Síða 3 af 13

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Fös 14. Nóv 2014 23:38
af depill
krat skrifaði: Greinilega ekki nóg ?
Jú, enda "vann" Guðjón málið og þetta er væntanlega auðveldara næst þar sem vaktin.is er orðin skilgreindur sem samfélagsmiðill en ekki fjölmiðill. Svo svona f-vitar eins og Friðjón geta ekki farið í mál við Guðjón næst, eða eiga erfiðara með það.

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Fös 14. Nóv 2014 23:55
af ASUStek
sé ekki eftir þessum aur!,fimmþúsundogeinkróna!

lengi lifi vaktin!

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 00:03
af Klaufi
krat skrifaði:
Klaufi skrifaði:
krat skrifaði:Í ljósi þessa máls er þá ekki málið að uppfæra notenda skilmála á þessari síðu? til að fyrirbyggja að nokkuð svona gerist aftur ?
Reglur skrifaði:12. gr

Vaktin og ábyrgðaraðilar hennar bera enga ábyrgð á þínum skrifum.
Með því að samþykkja þessa skilmála við nýskráningu staðfestir þú að þú berir sjálf/sjálfur ábyrgð á eigin skrifum.
Þetta á einnig við um tilvitnanir og allt sem birtist undir þínu notendanafni.

Vaktin afhendir fúslega gögn ef það hjálpar hagsmunum kærumála.
Greinilega ekki nóg ?
Maður hefði haldið að almenn skynsemi væri nóg.. en..

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 01:07
af Hrotti
komið.

Það er nú ekki beint gæfulegt fyrir þennann gaur að vera tæknilega búinn að ræna hvern og einn okkar sem að styrkir þetta.

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 01:27
af GuðjónR
Zedro skrifaði:Þetta er nú meira helvítis ruglið þessi maður á að fara beinustu leið í steininn ef hann getur ekki greitt skuldir sínar....
Skutla smá í púkk þó lítið sé, ekkert grín að vera í 33% og háskólanámi :snobbylaugh
Mér fannst þetta ekki lítið ;)
Innilegar þakkir fyrir hjálpina :)
ASUStek skrifaði:sé ekki eftir þessum aur!,fimmþúsundogeinkróna!

lengi lifi vaktin!
Sérstaklega flott þessi „eina króna“ :)
Innilegar þakkir :)
Hrotti skrifaði:komið.

Það er nú ekki beint gæfulegt fyrir þennann gaur að vera tæknilega búinn að ræna hvern og einn okkar sem að styrkir þetta.
hehehe, góður punktur hjá þér!
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn :)

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 01:41
af biturk
Strákar

Eigum við ekki bara að sækja peninginn fyrir hann, vantar bara einn massaðann, einn slezzy og einn vel talandi bullara og þú færð aurinn þinn sama dag :)

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 01:46
af missranny
Úff ef þetta væri svona einfalt, þó ég hafi ekki vitað um þetta mál þá veit ég ef þessi Friðjón neitar að borga þá þýðir það enn meiri kostnað fyrir fyrir GuðjónR að reyna að sækja peninginn, sama hvaða leið er farinn.Og þar sem þessi Friðjon er búin að koma því þannig fyrir að ekki þýðir neitt á hann og þá sæti GuðjónR uppi með að þurfa samt að borga 700 þúsund + allann kostnaðinn við að reyna að sækja peninginn. Svo tekur allt svona svo langan tíma í besta falli 1 ár og þá GuðjónR fengi engann frið né grið og það yrði lika sótt á hann. It is like a you can not win situation. Legg mitt af mörkum þó það komi liklega ekki inn fyrr en á morgunn miðað við hvað klukkan er og vildi að ég gæti lagt meira af mörkum þekki til í svona málum og þetta er sorglegt

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 01:46
af Danni V8
Ég er í dag fátækur námsmaður að sækja skóla í öðru bæjarfélagi með tilheyrandi kostnaði, en ég get samt ekki annað en styrkt Vaktina þegar svona boð berst!

Ég hef ekki tök á 5000kr núna en get látið af hendi 3000kr, sem ég hef millifært á þig.

Gangi þér vel og ég tek undir með öðrum hérna, Lengi lifi Vaktin!

