Er núna farinn að pæla í WIFI switch, hún talar um að það þurfti 'neutral' wire, sem sagt heitt, kalt, ground og neutral, er ekki ólíklegt að maður sé með slíkt í 20-30 ára gömlu húsi?
Neutral wire, oftast hvítur, er eins og annað skautið á geymi eða batterí. Riðstraumur þarf tvo víra rétt eins og jafnstraumur til að mynda hringrás. Riðstraumur fer fram og til baka en jafnstraumur frá mínus í plús.
Þannig að neutral vír er í öllum húsum, hvort sem þau eru gömul eða ný.
Núllið er blátt (ljós blátt) samkvæmt IST 200.
IST 200 var tekið upp fyrir örfáum árum, líklegast 2007 (2006). Hugsa að hér hafi menn notað hvítt sem núll fram að því, allavega er hvítt í mínu húsi sem og fleirum sem ég hef séð menn grautast í.
Höfundur segist vera í 20-30 ára gömlu húsi. Núllið hjá honum er þá væntanlega hvítt líka.
Garri skrifaði:IST 200 var tekið upp fyrir örfáum árum, líklegast 2007 (2006). Hugsa að hér hafi menn notað hvítt sem núll fram að því, allavega er hvítt í mínu húsi sem og fleirum sem ég hef séð menn grautast í.
Höfundur segist vera í 20-30 ára gömlu húsi. Núllið hjá honum er þá væntanlega hvítt líka.
Akkúrat, ég er í húsi sem er 45 ára gamalt, ég var að enda við að draga allt nýtt í rafmangið þar sem meiri hluti íbúðarinnar var ekki jarðtengdur (bara eldhús og þvottahús jarðtengt) og rafmagnið allt í bulli. Allir vírar voru rauðir (að undanskildri jörð í eldhúsi og þvottahúsi sem var BLÁ), veit ekki á hvaða efnum menn hafa verið þegar þeir voru að vinna að þessu.
Í flestum húsum frá kringum 1950 eru/voru vírar með tjörukápu og allir eins. Þegar þeim var skipt út höfðu menn frjálsar hendur með liti.
Reglugerðin (bláa bókin) kom 197x og einhvað, héld að það hafi ekki verið minnst neitt á litli í byrjun. Gul/grænn og blár eru samt eldri en frá 2006 þegar IST 200 tók gildi.
Tbot skrifaði:Í flestum húsum frá kringum 1950 eru/voru vírar með tjörukápu og allir eins. Þegar þeim var skipt út höfðu menn frjálsar hendur með liti.
Reglugerðin (bláa bókin) kom 197x og einhvað, héld að það hafi ekki verið minnst neitt á litli í byrjun. Gul/grænn og blár eru samt eldri en frá 2006 þegar IST 200 tók gildi.
gul/grænn, blár og brúnn var í gömlu reglugerðinni.
Athyglisvert.. mitt hús er frá rétt fyrir 1970 og þar eru litirnir rautt og hvítt. Reyndar mjög sérstök tafla, öryggi fyrir hvorn fasa, það er, sér öryggi fyrir kraftinn og annað fyrir núllið.
Gislinn skrifaði:
Akkúrat, ég er í húsi sem er 45 ára gamalt, ég var að enda við að draga allt nýtt í rafmangið þar sem meiri hluti íbúðarinnar var ekki jarðtengdur (bara eldhús og þvottahús jarðtengt) og rafmagnið allt í bulli. Allir vírar voru rauðir (að undanskildri jörð í eldhúsi og þvottahúsi sem var BLÁ), veit ekki á hvaða efnum menn hafa verið þegar þeir voru að vinna að þessu.
Hvað kostaði það mikið? Þarf að láta gera svipað ef ég fæ þessa íbúð.
Nitruz skrifaði:Hvað kostaði það mikið? Þarf að láta gera svipað ef ég fæ þessa íbúð.
Ég gerði þetta með tengdapabba (sem er rafvirkjameistari) þ.a. ég borgaði ekkert fyrir vinnuna (hann neitaði að leyfa mér að borga honum). Efniskostnaðurinn var mun minni en ég gerði ráð fyrir í svona framkvæmd, um 120.000 kr en ég skipti um allt (alla víra, rofa, tengla, öll öryggi í töflu, setti lekaliða, dró cat kapla í tóm rör o.s.fr.).
Svona lítur rofinn út sem um ræðir... en ég verð bara að vona að tollurinn hleypi þessum kína-vörum í gegn, þær eru oftar en ekki CE merktar, allavega hefur aldrei neitt stoppað hjá mér, sem ég panta frá Kína. Hef aldrei pælt í þessu og hef pantað tugum sinnum frá Kína
Garri skrifaði:Athyglisvert.. mitt hús er frá rétt fyrir 1970 og þar eru litirnir rautt og hvítt. Reyndar mjög sérstök tafla, öryggi fyrir hvorn fasa, það er, sér öryggi fyrir kraftinn og annað fyrir núllið.
Þú ert trúlega með þriggja leiðara kerfi, 230V á milli fasa, ekkert núll. Færð því stuð úr báðum endum ef þú snertir
Algengt í vesturbænum og útá landi
Garri skrifaði:Athyglisvert.. mitt hús er frá rétt fyrir 1970 og þar eru litirnir rautt og hvítt. Reyndar mjög sérstök tafla, öryggi fyrir hvorn fasa, það er, sér öryggi fyrir kraftinn og annað fyrir núllið.
Þú ert trúlega með þriggja leiðara kerfi, 230V á milli fasa, ekkert núll. Færð því stuð úr báðum endum ef þú snertir
Algengt í vesturbænum og útá landi
þetta er 220V kerfi, báðir vírar eru spennuhafandi.
Þó nokkuð af hlíðunum er með þetta líka.
tdog skrifaði:Annars myndi ég fá mér þráðlausa KNX rofaliða og setja bara í loftdósirnar. Annars er svona lagað massa vesen og getur kostað þig mikið í vinnukaupum, því þú mátt ekki eiga við þetta sjálfur sem leikmaður.
Haha einn með IST200:2006 staðalinn á hreinu
En já sammála tdog þú þarft að redda hönnuði í þetta (rafvirkjameistara eða uppúr) því það verður pottþétt vesen með lagnaleiðir og hugsanlega einhverjar breytingar sem þarf að tilkynna til mannvirkjastofnunar .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic