Síða 2 af 4
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 13:45
af Garri
@Guðjón
Jú, jú.. en 10% af 200k er í raun hlutfallslega meir en 10% af 1.000 þegar alls er gætt.
Hvernig þá?
Jú, stór hluti lægstu launa fara í lífsnauðsynlega framfærslu. Þannig ef þú hefur 200k og borgar leigu og aðra framfærslu engan skatt, þá áttu kannski nettó eftir um 40-50k
Ef við reiknum flatan skatt á brúttólaun sem gerir 20k (10% af 200k) þá er 20k af 40k um 50% af ráðstöfunartekjum.
Samsvarandi 1.000k einstaklingur væri þá með allt annað hlutfall af sínum ráðstöfunartekjum, eða á að sirka miðað við sama lífsstandard, 100k af 850k eða um 12% af ráðstöfunartekjum.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 13:46
af tlord
Byrjum á að losa okkur við skaðlega og hrópandi ósanngjarna skatta!
Stimpilgjald á lán til að fjármagna íbúðarhúsnðæði er þar fremst í flokki.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 13:48
af littli-Jake
biturk skrifaði:dori skrifaði:biturk skrifaði:þetta er fáránlegt að þurfa að borga ríflega helminginn af því sem maður vinnur sér inn í ofurskatta og rugl, ekki eins og maður sé í þægilegri skrifstofu vinnu með ofurlaun

Væri eðlilegt að þurfa að borga 50% af laununum sínum í skatt ef þú vinnur á skrifstofu en ekki ef þú vinnur t.d. á gólfinu í álveri eða á sjó?
Það meikar engan sense.
jú reindar, erfiðisstörf ættu að vera betur launaðri og menn ættu að borga minni skatt, einfaldlega útaf því að líkurnar á að þú verðir ekki búinn líkamlega þegar þú ert kominn á ellilífeyri eru litlar og yfirleitt ertu í mikilli hættu við vinnu, þess vegna er til dæmis sjómanna afslátturinn
þannig ætti að vera með aðrar vinnur sem þú ert í hættu og ert í miklu líkamlegu áreiti allan daginn
þar fyrir utan ef þú vinnur á skrifstofu eða svipað ertu í flestum tilfellum með eðlilegann vinnutíma og kemur heim til þín eftir vinnu og vinnur jafnvel bara 5 daga vikunnar, á háum launum og í eins öruggu vinnu umhverfi og hægt er, þú allaveganna getur gert ráð fyrir því að lifa vinnudaginn af án alvarlegra slysa og munt að öllum líkindum vera þokkalega vel á þig kominn þegar að ellilífeyri kemur
já mér fynnst að þeir sem búa við þetta megi alveg borga meira í skatt en sjómenn og aðrir farandverkamenn
en annars, þá vil ég kannski ekki beint flatann skatt, ég vil frekar að það sé skattlagt eftir hvaða vinnu þú ert að vinna og metið til aðstæðna hverju sinni
Ég er alveg sammála því að það er óþolandi að menn sem virkilega þurfa að VINNA vinnuna sína séu að borga um helming af tekjunum sínum í skatt. Auðvitað á erviðisvinna að vera betur borguð en að sitja inni á hlírri skrifstofu í þægilegum stól. Nú kemur einhver og segir að umræddir skrifstofu menn þurfi að axla gífurlega ábirð en ég get ekki betur séð en að í flestum tilfellum geti þeir einfaldlega snúð sig út úr því.
En að ætla að skatlega menn eftir því hvernig vinnu þeir vinna verður allt of flókið og umdeilt kerfi.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 13:55
af GuðjónR
Garri skrifaði:@Guðjón
Jú, jú.. en 10% af 200k er í raun hlutfallslega meir en 10% af 1.000 þegar alls er gætt.
Hvernig þá?
Jú, stór hluti lægstu launa fara í lífsnauðsynlega framfærslu. Þannig ef þú hefur 200k og borgar leigu og aðra framfærslu engan skatt, þá áttu kannski nettó eftir um 40-50k
Ef við reiknum flatan skatt á brúttólaun sem gerir 20k (10% af 200k) þá er 20k af 40k um 50% af ráðstöfunartekjum.
Samsvarandi 1.000k einstaklingur væri þá með allt annað hlutfall af sínum ráðstöfunartekjum, eða á að sirka miðað við sama lífsstandard, 100k af 850k eða um 12% af ráðstöfunartekjum.
10% er er alltaf 10% og því hlufallslega það sama, ég skil samt hvað þú ert að tala um.
Málið er að vandamálið sem þú ert að tala um tengist ekki sköttum, það tengist lélegum gjaldmiðli og kaupmætti sem hefur hrunið undanfarin ár.
Fólk sem var með 150-200 í laun fyrir hrun þyrfti eflaust að vera með 500k+ í dag til að geta gert sömu hluti og það gerði.
Ein besta kjarabót sem við getum fengið er stöðugur gjaldmiðill og afnám verðtryggingar og lægstu laun þyrftu að hækka verulega án þess að það hefði áhrif á verðtryggingu skulda, þegar ég segi verulega þá er ég að tala um 100% að lágmarki.
Verðtrygging er flókin afleiða og á einungis að vera í boði fyrir fyrirtæki.
Það er svolítið súrealískt að það sé hægstæðara að vera með húsnæði á yfirdrætti en verðstryggðu húsnæðiðsláni.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 14:09
af Garri
@Guðjón
Ekki alveg rétt. Lágmarks framfærsla er alltaf einhver. Svona eins og fastur rekstrarkostnaður er hjá fyrirtæki sem og breytirlegur kostnaður vegna vörukaupa.
Skattur á fyrirtæki er einmitt reiknaður af framlegð, ekki heildarveltu eins og þið viljið gera með launin.
Þannig ef þú ert með tölvufyrirtæki sem flytur inn helling af tölvum og selur, hefur mikla veltu, þá mundi flatur skattur éta upp alla framlegðina hjá þér hraðar en ef ég væri með fyrirtæki með minni veltu en miklu meiri framlegð þar sem ég sel bara vinnuna mína, osfv.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 14:16
af GuðjónR
@Garri ... ég veit ekki alveg hvert þú ert að fara með þetta...auðvitað eru allir með fastan kostnað varðandi framfærslu en það kemur skattinum ekkert við, ekki nema þú viljir gera framfærslu frádráttabæra?
Maður með 200k er með sinn kostnað, líka sá sem er með 1000k...hlutfalla talan getur vel verið sú sama ef 1000k gaurinn er í dýru húsnæði og ekur um á dýrum bílum...
Fyrirtæki borga síðan tekjuskatt af hagnaði ef einhver er...það vissi ég vel

