Sælir meðlimir.
Ég ætla að kynna projectið mitt, hef nú ekki neitt nafn á því enn sem komið er en það kemur von bráðar.
Jæja projectið er komið vel á leið, þó alls ekki tilbúið, er að bíða eftir sendingu að utan með aukahlutum.
Þetta er s.s. ósköp venjulegur kassi. Antec Sontana Designer.
Myndir af honum:
Ég byrjaði á því að taka hann gjörsamlega í sundur en gleymdi að taka myndir af því.
Ég tók frontinn og gjörbreytti honum. Tók usp og það drasl í burt, on/off takkann, reset takkann og hdd led draslið! ALLT burt. Svo mountaði ég fyrir 120mm viftu að framan, viftan og grillið er á leiðini að utan. Einnig pantaði ég svartann on/off takka með rauðum hring inní. Mjög flottur. Á eftir að ákveða hvar hann verður nákvæmlega, það kemur í ljós þegar hann kemur bara, og ég vill engann reset takka.!.
En já svo er það hellvítis toppurinn, ég byrjaði á því að kaupa mér svokallaðann föndurskera, 5mm þykka stálplötu og ætlaði að skera út hauskúpu... Já... Það gekk vel þar til allt þetta fína drasl var eftir...
En toppstykkið mun líta einhvernvegin svona út
Þetta verður málað svart, og það sem er teiknað inná verður skorið úr,
Kassinn er málaður rauður að innan, öll grindin, og að utan verður hann allur matt svartur. (er að bíða eftir modular psu, svörtu)
Ég skar úr fyrir glugga sem kemur á side panelinn, einnig kemur flott Zalman rauð ljósavifta á örrann, og líklega vifta í sidepanelinn, á eftir að ákveða mig. Það er á leiðini allavega nokkrar viftur, nokkur grill, cpu vifta, viftustýring, rauð ljós sem eiga að lýsa í gegnum hauskúpuna á toppnum, og svo mikið meira að koma. hérna eru nokkrar myndir, en verðið að afsaka hvað þær eru lelegar, tek betri þegar þetta verður rdy
Kv. Högnig