Síða 2 af 2

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fim 11. Júl 2019 20:47
af jonfr1900
einarn skrifaði:
worghal skrifaði:windows xp.
enough said.
Win xp? Þú veist að os/2 er ennþá notað í transit kerfinu hjá N.Y og hjá nokkrum af eldri tegundum hraðbanka, síðast þegar eg vissi.

Enn ég er ekki sammála þér með XP IMO þá finnst mér XP mjög robust og versatile os var mjög vinsælt hjá retro pc enthisiast og er að sumu leiti ennþá, enn það hefur minkað eftir að pos updates hættu og steam droppaði supoort.
Ég reyndar þarf að koma mér upp Windows xp tölvu á ný fyrir gamla tölvuleiki sem ég á (dvd diskar). Þeir virka ekki rétt á Windows 10 sama hvað ég prufa til þess að fá þá til að keyra rétt.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fim 11. Júl 2019 20:50
af jonfr1900
Skaz skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
DJOli skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Veit að Síminn ætlar að loka POTS kerfinu árið 2020 (held ég).
Ertu að tala um POTS (Landlínusímsamband yfir kopar án netbeinirs (e. routers)) eða ertu að tala um koparkerfið eins og það leggur sig?

Veit að verið er að leggja POTS kerfið niður í þessum töluðu orðum. Meðal kosta þess og galla eru að án POTS er örlítið flóknara að bilanameta koparkerfið þar sem POTS (eða öllu heldur straumurinn í POTS, og hvernig það virkar allt saman) kemur mikilvægum gögnum upplýsingum frá a til b.

Ofan á það, þá þurfa eldriborgarar að fá stjórnstöðvar fyrir neyðarhnappana sína sem notast við GSM senda í þess að tengja símtengið í netbeini (e. router), þar sem internetsíminn virkar ekki ef rafmagnið er útslegið, (ólíkt gamla góða POTS símanum sem hefur verið haldið í gangi í rafmagnsleysi með vararafkerfum í símstöðvum).
Koparkerfið er lagt niður þar sem ljósleiðarinn er kominn til allra lögaðila og fyrirtækja. Það er þegar byrjað samkvæmt ákvörðun Póst og Fjarskiptastofnunar sem hægt er að lesa hérna (pdf).

Þetta er gamla hliðræna kerfið. Í þessari frétt er það kallað PTSN. Ég hef ekki aðgang að greininni.

Gamla símakerfinu lokað á næsta ári (mbl.is)

Svar uppfært.

Það er misskilningur ef að þú ert að halda því fram að það sé verið að hætta að nota koparinn með öllu, það verða áfram gagnaflutningar og þess háttar á koparnum. Ljósleiðarar eru ekki komnir í hvert einasta hús á landinu, því fer fjarri.

Það er verið að leggja niður gamla talsímakerfið í þágu VoIP lausna.

Síminn tekur þetta fram á síðunni hjá sér:
Mun þessi breyting hafa áhrif á internettenginguna mína?
Aðeins er um að ræða lokun á talsíma og því hefur þessi breyting engin áhrif á gagnaflutningstengingar yfir koparkerfið eins og ADSL, VDSL, ISDN stofntengingar eða talsíma sem fer yfir net (VoIP).
Þetta gildir bara þar sem ljósleiðari er ekki kominn í 90% húsnæðis. Í ákvörðun Póst og Fjarskiptastofnunar sem ég vísa í var koparkerfið í heild sinni lagt niður þar sem ljósleiðari var kominn í meira en 90% húsnæðis í umræddum sveitarfélögum. Þar sem það skilyrði næst ekki verður koparinn ennþá í notkun samkvæmt lagalegri skyldu.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fim 11. Júl 2019 21:19
af arons4
Þarf öðru hvoru að nota DOS forrit í vinnunni, windows XP síðasta stýrikerfið sem getur keyrt DOS forrit.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fim 11. Júl 2019 21:26
af Hjaltiatla
arons4 skrifaði:Þarf öðru hvoru að nota DOS forrit í vinnunni, windows XP síðasta stýrikerfið sem getur keyrt DOS forrit.
Hvað með Dosbox ?

