Síða 2 af 2

Re: Kinverskar spjadtölvur?

Sent: Sun 16. Des 2012 00:20
af Bjosep
Stuffz skrifaði:
Bjosep skrifaði:Langar ekki einhvern hérna að deila svona eins og einum tengli að einhverju sem hefur verið að gera góða hluti að hans mati á lágu verði?

KVEÐJA ! :guy :baby
ætli það fari ekki eftir því hvað þú meinar með "góða hluti", þetta eru náttúrulega ódýrari og takmarkaðari tæki en t.d. Ipad4 eða TF700.
gjörðu svo vel

Re: Kinverskar spjadtölvur?

Sent: Mið 19. Des 2012 22:57
af kepler
Keypti eina kínverska á blandinu, lenco-9701 á 15. þús. A10 Boxchip, nánar: http://www.tl.is/product/lenco-tab-9701 ... pjaldtolva

Já, fyrirtækið er ekki kínverskt en held að það eina sem þeir gera er að fylgjast með að varan standist gæðakröfur sem þeir setja kínversku framleiðendum, þjóna notendum og flytja hana út. Er með ICS, frekar þung í vefrápinu á köflum - stundum virðist hún frjósa, en tel hana bara ekki öflugri en svo þetta er eðlilegt. En næ að spila myndbönd afar vel-t.d. youtube. Visir.is síða hins vegar lengi að opnast að fullu. Síðan spilar hún myndefni, bíómyndir, tónlist o.fl. afar vel gegnum þráðlausa netið af heimilisvél, t.d. með 'ES Explorer+MX player' og hægt að lesa bækur í lit eða skoða tölvupóst. Stundum hökta sum myndböndin-en það er út af sniði sem þau eru en ekki hægagangi á neti. Hef notað ffmpeg og breytti t.d. einu myndbandi úr .avi yfir í .mp4 og þá var loks hægt að spila það á góðum hraða og spóla fram og tilbaka.

Var virkilega að spá í Kindle, en þar sem verðið var lægra á þessari græju-og umreiknaður líftími Kindle rafhlöðu ca. 15 tímar (hálftími á dag í 4 vikur) - á móti þessari sem er fjölhæfari og í lit með kannski 4-5 tíma endingu taldi ég þetta betri, skemmtilegari kost. Fínt fyrir áhugamann og sýna fyrstu spjaldtölvu, það er 'reset' takki á vélinni ef hún skildi frjósa- en í sannleika sagt aldrei þurft að nota hann hingað til ennþá.

Eitt og annað samt sem maður rekur sig á, t.d. ef það tekur langan tíma að gera eitthvað-t.d.. opna 'þunga' vefsíðu-þá fer 'slökkva á skjá rútínan í gang' og þá getur þurft að ýta oft á on/off takkann í stuttan tíma til að fá nokkuð á skjáinn. Það er eins og hún muni ekki hvernig staðan er á honum skjánum, eða lengi að hugsa sig um - og allt annað heldur áfram þó slökkt er á skjánum t.d. tónlist heldur áfram að spila en engin lýsing fyrr en kannski eftir 4-5 slætti á takka.

Og síðan með neytendaábyrgð, er með nóturnar, en eitt sem ég finn HVERGI. Það eru skilst mér lögbundin ábyrgð á raftækjum - 2 ár (sjá hér gr. 7 http://www.tn.is/pages/64). Nú auglýsa einhverjir 12 mánaða ábyrgð á rafhlöðu sumra spjaldtölvna (t.d. tl.is). Ég geri mér hreint ekki grein fyrir því hvernig ábyrgð þetta á að vera eða hvort brýtur í bága við regluna-held að seljendur ættu að skilgreina þetta nánar fyrir neytendum. T.d. ef rafhlaða heldur hleðslu í 1 mínútu- 5 mínútur...einhver ábyrgð?..eða bara ef tækið springur vegna rafhlöðunnar?

Annað sem vantar kannski, en miða við verð ekki sanngjarnt að gera miklar kröfur..*enginn titringur, ekkert GPS, engin screenshot 'fídus' (vol+power takki)....

Neytendablaðið fjallar um spjaldtölvur í Nóvember hefti. Ég varð ögn fyrir vonbrigðum með þeirra umfjöllum - aðallega snýst þar allt um dýrari spjaldtölvur. Þarna stendur: "Margar ódýrari spjaldtölvur (undir 50. þús)...minna þekktum framleiðendum eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu [reyndar er framboð á tölvuvörum út um alla landsbyggð endurspeglun þar á \:D/ ]..Point of View...Skv. niðurstöðum ICRT fengu þær slakar einkunnir og oftast var einhverju ábótavant..." Neytendablaðið, Nóv-2012.

Því miður er það þannig að sumir neytendur hafa ekki efni á dýrari spjaldtölvur, og alveg viðbúið það er hægt að finna eitthvað að þeim ódýrari. Verðlagið er einfaldlega þannig finnst mér. :sleezyjoe

Re: Kinverskar spjadtölvur?

Sent: Þri 01. Jan 2013 05:34
af arileo
Keypti eina united spjaldtölvu í Tölvulistanum um Jólin, hún virkar bara fínt á öllum sviðum..

Re: Kinverskar spjadtölvur?

Sent: Þri 01. Jan 2013 14:13
af audiophile
Mér finnst þetta allt drasl og skil ekki af hverju fólk borgar ekki bara aðeins meira fyrir gæðatæki eins og Nexus 7 eða Galaxy Tab2 7.