Síða 3 af 4
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Sun 10. Jún 2012 19:28
af zetor
Er að fá smá hikst við og við á HD rásunum ( ADSL Síminn). Kemur einstöku sinnum fyrir að þær frjósi og svartur skjár, en koma aftur inn nokkuð seinna.
Einhver ráð? Myndi það bæta ef ég myndi svissa yfir í nýja HD ruglarann hjá símanum? Lét mæla línuna áður en ég svissaði yfir í HD og fékk
ég grænt ljós á það.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Sun 10. Jún 2012 19:59
af hagur
JReykdal skrifaði:Amino 140 afruglari tengdur við Yamaha RX-V1800 heimabíómagnara með HDMI (optical toslink reyndar líka) svo get ég svissað á milli hljóðinnganga. Held að þetta sé svona bæði í gegnum HDMI og optical, en er ekki alveg viss.
Vodafone ADSL þá?
Nei, Vodafone og ljósleiðari frá GR. Gleymdi að taka það fram.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Sun 10. Jún 2012 20:31
af JReykdal
Hrökk það nokkuð í lag áðan?
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Sun 10. Jún 2012 21:52
af hagur
JReykdal skrifaði:Hrökk það nokkuð í lag áðan?
Hjá mér?
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Sun 10. Jún 2012 22:42
af zetor
JReykdal skrifaði:Hrökk það nokkuð í lag áðan?
Það hefur minnkað já. Ég þarf samt eitthvað kannski að bæta lagnirnar hjá mér og símadósin er gömul.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mán 11. Jún 2012 00:33
af Victordp
Er ekki RUV HD á Digital Ísland (gamla)
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mán 11. Jún 2012 08:25
af hagur
Victordp skrifaði:Er ekki RUV HD á Digital Ísland (gamla)
Jú, ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu og með örbylgjuloftnet.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mán 11. Jún 2012 14:39
af JReykdal
Við gerðum smá lagfæringar á hljóðinu og vildum biðja alla sem horfa í gegnum Vodafone og/eða Örbylgju að hafa eyrun opin í næsta leik
Kv,
JReykdal
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mán 11. Jún 2012 14:46
af Jimmy
Burtséð frá því hversu geggjað þessi HD rás er, þá finnst mér álíka mikil dúndrandi snilld að það sé aðili hérna á vaktinni að fá/gefa feedback um þetta, top notch awesomeness.
Og að sjálfsögðu var straumbreytirinn fyrir myndlykilinn dauður þegar ég ætlaði að horfa á Ítalíu - Spán í gær á þessum eðal.
Sagem drasl.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mán 11. Jún 2012 14:58
af hagur
JReykdal skrifaði:Við gerðum smá lagfæringar á hljóðinu og vildum biðja alla sem horfa í gegnum Vodafone og/eða Örbylgju að hafa eyrun opin í næsta leik
Kv,
JReykdal

ég á eflaust eftir að glápa á þetta eitthvað í dag/kvöld. Skal láta vita hvernig hljóðið verður.
Eitt sem ég tók eftir, ef ég tók hljóðið úr Amino í gegnum HDMI, þá heyrðust smá skruðningar í því, svona eins og smá static noise. Ef ég svissaði yfir á optical, þá hvarf það. Gæti alveg verið eitthvað issue hjá mér bara, klassískt HDMI vesen eða e-ð.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mán 11. Jún 2012 15:02
af JReykdal
hagur skrifaði:JReykdal skrifaði:Við gerðum smá lagfæringar á hljóðinu og vildum biðja alla sem horfa í gegnum Vodafone og/eða Örbylgju að hafa eyrun opin í næsta leik
Kv,
JReykdal