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 02:11
af Tesy
biturk skrifaði:Strákar

Eigum við ekki bara að sækja peninginn fyrir hann, vantar bara einn massaðann, einn slezzy og einn vel talandi bullara og þú færð aurinn þinn sama dag :)
Fínt að hafa verðlöggu með til að segja FribbaNúllRespect hvað er sanngjarnt.

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 03:25
af Sallarólegur
Frábært hvað þetta gengur vel! Ég ætla að sjá hverju maður nær að skrapa saman.

En ég er ekki að venjast þessum bláa lit, er það bara ég? Hvernig væri að liturinn væri frekar fallega vaktar-halflife-appelsínugulur? :)

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 03:43
af HalistaX
Sallarólegur skrifaði:Frábært hvað þetta gengur vel! Ég ætla að sjá hverju maður nær að skrapa saman.

En ég er ekki að venjast þessum bláa lit, er það bara ég? Hvernig væri að liturinn væri frekar fallega vaktar-halflife-appelsínugulur? :)
Tek undir þetta, blái er soldið off putting..

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 04:19
af Framed
Hér er hugmynd; ef vaktin nær að safna 700 þús. krónunum hvernig væri að halda söfnuninni áfram þannig að dugi fyrir gjaldþrotabeiðninni líka. Semi-INSTANT KARMA

5042 kr. komnar frá mér. Mæli með að þú minnir á þessa söfnun aftur um mánaðarmótin þegar fólk hefur meiri pening milli handanna. Má vel vera, fái ég áminningu um það, að ég bæti meira í sarpinn þá.

ps. 42 because, well, you should know...

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 07:10
af Garri
Gaf smá..

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 09:50
af vesley
Legg inn á þig um mánaðarmótin :)

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 10:10
af jonno
.

Held það sé það minsta sem maður geti gert að hjálpa Guðjóni
Maður er búinn að vera hérna í einhver ár að skoða ,selja dót eða fá hjálp og myndi ég ekki vilja vera án Vaktarinnar
Takk fyrir Guðjón og allir þeir sem komið hafa í kringum vaktina , vona að þetta reddist hjá þér
Þetta er til skammar að menn komist upp með svona , sérstaklega þegar það var hann sem fór í þetta mál...
Greinilega ekki góður pappir þessi maður nema þá kanski klósettpappir :klessa
var í sömu málum fyrir nokkru árum og var ekkert hægt að gera í gegnum kerfið þó svo að hann hafi einmitt gert dómssátt
nema fara til mannsins og tala aðeins við hann og þá var borgað
er að millifæra á þig

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 11:13
af CendenZ
Fékkst meðlag frá mér ;)

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 11:30
af Hrotti
Framed skrifaði:Hér er hugmynd; ef vaktin nær að safna 700 þús. krónunum hvernig væri að halda söfnuninni áfram þannig að dugi fyrir gjaldþrotabeiðninni líka. Semi-INSTANT KARMA
Við skulum ekki gera honum þann greiða, við gjaldþrot fyrnast allar kröfur á 2 árum og hér um bil útilokað að rjúfa fyrningu, en þessum árangurslausu fjárnámum er hægt að halda á lífi nánast endalaust.

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 11:46
af C3PO
Smá stuðningur frá mér.

Takk Guðjón fyrir að halda vaktinni upp í öll þessi ár.
Hérna er ég búin að eiga mörg góð og farsæl viðskipti gegnum árinn. Og skiptit ekki máli hvort að ég sé að selja eða kaupa, nýtt eða notað.
Og alltaf getur marr fengið svör við tæknilegum spurningum, því að hérna á vaktinni eru mestu tölvusérfræðingar Íslands. :8)
Þessi síða er nauðsynleg og eins sú besta sinnar tegundar á þessu skeri.
Ég skoða þessa síðu daglega og hef gert í mörg ár.