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 14:21
af Garri
Ég mundi segja að þetta atriði sem ég er að reyna að benda sé nú einmitt kjarninn í umræðunni um flatan skatt versus breytilegan skatt eins og þann sem við höfum í dag.
Persónufrádráttur er einmitt konsept sem horfir á þennan fasta rekstrarkostnað (framfærslu) hjá launþega. Þegar launþegi hefur lágar tekjur, þá borgar hann engan skatt. Því hærri tekjur, því hærri skatt og bara vegna persónufrádráttarins.
Og svo er ég viss um að það séu ekki allir að skilja hvað fellst í þessu hugtaki, flatur skattur. Í mínum huga er þetta bæði neyslu, tekju og fyrirtækjaskattur. Sem sagt, allir sitja við sama borð. Og alltaf er reiknað af brúttó-upphæð.
Auðvitað eru svo til óteljandi tilbrigði af þessu og kannski vert að taka fram hvað menn eiga við þegar þeir eru að lýsa "sínum" hugmyndum.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 14:23
af AciD_RaiN
Værirðu til í að breyta titlinum úr "flatum" í "flötum" ?? Flatum minnir mig á einhverja plánetu úr John Carter

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 14:31
af GuðjónR
AciD_RaiN skrifaði:Værirðu til í að breyta titlinum úr "flatum" í "flötum" ?? Flatum minnir mig á einhverja plánetu úr John Carter

