Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að gera?


Höfundur
Varasalvi
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað getur valdið CPU til að vinna hægar en hann á að ge

Póstur af Varasalvi »

Ég held að ég hafi lagað þetta.
Þið munið örugglega hlæja að þessu, þetta var registry rugl ](*,)

Ég var að googla þetta og sá guide um hvernig maður eyðir forrit/driver 100% úr tölvunni. Ég gerði þetta með nokkur forrit of drivers sem ég hélt að ég hefði engin not fyrir og eftir það allt sá ég rosalegt stökk í performance. Ég veit ekki hvaða forrit eða driver það var sem var að hægja svona mikið á, ég tók þetta allt í einu og gáði svo hvort það væri munur.

Þetta vandamál virðist vera leyst og ég þakka ykkur öllum fyrir frábæra hjálp!


P.s, ég prófaði coretemp og allt virtist vera í lagi þar, einnig runnaði ég memtest og þó að ég hafi skilið lítið í því þá virtist allt vera í lagi þar líka.
Svara