Síða 3 af 9

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Þri 03. Mar 2009 00:57
af mustad2
og já...
með nýju gjöldunum hjá símanum, og hækkunum undanfarið.
Þá er ég farinn að borga þeim yfir 10.000 kr á mánuði fyrir 8MB tengingu....
8500kr tenginging, 350 kr routerinn og línugjald 1400kr á mánuði. (Myndlykill 600kr)
þegar ég byrjaði var netið 5000 kall + línugjald 1400 kr og hraðinn var mun betri.
hjá TAL verður þetta 6000 kall

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Þri 03. Mar 2009 02:13
af jonsig
Bara segja upp þessum grimmige Juden des Monopols

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fim 05. Mar 2009 15:48
af Gaur
það er greinilega verið að cappa og blokkera tengingar,mér finnst þetta hafa byrjað af krafti hjá símanum uppúr febrúar ,
ég hélt fyrst að routerinn væri bilaður en hann gerir allt annað en að flytja torrent ágætlega og í mínum kokkabókum eru þetta hrein vörusvik.
Ég ásamt fleirum gerðum kvörtun við talsmann neytenda http://www.talsmadur.is/ vegna þessa svokallaða
ótakmarkaða niðurhals sem þeir auglýstu sem varð til allavega til þess að þeir urðu að breyta netauglýsingu á síðunni sinni
http://siminn.is/einstaklingar/netid/ve ... item31466/
og auglýsa ekki lengur ótakmarkað niðurhal ,sem gerir kanski lítið fyrir p2p en fólk veit þá aðeins betur að hverju það gengur.
Og mikið væri nú gaman ef einhver fyrverandi starfsmaður símans kæmi hér og fræddi almenning um hvað fer raunverulega fram á bakvið tjöldin í þessum málum!
Svo er um að gera að senda talsmanni neytenda kvörtun.

E.S. svo er spurning hvort það sé sniðugt að vera birta nöfn á ákveðnum torrentsíðum hérna,kanski breytir það eingu uppá capp og blokkeringar.

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fim 05. Mar 2009 15:57
af GuðjónR
Gaur skrifaði:það er greinilega verið að cappa og blokkera tengingar...

Á því leikur engin vafi.

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fim 05. Mar 2009 22:20
af jonsig
Ein spurning strákar ,, hvað heldur ykkur svona fast við símann ? :?

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fim 05. Mar 2009 23:07
af Gaur
jonsig skrifaði:Ein spurning strákar ,, hvað heldur ykkur svona fast við símann ? :?


Ég fór frá símanum til Hive á sínum tíma og allt var yndinslegt,ótakmarkað niðurhal og læti.
þangað til þeir byrjuðu á þessum óskunda að takmarka torrent umferð sem virðist vera alsráðandi
hjá öllum símafélögum núna, og virðist vera harðast gengið fram hjá símanum í þeim málum,
ég fór semsagt aftur til símans en nú ætla ég að skifta og fara til vodafone,það virðist vera
skást af því sem er í boði þessa dagana.

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fös 06. Mar 2009 19:19
af jonsig
Ég er ekki að taka eftir þessu hjá hringiðunni

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Mán 09. Mar 2009 02:24
af Gaur
Ég prófaði að sækja torrent skrá hjá mér og sömu torent skrá á sömu síðu heima hjá strangheiðarlegu fólki útí bæ sem gerir lítið meir en að lesa moggan á netinu á innan við 5 mínútna millibili og niðurstaðan var sú að ég náði hjá mér 47kb/s með 49 seeds...en útí bæ náði ég 243 kb/s og 48 seeds,og það var ekkert innlent seed,tölurnar tala sínu máli.
það væri athyglisvert ef fleiri próðu þetta og sjá hver útkoman Yrði!

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Mán 09. Mar 2009 08:46
af ManiO
jonsig skrifaði:Ég er ekki að taka eftir þessu hjá hringiðunni



Ertu sem sé hjá hringiðunni? Hvernig er pingið í leikjum?

Re: Er Síminn að cappa torrent?