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fim 11. Júl 2019 21:34
af arons4
Hjaltiatla skrifaði:
arons4 skrifaði:Þarf öðru hvoru að nota DOS forrit í vinnunni, windows XP síðasta stýrikerfið sem getur keyrt DOS forrit.
Hvað með Dosbox ?
Veit svosem ekki hvort það myndi ganga með usb->serial breytum og slíku, eigum gamla góða dell lappann til að redda þessu, meira að segja með innbyggðu serial porti.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fim 11. Júl 2019 21:42
af pegasus
Svona af því að enginn er búinn að segja það enn þá:

Jack tengi.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fim 11. Júl 2019 21:44
af Hjaltiatla
arons4 skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
arons4 skrifaði:Þarf öðru hvoru að nota DOS forrit í vinnunni, windows XP síðasta stýrikerfið sem getur keyrt DOS forrit.
Hvað með Dosbox ?
Veit svosem ekki hvort það myndi ganga með usb->serial breytum og slíku, eigum gamla góða dell lappann til að redda þessu, meira að segja með innbyggðu serial porti.
Sýnist það , en eflaust þyrfti að prófa það.
https://www.dosbox.com/wiki/Configuration:SerialPort
En hey þetta er þitt/ykkar network :)

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fös 12. Júl 2019 01:53
af einarn
jonfr1900 skrifaði:
einarn skrifaði:
worghal skrifaði:windows xp.
enough said.
Win xp? Þú veist að os/2 er ennþá notað í transit kerfinu hjá N.Y og hjá nokkrum af eldri tegundum hraðbanka, síðast þegar eg vissi.

Enn ég er ekki sammála þér með XP IMO þá finnst mér XP mjög robust og versatile os var mjög vinsælt hjá retro pc enthisiast og er að sumu leiti ennþá, enn það hefur minkað eftir að pos updates hættu og steam droppaði supoort.
Ég reyndar þarf að koma mér upp Windows xp tölvu á ný fyrir gamla tölvuleiki sem ég á (dvd diskar). Þeir virka ekki rétt á Windows 10 sama hvað ég prufa til þess að fá þá til að keyra rétt.
Er einmitt með p4 win2k vél sem eg hendi upp þegar ég er í nostaglíu gírnum.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Sun 14. Júl 2019 12:04
af DJOli
raggos skrifaði:Af einhverjum furðulegum ástæðum er ennþá verið að nota fax í einhverjum tilfellum. Skil það ekki fyrir mitt litla líf því það er ekkert gott við Fax tæknina
Hvernig í ósköpunum færðu það út?
Setur blaðið í blaðahaldarann.
Slærð inn síma/faxnúmer móttakanda.
Ýtir á staðfesta.
Faxtækið skannar blaðið með sínum herkjum og pípum, og innan skamms er móttakandi kominn með afrit.
Man að móðir mín og vinkonur hennar voru oft að skiptast á prjónamunstrum á þennan hátt.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Mán 22. Júl 2019 22:05
af jonfr1900
Það sem ég einnig skil ekki afhverju það er svona mikil tregða hjá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum að taka upp VoLTE og VoWiFi hjá sér. Þetta er nú þegar í notkun hjá flestum ef ekki öllum fjarskiptafyrirtækjum á norðurlöndum. Einnig skil ég ekki tregðuna við að neita að taka upp IPv6 eins og ég hef nefnt áður.

Keeping customers connected without a mobile signal (GSMA)
Realising revenue potential with Voice over LTE (GSMA)

Aðeins Nova hefur VoLTE í dag en þeir vilja ekki nota VoWiFi frekar en hin íslensku fjarskiptafyrirtækin.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Þri 23. Júl 2019 14:31
af Dr3dinn
raggos skrifaði:Af einhverjum furðulegum ástæðum er ennþá verið að nota fax í einhverjum tilfellum. Skil það ekki fyrir mitt litla líf því það er ekkert gott við Fax tæknina
Fax er stórt í alþjóða banka viðskiptum og farmskipa viðskiptum og verður það líklegast alltaf :S

Alveg sammála að þetta er úrelt, en meðan heimurinn virðist ætla að nota þetta, þá þurfum við að taka þátt.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Þri 23. Júl 2019 19:21
af asgeirbjarnason
jonfr1900 skrifaði:Einnig skil ég ekki tregðuna við að neita að taka upp IPv6 eins og ég hef nefnt áður.
Eitt varðandi IPv6 á íslandi; Ísland var eitt heppnasta land í heimi þegar kom að úthlutunum IPv4 IP talna. Samkvæmt List of countries by IPv4 address allocation erum við greinilega í 7. sæti í heiminum af ip/mannfjölda. Þessar tölur eru frá 2012 svo ég var að dunda mér að því að reikna út núverandi tölur samkvæmt RIX listanum (https://www.rix.is/is-net.txt), mannfjöldatölum Hagstofu og núverandi heildarstærð mannkynsins.

