ég kvartaði. þá var þetta hryllilegt.

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:43
af GuðjónR
Strákar ekki fara á límingunum, þið hafið Vaktina ... hvað meira þurfiði?

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:45
af skrifbord
sumir þurfa fb, aðrir msn

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:50
af Klaufi
GuðjónR skrifaði:Strákar ekki fara á límingunum, þið hafið Vaktina ... hvað meira þurfiði?
Nettengingu til að hafa aðgang að Vaktinni.

Djók, tengdó fór til hringdu útaf vinnunni, stórt fyrirtæki í hugbúnaðarlausnum.
Hann gafst upp eftir viku, og þetta var fyrir ca mánuði síðan.

Eftir þetta og aðrar reynslusögur hef ég ákveðið að gleyma þeim alveg þangað til að ég sé alvöru rök fyrir því að fara þangað.
Hef án gríns aldrei lent í veseni með þá sem ég er hjá núna, fyrir utan símalínuskemmdir sem viðgerðarmenn í götunni ollu.

Ef eitthvað kemur upp á, þá er það ekki mitt mál að leysa eða benda á augljósa galla, til hvers er þjónustudeildin?


Er ekki að reyna að koma slæmu orðspori á Hringdu eða eitthvað álíka, en éf mun aldrei fara þangað fyrr en ég verð virkilega sannfærður um að þjónustan hafi skánað.
Ef ég borga fyrir þjónustu vill ég fá það sem ég borga fyrir, hvort sem það er þjónusta vegna vandamála eða "nettengingin" sjálf.

P.s. Ég þarf að hafa möguleika á nettengingu 24/7.

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:51
af GuðjónR
skrifbord skrifaði:sumir þurfa fb, aðrir msn
Neinei...Vaktin er nóg fyrir alla!
...og líka 640kb af ram!

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:53
af skrifbord
greinilega eitthvað mega dæmi nuna, úti í korter. hvað ég hata svona. Að ég skuli vera þarna enn.....

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:53
af Klaufi
GuðjónR skrifaði:
skrifbord skrifaði:sumir þurfa fb, aðrir msn
Neinei...Vaktin er nóg fyrir alla!
...og líka 640kb af ram!
Það er 2012, Ekki 2002.. :face

Festistu í Vaktartímabeltinu þegar þú stofnaðir Vaktina?

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 00:59
af gardar
GuðjónR skrifaði:
skrifbord skrifaði:sumir þurfa fb, aðrir msn
Neinei...Vaktin er nóg fyrir alla!
...og líka 640kb af ram!

Ef það væri klám á vaktinni þá þyrftu menn ekki meira

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 01:01
af Daz
Klaufi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
skrifbord skrifaði:sumir þurfa fb, aðrir msn
Neinei...Vaktin er nóg fyrir alla!
...og líka 640kb af ram!
Það er 2012, Ekki 2002.. :face

Festistu í Vaktartímabeltinu þegar þú stofnaðir Vaktina?
Ertu ekki örugglega búinn að slökkva á video BIOS ROM shadowing til að hafa aðgang að öllum 640 kb? Það gæti verið vandamálið þitt.

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 01:04
af GuðjónR
Klaufi þetta var 1986 :D
Garðar... klám.vaktin.is ?

Ég á ennþá eftir 1.5GB af 3G frelsinu, ef ykkur vantar að láta googla eitthvað þá bara PM :happy

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 01:09
af skrifbord
Eitt skil ég ekki. Af hverju geta fyrirtæki ekki komið með upplýsingar hvað er í gangi strax á sýna heimasíðu þegar svona gerist?? Til hvers er heimasíðan, bara til að selja sig ekki til að þjónusta áskrifendur???

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 01:11
af dragonis
GuðjónR skrifaði:Klaufi þetta var 1986 :D
Garðar... klám.vaktin.is ?

Ég á ennþá eftir 1.5GB af 3G frelsinu, ef ykkur vantar að láta googla eitthvað þá bara PM :happy
Hvernig væri að vekja einn af gömlu stjórnendunum sem eru (voru) partur af vaktinni og láta vita af vándamálinu?

Speedial búið að vera í dag ?

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 01:12
af xerxez
Ég var líka að lenda í því að erlenda netið var að detta út. Efast ekki um að þessu verði smellt í lag innan skamms. Ég hef verið viðskiptavinur þeirra frá day 1 og hefur bara líkað það vel, lítið sem ekkert vesen, allavega ekkert meira en gengur og gerist. Hraðinn á ljósinu hjá mér hefur verið mjög stöðugur.