Sent: Þri 10. Mar 2009 21:12
af daremo
daremo skrifaði:Ég er enginn aðdáandi $ímans.. Langt frá því, en ég verð að segja að ég hef ekki tekið eftir þessu. Fæ yfirleitt 6-700kb/s á vel seeduðum erlendum torrent.
Var reyndar að starta einum áðan og hann klifrar rétt svo upp í 250kb/s.


Tek þetta comment tilbaka. Ég er ekki að fá rassgat frá erlendum torrentum í dag og síðustu vikur. $líminn er mættur aftur..

Re: Er Síminn að cappa torrent?

Sent: Þri 10. Mar 2009 21:25
af CendenZ
daremo skrifaði:
daremo skrifaði:Ég er enginn aðdáandi $ímans.. Langt frá því, en ég verð að segja að ég hef ekki tekið eftir þessu. Fæ yfirleitt 6-700kb/s á vel seeduðum erlendum torrent.
Var reyndar að starta einum áðan og hann klifrar rétt svo upp í 250kb/s.


Tek þetta comment tilbaka. Ég er ekki að fá rassgat frá erlendum torrentum í dag og síðustu vikur. $líminn er mættur aftur..


Ef þú ert á erlendum trackerum og það eru íslendingar að seeda, þá eru ísl. peers ekkert cappaðir..
td. mininova.. færð fínan hraða þar ef það eru íslendingar að urta sama file :)

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Þri 10. Mar 2009 23:19
af ManiO
4x0n skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er ekki að taka eftir þessu hjá hringiðunni



Ertu sem sé hjá hringiðunni? Hvernig er pingið í leikjum?

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Þri 10. Mar 2009 23:46
af jonsig
spila ekki leiki on-line , ég hef nóg annað að gera . Annars fínasta tenging

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Mið 11. Mar 2009 08:54
af ManiO
jonsig skrifaði:spila ekki leiki on-line , ég hef nóg annað að gera . Annars fínasta tenging



Skelltu einhverjum leik upp og tjékkaðu pingið fyrir mig :) Nenni ekki að standa í því að skipta sjálfur ef ske kynni að ég myndi lagga út í eitt í fjölspilun.

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fim 12. Mar 2009 22:52
af Blackened
gumol skrifaði:
Gaman að sjá hvort það verða einhver viðbrögð.


haha.. Good luck with that vinur :)

ég efast ekki um annað en þeim gæti ekki verið meira skítsama ;)
..það hefur amk virst vera attitjúdið hingaðtil.. cappið þitt hverfur öruglega sjálfkrafa í nótt eða á morgun..

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fim 12. Mar 2009 23:09
af jonsig
Ég lenti í meldingu við hringiðuna nýlega , þeir bjóða uppá 2mbps og 40gb fyrir heilan 6500kr!!!

allavegana þeir cöppuðu tenginuna mína 11. og sögðu að þetta væri árans torrent

en ég kíkti á mælirnn þá var ég búinn að dl 5 gb gegnum torrent og öll önnur umferð er ruv.is

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fim 12. Mar 2009 23:12
af AntiTrust
Búinn að vera með tengingar hjá flestum ISP sem eru í boði hérlendis í gegnum tíðina, þar til ég byrjaði hjá þáverandi Hive, núverandi Tal og hef sjaldan verið sáttari. Fæ afar góðann raunhraða, aldrei svo ég muni til lent í niðurtíma og aldrei lent í cappi eða óeðlilega hægum hraða. Reyndar aldrei verið rosalega actívur í erlendu download-i, alltaf tekist að bjarga mér með innanlandsdli. Hef þar að auki lítið sem ekkert þurft á þjónustu að halda, get því lítið dæmt um þá hlið.

Ég hef það reyndar eftir góðum vini og starfsmanni innan símans að ekkert óeðlilegt capp, þeas utan þeirra sem þeir gera grein fyrir í skilmálum eigi sér stað.

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Fös 13. Mar 2009 01:56
af urban
AntiTrust skrifaði:Búinn að vera með tengingar hjá flestum ISP sem eru í boði hérlendis í gegnum tíðina, þar til ég byrjaði hjá þáverandi Hive, núverandi Tal og hef sjaldan verið sáttari. Fæ afar góðann raunhraða, aldrei svo ég muni til lent í niðurtíma og aldrei lent í cappi eða óeðlilega hægum hraða. Reyndar aldrei verið rosalega actívur í erlendu download-i, alltaf tekist að bjarga mér með innanlandsdli. Hef þar að auki lítið sem ekkert þurft á þjónustu að halda, get því lítið dæmt um þá hlið.

