Síða 2 af 2
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 20:41
af FuriousJoe
GuðjónR skrifaði:Dúlli skrifaði:Seinast þegar ég verslaði við ykkur sem var í desember ætlaði að kaupa 2x hluti en starfsmaður hjá ykkur var alltaf að bjóða mér hitt og þetta þótt ég var búin að segja að ég vill þess 2x hluti og ekkert annað, að ég væri með allt en hann hélt samt að reyna að troða hlutum upp í mig.
Þetta er bara góður sölumaður, ef ég væri með verslun þá myndi ég vilja hafa svona metnaðarfullan sölumann.
Sem fælir viðskiptavinina út ?
Ekki góð leið imo.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 20:48
af FriðrikH
Það fer eftir því hvernig kúnni þú ert. Fyrir mitt leyti þoli ég ekki svona sölumennsku og forðast það að versla á stöðum þar sem er alltaf verið að ýta að manni vörum. Mér finnst hinsvegar frábær þjónusta þegar maður fær skýringar á mismunandi gerðum af sömu vörunni sem maður spyr um.
Þjónusta í búðum á íslandi er almennt frekar slæm finnst mér og ég hef oftar en einu sinni lent í því í tölvubúðum að fá svörin "ég er ekki alveg viss" eða "ég held það" í staðin fyrir að viðkomandi afgreiðslumaður fari bara sjálfur og spurji einhvern samstarfsmann sinn sem veit betur.
Annars er ég að vissu leyti sammála OP, mér finnst lélegt að afhenda bara dýrustu vöruna þó það muni ekki miklu, sjálfsögð kurteisi að spurja ef það er fleiri en einn möguleiki í boði. Að sama skapi mundi ég láta konuna mína fá nákvæman lista yfir það sem hún ætti að kaupa, þ.e.a.s. ef það skipti mig máli.
GuðjónR skrifaði:Dúlli skrifaði:Seinast þegar ég verslaði við ykkur sem var í desember ætlaði að kaupa 2x hluti en starfsmaður hjá ykkur var alltaf að bjóða mér hitt og þetta þótt ég var búin að segja að ég vill þess 2x hluti og ekkert annað, að ég væri með allt en hann hélt samt að reyna að troða hlutum upp í mig.
Þetta er bara góður sölumaður, ef ég væri með verslun þá myndi ég vilja hafa svona metnaðarfullan sölumann.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 20:50
af roadwarrior
Langsniðugast að panta á netinu hjá þeim, hægt að velja um að sækja og borga á staðnum, hef oft nýtt mér þetta hjá þeim þegar ég er að flýta mér. Venjulega er þá búið að taka til það sem ég ætla að fá þannig að þá réttir maður bara fram kortið, borgar og fer.
Ætli konan þin hefði ekki sagt eitthvað ef hún hefði sent þig niður í kringlu að versla td maskara og þú hefðir komið með vitlausan lit eða vitlausa tegund.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 20:58
af GuðjónR
Ég upplifi þjónustu í verslunum á íslandi almennt mjög góða.
Ef ég vil ekki ráð frá sölumanni þá segi ég einfaldlega að ég sé bara að skoða og þarf með fær ég frið til að skoða.
Lenti reyndar í því í ónefndri flísabúð í vetur að sölukonan var endalaust að koma og bjóða fram aðstoð sína og ég hafði ekki undan að afþakka þar sem ég var "bara að skoða" ... en ég skynjaði pressuna frá yfirmanni hennar og líklega eiganda búðarinnar að hún ætti að þjónusta viðskiptavininn. Þetta var orðið vandræðalegt og ég endaði með því að fara út án þess að klára að skoða úrvalið.
En þetta getur líka virkað, ég var í ELKO síðasta haust að skoða þvottavélar, budget var í kringum 100k en honum tókst að sannfæra mig um að það væri miklu betri fjárfesting til legri tíma að kaupa 200k þvottavél, sem ég endaði með að gera. Þannig að ágengni sölumanna getur verið tvieggjað sverð, stundum virkar það og stundum ekki.
En almennt er þjónustulund og kurteysi veslunarfólks á íslandi til fyrirmyndar, það er allaveganna mín upplifun.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 21:04
af vesley
GuðjónR skrifaði:Ég upplifi þjónustu í verslunum á íslandi almennt mjög góða.
Ef ég vil ekki ráð frá sölumanni þá segi ég einfaldlega að ég sé bara að skoða og þarf með fær ég frið til að skoða.
