Lóðbolti fer bara beint í samband við rafmagn, oftast ekki hitastillanlegur. Lóðstöð er með sæti fyrir lóðboltan, svamp, stillanlegan stabílan hita og stundum fleira.
Ég var að versla Hakko FX-888D í Íhlutum. Kostar full-price tæpan 55.000 kall. Fletti henni upp á Amazon (120v), þar er hún á helmingsafslætti, um 91 dollar. Ouch.
EDIT. Búinn að vera skoða þetta á netinu og það er endalaust af kína klónum sem líta alveg eins út. Ebay er fullt af þeim og Amazon er líklegast einnig að selja klón.
https://www.youtube.com/watch?v=i-N74wtkFuY
Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Intel Core i5 4690K @ ? GHz ♠ Custom water cooling ♠ Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Hakko 120v er allstaðar 50% ódýrari en Hakko 220v, þannig að það er ekkert víst að Hakko á Amazon sé klón.
Mér sýnist hægt að panta FX-888D frá Bretlandi á 100 pund fyrir VAT, ég hef séð svipað verð út um alla evrópu. Með sendingarkostnaði er það ca. 35000 með vaski.
55 þús er sem sagt ruglverð, en ekki jafnmikið rugl og mætti halda af Amazon í USA.
Mér sýnist hægt að panta FX-888D frá Bretlandi á 100 pund fyrir VAT, ég hef séð svipað verð út um alla evrópu. Með sendingarkostnaði er það ca. 35000 með vaski.
55 þús er sem sagt ruglverð, en ekki jafnmikið rugl og mætti halda af Amazon í USA.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Ó, hún var ódýrari komin heim þegar ég keypti mína svona. Borgaði væntanlega minna fyrir shipping. Ég hef prófað einhverjar Velleman stöðvar og þær voru allt í lagi. Ég myndi bara tryggja að það sé auðvelt að fá odda á hana (helst fleiri en bara týpuna sem kemur á henni) því að það er rosalega mikilvægt tól til að gera gert hlutina vel.linenoise skrifaði:Yihua hingað komin er á ca. 8000 kall frá Hobbyking (sendingarkostnaðurinn er mun meiri en helvítis lóðstöðin, svo bætist vsk ofan á) og er þar að auki out of stock og er búin að vera það lengi. Hefur einhver samanburð við Velleman sem er á 23k hérna á Íslandi (næst ódýrasti kosturinn sem hefur verið nefndur hérna, ef ég skil þetta rétt).
Og af því ég veit mjög lítið: Hver er munurinn i praxis á lóðstöð og bara lóðbolta. T.d. þessum hérna: http://www.computer.is/vorur/2022/
Ég er ekki klár á því hver munurinn nákvæmlega er á lóðstöð og lóðbolta í praxís. Lóðstöð er aðeins nettari í hendi (s.s. það er minna í handfanginu þannig að það er auðveldara að munda hana) en það er kannski ekki issue hjá þér. Lóðstöðvar eru oftast með keramik element sem hitna fyrr og endast betur en í ódýrum lóðboltum (alveg hægt að fá góða lóðbolta samt líka) og eins og Saber bendir á með standi og alls konar þægindum.
Ef budgetið þitt er virkilega teygt við Velleman myndi ég hugsanlega frekar bara fá mér þokkalegan lóðbolta og láta það duga í bili.
En það eru leiðindi með Hakko, þeir eru með 110v helmingi ódýrari en 220v útgáfu og búa til þvílíkan markað fyrir gervi eintök. Basically er þetta þannig að ef díllinn hljómar of góður er hann það væntanlega. 100 pund gæti verið legit en það er það ódýrasta sem hljómar raunverulegt.
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Takk, takk! Ég hugsa að ég endi bara á Velleman. Hann virðist líka á sanngjörnu verði miðað við Evrópumarkaðinn. Kíki kannski bara í Íhluti (og kannski Miðbæjarradíó líka) og tékka á úrvalinu.dori skrifaði:Allskonar fínt stöff
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Update og heads-up. Batterfly eru authorized dealers fyrir Hakko í Evrópu (sjá lista yfir authorized dealers hér: http://www.hakko.com/world_network.html). Þeir eru að selja Hakko FX-888D á 95 evrur, er á tilboði. Hingað komin með vaski og TNT sendingu (eini sendingarmöguleikinn) á 27000 kall. http://www.batterfly.com/shop/hakko_fx-888d
Ég er semsagt komin með alvöru Hakko 220V digital útgáfu fyrir minna en helmingin sem analog útgáfan kostar hjá Íhlutum. Vúú!
Ég er semsagt komin með alvöru Hakko 220V digital útgáfu fyrir minna en helmingin sem analog útgáfan kostar hjá Íhlutum. Vúú!
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Íhlutir eru að selja digital útgáfuna.
En já, þú sparaðir þér rúman 20.000 kall.
En já, þú sparaðir þér rúman 20.000 kall.
Intel Core i5 4690K @ ? GHz ♠ Custom water cooling ♠ Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
-
- Nýliði
- Póstar: 1
- Skráði sig: Þri 05. Jan 2016 21:02
- Staða: Ótengdur
Re: Lóðbolti/Lóðstöð með hverju mælið þið?
Get mælt með Batterfly á Ítalíu. Hraðsending og alvöru Hakko (á sjálfur, þetta er ekki kínaeftiröpun) - http://www.batterfly.com/shop/hakko_fx-888d
Líka hægt að grípa með nokkra lóðodda o.s.fv.
Líka hægt að grípa með nokkra lóðodda o.s.fv.