Síða 2 af 4

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 01:04
af snaeji
tanketom skrifaði:
snaeji skrifaði:Þetta finnst mér persónulega vera á mjög gráu svæði hjá þér. Ef þú færð vitlaust til baka og tekur eftir því, stinguru því í vasann?
Finnst þetta hljóma eins og þú hafir ákveðið að láta þetta njóta vafans þér til mögulega óheiðarlegs hagnaðar og því ákveðið að segja ekkert á kassanum.

Tel nokkuð víst um að búðin geti krafið þig um að skila vörunni eða borga mismuninn.

Sagði ég einhvertíman að ég hafi vitað þetta fyrirframm, nei ég labbaði beint að kassanum vildi fá þennan síma og býst við því að starfsmenn og kassakerfi búðarinnar ættu að vera með allt á hreinu.

samkvæmt neytendakaupum: Engar viðbótargreiðslur
Ef neytandi hefur í góðri trú keypt vöru eða þjónustu á of lágu verði, getur seljandinn ekki krafist viðbótargreiðslu.
tanketom skrifaði:"Ég keypti síma hjá þeim, upp kom 99.900 kr í kassakerfinu en átti að kosta 119.895 og ég pældi ekki mikið í því"
Ekkert mál en þessi setning hljómaði víst frekar mikið þannig.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 01:07
af tanketom
snaeji skrifaði:
tanketom skrifaði:
snaeji skrifaði:Þetta finnst mér persónulega vera á mjög gráu svæði hjá þér. Ef þú færð vitlaust til baka og tekur eftir því, stinguru því í vasann?
Finnst þetta hljóma eins og þú hafir ákveðið að láta þetta njóta vafans þér til mögulega óheiðarlegs hagnaðar og því ákveðið að segja ekkert á kassanum.

Tel nokkuð víst um að búðin geti krafið þig um að skila vörunni eða borga mismuninn.

Sagði ég einhvertíman að ég hafi vitað þetta fyrirframm, nei ég labbaði beint að kassanum vildi fá þennan síma og býst við því að starfsmenn og kassakerfi búðarinnar ættu að vera með allt á hreinu.

samkvæmt neytendakaupum: Engar viðbótargreiðslur
Ef neytandi hefur í góðri trú keypt vöru eða þjónustu á of lágu verði, getur seljandinn ekki krafist viðbótargreiðslu.
tanketom skrifaði:"Ég keypti síma hjá þeim, upp kom 99.900 kr í kassakerfinu en átti að kosta 119.895 og ég pældi ekki mikið í því"
Ekkert mál en þessi setning hljómaði víst frekar mikið þannig.
Því að ef þú lest hér fyrir ofan þá voru menn að spyrja hvað ég borgað og hvað varan átti að kosta, ég auðvitað veit það í dag, ég hélt að þetta hefði kanski verið eitthvað tilboð útaf forsölu þegar ég keypti síman, finnst líka mjög skrýtið þegar ég hugsa það í dag að hvorki sölumaður né kassamaður hafi gert athugarsemd við þetta, þar sem þú þarft alltaf að fara í gegnum sölumann fyrst, ég hélt nú að þeir hefðu verið meðvitaðir um verðið á svona nýju tæki og sérstaklega sölumaður sem selur símana?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 01:28
af Nariur
Þú vissir vel hvað síminn kostaði. Ekki reyna að ljúga því.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 01:47
af tanketom
Nariur skrifaði:Þú vissir vel hvað síminn kostaði. Ekki reyna að ljúga því.
já einmitt ég vissi betur heldur en sölumaður og kassastarfsmaður búðarinnar? Á ég ekki bara vera verslunnarstjóri þarna? Þeir eru með stanslaus tilboð í gangi og gefa út auglýsingar vikulega, ég var nokkuð sannfærður um að þetta var verðið á símanum eftir að ég var kominn á kassan og ég hliti að hafa verið að horfa á S7 Edge sem var á 119þ

