siminn skrifaði:Auðvitað, gerum massaleiðréttingu á alla sem hafa fengið stækkun á sig útaf þessari bilun.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Sæll Guðmundur, og takk fyrir svörin að ofan.
Það væri gaman að fá svör við eftirfarandi spurningum ef þú mættir vera að:
1.) Í ljósi þess að bæði Vodafone og Síminn hafa lent í "bilunum" þar sem augljóslega allt of mikið gagnamagn er talið, hvernig geta viðskiptavinir ykkar verið öruggir um að gagnamagnið sé alltaf 100% rétt talið?
2.) Núna fór ekki á milli mála að rangt væri talið þar sem skekkjan var það stór, hvað ef það væri alltaf "örlítil skekkja" segjum 10%-15%? eru mæliaðferðirnar (mælitækin) löggild? þ.e. er einhver annar en þið sjálf sem fylgist með því að allt sé rétt og heiðarlegt?
Sæll Guðjón.
1. Bilanir geta alltaf komið upp í öllum kerfum, tækjum og tólum sem eru í rekstri hjá okkur og bara auðvitað almennt. En það er þá okkar að ganga þannig frá að þær komi upp sem sjaldnast og hafi sem minnst möguleg áhrif á notendur. Við leggjum mikið kapp á að mælingar séu alltaf réttar og höfum alltaf gert. Bæði í talningu á gagnamagni, tali, skilaboðum og öllu því sem þarf að telja. Þetta er eitthvað sem við höfum staðið lengi í og fylgjum við alltaf þeim „best practices" sem fyrir eru hverju sinni í þessum geira um hvernig skuli staðið að slíkum talningum.Hingað til hefur mjög sjaldan komið upp að eitthvað sé ekki eins og það á að vera í slíkum talningum, hvort sem það er gagnamagn, tal eða skilaboð.
2. Held að ekkert sé í lögum um að talning á gagnamagni sé löggild eins og t.d. bensíndælur og vigtar (eitthvað sem löggjafinn ætti etv. að skoða) en við sannreynum mælingar til að ganga úr skugga um að þær séu réttar. Við erum með virkt reikningaeftirlit sem flaggar strax ef eitthvað afbrigðilegt kemur upp. Ef upp kemur skekkja að þá eru mælingar skoðaðar handvirkt og þær lagfærðar sé þess þörf og þá málin skoðuð hvert fyrir sig.
siminn skrifaði:Auðvitað, gerum massaleiðréttingu á alla sem hafa fengið stækkun á sig útaf þessari bilun.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Sæll Guðmundur, og takk fyrir svörin að ofan.
Það væri gaman að fá svör við eftirfarandi spurningum ef þú mættir vera að:
1.) Í ljósi þess að bæði Vodafone og Síminn hafa lent í "bilunum" þar sem augljóslega allt of mikið gagnamagn er talið, hvernig geta viðskiptavinir ykkar verið öruggir um að gagnamagnið sé alltaf 100% rétt talið?
2.) Núna fór ekki á milli mála að rangt væri talið þar sem skekkjan var það stór, hvað ef það væri alltaf "örlítil skekkja" segjum 10%-15%? eru mæliaðferðirnar (mælitækin) löggild? þ.e. er einhver annar en þið sjálf sem fylgist með því að allt sé rétt og heiðarlegt?
Sæll Guðjón.
1. Bilanir geta alltaf komið upp í öllum kerfum, tækjum og tólum sem eru í rekstri hjá okkur og bara auðvitað almennt. En það er þá okkar að ganga þannig frá að þær komi upp sem sjaldnast og hafi sem minnst möguleg áhrif á notendur. Við leggjum mikið kapp á að mælingar séu alltaf réttar og höfum alltaf gert. Bæði í talningu á gagnamagni, tali, skilaboðum og öllu því sem þarf að telja. Þetta er eitthvað sem við höfum staðið lengi í og fylgjum við alltaf þeim „best practices" sem fyrir eru hverju sinni í þessum geira um hvernig skuli staðið að slíkum talningum.Hingað til hefur mjög sjaldan komið upp að eitthvað sé ekki eins og það á að vera í slíkum talningum, hvort sem það er gagnamagn, tal eða skilaboð.
