MatroX skrifaði:þú skiptir um báða stimplana og öll gúmmí fyrst þú ert að gera þetta

og ég myndi gera það um leið og þu setur nýja diska og klossa í annars gæti þetta endað svipað eða allavega að einn klossinn fari að eyðast
Góður punktur!
Garri skrifaði:Aðdáunarvert að menn reyni að taka svona slag.. en sýnist samt þetta vera frekar ill-vinnanlegt fyrir amatör eða lítt vanann.
Mæli sterklega með ferð á verkstæði fyrst svona er komið og sjá má á myndum. Sýnist það þurfa að skipta úr stimplum, ný gúmmí, jafnvel diska og að sjálfsögðu, bremsuklossa.
Það er ekki bara að þú lendir í vandræðum með að losa diska, stimpla og hreinsa sætin, heldur þarf sérstakt verklag og þriðja fót til að setja bremsuvökva aftur á dæluna, það er, eftir að hafa skipt um stimpla. Málið er að ef stimplarnir eru byrjaðir á að ryðga, þá fara þeir fljótt aftur og rífa gúmmíin.
Ég ætla að skella mér í djúpu laugina, er með tvo diska, tvö pör af klossum, gúmmísett í eina dælu, tvo stimpla, 8mm bolta til að skrúfa diskana úr og smurningu sérhannaða fyrir hemlakerfi, spurði um "rauðu olíuna" en þeir seldu mér þetta í staðinn.
Fékk svo frábærar leiðbeiningar hjá starfsmanni AB, hann sýndi mér á annari dælu hvernig hann gerir þetta en hann setur klemmu á slönguna og losar svo dæluna frá, setur síðan kubb inn í kjálkann (eins og bent var á fyrr á þessum þræði) og notar svo loftpressu til að þrýsta stimplinum úr.
Þetta ætla ég að reyna, 7-9-13
littli-Jake skrifaði:Ég var líka að vinna á umboðsverkstæði fyrir Subaru og allt sem Danni var að seigja er hárrétt. Eina sem ég mundi vilja bæta við að á bremsudiskum hjá Subaru eru tvö göt með snitti. Hugmyndinn er að þú setjir 2 8mm bolta í þau og skrúfir inn. Þar með þrýstist diskurinn af. Dásamlega þægilegt.
Ef að þér líst ekkert á verkefnið Guðjón máttu alveg senda mér PM. Er meira og minna í fríi alla virka dag fram að jólum og væri alveg til í að kíkja á þetta með þér.
Takk fyrir það! ... gott að hafa þig í bakhöndinni ef ég geri uppá bak með þetta allt saman

p.s. fékk 2x 8mm bolta þannig að diskarnir ættu að fjúga úr
