Rapp er þegar einhver rappar, oft með tónlist undir (beat). Rapplög eru þá lög sem er mestmegnis eða eingöngu rappað í.braudrist skrifaði:Hver er munurinn á rap og hip-hop ?
Rebecca Black - Friday er dæmi um lag sem kemur rapp í en þetta lag mundi aldrei flokkast sem Hip Hop eða partur af þeirri tónlistarstefnu.
Backstreet boys var popphljómsveit og oft kom rapp fyrir í lögum frá þeim. Þrátt fyrir það yrði Backstreet boys seint talið sem hiphop band.
Hip Hop er tónlistarstefna og menning/lífsstíll.
Það er rappað í hip hop lögum, þannig að flæði, taktur og annað er ekki eitthvað sem gerir eitthvað ekki rapp heldur hip hop. Þetta er klaufalegt útskýrt hjá mér. S.s. rapp er rapp burt séð hvort það sé hip hop eða ekki. Oftast er rappað í hip hop lögum, en það er líka oft rappað í popp lögum en það gerir þau popplög ekki að hip hopi.
Er ég að tala í hringi hérna? Vona að þetta skiljist.