2. Held að ekkert sé í lögum um að talning á gagnamagni sé löggild eins og t.d. bensíndælur og vigtar (eitthvað sem löggjafinn ætti etv. að skoða) en við sannreynum mælingar til að ganga úr skugga um að þær séu réttar. Við erum með virkt reikningaeftirlit sem flaggar strax ef eitthvað afbrigðilegt kemur upp. Ef upp kemur skekkja að þá eru mælingar skoðaðar handvirkt og þær lagfærðar sé þess þörf og þá málin skoðuð hvert fyrir sig.
tlord skrifaði:
ég var ekki að tala um 'b i l i u n' ,
Síminn hefur sögulega séð átt erfitt með að viðurkenna mistök... þeir hafa hinsvega átt auðvelt með að tala um bilanir.
Það er frekar grátt svæði milli bilunar og mistaka. Villa hjá forritara eru sannarlega mistök en það eru mistök forritarans, ekki fyrirtækisins. Mér þætti alveg eðlilegt að kalla það bilun.
Síminn viðurkennir "bilun" hér, en er hægt að lesa um þetta á heimasíðunni þeirra ? Eða hefur þetta verið sent í pósti á viðskiptavini ?
Ég held að þeir séu ekkert að fara að senda út fréttatilkynningu um að það sé böggur í bókhaldinu þeirra sem þeir nota til að rukka eftir.
Þetta er bilun sem er verið að laga í þessum töluðu orðum. Leiðrétting fer vonandi í loftið á eftir og þá mun Þjónustuvefurinn sýna rétt gögn.
Mælingar á allri umferð er ekki hafin, hefst 1.október bara svo það því sé haldið til haga.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Þarf að sækja um Leiðréttinguna sérstaklega og auðkenna sig með rafrænum skilríkjum?
Nei, við leiðréttum nú þetta bara sjálfkrafa.
Guðmundur hjá Símanum
Er Síminn ennþá með þá stefnu að viðurkenna ekki mistök eða villur opinberlega?
Heldur þú að starfsmaður Símans sé hérna til að svara svona pólítík? Þetta er eins gildishlaðin spurning og verða verður - og þú nefnir engin dæmi til að styðja mál þitt.
fedora1 skrifaði:Síminn viðurkennir "bilun" hér, en er hægt að lesa um þetta á heimasíðunni þeirra ? Eða hefur þetta verið sent í pósti á viðskiptavini ?
Ég held að þeir séu ekkert að fara að senda út fréttatilkynningu um að það sé böggur í bókhaldinu þeirra sem þeir nota til að rukka eftir.
Af hverju ættu þeir að tilkynna til allra viðskiptavina bilun í talningu þegar þeir ætla sér að laga hana áður en gjaldfært verður fyrir hana ?
fedora1 skrifaði:Síminn viðurkennir "bilun" hér, en er hægt að lesa um þetta á heimasíðunni þeirra ? Eða hefur þetta verið sent í pósti á viðskiptavini ?
Ég held að þeir séu ekkert að fara að senda út fréttatilkynningu um að það sé böggur í bókhaldinu þeirra sem þeir nota til að rukka eftir.
Af hverju ættu þeir að tilkynna til allra viðskiptavina bilun í talningu þegar þeir ætla sér að laga hana áður en gjaldfært verður fyrir hana ?
Guðmundur hjá Símanum skrifaði:
Auðvitað, gerum massaleiðréttingu á alla sem hafa fengið stækkun á sig útaf þessari bilun.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Sé ekki betur en þetta hafi þegar haft áhrif á einhverja viðskiptavini. Viðskiptavinir sem eru að skoða gagnamagn hjá sér og spá í að stækka við sig pakka vilja etv. vita að það séu rangar tölur inni.
Ég er bara að segja að að þetta er takmörkuð viðurkenning á villunni og og ég skil það vel, PR lega kemur þetta á slæmum tíma.
fedora1 skrifaði:Síminn viðurkennir "bilun" hér, en er hægt að lesa um þetta á heimasíðunni þeirra ? Eða hefur þetta verið sent í pósti á viðskiptavini ?
