Aðstoð við val á milli 3 fartölva

Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við val á milli 3 fartölva

Póstur af FuriousJoe »

chaplin skrifaði:
FuriousJoe skrifaði: Bið þig um að lesa rólega yfir það sem ég skrifaði :)
Ég er svo óþæginlega allt of mikið sammála Klemma í þessu dæmi!

Þú græðir aldrei á því að kaupa þér þessa tryggingu, þú gætir hinsvegar sparað þér nokkurn aurinn ef slys gerist og ef heimilistryggingin coverar tjónið ekki.

Svo hef ég sjálfur smá efasemdir um trygginguna.

Ef ég kaupi vélina og trygginguna, hendi svo tölvunni í gólfið, fæ ég hana bætt? (fáranlegt dæmi, langar bara að vita það).

Og ef 1 x í viku með brotinn skjá, fæ ég hann alltaf bættan? (aftur fáranlegt dæmi, er bara að reyna að skilja hvað nákvæmlega tryggingin coverar).

Tæknilega ekki séð beint-offtopic þar sem við erum að reyna að komast að mikilvægum upplýsingum hjá einum af tölvunum sem OP langar að versla.
Ég lít á það persónulega sem þvílíkan kost að hafa fartölvutryggingu. Mér líður mun betur vitandi það að tölvan er tryggð, og að geta farið um með tölvuna án þess að vera í stanslausum ótta um að hún tjónist. Sérstaklega þegar maður er nýbúinn að eyða svona hárri upphæð. - Fyrir 10.000kr kalla ég það gróða. - Lesið þetta, þessi gróði sem ég er að tala um er einfaldlega öryggið sem þessi trygging færir ykkur, og -EF- eitthvað kemur fyrir hvort er skemmtilegra að hugsa; "Ég hefði átt að kaupa fartölvutryggingu" eða "Mikið er ég feginn að ég tók trygginguna."

Svo er þetta ekki spurning um "ef heimilistryggingin coverar tjónið ekki" - Þú þarft samt að borga 25-40.000 í sjálfsábyrgð. Þarft ekki að borga krónu með fartölvutryggingunni, þar ertu líka að græða.

Ef þú tjónar tölvuna, eða tölvan verður fyrir tjóni yfir höfuð þá nær tryggingin yfir það. - Eins og ég er búinn að segja ítrekað.
Ég stórefa að þú getir farið 1x í viku og fengið tölvuna bætta, þarf einfaldlega að kanna það sjálfur. - Ef þú ert að fara að kaupa þér tölvu uppá 180.000kr - og bætir við tryggingu (total 190.000) þá ertu gulltryggður með 2 ára ábyrgð (stækkanlega í 3 ár) og tryggingu sem gildir í 2 ár. Sama hvað kemur fyrir, þarftu ekki að borga tíkall.

Persónulega finnst mér þetta "must" fyrir nýjar tölvur, kúninn er að græða rosalegt öryggi. - Eins virkar þessi trygging á spjaldtölvur, og ég hef nú séð þónokkur dæmi þar sem börn komast í spjaldtölvuna og missa hana með þeim afleiðingum að sjárinn brotnar o.s.f - En það er bara mitt álit, mér finnst svona trygging fyrir 10.000kr óháð verði búnaðar, vera frábær díll.


Dæmi hver fyrir sig, ætlaði bara að koma með vinalega ábendingu - Ef ykkur vantar frekari upplýsingar þá bendi ég ykkur á að hafa samband við Tölvutek og sá sem svarar ykkur mun glaður svara því sem þið viljið vita :)

Mbk FuriousJoe
Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við val á milli 3 fartölva

Póstur af dreki »

Sælir

Ákvað að fá mér Lenovo og læra að lifa í sátt og samlyndi með batteríinu :)

Þakka öllum sem lögðu orð í belg...
Svara