Er tölvulistinn að reyna að svindla á mér?


Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er tölvulistinn að reyna að svindla á mér?

Póstur af Arnarmar96 »

Gunnar skrifaði:
Arnarmar96 skrifaði:Fór með tölvuna mín í TL og þeir skoðuðu hana eitthvað og svo hringdu þeir í mig

ég hafði svissað jumpernum fyrir bios-inn bara fikt í mér,

kostaði mig 3.990kr að fá tölvuna aftur tilbaka.. ég talaði við hann i simann og hann sagði að þetta myndi kosta lítið sem ekkert þannig ég tók það þannig að það myndi ekki kosta neitt (4k er mikill peningur fyrir mér)

allavega ég kem þarna og ætla taka tölvuna en neii þá sagði hann að þetta myndu vera 3.990kr fyrir "vinnuna" eða eitthvað þannig.. að svissa einum jumper..

allavega erfitt fyrir mig að segja að ég muni ekki versla við tölvulistann þar sem ég á ekki bíl og er ekki með bílpróf og tölvulistinn er eina tölvuverslunin í mínum heimabæ. annars held ég bíði bara eftir bæjarferðunum núna..
þú vonandi gerir þér grein fyrir því að þeir hafa ekki bara opnað tölvuna og ahh já jumperinn er vitlaus. þeir hafa líklegast prufað vinnsluminnin, cheakað hvort kælingin sé rétt á og harða diskinn kannski.
kallast að bilanagreina. :)
nema þeir hafa spottað það fyrst sem ég efa.
þeir hringdu í mig klukkutima seinna eftir að ég kom með hana sem ég fannst mjög skrýtið..
Mobo: MSI B85M-E33 CPU: Intel Core i5 4670k Ram: 8gb 1600mhz Graphics: GTX 650 ti 1gb
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Er tölvulistinn að reyna að svindla á mér?

Póstur af chaplin »

Ert þú að fara alveg rétt með mál Arnarmar, varðandi tímann? Annars hefði ég nú frekar haldið að þeir ættu skilið hrós, að koma með tölvu í viðgerð og fá hana innan við klst seinna til baka telst bara mjög gott! Yfirleitt er svo fast verð fyrir bilunargreiningu, að greiða innan við 4.000 kr fyrir bilunargreiningu, viðgerð og epík-stuttan viðgerðartíma, þú ættir að vera ánægður.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Er tölvulistinn að reyna að svindla á mér?

Póstur af demaNtur »

chaplin skrifaði:Ert þú að fara alveg rétt með mál Arnarmar, varðandi tímann? Annars hefði ég nú frekar haldið að þeir ættu skilið hrós, að koma með tölvu í viðgerð og fá hana innan við klst seinna til baka telst bara mjög gott! Yfirleitt er svo fast verð fyrir bilunargreiningu, að greiða innan við 4.000 kr fyrir bilunargreiningu, viðgerð og epík-stuttan viðgerðartíma, þú ættir að vera ánægður.
Þetta.
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL

Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er tölvulistinn að reyna að svindla á mér?

Póstur af Arnarmar96 »

chaplin skrifaði:Ert þú að fara alveg rétt með mál Arnarmar, varðandi tímann? Annars hefði ég nú frekar haldið að þeir ættu skilið hrós, að koma með tölvu í viðgerð og fá hana innan við klst seinna til baka telst bara mjög gott! Yfirleitt er svo fast verð fyrir bilunargreiningu, að greiða innan við 4.000 kr fyrir bilunargreiningu, viðgerð og epík-stuttan viðgerðartíma, þú ættir að vera ánægður.
#-o :guy
Mobo: MSI B85M-E33 CPU: Intel Core i5 4670k Ram: 8gb 1600mhz Graphics: GTX 650 ti 1gb
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Er tölvulistinn að reyna að svindla á mér?

Póstur af AntiTrust »

Eins og svo oft áður með tölvuviðgerðir, þá tekur bilanagreiningin oftast lengri tíma en viðgerðin sjálf. Ekki nokkurn skapaður hlutur að því að rukka þig fyrir þjónustu, tala nú ekki um m.v. þennan tímaramma.

Þú færð frábæra þjónustu en ert fúll yfir því að hafa verið rukkaður fyrir hana?

Ég segi nú bara það sama og þú .. " #-o"
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Er tölvulistinn að reyna að svindla á mér?

Póstur af Hargo »

Flest verkstæði eru með eitthvað lágmarks skoðunargjald sem er rukkað fyrir bilanagreiningu.

Þetta hljómar nú bara eins og góð þjónusta, byrja strax á vélinni, hringja eftir klukkutíma þegar þeir eru búnir að spotta út vandamálið og þú ert ósáttur við að þurfa að borga 4þús? Hvað fyndist þér vera sanngjarnt verð fyrir þessa bilanagreiningu og vinnu við að finna út vandamálið á þessum tíma?
Svara