Áfram vaktinn :happy

Kv C3PO

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 12:48
af GuðjónR
biturk skrifaði:Strákar

Eigum við ekki bara að sækja peninginn fyrir hann, vantar bara einn massaðann, einn slezzy og einn vel talandi bullara og þú færð aurinn þinn sama dag :)
hehehe það er kannski ein leið :)
missranny skrifaði:Úff ef þetta væri svona einfalt, þó ég hafi ekki vitað um þetta mál þá veit ég ef þessi Friðjón neitar að borga þá þýðir það enn meiri kostnað fyrir fyrir GuðjónR að reyna að sækja peninginn, sama hvaða leið er farinn.Og þar sem þessi Friðjon er búin að koma því þannig fyrir að ekki þýðir neitt á hann og þá sæti GuðjónR uppi með að þurfa samt að borga 700 þúsund + allann kostnaðinn við að reyna að sækja peninginn. Svo tekur allt svona svo langan tíma í besta falli 1 ár og þá GuðjónR fengi engann frið né grið og það yrði lika sótt á hann. It is like a you can not win situation. Legg mitt af mörkum þó það komi liklega ekki inn fyrr en á morgunn miðað við hvað klukkan er og vildi að ég gæti lagt meira af mörkum þekki til í svona málum og þetta er sorglegt
Kærar þakkir fyrir stuðninginn :)
Danni V8 skrifaði:Ég er í dag fátækur námsmaður að sækja skóla í öðru bæjarfélagi með tilheyrandi kostnaði, en ég get samt ekki annað en styrkt Vaktina þegar svona boð berst!

Ég hef ekki tök á 5000kr núna en get látið af hendi 3000kr, sem ég hef millifært á þig.

Gangi þér vel og ég tek undir með öðrum hérna, Lengi lifi Vaktin!
Kærar þakkir fyrir stuðninginn :happy
Sallarólegur skrifaði:Frábært hvað þetta gengur vel! Ég ætla að sjá hverju maður nær að skrapa saman.

En ég er ekki að venjast þessum bláa lit, er það bara ég? Hvernig væri að liturinn væri frekar fallega vaktar-halflife-appelsínugulur? :)
Gefum þessu smá séns, ef þetta venst ílla eða ekki þá skoðum við annan lít.
Appelsínugulur gæti orðið of samdauna spjallinu.
Framed skrifaði:Hér er hugmynd; ef vaktin nær að safna 700 þús. krónunum hvernig væri að halda söfnuninni áfram þannig að dugi fyrir gjaldþrotabeiðninni líka. Semi-INSTANT KARMA

5042 kr. komnar frá mér. Mæli með að þú minnir á þessa söfnun aftur um mánaðarmótin þegar fólk hefur meiri pening milli handanna. Má vel vera, fái ég áminningu um það, að ég bæti meira í sarpinn þá.

ps. 42 because, well, you should know...
Innilegar þakkir fyrir hjálpina :happy
Garri skrifaði:Gaf smá..
Það sem einum finnst smátt finnst öðrum stórt! Kærar þakkir fyrir stuðninginn ;)
vesley skrifaði:Legg inn á þig um mánaðarmótin :)
Kærar þakkir fyrir það :)
jonno skrifaði:.

Held það sé það minsta sem maður geti gert að hjálpa Guðjóni
Maður er búinn að vera hérna í einhver ár að skoða ,selja dót eða fá hjálp og myndi ég ekki vilja vera án Vaktarinnar
Takk fyrir Guðjón og allir þeir sem komið hafa í kringum vaktina , vona að þetta reddist hjá þér
Þetta er til skammar að menn komist upp með svona , sérstaklega þegar það var hann sem fór í þetta mál...
Greinilega ekki góður pappir þessi maður nema þá kanski klósettpappir :klessa
var í sömu málum fyrir nokkru árum og var ekkert hægt að gera í gegnum kerfið þó svo að hann hafi einmitt gert dómssátt
nema fara til mannsins og tala aðeins við hann og þá var borgað
er að millifæra á þig
Innilegar þakkir! þetta er greinilega gloppa í kerfinu.
Það ætti að skylda menn til þess að leggja fram tryggingu, líkt því þegar lögbann er sett á framkæmdir þá eru settar tryggingar til að bæta hugsanlegt tjón er lögbannið kann að valda.
CendenZ skrifaði:Fékkst meðlag frá mér ;)
Innilegar þakkir félagi :happy
Hrotti skrifaði:
Framed skrifaði:Hér er hugmynd; ef vaktin nær að safna 700 þús. krónunum hvernig væri að halda söfnuninni áfram þannig að dugi fyrir gjaldþrotabeiðninni líka. Semi-INSTANT KARMA
Við skulum ekki gera honum þann greiða, við gjaldþrot fyrnast allar kröfur á 2 árum og hér um bil útilokað að rjúfa fyrningu, en þessum árangurslausu fjárnámum er hægt að halda á lífi nánast endalaust.
Þetta er góður punktur hjá þér.
C3PO skrifaði:Smá stuðningur frá mér.