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 08:34
af lukkuláki
tanketom skrifaði:Ég keypti síma hjá þeim, upp kom 99.900 kr í kassakerfinu en átti að kosta 119.895 og ég pældi ekki mikið í því, ég bað um að láta skipta þessu niður í 6mánuði hjá Netgíró, kláraði það fékk kvittun og fór, sá sem hringdi í mig úr elko sagði að mistök hafi verið að ræða hjá Netgíró, Það getur bara ekki verið þar sem þetta verð kom upp fyrir síman áður en ég valdi greiðsluvalmöguleika.

Ef þetta eru mistök hjá Netgíró þá eiga þeir bara að borga ELKO þetta en ekki þú.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 11:02
af dori
Þetta virkar allt voða sjeikí. Ég myndi bara segja "Meh, ykkar vesen. Ég held að ég skuldi ykkur ekkert." ef þeir hringja aftur og sjá hvort þeir geri eitthvað og borga bara ef einhver kærunefnd segir að þú eigir að borga. Ef sagan þín er: "Ég ætlaði að kaupa síma sem ég hélt að kostaði 120k en var svo rukkaður um 100k á kassanum í búð sem er endalaust með einhver tilboð og ég hélt að það væri bara eitthvað þannig." ertu með ágætis mál held ég.

Ef þetta væri einhver lítil búð sem ég kynni vel við og fyndist mikilvæg myndi ég samt örugglega fara og borga mismuninn.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 11:33
af skrattinn
Ef kaup hafa verið staðfest frá kassanum og viðskiptavinar þá er þetta búið hjá þér. Ef þú hefur ekkert átt við verðið og verið venjulegur neytandi þá er þetta ekkert þín mistök. Elko og þriðji aðili þurfa að finna leið til að laga þessa villu í kerfinu hjá þeim og það er ekki þinn vandi.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 11:49
af Límband
Nenni lítið að fletta upp lögunum fyrir þessu en það sem ég er að skrifa núna er rétt, nenni síðan ekki að lesa öll svör o.fl. en nokkrir punktar:

* Þú ert óheiðarlegur.
* Ef verðið var rangt merkt frammí búð færðu vöruna á því verði nema það sé of mikill halli á fyrirtækið sem selur þér vöruna.
* Ef verðið sem kemur á nótuna er það sama og er á strimlinum og/eða lánasamningnum geta þeir ekkert gert.
* Ef verðið sem kemur á nótuna er yfir það sem er á strimlinum og/eða lánasamningnum geta þeir sent rest til þín í innheimtu. (EF ÞÚ GREIDDIR OF LÍTIÐ)
* Ef verðið sem kemur á nótuna er undir það sem er á strimlinum og/eða lánasamningnum átt þú rétt á endurgreiðslu. (EF ÞÚ GREIDDIR OF MIKIÐ)
* Ég endurtek, þú ert óheiðarlegur.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 12:10
af Tbot
Límband skrifaði:Nenni lítið að fletta upp lögunum fyrir þessu en það sem ég er að skrifa núna er rétt, nenni síðan ekki að lesa öll svör o.fl. en nokkrir punktar:

* Þú ert óheiðarlegur.
* Ef verðið var rangt merkt frammí búð færðu vöruna á því verði nema það sé of mikill halli á fyrirtækið sem selur þér vöruna.
* Ef verðið sem kemur á nótuna er það sama og er á strimlinum og/eða lánasamningnum geta þeir ekkert gert.
* Ef verðið sem kemur á nótuna er yfir það sem er á strimlinum og/eða lánasamningnum geta þeir sent rest til þín í innheimtu. (EF ÞÚ GREIDDIR OF LÍTIÐ)
* Ef verðið sem kemur á nótuna er undir það sem er á strimlinum og/eða lánasamningnum átt þú rétt á endurgreiðslu. (EF ÞÚ GREIDDIR OF MIKIÐ)
* Ég endurtek, þú ert óheiðarlegur.
Bara til að benda á smá einföldun.
Alltaf þegar verslun "snuðar kúnnann" og kemst upp, þá eru það mistök.
En þegar einstaklingur fer út með vöru án þess að borga, þá er það þjófnaður.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 12:20
af tanketom
Límband skrifaði:Nenni lítið að fletta upp lögunum fyrir þessu en það sem ég er að skrifa núna er rétt, nenni síðan ekki að lesa öll svör o.fl. en nokkrir punktar:

* Þú ert óheiðarlegur.
* Ef verðið var rangt merkt frammí búð færðu vöruna á því verði nema það sé of mikill halli á fyrirtækið sem selur þér vöruna.
* Ef verðið sem kemur á nótuna er það sama og er á strimlinum og/eða lánasamningnum geta þeir ekkert gert.
* Ef verðið sem kemur á nótuna er yfir það sem er á strimlinum og/eða lánasamningnum geta þeir sent rest til þín í innheimtu. (EF ÞÚ GREIDDIR OF LÍTIÐ)
* Ef verðið sem kemur á nótuna er undir það sem er á strimlinum og/eða lánasamningnum átt þú rétt á endurgreiðslu. (EF ÞÚ GREIDDIR OF MIKIÐ)
* Ég endurtek, þú ert óheiðarlegur.
jæja held að það megi bara fara loka þessum þræði.

Þetta er mjög einfalt, ég fer útí búð til að kaupa hlut sem mig langar í, ég borga og ég fer. Ég sem viðakipta vinur á ekki að þurfa passa að verslun sé með rétt verð á vörum.

Ég fæ nótu sem er sama verð og lánsamningur er. Því jú þegar sölumaður slær þettta inn þá kom upp þetta verð, ég hugsaði með mér? Er búið að lækka verðið eða var ég að horfa á vitlaust verð. Ég kem svo á kassa og hann gefur upp sama verð og spyr hvernig ég vil greiða þetta. Ég var þá sannfærður um að ég hefði verið að horfa á eitthvað vitlaust verð í bæklin sem ég skoðaði nokkrum dögum áður eða það væri tilboð, A.T.H ég skoðaði ekki verðið á hillunni og pældi lítið sem ekkert í þvi. Mig langaði bara í síman.

Ég spurði mjög einfalda spurningu: Á ég sem viðakiptavinur að gjalda mistökum þeirra?

svarið er löngu komið og það er nei, gerði ég eitthvað rangt? svarið er nei

Segðu mér þá aftur, er ég þá óheiðalegur? Útaf mistökum annara.

Takk fyrir.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 12:54
af rapport
Hvort er maður heiðarlegur eða vitlaus ef maður bendir á svona?

Ef ég væri í ELKO og hefði lent í þessu þá hefði ég örugglega hugsað "OK, þeir eru ekki búnir að breyta verðinu frammí búð, ég er að fá þetta á réttu verði"

Af hverju ætti ég að hugsa "OK, þeir eru með rangt verð skráð í kerfinu sínu en rétt verð frammí búð, best að svindla á þeim" ?

Mér finnst scenario #1 miklu eðlilegra en #2.


Nú vann ég í verlsun í tæp 7 ár (10-11 / Skeljungur) og alltaf, ALLTAF var miðlæga kerfið rétta verðið sem fyrirtækið vildi selja vöruna á, það eina sem úreltist og gat skapað verðmismun var ef miðarnir á hillunum var ekki skipt út.

Reglan var, alltaf... að viðskiptavinurinn átti að njóta vafans og alltaf greiða lægra verðið.