Lenti reyndar í því í ónefndri flísabúð í vetur að sölukonan var endalaust að koma og bjóða fram aðstoð sína og ég hafði ekki undan að afþakka þar sem ég var "bara að skoða" ... en ég skynjaði pressuna frá yfirmanni hennar og líklega eiganda búðarinnar að hún ætti að þjónusta viðskiptavininn. Þetta var orðið vandræðalegt og ég endaði með því að fara út án þess að klára að skoða úrvalið.
En þetta getur líka virkað, ég var í ELKO síðasta haust að skoða þvottavélar, budget var í kringum 100k en honum tókst að sannfæra mig um að það væri miklu betri fjárfesting til legri tíma að kaupa 200k þvottavél, sem ég endaði með að gera. Þannig að ágengni sölumanna getur verið tvieggjað sverð, stundum virkar það og stundum ekki.
En almennt er þjónustulund og kurteysi veslunarfólks á íslandi til fyrirmyndar, það er allaveganna mín upplifun.
Er sammála því að kurteysi verslunarfólks á Íslandi er til fyrirmyndar.
Það fer líka eftir því hvort söluaðilinn er að reyna að fá þig til að kaupa dýrari vöru sem mun gagnast þér betur og er í rauninni betri fyrir peninginn, eða hvort hún sé að reyna að selja þér eitthvað dýrara bara til að græða á því.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 21:18
af GuðjónR
Ég held nú að venjulegt starfsólk í verslunum græði ekkert á persónulega á því að selja manni dýrari hlut, t.d. þessi starfsmaður sem talað er um í upphafsinnlegginu fær líklega ekkert hærri laun næstu mánaðarmót hvort heldur hann selur 3.5gr. af kælikremi eða 12gr. af því.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 21:37
af Klemmi
Zedro skrifaði:Hvort viltu fá gæða vöru og nóg af henni eða lélega vöru ekki í nægu upplagi?
Þess má geta að ein svona 12g túpa dugir í ca. 50-60 skipti, jafn vel meira...
Ég get ekki sagt að mér finnist það eðlilega áætlað hjá starfsmanninum að gera ráð fyrir að viðskiptavinurinn sé að skella í svo margar vélar eða ætli sér að skipta svo oft um kælikrem á endingartíma kremsins.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 22:24
af zedro
Ef að hann ætlaði að vinna við 30 tölvur þá hefði þetta verið málið.
Áherslan hjá mér var það að hann sendi frúnna óvitandi hvað átti að kaupa.
Ekki einusinni víst að sölumaðurinn vissi hvað þessi túpa dugir mikið
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 22:47
af Stuffz
Pandemic skrifaði:Stuffz skrifaði:Glæpur aldarinnar
ég keypti einu sinni eitthverja eSATA hýsingu hjá þeim fyrir 2 diska sem ég áleit að væri sennilega sýnisvara því var á 10% afslætti, allavegana tek þetta með mér heim um jólin (fyrir 2 árum) annar diskurinn hætti að virka stuttu eftir og þega ég kom til baka og fór að skoða þetta þá var borðið í græjunni bólgið og sveitt, græjan ónýt og annar diskurinn líka, nennti ekki að gera mál úr þessu held það sé engin ábyrgð á svona afsláttardóti, í staðinn var þetta bara notað sem góð áminning um að kaupa ekki notaðar, afsláttar tölvugræjur, síðast þegar ég fékk góða áminningu var fyrir yfir 10 árum þegar ég keypti notaða, afsláttar vefmyndavél í BT, hún virkaði ekki og ég gat ekki skilað henni, engin ábyrgð sögðu þeir.
Það er 2 ára ábyrgð á öllum vörum alveg sama hvort um sýningargrip sé að ræða.
en skila/notuðum vörum?
allavegana gat ekki skilað þessarri Creative vefmyndavél sem ég keypti á 8þús (fullt verð 10þús) hjá BT þarna 2000
sögðu að það væri tekið fram að ekki væri hægt að skila þessu, sem sagði mér eiginlega bara að þeir gætu auglýst hvaða bilaða drasl sem er sem non-refundable og maður gæti ekkert gert.
veit ekki, kannski lögin hafa breyst síðan þá, eða var þetta bara BT.
hvað varðar túpudótið þá bara hringja heim ef veist ekki hvað nákvæmlega á að kaupa, það er góð regla, ef ég væri sölumaður þá myndi ég bara segja "viltu ekki bara hringja í kallinn og dobble chékka"
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 22:57
af Klemmi
Stuffz skrifaði:
en skila/notuðum vörum?
allavegana gat ekki skilað þessarri Creative vefmyndavél sem ég keypti á 8þús (fullt verð 10þús) hjá BT þarna 2000
sögðu að það væri tekið fram að ekki væri hægt að skila þessu, sem sagði mér eiginlega bara að þeir gætu auglýst hvaða bilaða drasl sem er sem non-refundable og maður gæti ekkert gert.
veit ekki, kannski lögin hafa breyst síðan þá, eða var þetta bara BT.