VIð erum akkurat núna með 888.320 úthlutaðar IP tölur. Það er um 2,5 IP tölur á mann. Ef ég einfalda aðeins hvað eru til margar IPv4 tölur (með því að nota 2**32 án þess að draga frá ónothæfar IP tölur) þá erum við með um 0,02% af mögulegum IPv4 tölum. Íslendingar eru hinsvegar um 0.0046% mannkynsins. Svo við erum með um 4,5 falda raunúthlutun IP talna miðað við hvað mætti búast við útfrá mannfjölda.

Að þessu leyti er frekar skiljanlegt að við séum eftirlegukindur þegar kemur að IPv6. Við erum bara einfaldlega þannig stödd að vandamálin tengd skorti á IPv4 tölum eru ekkert sérstaklega slæm hér á landi.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Þri 23. Júl 2019 19:37
af depill
jonfr1900 skrifaði:Það sem ég einnig skil ekki afhverju það er svona mikil tregða hjá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum að taka upp VoLTE og VoWiFi hjá sér. Þetta er nú þegar í notkun hjá flestum ef ekki öllum fjarskiptafyrirtækjum á norðurlöndum. Einnig skil ég ekki tregðuna við að neita að taka upp IPv6 eins og ég hef nefnt áður.

Keeping customers connected without a mobile signal (GSMA)
Realising revenue potential with Voice over LTE (GSMA)

Aðeins Nova hefur VoLTE í dag en þeir vilja ekki nota VoWiFi frekar en hin íslensku fjarskiptafyrirtækin.
Licensing. VoWiFi vs VoLTE er svo ólík tækni að það er eiginlega ekkert hægt að tala um það í sömu setningu. Ástæða þess að VoLTE er ekki komið í meira penetration er þetta er fjárfesting fyrir fjarskiptafélögin í netkerfum, þeir verða að fara með allt netið í IPv6 ( jafnvel þó það er ekki publicly routed ) og þeir þurfa að borga framleiðendum licensing fee fyrir aukalegan búnað sem þarf að vera í netkjarnanum.

Fyrir Símann og Vodafone sem er með miklar fjárfestingar í circuit switched búnaði er hvatinn hreinlega lægri ( fer örugglega að verða hærri fyrir Vodafone ).

Hvatinn fyrir VoWiFi er enginn, aðal hvatinn fyrir carriera erlendis sem hafa tekið þetta upp ( ekki það algengt ) er lélegt signal innanhús eða lélegt signal í ákveðnum svæðum. Þetta er mikið vandamál í ákveðnum löndum ( til dæmis Þýskalandi, sérstaklega hjá O2 þar sem þeir eru ekki D carrier ) enn er ekki jafn mikið vandamál á Íslandi þar sem þéttleiki netkerfsins er mjög mikill á þeim svæðum sem skipta sérstaklega miklu máli ( höfuðborgarsvæðið :D ). Hvatinn fyrir Íslensku fjarskiptafyrirtækin að fjárfesta í VoWiFi eða femto-cellum er þess vegna mjög lágr og justifar ekki fjárfestinguna.

VoLTE mun koma ( og circuit-switched mun deyja :/ ) enn sérstaklega Síminn (HDVoice) hafa gert ýmislegt til að geta haldið lífinu lengur í búnaðinum og ég myndi ekki búast við því að sjá 2G netkerfið deyja á næstu árum ( myndi halda 3G á undan 2G )

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Þri 23. Júl 2019 19:43
af depill
asgeirbjarnason skrifaði: Að þessu leyti er frekar skiljanlegt að við séum eftirlegukindur þegar kemur að IPv6. Við erum bara einfaldlega þannig stödd að vandamálin tengd skorti á IPv4 tölum eru ekkert sérstaklega slæm hér á landi.
Nákvæmlega, það er enginn fjárfestingarlegur hvati fyrir fjarskiptafyrirtækin að fjárfesta í iPv4 og fyrirtæki eru ekki sérstaklega mikið í þeim business að fjárfesta bara vegna þess að einhver jaðarhópur sem græðir lítið sem ekkert á því muni fíla það.

Hins vegar er eitt vandamál við þetta og það er að legacy ISP ( Vodafone, Síminn, RHÍ ( sem reyndar er full on í IPv6 í soldin tíma ) ) eiga nógu mikið af v4 tölum til að þetta verði eiginlega aldrei vandamál enn nýjir ISPar þurfa núna að fara út á markað og leigja eða kaupa tölur.