Hversu fáránlegt er að verlsun geti verið með hærra verð á hillumiða en í kerfinu sínu og gengið í það eftirá að rukka viðskiptavini um mismuninn?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 13:02
af svanur08
Fljótir eruði að ásaka hann tanketom

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 13:07
af stankonia
algjörlega óháð því hvort þú hafir vitað af þessum mistökum fyrirfram eða ekki, eru einhver rök hjá þér fyrir að borga þetta ekki til baka?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 13:36
af tanketom
stankonia skrifaði:algjörlega óháð því hvort þú hafir vitað af þessum mistökum fyrirfram eða ekki, eru einhver rök hjá þér fyrir að borga þetta ekki til baka?
held að ég hafi komið skýrt framm á það að ég var ekki með verðið á hreinu. Ég skrái ekki verðið í kassan. Ég ákveð ekki hvað mig langar að borga.

Borga til baka? Borga hvað til baka? Ég kom valdi mér vöru og borgaði.

Ég borgaði það verð sem mér var mér var gefið upp. Ég á ekki búast við bakgreiðslu viku eftir kaupum. Þegar ég kaupi hlut í mínu sakleysi og fæ nótu uppá sömu upphæð, er þá i lægi að bæta bara við verðið sem ég var búinn fá í hendur?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 13:41
af Olli
tanketom skrifaði: Ég spurði mjög einfalda spurningu: Á ég sem viðakiptavinur að gjalda mistökum þeirra?
En ertu ekki að græða á mistökum þeirra? Því það hljómar svo sannarlega eins og allir hinir sem kaupi S7 borgi 120k, og þú varst búinn að sætta þig við það fyrirfram að borga 120k

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 13:46
af tanketom
Olli skrifaði:
tanketom skrifaði: Ég spurði mjög einfalda spurningu: Á ég sem viðakiptavinur að gjalda mistökum þeirra?
En ertu ekki að græða á mistökum þeirra? Því það hljómar svo sannarlega eins og allir hinir sem kaupi S7 borgi 120k, og þú varst búinn að sætta þig við það fyrirfram að borga 120k
þegar ég segji gjalda þá á ég ekki við peninga. Þá tala ég um vonbrigði og leiðindi. Þurfa standa í þvi að fara í verslunnina og lagfæra þeirra mistök.

Ég sá bara að nýji Samsung síminn var kominn og ég var búinn að ákveða kaupa hann áður en búðir hér fóru að selja hann eða ég vissi nokkuð um verðið á honum.

Ég sá svo siman auglýstan í elko blaði já mig rámaði að það hefði verið verðið á tækinu en ég ætti ekki að vita betur en starfsfólk og kassakerfi keðjunar eða þá verðið á skapaðan hlut.

Jesús mér liður eins og ég sé í yfirheyrslu hérna.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 14:18
af pwr
Þeirra mistök, Efast stórlega um að þeir hefðu hringt hefðu þeir rukkað of mikið. Skrítið að hringja í hann yfir höfuð og skrítnara að reyna að kenna Netgíró um, eins og Netgíró hafi eitthvað með verðmerkinguna eða kassakerfið þeirra að gera.

Ef að einn S7 sími hefur verið vitlaust merktur þá er líklegt að fleiri símar hafi verið vitlaust merktir og þeir eru að reyna að díla við það á asnalegan hátt með því að kenna fyrirtæki um það sem hefur ekkert með það að gera.

tl;dr Þeir eru að ljúga að fólki með því að kenna öðru fyrirtæki um mistökin sín svo fólkið komi til baka af því að þeir geta ekki sagt að það hafi verið vitlaust verð á vörunni, heiðarleikinn er farinn út um gluggann.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 14:25
af stankonia
tanketom skrifaði:
stankonia skrifaði:algjörlega óháð því hvort þú hafir vitað af þessum mistökum fyrirfram eða ekki, eru einhver rök hjá þér fyrir að borga þetta ekki til baka?
held að ég hafi komið skýrt framm á það að ég var ekki með verðið á hreinu. Ég skrái ekki verðið í kassan. Ég ákveð ekki hvað mig langar að borga.