En ég má nú samt til með að taka upp hanskan fyrir Hringdu. Mér finnst umræðan hér mjög frekar spes, viljið þið ekki samkeppni á internet markaðinum? Hringdu er lítið fyrirtæki sem er að reyna að koma með smá samkeppni inn á mjög svo ósangjarnan markað. Hvernig haldið þið að það sé að keppa við Síman og Vodafone?

Ég er allavega tilbúin að fyrirgefa smá hökkt á fyrstu mánuðum þessa fyrirtækis og fá þar af leiðandi mun betra verð á nettengingu. Ég var að borga MIKLU meira hjá öðrum fyrirtækum fyrir sömu þjónustu. Ég hef verið í viðskiptum við Síman/Vodafone/Tal/o.fl o.fl og mér þykir þjónustan hjá Hringdu engu síðri en hjá þeim.

En ykkar er valið þið getið haldið áfram að drulla yfir Hringdu og fælt sem flesta frá, þá vonandi hætta þeir rekstri og þá fær fákeppnin að blómstra og við fáum að borga meira. HÚRRA HÚRRA fyrir því! =D>

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 01:23
af skrifbord
Re: Hringdu.is

Nýtt innleggfrá xerxez Fös 29. Jún 2012 01:12
Ég var líka að lenda í því að erlenda netið var að detta út. Efast ekki um að þessu verði smellt í lag innan skamms. Ég hef verið viðskiptavinur þeirra frá day 1 og hefur bara líkað það vel, lítið sem ekkert vesen, allavega ekkert meira en gengur og gerist. Hraðinn á ljósinu hjá mér hefur verið mjög stöðugur.

--- Jú þetta er meira en er eðlilegt. Þetta gerist of oft. Mér finnst ok ef það dettur út í kannski 5 min ekki halftima eins og nu er eða lengur. Og já, hraðinn er frábær ekki kynnst öðru eins á íslensku netfyrirtæki. margt er gott hjá þeim, nuna farnir að senda reikninga sem er vel og er ekki að sjá svosem að maður hefði fengið heilan mánuð frían útaf tengingaleysi eins og var hjá mér í mars. svo ég er sennilega enn hjá þeim af því eg er sáttur innst inni, en svona pirrar mig. Þetta á ekki að þurfa gerast.


En ég má nú samt til með að taka upp hanskan fyrir Hringdu. Mér finnst umræðan hér mjög frekar spes, viljið þið ekki samkeppni á internet markaðinum? Hringdu er lítið fyrirtæki sem er að reyna að koma með smá samkeppni inn á mjög svo ósangjarnan markað. Hvernig haldið þið að það sé að keppa við Síman og Vodafone?

--- Það er ömurlegt að keppa við þau fyrirtæki enda rekin af glæpamönnum sem komast upp með allt.

Ég er allavega tilbúin að fyrirgefa smá hökkt á fyrstu mánuðum þessa fyrirtækis og fá þar af leiðandi mun betra verð á nettengingu. Ég var að borga MIKLU meira hjá öðrum fyrirtækum fyrir sömu þjónustu. Ég hef verið í viðskiptum við Síman/Vodafone/Tal/o.fl o.fl og mér þykir þjónustan hjá Hringdu engu síðri en hjá þeim.


--- Hef lika verið hjá tal og sima (ekki voda myndi aldrei vera þar útaf því hverjir eru eigendur og hverjum þeir tengjast) Og eins og ég segi margt er betra hjá hringdu.
en minnsta mál væri að segja viðskiptavinum á heimasíðu hvað er að. þá er auðveldara að vera sáttur viðhlutina.

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 01:28
af xerxez
skrifbord skrifaði:--- Hef lika verið hjá tal og sima (ekki voda myndi aldrei vera þar útaf því hverjir eru eigendur og hverjum þeir tengjast) Og eins og ég segi margt er betra hjá hringdu.
en minnsta mál væri að segja viðskiptavinum á heimasíðu hvað er að. þá er auðveldara að vera sáttur viðhlutina.
Alveg sammála því, en mig grunar bara að engin vita af þessari bilun þar sem hún gerðist eftir 00:00. Þetta verður komið í lag í fyrramálið. Þeir bara læra vonandi af þessu.

Re: Hringdu.is

Sent: Fös 29. Jún 2012 01:30
af Haffi
Komið í lag... Problem? :troll