Mr. Joe skrifaði:Ég er að hugsa um að fjárfesta í xbox360. Og er að spá...ef maður kaupir hana í usa, er þá mikið mál að breyta henni þannig að maður geti spilað leiki á evrópustaðli? eða þyrfti maður alltaf að panta þá frá usa?
Sumir leikir eru "region free" og virka jafnt á NTSC og PAL. Sumir eru það hinsvegar ekki. Það er einhversstaðar listi yfir þessa leiki en ég man ekki hvar og er ekki alveg að finna á Google.
Tölvan er læst á Region 1 sem DVD spilari líka ef þú kaupir hana í USA en Region 2 ef þú kaupir hana í evrópu.
Það er minnst vesen að versla hana hérna heima.