Síða 2 af 2

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Sun 13. Mar 2016 19:18
af k0fuz
kjartanbj skrifaði:
k0fuz skrifaði:Ég fór úr S5 í S7 og mér finnst hann alger snilld, hönnunin nátturulega major stökk og mjög hraður að öllu, virðist höndla multi-tasking mun betur. Aðeins búinn að prófa VR gleraugun, eitt sem ég sá að þar var að ég sá aldrei fyllilega í fókus, kannski því annað augað er með aðeins meiri nærsýni en hitt, á maður þá að vera með linsu í öðru auga? xD annars mjög flott og töff.

EDIT: og já myndavélin er geggjuð :happy

Ég var smá að vesenast með að fókusa fyrst, en maður þarf aðeins að stilla gleraugun á hausnum líka , gætir þurft að lyfta þeim aðeins og hreyfa til
er orðið nokkuð gott hjá mér , næ að fókusa mjög vel
Já ég reyndi að stilla fókusinn á VR gleraugunum en svo venst þetta aðeins, skrítið þegar maður tekur þau af sér síðan.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Þri 19. Apr 2016 20:40
af hagur
Hæ,

Var að svissa úr iPhone yfir í S7 Edge og er að fíla þetta! Þar sem ég er algjör Android nýliði .... hvernig fæ ég almennilegt íslenskt lyklaborð? Er með Android 6.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Þri 19. Apr 2016 20:50
af chaplin
hagur skrifaði:Hæ,

Var að svissa úr iPhone yfir í S7 Edge og er að fíla þetta! Þar sem ég er algjör Android nýliði .... hvernig fæ ég almennilegt íslenskt lyklaborð? Er með Android 6.
Swiftkey! Alltaf Swiftkey! ;)

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Þri 19. Apr 2016 21:22
af Xovius
Er búinn að vera með minn S7 í rúma viku núna og hann er æði. Eldsnöggur af öllu og þetta stóra batterí er snilld. Það eina sem mér finnst pirrandi við hann er að ég ýti reglulega óvart á kantinn á skjánum þegar ég held á honum (ekki með edge). Held samt að það lagist þegar ég finn mér gott hulstur fyrir hann. Er einhver sem getur mælt með góðu hulstri og jafnvel screenprotector fyrir hann? Bæði uppá að geta haldið betur á honum og svo náttúrulega til að hann skemmist ekki þegar ég (inevitably) missi hann í gólfið einvhersstaðar.
Hvernig er það með Gear VR, er hægt að setja S7 í það eða þarf einhverja sérútgáfu?

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Þri 19. Apr 2016 22:20
af Viggi
Asnaðist til að fá mér asus zenfone 2 i fyrra og núa er skjárinn að hrynja og usb plöggið hrundi stuttu eftir að ég fékk hann og ekkert software update síðan hann kom út ](*,) En s7 er ekki í 5.7" útgáfu og edge 6+ er bara með 3000 mah batterí sem er ekki alveg nógu stórt fyrir svona monster skjá.

Og svo er Note 6 að koma í haust :woozy

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Þri 19. Apr 2016 23:19
af kjartanbj
Xovius skrifaði:Er búinn að vera með minn S7 í rúma viku núna og hann er æði. Eldsnöggur af öllu og þetta stóra batterí er snilld. Það eina sem mér finnst pirrandi við hann er að ég ýti reglulega óvart á kantinn á skjánum þegar ég held á honum (ekki með edge). Held samt að það lagist þegar ég finn mér gott hulstur fyrir hann. Er einhver sem getur mælt með góðu hulstri og jafnvel screenprotector fyrir hann? Bæði uppá að geta haldið betur á honum og svo náttúrulega til að hann skemmist ekki þegar ég (inevitably) missi hann í gólfið einvhersstaðar.
Hvernig er það með Gear VR, er hægt að setja S7 í það eða þarf einhverja sérútgáfu?

