Ég hugsa að ég skippi yfir S7 og fari í S8 næst ef hann verður líka IP68 rakaþéttur. N.b. þá er hærri vottun á honum en mörgum loftljósum sem sett eru upp á vinnustöðum þar sem búast má við að ljósin geti orðið fyrir vatnsslettum, ofl.
S6-an mín er að standa sig alveg með mestu prýði þó órakaþéttur sé, þá hef ég lent í mómentum þar sem ég hef hugsað "æi fokk. ætli síminn í vasanum hjá mér sé nokkuð dauður!?" en það hefur sloppið vel hingað til, og spigen hulstrið hefur staðið sig eins og meistari og varið símann fullkomlega þegar ég hef misst hann (innan skynsamlegra marka) og er síminn enn rispulaus.
Ég pantaði hulstrið mitt á Amazon og borgaði held ég 7 þúsund krónur fyrir, sé ekki eftir krónu.
http://www.amazon.com/Galaxy-Spigen%C2% ... +s6+spigen