Takk Guðjón fyrir að halda vaktinni upp í öll þessi ár.
Hérna er ég búin að eiga mörg góð og farsæl viðskipti gegnum árinn. Og skiptit ekki máli hvort að ég sé að selja eða kaupa, nýtt eða notað.
Og alltaf getur marr fengið svör við tæknilegum spurningum, því að hérna á vaktinni eru mestu tölvusérfræðingar Íslands. :8)
Þessi síða er nauðsynleg og eins sú besta sinnar tegundar á þessu skeri.
Ég skoða þessa síðu daglega og hef gert í mörg ár.

Áfram vaktinn :happy

Kv C3PO
Takk sömuleiðis fyrir stuðninginn, góð orð og þátttökuna hérna!
Þetta er ómetanlegur stuðningur. :happy

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 13:09
af Stuffz
Mig langar að spyrja um fordæmisgildi þessa máls, hvert það er og hvaða mögulegu áhrif ef eitthver það gæti haft á starfsemi annarra samfélagsmiðla?

Líka hvaða lærdóm má draga af þessu gjörningi svo auðveldar sé að fyrirbyggja endurtekningu og greiða fyrir nálgun á lausnum þegar forvarnirnar virka ekki?


í stuttu máli, hvað er hægt að gera betur?

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 13:10
af GuðjónR
Söfnunin gengur vonum framar, þegar þetta er skrifað hafa safnast: 233.751.- kr.
700.000.- mínus 233.751.- = 466.249.- eftir af kröfunni!
Þó eftirstöðvarnar séu ennþá frekar háar þá er þetta þvílíkur léttir!
Ég á eiginlega ekki nógu sterk orð til að lýsa þakklæti mínu.

Er búinn að fá nokkrar fyrirspurnin um upphæðirnar sem ég nefni í upphafsinnlegginu, til að fyrirbyggja allan misskilning þá eru öll framlög velkomin. Ég get nefnt sem dæmi þá eru framlögin frá 500.-kr. til 20.000.- kr.
Öll framlög skipta máli.

Einhverjir eiga eftir að fá stjörnur í prófílinn sinn, endilega sendið mér línu í einkaskilaboðum eða tölvupósti og látið mig vita.
Ég næ ekki alltaf að tengja nöfnin í heimabankanum við nickin ykkar ;)

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 13:12
af Framed
GuðjónR skrifaði:
Hrotti skrifaði:
Framed skrifaði:Hér er hugmynd; ef vaktin nær að safna 700 þús. krónunum hvernig væri að halda söfnuninni áfram þannig að dugi fyrir gjaldþrotabeiðninni líka. Semi-INSTANT KARMA
Við skulum ekki gera honum þann greiða, við gjaldþrot fyrnast allar kröfur á 2 árum og hér um bil útilokað að rjúfa fyrningu, en þessum árangurslausu fjárnámum er hægt að halda á lífi nánast endalaust.
Þetta er góður punktur hjá þér.
Á móti kemur að þetta voru/eru bráðabirgðalög sem að öllu óbreyttu falla úr gildi nú um áramótin. Þá taka aftur við gömlu gjaldþrotareglurnar þar sem lítið mál er að halda kröfum lifandi mjög lengi. Hitt er að ekki er hægt rifta gjörningi hans að selja konu sinni húsið nema gera hann gjaldþrota fyrst (miðað við minn skilning á lögunum, leiðréttið hafi ég rangt fyrir mér). Auk þess að með gjaldþrot á bakinu mætti hann ekki sitja í stjórn hlutafélags í x tíma (man ekki hversu lengi það er).

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 13:30
af GuðjónR
Stuffz skrifaði:Mig langar að spyrja um fordæmisgildi þessa máls, hvert það er og hvaða mögulegu áhrif ef eitthver það gæti haft á starfsemi annarra samfélagsmiðla?

Líka hvaða lærdóm má draga af þessu gjörningi svo auðveldar sé að fyrirbyggja endurtekningu og greiða fyrir nálgun á lausnum þegar forvarnirnar virka ekki?