Ég held að þeir séu ekkert að fara að senda út fréttatilkynningu um að það sé böggur í bókhaldinu þeirra sem þeir nota til að rukka eftir.
Af hverju ættu þeir að tilkynna til allra viðskiptavina bilun í talningu þegar þeir ætla sér að laga hana áður en gjaldfært verður fyrir hana ?
Guðmundur hjá Símanum skrifaði:
Auðvitað, gerum massaleiðréttingu á alla sem hafa fengið stækkun á sig útaf þessari bilun.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum
Sé ekki betur en þetta hafi þegar haft áhrif á einhverja viðskiptavini. Viðskiptavinir sem eru að skoða gagnamagn hjá sér og spá í að stækka við sig pakka vilja etv. vita að það séu rangar tölur inni.
Ég er bara að segja að að þetta er takmörkuð viðurkenning á villunni og og ég skil það vel, PR lega kemur þetta á slæmum tíma.
Takmörkuð viðurkenning ? Sé ekki betur en að staðfest sé að um bilun sé um að ræða og að hún verði eða hafi nú þegar verið löguð og að leiðrétt verði það sem þarf að leiðrétta. Þeir hefðu geta þagað og ekki stigið inn í þennan þráð en ákváðu að gera það ekki, sem er töff.
Það er í góðu lagi að vera illa við fyrirtæki sem við hér á Vaktinni erum mikið í En það er þá sjálfsagt á móti finnst mér að vera jákvæður þegar það á við, sem mér finnst allaveganna eiga við hér. Fyrst að ég er byrjaður ætla ég líka að hrósa Símanum á Twitter, fá fyrirtæki á landinu sem eru að veita eins góða þjónustu og þeir þar.
Mér er ekkert illa við Síman, og flott hjá þeim að svara í þessum þræði, en það eru ekki allir að lesa spjall á vaktinni. Einhverjir hafa þegar keypt stækkun vegna rangrar talningar og einhverjir eru að spá í hvaða pakka þeir þurfa eftir 1. okt þegar byrjað verður að telja alla traffic. Ég er bara að segja að segja frá þessari bilun hér er ekki það sama og láta alla sem þetta getur/hefur haft áhrif á vita.
fedora1 skrifaði:Mér er ekkert illa við Síman, og flott hjá þeim að svara í þessum þræði, en það eru ekki allir að lesa spjall á vaktinni. Einhverjir hafa þegar keypt stækkun vegna rangrar talningar og einhverjir eru að spá í hvaða pakka þeir þurfa eftir 1. okt þegar byrjað verður að telja alla traffic. Ég er bara að segja að segja frá þessari bilun hér er ekki það sama og láta alla sem þetta getur/hefur haft áhrif á vita.
Komu mjög stór rauð áberandi skilaboð á gagnamagns talningarsíðuna eftir að umræðan sprottaði upp, þannig að allir viðskiptavinir símans(óhað því hvort þeir væru vaktarar eða ekki) sem á annað borð fylgdust með gagnamagninu sáu mjög augljóslega að þetta væri bilað.
Hefur einhverjum dottið í hug að vekja athygli einhverjar stofnunar eða löggjafa um þessi mál?
Að ef að gagnamagn sé mælt og rukkað eftir því þá þurfi að vera löggiltar og viðurkenndar aðferðir ásamt einhverskonar eftirliti á því? Vigtir og önnur mælitæki sem að eru notuð til sölu þarf að löggilda.
Hvaða stofnun er ábyrg fyrir þessum fyrirtækjum og hvaða ráðuneyti. Mig langar að senda inn fyrirspurn um þetta mál, sér í lagi ef að fleiri þjónustuaðilar fara að íhuga þessa leið og í ljósi þess að þetta er greinilega eitthvað sem að getur auðveldlega klikkað og leitt til talsverðs fjárhagslegs tjóns ef að það kemst ekki upp eða veituaðilar standa fastir á sínu.