Síða 2 af 2

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 20:35
af frappsi
Sallarólegur skrifaði:
Hizzman skrifaði:Já, það er mjög erfitt að réttlæta skylduáskrift ef það er ekki mögulegt að nýta hana nema greiða einkafyrirtæki fyrir aðgang.
Þú þarft alltaf að greiða sjónvarpsframleiðandanum þínum fyrir DVB-T2 móttakarann ef þú ætlar að nota loftnetið.
Nújá, og hvert er mánaðargjaldið af honum?
Það er fáranlegt að ætla að bera saman module sem er skellt í öll sjónvörp og kostar sennilega eitthvað klink við 8500 kall í hverjum einasta mánuði fyrir þá sem eru ekki með nettengingu eða 1500 í hverjum einasta mánuði fyrir þá sem eru með tengingu.
Jafnvel þó þeim sem eru netlausir yrði sköffuð tenging þá er staðan samt sem áður sú að ég gæti ekki fengið aðgang að efni sem ég neyðist til að greiða fyrir nema neyðast til að greiða mánaðargjald uppá 18.000 á ári til einkafyrirtækis.

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 20:44
af Sallarólegur
frappsi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Hizzman skrifaði:Já, það er mjög erfitt að réttlæta skylduáskrift ef það er ekki mögulegt að nýta hana nema greiða einkafyrirtæki fyrir aðgang.
Þú þarft alltaf að greiða sjónvarpsframleiðandanum þínum fyrir DVB-T2 móttakarann ef þú ætlar að nota loftnetið.
Nújá, og hvert er mánaðargjaldið af honum?
Það er fáranlegt að ætla að bera saman module sem er skellt í öll sjónvörp og kostar sennilega eitthvað klink við 8500 kall í hverjum einasta mánuði fyrir þá sem eru ekki með nettengingu.
Fáránlegt að bera saman verð með nettengingu þegar 90% heimila eru með nettengingu nú þegar. Box frá RÚV þyrfti ekkert að kosta mikið meira en DVBT2 móttakarinn í sjónvarpinu þínu. Algerlega sambærilegar vörur.

https://elko.is/google-chromecast-2
https://www.ebay.com/itm/AnyCast-M4-Plu ... 2540523746

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 20:45
af frappsi
Breytti svarinu þ.a. það kemur fram að upphæðin er 18 þús á ári fyrir þá sem eru þegar með nettengingu. Hvað ætli sé hægt að fá marga DVBT2 móttakara fyrir þá upphæð?

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 20:51
af appel
Skondið að svokallaðir "cord-cutters" eru að segja að það sé ekki hægt að "cutta cordinn" til að ná rúv, þegar rúv er aðgengilegt á internetinu, og líklega í gegnum öll box sem eru seld í öllum tölvuverslunum á íslandi á nokkra þúsund kalla. Þ.e. ég gef mér það að flestir hér séu "cord-cutters" svokallaðir.

Svo er það, enginn viðurkennir að horfa á rúv í gegnum dvbt kerfið. En þeir telja þó nauðsyn þess að það sé hægt!

Maður veit ekki alveg hvernig á að svara svona.

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 20:56
af appel
frappsi skrifaði:Breytti svarinu þ.a. það kemur fram að upphæðin er 18 þús á ári fyrir þá sem eru þegar með nettengingu. Hvað ætli sé hægt að fá marga DVBT2 móttakara fyrir þá upphæð?
Þú ert að bera saman epli og appelsínur.

Rúv í gegnum dvbt er bara línulegt sjónvarp, algjörlega ógagnvirkt.
Rúv í gegnum myndlykla er með tímaflakki, og fleiri þjónustum og stöðvum sem eru ekki í boði á dvbt kerfinu.

Það þýðir einfaldlega ekki að bjóða fólki upp á annað en að geta horft á dagskrárliði eftir hentugsemi, sem dvbt kerfið býður ekki upp á.

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 20:57
af capteinninn
Bara kasta hugmynd fram, hvað með einhverskonar media box sem tengist yfir 4G með möguleika líka á wifi?
Gætir þá fengið bæði live og VOD stuðning í gegnum græjuna.
Rúv yrði þá með samning við einhvern af ISPunum um að tækin tengdust yfir 4G kerfin þeirra.

Er samt bara að fabúlera út í loftið og þetta yrði kannski alltof þungt í framkvæmd þar sem að Rúv þyrfti þá að fara að "smíða" þessi tv box og dreifa þeim.

Þetta yrði þá bara læst fyrir aðgang að Rúv stöðvunum ásamt vod frá þeim og kannski útvarpsstöðvunum líka ef það væri stemmari.
Þetta myndi svo vera í boði að sækja eða láta senda sér gegn sendingarkostnaði.