Þetta getur orðið til framtíðar samkeppnishindrandi fyrir nýja ISPa þar sem CGNAT og aðrar svipaðar lausnir til að spara v4 munu valda vandamálum með ýmiskonar þjónustur ( PlayStation ( sem styður ekki v4 comes to mind ) ) enn munu jafnframt neyðast til að annað hvort að kaupa eða deploya v6.

Hins vegar fyrir þróendur þjónustu og forrita yrði v6 deployment geðveikt. Enn hvatinn er bara á röngum stað.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Þri 23. Júl 2019 19:59
af Stuffz
tja fyrir utan allt það augljósa sem hægt er að segja um úrelta gagnafærslutækni, þá er hún sennilega að pirra gaura eins og NSA meira en almennan borgara, svo falinn bónus lol :happy

Mynd

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Þri 23. Júl 2019 20:25
af depill
jonfr1900 skrifaði:
Þetta gildir bara þar sem ljósleiðari er ekki kominn í 90% húsnæðis. Í ákvörðun Póst og Fjarskiptastofnunar sem ég vísa í var koparkerfið í heild sinni lagt niður þar sem ljósleiðari var kominn í meira en 90% húsnæðis í umræddum sveitarfélögum. Þar sem það skilyrði næst ekki verður koparinn ennþá í notkun samkvæmt lagalegri skyldu.
Nei þar leggst niður alþjónustuskylda Mílu. Mílu er skyllt að leggja kopar/ljósleiðara ( heimtaug ). Koparkerfið er ekki lagt niður, enda má Míla nota þá innviði sem það á eins og það vill ( Míla á ennþá frekar víðbreytt COAX netkerfi sem þeir eru hægt og rólega að draga út og setja ljós í staðinn ).

Þetta snýst ekkert um kopar vs ljós, þetta snýst eingöngu um skyldu Mílu til að leggja heimtaug. Ákvörðunin sem þarna er um að ræða er vegna þess að ákveðnir sveitabæir hafa farið þá leið að leggja sitt eigið ljósleiðaranet. Í þessari ákvörðun er Míla að reyna fá ákveðin landsvæði dæmd utan alþjónustukvaðar sinnar vegna samkeppni við aðra netrekendur og kostnaðinn sem er að verða mjög hár við að tengja staka "sveitabæi" við núverandi heimtauganet.

Ennfremur vill Míla eiga möguleikann á því að slökkva á sínu heimtauganeti á svæðum þar sem samkeppni er mikil og kúnnar eru fáir ( eins og í þessum sveitabæjum ) og fær til þess heimild með 90% rökunum.

Ef GR nær 90% penetrationi á höfuðborgarsvæðinu, þá neyðir það ekki Mílu til að fjarlægja sitt koparnet :D

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Mið 24. Júl 2019 00:58
af jonfr1900
depill skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það sem ég einnig skil ekki afhverju það er svona mikil tregða hjá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum að taka upp VoLTE og VoWiFi hjá sér. Þetta er nú þegar í notkun hjá flestum ef ekki öllum fjarskiptafyrirtækjum á norðurlöndum. Einnig skil ég ekki tregðuna við að neita að taka upp IPv6 eins og ég hef nefnt áður.

Keeping customers connected without a mobile signal (GSMA)
Realising revenue potential with Voice over LTE (GSMA)

Aðeins Nova hefur VoLTE í dag en þeir vilja ekki nota VoWiFi frekar en hin íslensku fjarskiptafyrirtækin.
Licensing. VoWiFi vs VoLTE er svo ólík tækni að það er eiginlega ekkert hægt að tala um það í sömu setningu. Ástæða þess að VoLTE er ekki komið í meira penetration er þetta er fjárfesting fyrir fjarskiptafélögin í netkerfum, þeir verða að fara með allt netið í IPv6 ( jafnvel þó það er ekki publicly routed ) og þeir þurfa að borga framleiðendum licensing fee fyrir aukalegan búnað sem þarf að vera í netkjarnanum.

Fyrir Símann og Vodafone sem er með miklar fjárfestingar í circuit switched búnaði er hvatinn hreinlega lægri ( fer örugglega að verða hærri fyrir Vodafone ).