Þú hefur engan rétt til að skila vöru sem ekki er gölluð eftir afhendingu nema slíkt sé sérstaklega tekið fram í skilmálum fyrirtækis eða ef varan hefur verið seld í fjarsölu, s.s. netpöntun eða símsölu.
Hins vegar er 2 ára lögbundin ábyrgð á vörum sem nær yfir galla í vörunni. Ef þessi myndavél var gölluð að þá var rétturinn þín megin og þú hafðir rétt á viðgerð á henni eða að henni yrði skipt út fyrir sambærilega.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 22:58
af Dazy crazy
Mér finnst þjónustan í Kísildal til fyrirmyndar, þeir gefa sér alltaf tíma til að ræða hlutina við mig sama hvað það er ómerkilegt fyrir þá.
En í Tölvutek er yfirleitt mjög mikið að gera og það hefur áhrif á gæði þjónustunnar þegar margir eru að bíða.
Svona eins og að bera saman Fjarðarkaup og Bónus, í fjarðarkaup bíður afgreiðslumaðurinn eftir því að maður klári að raða í pokann og er ekkert að henda í mann vörunum eins og í Bónus, það er hægt vegna þess að í fjarðarkaup eru fleiri starfsmenn á hvern viðskiptavin sem kemur í búðina.
Mér finnst Tölvutek í Reykjavík hreinlega vera of lítið miðað við fjölda viðskiptavina, Allt annað uppi á teningnum hérna á akureyri.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Þri 07. Maí 2013 23:48
af Talmir
Jæja, bara smá update. Ég fór niður í tölvutek og fékk að skila túpuni og fá eitthvað aðeins raunhæfara í staðin. Allt í fína núna. Þó ég standi við upphaflegu staðhæfinguna að það er fáránlegt að það sé sjálfkrafa teigt sig i dýrasta hlutinn án þess að útskýra að ódýara er til. Fyrir þá sem tala um að ég hefði átt að senda hana með miða á staðinn, ég hreinlega gerði ráð fyrir að starfsmenn gerðu ekki svona þar sem það var fáááránlegt að senda venjulega manneskju heim með 12 gramma túpu af þessu.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Mið 08. Maí 2013 00:43
af Dúlli
GuðjónR skrifaði:Dúlli skrifaði:Seinast þegar ég verslaði við ykkur sem var í desember ætlaði að kaupa 2x hluti en starfsmaður hjá ykkur var alltaf að bjóða mér hitt og þetta þótt ég var búin að segja að ég vill þess 2x hluti og ekkert annað, að ég væri með allt en hann hélt samt að reyna að troða hlutum upp í mig.
Þetta er bara góður sölumaður, ef ég væri með verslun þá myndi ég vilja hafa svona metnaðarfullan sölumann.
Þetta er mismunandi eftir fólki ég til dæmis hata þetta og svo starfsfólk gerir mig bara reiðan þar sem ég kom til að versla ákveðið var með ákveðið budget og sagði að ætti allt hitt eftir að hann var byrjaður að bjóða en hann reyndi samt að troða hluti upp á mig.
Dazy crazy skrifaði:Mér finnst þjónustan í Kísildal til fyrirmyndar, þeir gefa sér alltaf tíma til að ræða hlutina við mig sama hvað það er ómerkilegt fyrir þá.
Verð að vera ósamála á þér þar, hef lent í starfsfólki sem sem talar út úr rassgatinu og meira að segja verið að bulla í manni og svo eitt skipti lenti ég í því að það var engin til að afgreiða og einu starfsmenn sem voru það voru viðgerðarmenn á tölvum og þeir töluðu aðeins pólsku.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Mið 08. Maí 2013 22:12
af Stuffz
Klemmi skrifaði:Stuffz skrifaði:
en skila/notuðum vörum?
allavegana gat ekki skilað þessarri Creative vefmyndavél sem ég keypti á 8þús (fullt verð 10þús) hjá BT þarna 2000
sögðu að það væri tekið fram að ekki væri hægt að skila þessu, sem sagði mér eiginlega bara að þeir gætu auglýst hvaða bilaða drasl sem er sem non-refundable og maður gæti ekkert gert.
veit ekki, kannski lögin hafa breyst síðan þá, eða var þetta bara BT.