Ég hef það reyndar eftir góðum vini og starfsmanni innan símans að ekkert óeðlilegt capp, þeas utan þeirra sem þeir gera grein fyrir í skilmálum eigi sér stað
.



nei ok... þeir segjast minnka hraða til þeirra sem að fara yfir takmörk...

og allt í góðu lagi með það...
ef að ég er búin að dwonloada yfir leyfilegu marki og hraði minn erlendis er lækkaður niður í t.d. 1024 mbits úr 12 mbits þá er ég ekkert á móti því svo sem, ég vissi að ég gæti átt von á því (ég semsagt já... "bend over")
en mér finnst alveg fáránlegt að ég geti ekki notað þann hraða 1024 mbits (128 kB/s) á torrenta...
mér finnst það fáránlegt að úr því að þeir séu að cappa hraðann hjá mér, þá skuli þeir algerlega blocka á torrent umferð.
sem að allavega mín reynsla er að þeir hafi verið að gera...

vegna þess að ég hef verið með fínan hraða erlendis frá, fengið email um að ég sé komin yfir 10 GB á viku (reyndar 2 - 3 vikur síðan þetta gerðist) og basicly á sömu mínotunni þá fer hraði á torrentum sem að ég er að ná í (vel seedaðir torrentar á bitmetv.org) úr ca 500 - 800 kB/S í 5 kB/s og jafnvel núll..
síðan fæ ég einhvern tíman seinna email um það að það sé í lagi með erlent download, og 5 mín seinna þá rýkur sama torrent úr 0 - 5 kB/s í 400 - 600..

það þarf ekki að segja mér að það sé bara hraðatakmörkun á tengingunni...
þeir eru að blocka erlenda torrent umferð um leið.

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent? UPDATE

Sent: Lau 14. Mar 2009 12:53
af GuðjónR
Update:
Jæja, viku eftir að ég hringdi og kvartaði yfir því að p2p protocol væri á 0 þá fékk ég sms frá 8007000; máli xxxxx lokið, kveðja síminn.
Ég hringdi til að fá upplýsingar um mál xxxxx og var mér sagt að "bilun" hefði orsakað að p2p hefði dáið hjá "sumum" en öðrum ekki.
Mjööööög trúlegt.

Gott og vel, í einn sólarhring var p2p eðlilegt. En núna (14.03.2009) er gagnanotkun fyrir mars 9.1GB eða 22.75% af kvóta, sem sagt ekkert "ófhóflegt" gagnamagn.
Samt er ég að fá hámarkshraða á p2p frá útlöndum í kringum 40kbs, ég er að prófa þetta núna og er með 91peer sem gefa frá 20-40kbs.
Flestir eru með 0.5kbs og þeir öflugustu eru að gefa 2kbs. Meðaltal þeirra er í kringum 0.5kbs.

Það er alveg sama hvað þeir reyna að segja, fólk með lágmarksþekkingu á netinu og þeim stöðlum sem þar eru geta auðveldlega séð og mælt það sem er í gangi.

Þeir eru vísvitandi að drepa niður p2p umferð þó þeir viðurkenni það ekki og haldi öðru fram.

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Lau 14. Mar 2009 14:47
af ManiO
Mamma var einmitt að fá eitt stykki email frá Vodafone um það að erlent niðurhal væri komið í 80%, stuttu eftir það fékk hún póst um að búið væri að loka á erlenda traffík. Nema hvað, ég er 100% viss um að niðurhalið var ekki komið upp fyrir 36gig ca. (sennilega minna) og núna get ég ekki tjékkað hver staðan er á vodafone síðunni til að sjá hvort ég hafi rétt fyrir mér?

Nú er ég ekki fyrir samsæriskenningar, en eru Vodafone að leggjast svo lágt að ljúga til um notkun manns og loka fyrir möguleikan að fylgjast með notkun sinni? Er einhver annar hér hjá Vodafone með ljós sem getur séð notkunarupplýsingar? Eða ADSL?