Screen protector er að mínu mati algerlega óþarfur og bara til þess að gera upplifun símans verri, man ekki hvenær skjár rispaðist á síma hjá mér siðast, en það er til fullt af allskonar covers fyrir S7, fer bara eftir hvernig cover menn fíla, ég er með Spigen Wallet case svo ég geti haft kortin mín og það í því líka

og já setur S7 bara beint í GearVR engin sérútgáfa

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Þri 19. Apr 2016 23:20
af kjartanbj
Viggi skrifaði:Asnaðist til að fá mér asus zenfone 2 i fyrra og núa er skjárinn að hrynja og usb plöggið hrundi stuttu eftir að ég fékk hann og ekkert software update síðan hann kom út ](*,) En s7 er ekki í 5.7" útgáfu og edge 6+ er bara með 3000 mah batterí sem er ekki alveg nógu stórt fyrir svona monster skjá.

Og svo er Note 6 að koma í haust :woozy
S7 Edge er æði, skjárin alveg feiki nógu stór á honum og batteríið æði

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Þri 19. Apr 2016 23:26
af Frost
Xovius skrifaði:Er búinn að vera með minn S7 í rúma viku núna og hann er æði. Eldsnöggur af öllu og þetta stóra batterí er snilld. Það eina sem mér finnst pirrandi við hann er að ég ýti reglulega óvart á kantinn á skjánum þegar ég held á honum (ekki með edge). Held samt að það lagist þegar ég finn mér gott hulstur fyrir hann. Er einhver sem getur mælt með góðu hulstri og jafnvel screenprotector fyrir hann? Bæði uppá að geta haldið betur á honum og svo náttúrulega til að hann skemmist ekki þegar ég (inevitably) missi hann í gólfið einvhersstaðar.
Hvernig er það með Gear VR, er hægt að setja S7 í það eða þarf einhverja sérútgáfu?
Þetta svo mikið!

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 00:16
af Viggi
kjartanbj skrifaði:
Viggi skrifaði:Asnaðist til að fá mér asus zenfone 2 i fyrra og núa er skjárinn að hrynja og usb plöggið hrundi stuttu eftir að ég fékk hann og ekkert software update síðan hann kom út ](*,) En s7 er ekki í 5.7" útgáfu og edge 6+ er bara með 3000 mah batterí sem er ekki alveg nógu stórt fyrir svona monster skjá.

Og svo er Note 6 að koma í haust :woozy
S7 Edge er æði, skjárin alveg feiki nógu stór á honum og batteríið æði
Sé að hann er 5.5 sem er mín stærð :)

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 08:24
af nidur
Xovius skrifaði:Er einhver sem getur mælt með góðu hulstri
Ég fæ mér alltaf svona hulstur.

http://www.case-mate.com/collections/sa ... xy-s7-case

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 08:39
af kiddi
Nú er ég búinn að vera með S7 Edge í um 6 vikur og ég hata símann. Þessi Edge fítus er gjörsamlega að ganga fram af mér þrátt fyrir að ég sé búinn að slökkva á öllum fítusum honum tengdum, ég get ekki tekið upp símann án þess að gera eitthvað óviljandi, þá segir einhver "fáðu þér hulstur" - en ég keypti símann uppá lúkkið án hulsturs, notabene - my bad. Mér finnst rafhlaðan á S7 Edge vera frekar ómerkileg m.v. iPhone 6+ sem ég átti, endingin á S7 Edge er að endast svona 28-30klst en iPhone 6+ gekk yfirleitt í 3 daga þrátt fyrir mikla notkun. Góða við símann er að hann er miklu minni en iPhone6+ þó skjástærðin sé sú sama, ég finn ekki fyrir S7 Edge í vösum, og hann virkar harðgerðari en iPhone. Android stýrikerfið finnst mér vera talsvert óþjálla en IOS. Mér finnst S7 Edge vera miklu hægvirkari en iPhone6+ (reyndar hægari en allir iPhone sem ég hef átt), mér finnst síminn vera reglulega hikstandi þrátt fyrir að ég sé búinn að setja svona "clean memory" app á forsíðu símans sem ég ýti reglulega á. Síminn er líka fljótur að hitna, hann hitnar fyrr og verður mun heitari en iPhone símarnir mínir, hvort sem það er browse eða í leikjum. Ég hugsa að ég endi aftur í Apple þegar ég drattast til að athuga hvort heimilis-kaskó-tryggingarnar séu tilbúnar að bæta mér upp tjónið á iPhone6+ símanum mínum. En GearVR er geggjað, og wireless charging er líka geggjað, ég á eftir að sakna þess.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 09:30
af I-JohnMatrix-I
Þú hlýtur að vera með gallað eintak, ég er með s6 edge+ og ég lendi aldrei í að hann sé hægur né neitt stuttering. Einnig hitnar hann bara ef ég er að spila einhvern leik í VR eins og Gunjack. Persónulega myndi ég vilja fá honum skipt út, myndi aldrei sætta mig við það að kaupa 130 þúsund króna flagskip síma sem höktir.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 09:45
af kiddi
Ég held það sé ekkert að símanum mínum, öll Android tæki sem ég hef prófað haga sér svona :) Þetta er eitthvað sem bara langtíma IOS notendur taka eftir :-"