í stuttu máli, hvað er hægt að gera betur?
Í stuttu máli þá gaf þetta mál ekkert fordæmi þar sem það endaði ekki með dómi heldur dómssátt.
Eina sem þú getur gert til að tryggja þig er að kaupa þér málsvarnartryggingu.
Framed skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Hrotti skrifaði:
Framed skrifaði:Hér er hugmynd; ef vaktin nær að safna 700 þús. krónunum hvernig væri að halda söfnuninni áfram þannig að dugi fyrir gjaldþrotabeiðninni líka. Semi-INSTANT KARMA
Við skulum ekki gera honum þann greiða, við gjaldþrot fyrnast allar kröfur á 2 árum og hér um bil útilokað að rjúfa fyrningu, en þessum árangurslausu fjárnámum er hægt að halda á lífi nánast endalaust.
Þetta er góður punktur hjá þér.
Á móti kemur að þetta voru/eru bráðabirgðalög sem að öllu óbreyttu falla úr gildi nú um áramótin. Þá taka aftur við gömlu gjaldþrotareglurnar þar sem lítið mál er að halda kröfum lifandi mjög lengi. Hitt er að ekki er hægt rifta gjörningi hans að selja konu sinni húsið nema gera hann gjaldþrota fyrst (miðað við minn skilning á lögunum, leiðréttið hafi ég rangt fyrir mér). Auk þess að með gjaldþrot á bakinu mætti hann ekki sitja í stjórn hlutafélags í x tíma (man ekki hversu lengi það er).
Þessi tveggja ára regla dettur niður núna um áramót. Þess vegna er fjárnámsferlið í gangi núna og ekkert kemur út úr því þá verður staðan metin í janúar. Eitt er víst að þetta gleymist ekkert.

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 13:52
af Hrotti
GuðjónR skrifaði:
Framed skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Hrotti skrifaði:
Framed skrifaði:Hér er hugmynd; ef vaktin nær að safna 700 þús. krónunum hvernig væri að halda söfnuninni áfram þannig að dugi fyrir gjaldþrotabeiðninni líka. Semi-INSTANT KARMA
Við skulum ekki gera honum þann greiða, við gjaldþrot fyrnast allar kröfur á 2 árum og hér um bil útilokað að rjúfa fyrningu, en þessum árangurslausu fjárnámum er hægt að halda á lífi nánast endalaust.
Þetta er góður punktur hjá þér.
Á móti kemur að þetta voru/eru bráðabirgðalög sem að öllu óbreyttu falla úr gildi nú um áramótin. Þá taka aftur við gömlu gjaldþrotareglurnar þar sem lítið mál er að halda kröfum lifandi mjög lengi. Hitt er að ekki er hægt rifta gjörningi hans að selja konu sinni húsið nema gera hann gjaldþrota fyrst (miðað við minn skilning á lögunum, leiðréttið hafi ég rangt fyrir mér). Auk þess að með gjaldþrot á bakinu mætti hann ekki sitja í stjórn hlutafélags í x tíma (man ekki hversu lengi það er).
Rétt hjá þér, viðkomandi þarf að vera gjaldþrota svo hægt sé að rifta þessu, en þó það færi í gegn þá er spurning hvað margir aðrir kröfuhafar eru á undan. Þessi tveggja ára regla dettur niður núna um áramót. Þess vegna er fjárnámsferlið í gangi núna og ekkert kemur út úr því þá verður staðan metin í janúar. Eitt er víst að þetta gleymist ekkert.


2ja ára reglan dettur ekki sjálfkrafa niður um áramót heldur á bara að skoða málið uppá nýtt. Það er ekkert víst að reglurnar breytist neitt.

"Ákvæði gjaldþrotalaga um hinn tveggja ára fyrningarfrest skal endurskoðað innan fjögurra ára frá gildistöku þess, en það tók gildi í desember 2010. Það þýðir að Alþingi ber að endurskoða ákvæðið ekki síðar en í desember 2014." http://www.spyr.is/grein/ymislegt/2459

Re: Nú vantar ykkar aðstoð

Sent: Lau 15. Nóv 2014 14:31
af GuðjónR
Jæja félagar, þarf ap skreppa í bæinn en þið megið alveg styrkja á meðan. ;)
Fer svo yfir PM og tölvupósta þegar ég kem heim og útdeili stjörnum!! ekki leiðinlegt ;)
Þeir sem kunna að hafa farið á mis við stjörnurnar látið mig endilega vita.

...bless á meðan!