ég á eflaust eftir að glápa á þetta eitthvað í dag/kvöld. Skal láta vita hvernig hljóðið verður.
Eitt sem ég tók eftir, ef ég tók hljóðið úr Amino í gegnum HDMI, þá heyrðust smá skruðningar í því, svona eins og smá static noise. Ef ég svissaði yfir á optical, þá hvarf það. Gæti alveg verið eitthvað issue hjá mér bara, klassískt HDMI vesen eða e-ð.
Það komu skruðningar í einum leik í gær (var drop í signalinu úti og Dolby Decoder fór í fýlu við það) en var fljótlega skipt yfir á varagræju.
JR
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 12. Jún 2012 11:07
af JReykdal
Þar sem enginn er froðufellandi þá geri ég ráð fyrir að þetta sé komið í lag
JR
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 12. Jún 2012 11:53
af hagur
Já heyrðist allt vera betra í gær. Það voru reyndar talsverð lip-sync vandamál svo í EM stofunni eftir seinni leikinn hjá mér. Var svona stundum í lagi og stundum alveg vel út úr sync-i.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 12. Jún 2012 12:15
af coldcut
Þvílík snilld að hafa bara einn Rúv-ara í stanslausu sambandi við alvöru prófara hérna!
Guðjón ætti kannski að íhuga að taka smá gjald fyrir að leyfa fyrirtækjum að nota Vaktina sem prófunargrundvöll...
En ein spurning JReykdal: Ég skil það vel að þetta sé ekki forgangsmál hjá ykkur en hafiði e-ð hugsað út í það að hækka gæðin í netútsendingunni? Virðist bæði vera í lélegri upplausn og svo er alltaf e-ð hökt í bakgrunnshljóðinu (hljóðið af vellinum sjálfum). Ef hægt er að laga hljóðið þá mættuð þið líka gefa möguleika á að mute-a lýsendurna

Dolli er hrikalegur...
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 12. Jún 2012 12:37
af JReykdal
coldcut skrifaði:Þvílík snilld að hafa bara einn Rúv-ara í stanslausu sambandi við alvöru prófara hérna!
Guðjón ætti kannski að íhuga að taka smá gjald fyrir að leyfa fyrirtækjum að nota Vaktina sem prófunargrundvöll...
En ein spurning JReykdal: Ég skil það vel að þetta sé ekki forgangsmál hjá ykkur en hafiði e-ð hugsað út í það að hækka gæðin í netútsendingunni? Virðist bæði vera í lélegri upplausn og svo er alltaf e-ð hökt í bakgrunnshljóðinu (hljóðið af vellinum sjálfum). Ef hægt er að laga hljóðið þá mættuð þið líka gefa möguleika á að mute-a lýsendurna

Dolli er hrikalegur...
Kem ekki nálægt vefstreyminu en ég held að það hafi nú verið bætt umtalsvert fyrir nokkrum mánuðum þegar þessu wmv rusli var hent en þetta er örugglega eitthvað notkunarháð, þe. þegar fleiri eru að streyma einhverju þá minnkar bandvíddin fyrir hvern notanda sem er í boði.
Varðandi hljóðið þá er bandvídd takmörkuð auðlind í útsendingum og því ekki auðvelt að koma að annari hljóðrás enn sem komið er amk. Auk þess sem við ráðum ekki yfir útsendingarleiðunum sem eru notaðar í dag. Þær eru alfarið á höndum símafyrirtækjanna.
JR
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 12. Jún 2012 16:29
af appel
appel skrifaði:JReykdal skrifaði:hagur skrifaði:JReykdal skrifaði:Enginn búinn að prófa 5.1 á örbylgjunni?

Er 5.1 ekki í boði yfir IPTV? Þá, hví ekki?
Hugbúnaðarissue hjá Símanum og Vodafone. Er í skoðun hjá þeim.
Kv,
JR
Þetta er supportað í myndlyklunum, en þarf uppfærslu til að virkja. Líklega gerist það fljótlega...enda þarf ég að forrita þetta inn

Er búinn að skoða þetta. Líklega verður dolby bara stutt á nýjustu myndlyklunum frá AirTies (komnir í dreifingu) og Sagem (sem eru ekki enn komnir í dreifingu til vv.). Ekki búið að taka ákvörðun um gömlu sagem hd lyklana.
Enn sem komið er er dolby aðeins á einni stöð, BBC HD. En við munum setja dolby á flestar ef ekki allar HD stöðvar innan skamms, og jú RÚV HD ef það er í boði.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 12. Jún 2012 18:04
af falcon1
Algjör snilld!
En viljið þið vinsamlegast hafa lógóið á hreyfingu eða taka það út í auglýsingatímum. Er reyndar miklu betra en Skjár1 merkið sem helst alltaf eftir ef við horfum mikið á þá stöð. Já, er með Plasma.
Discovery Channel ætti að vera fyrirmynd allra hvernig á að höndla birtingu á lógói á HD-öld.

Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 12. Jún 2012 21:11
af JReykdal
falcon1 skrifaði:Algjör snilld!
En viljið þið vinsamlegast hafa lógóið á hreyfingu eða taka það út í auglýsingatímum. Er reyndar miklu betra en Skjár1 merkið sem helst alltaf eftir ef við horfum mikið á þá stöð. Já, er með Plasma.
Discovery Channel ætti að vera fyrirmynd allra hvernig á að höndla birtingu á lógói á HD-öld.

Vatnsmerkjamálin eru í vinnslu. Það er planið að taka það út í auglýsingum etc. eins og á SD rásinni en hugbúnaðurinn er að stríða okkur. Kannski lausn í þessari viku.
JR
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 12. Jún 2012 21:13
af JReykdal
appel skrifaði:appel skrifaði:JReykdal skrifaði:hagur skrifaði:JReykdal skrifaði:Enginn búinn að prófa 5.1 á örbylgjunni?

Er 5.1 ekki í boði yfir IPTV? Þá, hví ekki?
Hugbúnaðarissue hjá Símanum og Vodafone. Er í skoðun hjá þeim.
Kv,
JR
Þetta er supportað í myndlyklunum, en þarf uppfærslu til að virkja. Líklega gerist það fljótlega...enda þarf ég að forrita þetta inn

Er búinn að skoða þetta. Líklega verður dolby bara stutt á nýjustu myndlyklunum frá AirTies (komnir í dreifingu) og Sagem (sem eru ekki enn komnir í dreifingu til vv.). Ekki búið að taka ákvörðun um gömlu sagem hd lyklana.
Enn sem komið er er dolby aðeins á einni stöð, BBC HD. En við munum setja dolby á flestar ef ekki allar HD stöðvar innan skamms, og jú RÚV HD ef það er í boði.
5.1 straumur á SDI hljóðrás 3/4 frá okkur
Svínvirkar á örbylgjunni

Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mið 13. Jún 2012 06:08
af appel
JReykdal skrifaði:appel skrifaði:appel skrifaði:JReykdal skrifaði:hagur skrifaði:JReykdal skrifaði:Enginn búinn að prófa 5.1 á örbylgjunni?

Er 5.1 ekki í boði yfir IPTV? Þá, hví ekki?
Hugbúnaðarissue hjá Símanum og Vodafone. Er í skoðun hjá þeim.
Kv,
JR
Þetta er supportað í myndlyklunum, en þarf uppfærslu til að virkja. Líklega gerist það fljótlega...enda þarf ég að forrita þetta inn

Er búinn að skoða þetta. Líklega verður dolby bara stutt á nýjustu myndlyklunum frá AirTies (komnir í dreifingu) og Sagem (sem eru ekki enn komnir í dreifingu til vv.). Ekki búið að taka ákvörðun um gömlu sagem hd lyklana.
Enn sem komið er er dolby aðeins á einni stöð, BBC HD. En við munum setja dolby á flestar ef ekki allar HD stöðvar innan skamms, og jú RÚV HD ef það er í boði.
5.1 straumur á SDI hljóðrás 3/4 frá okkur
Svínvirkar á örbylgjunni

Já, við erum að prófa þetta á einum straumi hjá okkur.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mið 13. Jún 2012 09:25
af zetor
Það vantar hjá mér DR-HD og svo koma hikst við og við. Eru fleiri hér í sömu stöðu?
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Lau 16. Jún 2012 23:45
af Kull
Myndir í réttri upplausn, vel gert RUV HD

Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 19. Jún 2012 17:33
af Dagur
Það voru einhverjar hljóðtruflanir í þessu í gær. Það var eins og að þulirnir væru of hátt stilltir þannig að maður heyrði suð í bakgrunninum.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Þri 19. Jún 2012 18:09
af fallen
Dagur skrifaði:Það voru einhverjar hljóðtruflanir í þessu í gær. Það var eins og að þulirnir væru of hátt stilltir þannig að maður heyrði suð í bakgrunninum.
Jébb, ég heyrði mjög leiðinlegt hátíðnihljóð sem virtist vera bundið við hljóðið frá lýsendum.
Re: RÚV HD - Ykkar álit
Sent: Mið 20. Jún 2012 12:09
af JReykdal
Held að þetta suð hafi verið lagað í gær. Slæmir hljóðnemar og eitthvað EQ lagað.