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 21:24
af appel
capteinninn skrifaði:Bara kasta hugmynd fram, hvað með einhverskonar media box sem tengist yfir 4G með möguleika líka á wifi?
Gætir þá fengið bæði live og VOD stuðning í gegnum græjuna.
Rúv yrði þá með samning við einhvern af ISPunum um að tækin tengdust yfir 4G kerfin þeirra.

Er samt bara að fabúlera út í loftið og þetta yrði kannski alltof þungt í framkvæmd þar sem að Rúv þyrfti þá að fara að "smíða" þessi tv box og dreifa þeim.

Þetta yrði þá bara læst fyrir aðgang að Rúv stöðvunum ásamt vod frá þeim og kannski útvarpsstöðvunum líka ef það væri stemmari.
Þetta myndi svo vera í boði að sækja eða láta senda sér gegn sendingarkostnaði.
Þetta var það sem 365 miðlar ætluðu að gera, þeir buðu og fengu aðal 4G tíðnirnar, rándýrar, aðeins til að geta ekki uppfyllt ákvæði P&F um uppbyggingu á þannig 4G kerfi. Held þeir hafi ekki gert neitt við þessar aðal 4G tíðnir, veit ekki hvað varð um það. Það voru þung ákvæði og jafnvel sektir í dæminu, en það varð aldrei neitt úr því veit ekki afhverju. Málið er að þetta var alltof dýrt, og ópraktískt á þessum tíma, og er enn, þ.e. að fara alhliða í sjónvarpsdreifingu á 4G neti. Líklega var þetta einn þátturinn í að 365 var á endanum selt.

En hvað 4G dreifingu varðar þá er það alveg óraunhæft. T.d. var líklega 99% heimila með RÚV í gangi núna milli 18:00 og 20:00 í kvöld á HM leiknum. Það eru 130 þús samtímastraumar. Segjum að hver straumur sé 8mbit, það jafngildir 1040 þús mbitum. Eða 130 GB á sek.
Það er ekkert 4G kerfi að fara leysa slíkt. Hver 4G cella er með takmarkaða bandvídd, og myndi springa þegar allir færu að streyma á sama tíma.
Þó er hægt að multicasta yfir 4G, en það er ekki gert á Íslandi.

https://www.pfs.is/um-pfs/frettir/frett ... thjonustu/

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 22:39
af hreinnbeck
4G styður multicast gegnum eMBMS staðalinn, svo það er ekkert aukaálag á kerfið í samhengi við fjölda áhorfenda. Ég lagði alltaf til að byggt væri upp öflugt 4G kerfi í stað DVB-T. eMBMS er eitt af lykilhlutunum í væntanlegri 5G væðingu.

Hvað varðar svo fjölda heimila sem nota IPTV, þá er það um 90-91% heimila í dag sem *greiða* fyrir IPTV áskrift. Þeim fjölgar með hverju ári.

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Þri 26. Jún 2018 23:45
af appel
hreinnbeck skrifaði:4G styður multicast gegnum eMBMS staðalinn, svo það er ekkert aukaálag á kerfið í samhengi við fjölda áhorfenda. Ég lagði alltaf til að byggt væri upp öflugt 4G kerfi í stað DVB-T. eMBMS er eitt af lykilhlutunum í væntanlegri 5G væðingu.

Hvað varðar svo fjölda heimila sem nota IPTV, þá er það um 90-91% heimila í dag sem *greiða* fyrir IPTV áskrift. Þeim fjölgar með hverju ári.
Já, það eru til einhverjir staðlar til þess, en það hefur held ég aldrei verið gert. Bæði er það mjög dýrt, og svo þarf að frátaka þessa bandvídd per stöð á hverri cellu, sem augljóslega gengur ekki upp á öllum svæðum þar sem cellur hafa misjafna bandvídd.

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Mið 27. Jún 2018 04:18
af DJOli
appel skrifaði:En hvað 4G dreifingu varðar þá er það alveg óraunhæft. T.d. var líklega 99% heimila með RÚV í gangi núna milli 18:00 og 20:00 í kvöld á HM leiknum. Það eru 130 þús samtímastraumar. Segjum að hver straumur sé 8mbit, það jafngildir 1040 þús mbitum. Eða 130 GB á sek.
Það er ekkert 4G kerfi að fara leysa slíkt. Hver 4G cella er með takmarkaða bandvídd, og myndi springa þegar allir færu að streyma á sama tíma.
Þó er hægt að multicasta yfir 4G, en það er ekki gert á Íslandi.
Nú nota ég hvorki myndlykil, né loftnet til að horfa á það á Rúv sem ég horfi á, þegar sú einstaklega sjaldgæfa þörf kemur upp.
Ég hef horft á tvo HM leiki á Rúv, restina horfði ég á erlendis frá ásamt félögum yfir netið.