Þú hefur engan rétt til að skila vöru sem ekki er gölluð eftir afhendingu nema slíkt sé sérstaklega tekið fram í skilmálum fyrirtækis eða ef varan hefur verið seld í fjarsölu, s.s. netpöntun eða símsölu.
Hins vegar er 2 ára lögbundin ábyrgð á vörum sem nær yfir galla í vörunni. Ef þessi myndavél var gölluð að þá var rétturinn þín megin og þú hafðir rétt á viðgerð á henni eða að henni yrði skipt út fyrir sambærilega.
Það er svona það sem maður hefði haldið, en kannski voru lögin öðruvísi þarna fyrir 10 árum.
hvenær tók þessi 2 ára ábyrgð gildi, þetta var 1 ár fyrir hvað 7 árum síðan eða?
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Mið 08. Maí 2013 23:55
af Halldór
Sælir ég vill nú aðeins segja frá samtalinu sem fór þarna framm. Þar sem það var ég sem að var að aðstoða konuna.
Þegar ég kallaði upp númerið hennar kom hún og bað um tvo hluti. Hún bað fyrst um kælikrem fyrir örgjörva. Ég tjáði henni að við værum með þetta í 3 mismunanndi stærðum og náði í minnstu og mið stærðina til að sýna henni. Ég útskýrði fyrst að minnsta túpan væri nóg fyrir umþað bil 2-3 örgjörva en sú næsta fyrir ofan dugaði fyrir töluvert fleiri. Þriðja túpan sagði ég henni að væri með mjög mikklu magni og að hún væri notuð á nánast einungis á verkstæðum. Hún valdi svo miðju túpuna og sagði mér að það væri betra að hafa of mikið en of lítið. Þar næst náði ég í þær tegundir sem við vorum með af þessari stærð (Sem eru 3). Ég útskýrði þá fyrir henni muninn á milli þeirra og valdi hún þessa þar sem henni datt væntannlega í hug að þú vildir það besta. Þegar hún spurði svo um netkabalinn þá spurði hún hvaða stærðir við værum með og ég sagði henni að við erum með allt frá 30cm og gætum sér gert allt upp í eithverja 300 metra. Þá sagði ég henni að hún gæti bara valið sér hvaða stærð sem er og ég myndi græja það fyrir hana. Eftir að hún var búin að velja sér stærð og búin að ganga frá greiðslunni labbaði hún ánægð út.
Til þess að forðast svona misskilning í framtíðinni þá mæli ég með vefversluninni og það að útbúa smá lista handa henni. Mér þykir leitt að þetta hafi gerst og vona ég að þetta gerist ekki aftur. Það er líka frekar leiðinlegt að fingrinum sé alltaf bennt á starfsfólk. Við starfsmenn Tölvuteks erum ekki á neinum sölulaunum og við græðum ekkert (Starfsmenn) á því að selja dýrari vörur.
Sá ekki svarið frá sölumanninum....en ok anyway
Sent: Fim 09. Maí 2013 00:10
af semper
Held sölumaðurinn hafi ekkert pælt í hvað væri dýrt eða hvað ekki. Hans hagsmunir eru engir í þessari sölu. Bara tekið það fyrsta sem hann sá, eða það síðasta sem einhver bað hann um. Sölumaður vill ekkert gera fólk úti í bæ brjálað út af 1000 kalli til eða frá. Pretty simple og basic mál í raun.
Síðast þegar ég verslaði við Tölvutek buðu þeir mér ódýrari og jafngóða lausn í vali á utanáliggjandi HD, óumbeðnir. Ég er alveg hress með þá og fer þangað fram yfir aðra (og Örtækni fyrir kapla - ekki gleyma að styrkja innlendan iðnað sem veitir öryrkjum vinnu).
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Fim 09. Maí 2013 00:15
af Gunnar
loksins kom hin hliðin á sögunni.
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Fim 09. Maí 2013 01:55
af quad
það þarf vart að bæta við klemmasvarið sem er "spot on" punktur og pasta ;o)
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Lau 26. Okt 2013 18:46
af Dúlli
Þessi umræða er ekki að koma hingað í fyrsta sinn hér er þráður frá jólum á seinasta ári.
Þessi þráður er meira að segja skemtilegra uppsettur hehehe
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=9&t=52330" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Smá Rip-off hjá Tölvutek
Sent: Lau 26. Okt 2013 20:31
af Xovius
Dúlli skrifaði:Þessi umræða er ekki að koma hingað í fyrsta sinn hér er þráður frá jólum á seinasta ári.
Þessi þráður er meira að segja skemtilegra uppsettur hehehe
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=9&t=52330" onclick="window.open(this.href);return false;
Og þetta er þráður frá því í Maí...