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 09:47
af Haukursv
Hann verður alveg ágætlega heitur við mikla notkun get verið sammála því en allt annað get ég ekki sammælst þér um. Lendi aldrei í því að gera neitt sem ég ætla ekki að gera (reyndar verið android maður lengi), nota edge fítusinn mikið til að accessa hluti sem ég nota mikið en komast ekki á front pageið hjá mér, Batterýið virkar í svona 2-3 daga við litla notkun hjá mér. Við mikla notkun á ég samt alltaf svona 20-30% eftir þegar ég fer að sofa,finnst hann fáránlega responsive og allavega mun hraðari en iphone 5 sem ég notaði í nokkra mánuði fyrir skömmu. Aldrei keypt mér svona dýran síma áður en hef líka aldrei verið jafn fáránlega sáttur með síma !

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 10:28
af valdij
kiddi skrifaði:Nú er ég búinn að vera með S7 Edge í um 6 vikur og ég hata símann. Þessi Edge fítus er gjörsamlega að ganga fram af mér þrátt fyrir að ég sé búinn að slökkva á öllum fítusum honum tengdum, ég get ekki tekið upp símann án þess að gera eitthvað óviljandi, þá segir einhver "fáðu þér hulstur" - en ég keypti símann uppá lúkkið án hulsturs, notabene - my bad. Mér finnst rafhlaðan á S7 Edge vera frekar ómerkileg m.v. iPhone 6+ sem ég átti, endingin á S7 Edge er að endast svona 28-30klst en iPhone 6+ gekk yfirleitt í 3 daga þrátt fyrir mikla notkun. Góða við símann er að hann er miklu minni en iPhone6+ þó skjástærðin sé sú sama, ég finn ekki fyrir S7 Edge í vösum, og hann virkar harðgerðari en iPhone. Android stýrikerfið finnst mér vera talsvert óþjálla en IOS. Mér finnst S7 Edge vera miklu hægvirkari en iPhone6+ (reyndar hægari en allir iPhone sem ég hef átt), mér finnst síminn vera reglulega hikstandi þrátt fyrir að ég sé búinn að setja svona "clean memory" app á forsíðu símans sem ég ýti reglulega á. Síminn er líka fljótur að hitna, hann hitnar fyrr og verður mun heitari en iPhone símarnir mínir, hvort sem það er browse eða í leikjum. Ég hugsa að ég endi aftur í Apple þegar ég drattast til að athuga hvort heimilis-kaskó-tryggingarnar séu tilbúnar að bæta mér upp tjónið á iPhone6+ símanum mínum. En GearVR er geggjað, og wireless charging er líka geggjað, ég á eftir að sakna þess.
Ég er langtíma iPhone maður. Alltaf verið mjög ánægður með þá en ég stökk til og keypti mér S7 Edge í forsölu og hef notað síðan og held ég verði að vera sammála öðrum hérna - þú hlýtur að vera með gallað eintak. Hef aldrei lent í neinu stuttering vandræðum eða slíku og ég hef aldrei notað "clean memory" appið. Að sama skapi er ég einmitt alltaf svo ánægður hvað batterýið er að endast lengi (aldrei undir 48 tímum í töluverðri notkun)

Ég keypti mér síman upp á lúkkið og ekki fræðilegur ég ætli að setja hann í hulstur en ég hef lent örsjaldan í því að klikka á "Edge" fítusinn - allavega það sjaldan ég kippi mér ekki upp við það.

Það sem ég sakna hinsvegar er iOS og sammála þér þar.

En fyrir utan stýrikerfið er þetta skemmtilegasti og fallegasti sími sem ég hef átt.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 11:06
af Danni V8
Ég einmitt hef þurft að nota ios mikið síðusta hálfa árið vegna vinnunar og ég skil ekki með nokkru móti hvernig fólki getur fundist þetta þægilegt.

Held að þetta sé rosalega mikið hverju maður vandist fyrst.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 13:48
af hagur
Ég er reyndar bara búinn að eiga símann núna í sólarhring og er bara mjög sáttur við hann. Það á eftir að taka tíma að venjast stýrikerfinu og svona, þar sem ég er búinn að vera iPhone notandi í 6 ár c.a. Mér hefur alltaf fundist Android vera hálfgert húmbúkk miðað við iOS en mér finnst Android 6 vera orðið ansi polished og smekklegt.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 14:08
af Haukursv
Það er líka orðinn option að hafa öll öppin á homescreen og sleppa app drawer. Ég persónulega fýla það í botn og það var það eina sem ég fýlaði við iOS en eflaust margir sem eru mér ósammála og eru hræddir við þessa þróun. Mér finnst að þetta eigi bara að vera val eins og það er núna í s7

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 17:18
af Helgi350
Sheeps, sheeps, sheeps.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Mið 20. Apr 2016 17:24
af chaplin
Danni V8 skrifaði:Ég einmitt hef þurft að nota ios mikið síðusta hálfa árið vegna vinnunar og ég skil ekki með nokkru móti hvernig fólki getur fundist þetta þægilegt.

Held að þetta sé rosalega mikið hverju maður vandist fyrst.
Ég neyddist til að fá iPhone frá vinnunni einu sinni, þar sem ég kunni betur við Android var ég ekkert allt of sáttur en fékk lítið val.

Ég verð að segja að mér finnst iPhone að miklu leiti hafa yfirburði. Finnst hann vera meira responsive, maður getur alltaf treyst á að myndavélin sé góð, ekkert bloatware frá þriðja aðila, engin bið eftir uppfærslum, battery-ið dugar endalaust í léttri notkun, allt eitthvað svo fallega polish-að ofl.

Eina sem heillar mig meira við S7 umfram S6 er microSD, annars væri valið líklegast ekki mjög flókið.

Verður spenanndi að sjá hvað Android N hefur upp á að bjóða.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Fim 21. Apr 2016 01:19
af DJOli
Ég er bara ennþá geðveikt sáttur við Galaxy S6-una sem ég keypti mér í Maí í fyrra. Reyndar finnst mér eins og gorilla glass dæmið sé að virka minna, líður eins og ég sjái örlitlar rispur á skjánum sem ég fór að taka eftir í síðustu viku.

Síminn er ennþá hraðari en allt helvíti. Aldrei hægagangur. Öll forrit fara í gang á núlleinni.
Fyrir forvitna þá eru þetta forritin sem ég nota helst:
Inkpad (fyrir tímaskráningu, bókhald, muna tíma, reikninga, innkaupalista og fleira)
Excel til að yfirfara tímaskráningu eftir að hún hefur verið bókfærð.
Popcorn Time (til að horfa á þætti)
Spotify fyrir tónlistina.
Ja.is appið hefur virkað vandræðalaust.
Imgur appið er snilld ef maður þarf að henda nokkrum ljósmyndum á vefinn til að deila með einhverjum, t.d. stórar ljósmyndir sem passa ekki í 25mb limitið á gmail.
Advanced Signal Status, Speedtest, GPS Essentials og Wifi Analyzer virka eins og þau eiga að gera, og virka hratt.
Þökk sé krafmiklum örgjörva (og 4g neti) þá get ég notað TeamViewer til að flakka yfir á desktopið í borðtölvunni ef ég þarf.
Myndavélin er ennþá frábær.

Gallar:
Ég hefði átt að taka 64gb týpuna eða stærri.

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Sent: Fim 21. Apr 2016 03:15
af Swooper
Danni V8 skrifaði:Ég einmitt hef þurft að nota ios mikið síðusta hálfa árið vegna vinnunar og ég skil ekki með nokkru móti hvernig fólki getur fundist þetta þægilegt.

Held að þetta sé rosalega mikið hverju maður vandist fyrst.
Ég átti iPad (1. kynslóð) í ca. ár áður en ég fékk mér fyrsta Android snjallsímann (S2). Í dag kem ég helst ekki nálægt iOS, og held að ég geti fullyrt að ég muni aldrei fá mér Apple græju aftur. Svooo... ekki spurning um hverju maður vandist fyrst :P