falcon1 skrifaði:Mér sýnist að eitthvað hafi hægt á gosinu eftir jarðskjálftann í gær, er það vitleysa í mér?
Það er vont að bera saman glóandi kvikuna í myrkri og svo aftur í dagsbirtu en ég held að það sé ekki hægt að neita því að núna í morgunsárið dró verulega úr virkninni í gígunum.
jonfr1900 skrifaði:Mér sýnist að nýja sprungan sé ennþá að lengjast eitthvað. Það gæti hafa stöðvast í smá tíma núna eins og vill stundum gerast í svona atburðarrás.
Klárlega lengst á síðasta klukkutíma miðað við fyrstu myndir af nýju sprungunni.
Það er spurning hvort að þetta "litla" eldgos sé að fara að breytast í mjög stórt eldgos. Það gæti verið eitthvað að gerast á miklu dýpi sem sést ekki á mælum. Það þarf ekki mikið að gerast djúpt í jarðskorpunni svo að flæðið upp þar aukist mikið frá því sem það er í dag enda er það djúpflæðið sem stjórnar framgangi þessa eldgoss.
Ef það verður mikil breyting. Þá ætti sú breyting að koma fram eftir 1 til 12 klukkutíma í fyrsta lagi. Gæti samt tekið lengri tíma þar sem það er vonlaust að vera með góða vissu í þessu.
Last edited by jonfr1900 on Mán 05. Apr 2021 17:10, edited 1 time in total.
jonfr1900 skrifaði:Það er spurning hvort að þetta "litla" eldgos sé að fara að breytast í mjög stórt eldgos. Það gæti verið eitthvað að gerast á miklu dýpi sem sést ekki á mælum. Það þarf ekki mikið að gerast djúpt í jarðskorpunni svo að flæðið upp þar aukist mikið frá því sem það er í dag enda er það djúpflæðið sem stjórnar framgangi þessa eldgoss.
Ef það verður mikil breyting. Þá ætti sú breyting að koma fram eftir 1 til 12 klukkutíma í fyrsta lagi. Gæti samt tekið lengri tíma þar sem það er vonlaust að vera með góða vissu í þessu.
Einhver ástæða fyrir því að halda að þetta muni gerast, m.v. að það liggja engin gögn eða mælingar fyrir sem benda til þess? Og hvernig breytingu sérðu fyrir þér?
Maður sér hins vegar alveg greinilega hvernig spýjurnar úr nýju sprungunni stækka með hverjum klukkutímanum sem líður.
jonfr1900 skrifaði:Það er spurning hvort að þetta "litla" eldgos sé að fara að breytast í mjög stórt eldgos. Það gæti verið eitthvað að gerast á miklu dýpi sem sést ekki á mælum. Það þarf ekki mikið að gerast djúpt í jarðskorpunni svo að flæðið upp þar aukist mikið frá því sem það er í dag enda er það djúpflæðið sem stjórnar framgangi þessa eldgoss.
Ef það verður mikil breyting. Þá ætti sú breyting að koma fram eftir 1 til 12 klukkutíma í fyrsta lagi. Gæti samt tekið lengri tíma þar sem það er vonlaust að vera með góða vissu í þessu.
Einhver ástæða fyrir því að halda að þetta muni gerast, m.v. að það liggja engin gögn eða mælingar fyrir sem benda til þess? Og hvernig breytingu sérðu fyrir þér?
Maður sér hins vegar alveg greinilega hvernig spýjurnar úr nýju sprungunni stækka með hverjum klukkutímanum sem líður.
Það hefur engin tilfallandi breyting orðið á GPS mælingum undanfarna vikur. Það gefur mér grunsemdir að eitthvað meira í sé í gangi en kemur fram í mati á stöðinni hjá vísindamönnum hjá Veðurstofunni og Háskóla Íslands.
Það gaus sem dæmi í mánuð eða tvo (nákvæmt tímasetning er ekki þekkt) í Grímsfjalli og Þórðarhyrnu áður en eldgosið í Laka hófst 1783 með látum sem á uppruna sinn í grunnstæðu kvikuhólfi. Það er mjög líklegt að kvikuhólfið sem núna gýs úr sé á 17 km til 25 km dýpi (eða þarna á milli) í eldgosinu í Geldingadal og Fagradalsfjalli (nýja eldgosið). Síðan hefur verið mjög áhugaverð jarðskjálftavirkni við Keili á mjög þröngu svæði sem eykur grunsemdir mínar að þar gæti farið að gjósa fljótlega.
Síðan uppgötvaðist í nótt 150 metra löng sprunga á milli eldgosanna og þar er mikill hiti að koma upp sem bendir til þess að stutt sé í eldgos í þeirri sprungu. Einnig sem að land er að síga á þessu svæði um marga metra. Það er einnig komið fram jarðsig og frekari sprungumyndun norður af nýju gígunum og því er mjög líklegt að fljótlega fari að gjósa norður af nýju gígunum.