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Lau 14. Mar 2009 21:25
af Darknight
þetta er svona núna hjá öllum símafyrirtækjunum, þvílíkt rugl og aldrei fengið slæma þjónusta hjá tal fyrren núna, og er að hætta hjá þeim. Ruglað og bullað í mér eins og ég sagði í öðrum þráði hérna, ég ætla í hringiðunna því þeir eru litlir og mannúðlegir, mundu ekki sýna svona slæma þjónustu og frekar missa kúnna (þau vildu frekar missa mig enn að leyfa mér að kaupa aðra tengingu eða gefa mér 1gb svo ég geti unnið, var sagt það orðrétt svona)

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Sun 15. Mar 2009 18:57
af jonsig
meiga þeir rukka fyrir "umfram" niðurhal þegar ég skrifaði undir samning í den um ótakmarkað niðurhal innlendis sem erlendis ?

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Sun 15. Mar 2009 19:40
af Gúrú
jonsig skrifaði:meiga þeir rukka fyrir "umfram" niðurhal þegar ég skrifaði undir samning í den um ótakmarkað niðurhal innlendis sem erlendis ?


Var það árið aldrei?

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Sun 15. Mar 2009 22:08
af gumol
Það hefur einhver stjórnandi óvart editað póstinn minn í staðin fyrir að quota hann, þannig ég set þetta bara inn aftur:

Allavega þá fékk ég póst frá símanum um að þær væru að cappa erlenda umferð til mín vegna óhóflegrar notkunar. Ég svaraði þeim svona:



Í dag barst okkur tölvupóstur frá ykkur þar sem kom fram að vegna óhóflegrar notkunar væri internettenging okkar takmörkuð við 1024 kb/sek (það stóð reyndar 1,024 kb/sek í póstinum en ég geri ráð fyrir að það hafi verið innsláttarvilla). Þar var vísað í skilmála fyrir internettenginuna þar sem segir að síendurtekin óhófleg notkun geti leitt til takmörkunar á þjónustu. Óhófleg notkun miðist við 10 GB á 7 daga tímabili eða 40 GB á 28 daga tímabili.

Þar sem við höfum aldrei áður náð að fara yfir 10 GB notkun á viku er ekki hægt að segja að þetta sé endurtekin óhófleg notkun, hvað þá síendurtekin óhófleg notkun. Ef notkun á tenginunni er skoðuð sést þvert á móti að þetta er einangrað tilfelli og 7 daga notkun aldrei áður verið nálægt því að ná 10 GB ef frá eru taldir síðustu 7 dagar.

Ég fer því fram á að takmörkuninni verði hætt.


Hef ekki fengið svar ennþá. Sendi ítrekun á morgun ef ekkert kemur.

Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?

Sent: Sun 15. Mar 2009 23:37
af Gemini
Mér finnst Síminn ekki sanngjarn. í seinasta mánuði var ég cappaður í lok mánaðar þar sem ég þurfti að dla yfir 10gb á seinustu viku mánaðarins. Heildarnotkun samkv. samningi er 40gb á mánuði samt dlaði ég í heildina einungis 28gb samkvæmt upplýsingum frá þeim eftir mánuðinn og var samt sem áður cappaður.

Ég semsagt dlaði litlu fyrstu 3 vikurnar en þurfti að svo að nota tenginguna aðeins meira en vaninn er og lendi þá í cappi. Finnst þetta heldur ósanngjörn aðferð hjá þeim.

Þetta eitt og sér gerði það að verkum að ég fer að leita að öðrum þjónustuaðila.

p.s. Í raun er gildandi samningurinn minn upp á 80gb en þeir meiga breyta en ég má þá segja upp samningi samkvæmt fjarskiptalögum þó að samningur sé til 6 mánaða. Þeim ber meira að segja lagaleg skylda að tilkynna öllum í áskrift að þeir hafi rétt á að rifta samningi þegar þeir breyta svona hlutum.

p.p.s. Ef fólki finnst fjarskiptafyrirtæki á Íslandi fara illa með sig á einn eða annan hátt á að senda óformlega eða formlega kvörtun til póst og fjarskiptastofnunar. Þeir eru með gífurlega ströng lög á sér og póst og fjarskiptastofnun töluverð völd yfir þeim. Kemur meira til skila en að væla á forums :D