Borga til baka? Borga hvað til baka? Ég kom valdi mér vöru og borgaði.

Ég borgaði það verð sem mér var mér var gefið upp. Ég á ekki búast við bakgreiðslu viku eftir kaupum. Þegar ég kaupi hlut í mínu sakleysi og fæ nótu uppá sömu upphæð, er þá i lægi að bæta bara við verðið sem ég var búinn fá í hendur?
Auðvitað skuldar þú búðinni 20þús, rétt eins og búðin hefði skuldað þér 20þús ef þú hefðir óvart borgað 140þús.

Annars finnst mér þetta vera frekar barnaleg hugsun hjá þér. Finnst líka alveg óþarfi að halda því fram að þú hafir ekki vitað hvað hluturinn hafi kostað án þess þó að þú hafir ætlað að stela þessum 20þús kalli! Ég bara þekki ekki eina mannveru sem kaupir sér rándýran hlut án þess að skoða verðmiðann, hvaða ástæða það var svo að þú ákvaðst að 100þús hljómaði síðan sem rétt verð skiptir bara ekki máli her.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 14:37
af tanketom
stankonia skrifaði:
tanketom skrifaði:
stankonia skrifaði:algjörlega óháð því hvort þú hafir vitað af þessum mistökum fyrirfram eða ekki, eru einhver rök hjá þér fyrir að borga þetta ekki til baka?
held að ég hafi komið skýrt framm á það að ég var ekki með verðið á hreinu. Ég skrái ekki verðið í kassan. Ég ákveð ekki hvað mig langar að borga.

Borga til baka? Borga hvað til baka? Ég kom valdi mér vöru og borgaði.

Ég borgaði það verð sem mér var mér var gefið upp. Ég á ekki búast við bakgreiðslu viku eftir kaupum. Þegar ég kaupi hlut í mínu sakleysi og fæ nótu uppá sömu upphæð, er þá i lægi að bæta bara við verðið sem ég var búinn fá í hendur?
Auðvitað skuldar þú búðinni 20þús, rétt eins og búðin hefði skuldað þér 20þús ef þú hefðir óvart borgað 140þús.

Annars finnst mér þetta vera frekar barnaleg hugsun hjá þér. Finnst líka alveg óþarfi að halda því fram að þú hafir ekki vitað hvað hluturinn hafi kostað án þess þó að þú hafir ætlað að stela þessum 20þús kalli! Ég bara þekki ekki eina mannveru sem kaupir sér rándýran hlut án þess að skoða verðmiðann, hvaða ástæða það var svo að þú ákvaðst að 100þús hljómaði síðan sem rétt verð skiptir bara ekki máli her.
lestu áður en þú skrifar, ég er alls ekki að segja að 100þ kr séu bara hér og þar, ég var löngu búinn að ákveða að kaupa mér nýjan síma og var að bíða eftir S7 og stökk á það.

það er mikill munur að vera kaupandi og seljandi og ákveðinn lög sem gilda þar. Ef þeir rukkað þig meira en verð segir er það þeirra ábyrð, ef þeir rukka þig of lítið þá er það þeirra ábyrð. Þeir sjáum verðlaggningu og eiga standa við þau það er ekki á ábyrð kaupenda.

þeir eru að sjá um sölu ekki kaupandi. Það er aldrei hægt að koma mistökum á kaupanda

Ég gerði ekkert rangt í þessu máli.

samkvæmt neytendakaupum: Engar viðbótargreiðslur
Ef neytandi hefur í góðri trú keypt vöru eða þjónustu á of lágu verði, getur seljandinn ekki krafist viðbótargreiðslu

Og eins og hann segir hér fyrir ofan finnst mér skítt að þeir geta ekki einu sinni viðurkennt þá mistök sýn sem sýnir mér enþá minni virðingu gagnvart þeim

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 14:50
af stankonia
að vissu leyti gerðir þu eitthvað rangt þar sem ég trúi þér ekki að þú hafir ekki vitað verðið þar sem þú virðist ekki hafa of mikið á milli handanna

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 14:58
af tanketom
stankonia skrifaði:að vissu leyti gerðir þu eitthvað rangt þar sem ég trúi þér ekki að þú hafir ekki vitað verðið þar sem þú virðist ekki hafa of mikið á milli handanna
Og vegna þess að þú trúir mér ekki er ég þá að gera eitthvað rangt?

hvað er þetta leikskóli?