Það sem stóð einstaklega upp úr, var að við horfðum saman á streymi frá BBC ef ég man rétt, sem var 1080p50, og amk 6-8mbit, á meðan 1080p streymi Rúv er 25 eða 30fps, og 4mbit.

Þannig að ofan á að vera tilneyddur til að borga þennan fjandans nefskatt/sjónvarpsskatt, þá er þjónustan sem í boði er, alveg afskaplega slöpp, og að mínu mati, í gífurlega lágum gæðum miðað við 2018.

Ég horfi nánast undantekingarlaust aldrei á RÚV. Ég hlusta ekki á Íslenskar útvarpsstöðvar. Af hverju eru íbúar landsins tilneyddir til að greiða þjónustu sem þeir nýta ekki? Rökin að "þjónustan sé í boði" finnst mér ekki fullnægjandi, þar sem ég hef engan áhuga á að horfa á stöðugar endursýningar, og drepleiðinlegt sjónvarpsefni, þegar ég fæ mun betri þjónustu annarsstaðar.

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Fim 28. Jún 2018 08:01
af Hizzman
appel skrifaði:Skondið að svokallaðir "cord-cutters" eru að segja að það sé ekki hægt að "cutta cordinn" til að ná rúv, þegar rúv er aðgengilegt á internetinu, og líklega í gegnum öll box sem eru seld í öllum tölvuverslunum á íslandi á nokkra þúsund kalla. Þ.e. ég gef mér það að flestir hér séu "cord-cutters" svokallaðir.

Svo er það, enginn viðurkennir að horfa á rúv í gegnum dvbt kerfið. En þeir telja þó nauðsyn þess að það sé hægt!

Maður veit ekki alveg hvernig á að svara svona.
þetta eru bara einstaklingar sem geta sett sig í spor annara!

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Fim 28. Jún 2018 10:21
af Moldvarpan
Íslendingar eru soldið klikkaðir. Það er bara þannig.

ADSL dugar eflaust 80-90% notenda ef út í það er farið.

Fæ kjánahroll við að lesa orðið ummæli frá mörgum hérna inni. Sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Trumpismi.

Re: Aðgengi að 'fiber' í Þýs. og evrópu...áhugavert

Sent: Fim 28. Jún 2018 12:07
af GuðjónR
DJOli skrifaði:
appel skrifaði:En hvað 4G dreifingu varðar þá er það alveg óraunhæft. T.d. var líklega 99% heimila með RÚV í gangi núna milli 18:00 og 20:00 í kvöld á HM leiknum. Það eru 130 þús samtímastraumar. Segjum að hver straumur sé 8mbit, það jafngildir 1040 þús mbitum. Eða 130 GB á sek.
Það er ekkert 4G kerfi að fara leysa slíkt. Hver 4G cella er með takmarkaða bandvídd, og myndi springa þegar allir færu að streyma á sama tíma.
Þó er hægt að multicasta yfir 4G, en það er ekki gert á Íslandi.
Nú nota ég hvorki myndlykil, né loftnet til að horfa á það á Rúv sem ég horfi á, þegar sú einstaklega sjaldgæfa þörf kemur upp.
Ég hef horft á tvo HM leiki á Rúv, restina horfði ég á erlendis frá ásamt félögum yfir netið.

Það sem stóð einstaklega upp úr, var að við horfðum saman á streymi frá BBC ef ég man rétt, sem var 1080p50, og amk 6-8mbit, á meðan 1080p streymi Rúv er 25 eða 30fps, og 4mbit.

Þannig að ofan á að vera tilneyddur til að borga þennan fjandans nefskatt/sjónvarpsskatt, þá er þjónustan sem í boði er, alveg afskaplega slöpp, og að mínu mati, í gífurlega lágum gæðum miðað við 2018.

Ég horfi nánast undantekingarlaust aldrei á RÚV. Ég hlusta ekki á Íslenskar útvarpsstöðvar. Af hverju eru íbúar landsins tilneyddir til að greiða þjónustu sem þeir nýta ekki? Rökin að "þjónustan sé í boði" finnst mér ekki fullnægjandi, þar sem ég hef engan áhuga á að horfa á stöðugar endursýningar, og drepleiðinlegt sjónvarpsefni, þegar ég fæ mun betri þjónustu annarsstaðar.
Og ekki nóg með það, ef þú átt hlutafélag þá þarf það að greiða RUV skattinn líka.