Hvatinn fyrir VoWiFi er enginn, aðal hvatinn fyrir carriera erlendis sem hafa tekið þetta upp ( ekki það algengt ) er lélegt signal innanhús eða lélegt signal í ákveðnum svæðum. Þetta er mikið vandamál í ákveðnum löndum ( til dæmis Þýskalandi, sérstaklega hjá O2 þar sem þeir eru ekki D carrier ) enn er ekki jafn mikið vandamál á Íslandi þar sem þéttleiki netkerfsins er mjög mikill á þeim svæðum sem skipta sérstaklega miklu máli ( höfuðborgarsvæðið :D ). Hvatinn fyrir Íslensku fjarskiptafyrirtækin að fjárfesta í VoWiFi eða femto-cellum er þess vegna mjög lágr og justifar ekki fjárfestinguna.

VoLTE mun koma ( og circuit-switched mun deyja :/ ) enn sérstaklega Síminn (HDVoice) hafa gert ýmislegt til að geta haldið lífinu lengur í búnaðinum og ég myndi ekki búast við því að sjá 2G netkerfið deyja á næstu árum ( myndi halda 3G á undan 2G )
Þegar 5G kemur þá þarf að færa allt yfir í IPv6. Það er krafa með það að nota IPv6 net frekar en IPv4 net. Miðað við þetta hérna skjal um málið. Síðast þegar ég athugaði þá var hvorki Síminn eða Vodafone með 5G tilrauna farsímanet í gangi.

Það eru svæði á Íslandi þar sem er slæmt samband eða ekkert farsímasamband en þar er samt búið að leggja ljósleiðara og því væri VoWiFi mjög gott til þess að koma á farsímasambandi. Ég er að tala um svæði þar sem mun aldrei verða gott farsímasamband.

Síminn er á næsta ári að fara að færa heimasímann yfir í VoIP kerfi hjá sér og hefur fært nú þegar marga þangað.

[Fresta frekari skrifum vegna jarðskjálfta.]

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Mið 24. Júl 2019 02:35
af asgeirbjarnason
jonfr1900 skrifaði:Það sem ég hef prufað IPv6 á YouTube þá er reynslan allt önnur og myndbönd hlaðast miklu hraðar inn með IPv6 heldur en IPv4 enda er gert ráð fyrir slíkum flutningi í hönnun IPv6. Það var ekki gert ráð fyrir slíku þegar IPv4 var hannað enda var internetið þá að mestu bara texti og stakar myndir sem fólk var að ná í og senda frá sér. Bæði í litlum gæðum og lítilli stærð (örfá kb).
Ekki að ég vilji ekki IPv6 væðingu, en hvaða fídusar í IPv6 ættu að gera youtube markvert hraðara? VIssulega þarftu minna að traversa NAT en ég held að velflestir heimarouterar keyri NAT á línuhraða nútildags. Hvað annað ætti að hægja markvert á IPv4 miðað við IPv6 á protocol leveli? Þegar ég googlaði Youtube hraða á IPv6 þá er eitt fyrsta hittið https://blog.apnic.net/2017/09/27/youtube-faster-ipv6/ sem segir að á heildina litið hafi mældar niðurstöður einmitt verið (pínkulítið) verri á IPv6.

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Sent: Fim 25. Júl 2019 00:59
af jonfr1900
asgeirbjarnason skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það sem ég hef prufað IPv6 á YouTube þá er reynslan allt önnur og myndbönd hlaðast miklu hraðar inn með IPv6 heldur en IPv4 enda er gert ráð fyrir slíkum flutningi í hönnun IPv6. Það var ekki gert ráð fyrir slíku þegar IPv4 var hannað enda var internetið þá að mestu bara texti og stakar myndir sem fólk var að ná í og senda frá sér. Bæði í litlum gæðum og lítilli stærð (örfá kb).
Ekki að ég vilji ekki IPv6 væðingu, en hvaða fídusar í IPv6 ættu að gera youtube markvert hraðara? VIssulega þarftu minna að traversa NAT en ég held að velflestir heimarouterar keyri NAT á línuhraða nútildags. Hvað annað ætti að hægja markvert á IPv4 miðað við IPv6 á protocol leveli? Þegar ég googlaði Youtube hraða á IPv6 þá er eitt fyrsta hittið https://blog.apnic.net/2017/09/27/youtube-faster-ipv6/ sem segir að á heildina litið hafi mældar niðurstöður einmitt verið (pínkulítið) verri á IPv6.
Ég hef ekki tíma til þess að svara þessu ýtarlega núna (jarðskjálftar, vinna eru að tefja mig, sérstaklega vinnan). Það skásta sem ég fann um þetta er hérna. Þarna er ágætt dæmi um mismun á ping til Google yfir IPv6 miðað við IPv4.