Þú ert semsagt bara búinn að ákveð það að ég hafi komið þarna inn með það í huga að svindla á þeim því með einhverjum ólíkindum vissi ég bara að það væri villa í kerfinu og að starfsmenn myndi ekki gera neina athugunarsemd við verðið?

Hver helduru að ég sé? Guð?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 15:07
af stankonia
Þetta er á lágu plani, ég er auðvitað ekki að ásaka þig um að hafa gert það, segi það aldrei!

Eina sem ég sagði er að ég held að þú hafir vitað verðið, fengið annað á kassanum og hugsað frábært örlítið lægra verð. Ekkert meira eða minna.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 15:14
af KermitTheFrog
tanketom skrifaði:samkvæmt neytendakaupum: Engar viðbótargreiðslur
Ef neytandi hefur í góðri trú keypt vöru eða þjónustu á of lágu verði, getur seljandinn ekki krafist viðbótargreiðslu
Þarna eru lykilorðin: í góðri trú. Mér finnst þú alveg hafa hlutina þín megin í þessu máli. Það er voða erfitt að sýna fram á að þú hafir vitað að þetta væru mistök á staðnum.
stankonia skrifaði:að vissu leyti gerðir þu eitthvað rangt þar sem ég trúi þér ekki að þú hafir ekki vitað verðið þar sem þú virðist ekki hafa of mikið á milli handanna
Það að þú trúir ekki einhverju hefur nákvæmlega ekkert með þetta að gera. Þetta er spurning um rétt neytanda í ágreiningsmáli milli hans og verslunar. Ef þú ert með myndband af tanketom að labba inn í Elko segjandi "Ég veit að nýji Galaxy S7 síminn á að kosta 120k og ekki krónu minna" þá snýr málið öðruvísi.

Auðvitað er þetta samviskumál hjá tanketom, hvort hann greiði mismuninn eða ekki. En hann á ekki að vera skyldugur til þess.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 15:17
af tanketom
stankonia skrifaði:Þetta er á lágu plani, ég er auðvitað ekki að ásaka þig um að hafa gert það, segi það aldrei!

Eina sem ég sagði er að ég held að þú hafir vitað verðið, fengið annað á kassanum og hugsað frábært örlítið lægra verð. Ekkert meira eða minna.
já en og aftur lestu það hér hefur verið skrifað, það kom spurningar merki upp þegar ég var hjá sölumann, ég hugsaði annað hvort hafi ég verið að horfa á s7 edge í bæklingnum eða hann sé á tilboði og þegar ég kom að afgreiðluborði þá var ég staðfestur á því, en og aftur ég á ekki að vita betur en sölumaður, afgreiðslumann eða tölvukerfi.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 15:17
af Olli
Ef þetta væri seljandi á vaktinni sem gleymdi að telja peninginn sem þú lést hann hafa og það reynist of lítið, myndiru þá greiða honum eða stofna til umræðu?

Mér finnst ekki skipta máli hvort um stórfyrirtæki eða einstakling er að ræða, þegar mistök verða í viðskiptum er það á beggja ábyrgð og viðhorf þitt gagnvart mistökunum virðist vera "frábært, ég hagnast". Væri það "too bad, heppnir þeir" ef þetta væri öfugt og rukkað hefði verið of mikið?

Er sammála að þú "þurfir" ekki að borga, en mér finnst að þú ættir að gera það