Done...
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 14:40
af Garri
lukkuláki skrifaði:Garri skrifaði:Pointið er kannski að sektir séu nú einmitt eitt form af flötum skatti. Óréttlætið er svo sannanlega til staðar í slíku kerfi og verður ekkert minna þótt "svona sé þetta í dag"
Það er ekkert óréttlæti í sektum ? Sektir eru oftast tilkomnar vegna afbrota/lögbrota. Ef þú brýtur ekkert af þér þá þarftu ekki að borga sekt.
Kostar herraklipping ekki það sama hvort sem það er verið að klippa minn haus eða þinn á sömu hárgreiðslustofunni ? (Dæmi um flatan skatt ? Nei)
Flatur skattur = Föst prósentutala. Að sumu leiti lýst mér vel á þá hugmynd en að öðru leiti ekki.
Skilst að eitthvað land í heiminum sé með "flatan skatt" hafið þið kynnt ykkur hvar og hvernig það er ?
Samlíkingin snýst ekki um hvort sektir séu óréttlátar eður ei. Samlíkingin snýst um að vægi sektarinnar sé sitthvað þegar um peninga er að ræða og er ekki hlutfall af eign viðkomandi. Til frekari útskýringar þá mundi sama refsingarvægi birtast í setu í fangelsi. Tímalengd frelsisskerðingarinnar er nákvæmlega sú sama hjá báðum.
Sama konsept brýst fram þegar þú ræðir um flatan skatt. Einstaklingur með lágar tekjur hefur hlutfallslega lægri framfærslutekjur en aðili með hærri tekjur (miðað við samsvarandi lífsstandard)
Þessi mismunur skekkir áhrif flats skatts. Það er, launþegi með lágar framfærslutekjur er að borga miklu hærra hlutfall af sinni framfærslu til skatts en tekjuhár, þótt sömu aðilar borgi sama hlutfall af brúttótekjum sem er nákvæmlega sama birtingarmynd og í sektargreiðslunum.
Önnur samlíking væri fyrirtækjaskattur eins og ég hef útskýrt hér að framan.
Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 16:09
af jericho
Ætlar OP ekkert að svara aftur?
Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 16:56
af hakkarin
jericho skrifaði:Ætlar OP ekkert að svara aftur?
Er ekkert á spjallborðinu allan sólahringin sko
Annars þá get ég ekki tekið undir það sem sumir hérna segja um að það eigi að vera hærri sektir á þá sem eru ríkir. Ef að þú heldur áfram að brjóta umferðarlögin þá missiru væntanlega leyfið eins og aðrir, hvort sem að þú ert ríkur eða ekki.
Finnst það vera algjör heimska að fólk sé að borga tugir milljóna í ökusekt.
Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 17:06
af Garri
Finnst þér þá það ekki óréttlátt að þeir sem hafa háar tekjur séu látnir sitja jafn lengi í fangelsi og þeir sem hafa lágar tekjur?
Athugaðu nú mjög vel að þeir sem hafa háar tekjur eru að verða af meiri fjárhæðum fyrir hvern dag sem þeir eru frá vinnu.
Þannig ef í stað sektar yrði 15 daga fangelsisvist notuð, þá mundi Kalli Kalls sem var með 2.000k á mánuði verða af 1.000 í tekjum, en Jói Jóns yrði aðeins af 100k
Þannig mundi fangelsisvist kosta Kalla miljón kall en Jóa 100k kall.
Hinsvegar ef þeir fengu að greiða sektina flatt, þá yrði upphæðin sú sama.
Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 17:45
af tdog
Ég væri til í að greiða 50% skatt af mínum tekjum, ef að öll grunnþjónusta á vegum ríkisins væri ókeypis, hér væri mannbjóðandi heilbrigðiskerfi, elliþjónusta og löggæsla. Það mætti líka afnema virðisaukaskattinn – því hann er ekkert nema bull.
Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 18:10
af Stuffz
hakkarin skrifaði:Hver er skoðun ykkar á flötum skatti? Mér persónulega líst vel á þessa hugmynd. Fyrir utan að einfalda hlutina þá mér finnst mér líka vera lang mesta jafnréttið í þessu, allir borga alltaf það sama. Þá geta engir nema kanski vælandi jafnaðarmenn grenjað yfir því að sumir séu að borga hærri eða lærri skatta heldur en aðrir.
Skoðun?
þú meinar sama og var fyrir hrun eða?
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 18:23
af urban
JoiMar skrifaði:Það sem Biturk er að tala um finnst mér áhugavert, og ég hef oft pælt í þessu.
Þeas hvort það sé sanngjarnt að lenda í hátekjuþrepi vegna tímafjölda en ekki launa, þeas laun eru ekki það sama og tekjur.
Fólk með háar tekjur getur haft lágt tímakaup og þarafleiðandi lág/meðal mánaðarlaun (m.v. 160 tíma).
Væri hægt að útfæra skattkerfi þannig að raunveruleg laun (mánaðarlaun m.v. 160 tíma) væru akvarðandi "factor" fyrir skattþrep en ekki tekjur á mánuðfirvii?
Áhugaverð umræða.
Menn koma til með að svindla alveg óhemju á svona löguðu.
ráða sig í vinnu á lágmarkslaunum (miðað við 173 tímana (sem að er 40 tíma vinnuvika, en ekki 160 tímar)
en eru síðan með gríðalega hátt yfirvinnukaup
og fá síðan bara borgaða fasta yfirvinnu
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 18:29
af Stuffz
urban skrifaði:JoiMar skrifaði:Það sem Biturk er að tala um finnst mér áhugavert, og ég hef oft pælt í þessu.
Þeas hvort það sé sanngjarnt að lenda í hátekjuþrepi vegna tímafjölda en ekki launa, þeas laun eru ekki það sama og tekjur.
Fólk með háar tekjur getur haft lágt tímakaup og þarafleiðandi lág/meðal mánaðarlaun (m.v. 160 tíma).
Væri hægt að útfæra skattkerfi þannig að raunveruleg laun (mánaðarlaun m.v. 160 tíma) væru akvarðandi "factor" fyrir skattþrep en ekki tekjur á mánuðfirvii?
Áhugaverð umræða.
Menn koma til með að svindla alveg óhemju á svona löguðu.
ráða sig í vinnu á lágmarkslaunum (miðað við 173 tímana (sem að er 40 tíma vinnuvika, en ekki 160 tímar)
en eru síðan með gríðalega hátt yfirvinnukaup
og fá síðan bara borgaða fasta yfirvinnu
akkúrat
samt góð tilraun

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 18:38
af Haxdal
biturk skrifaði: jú reindar, erfiðisstörf ættu að vera betur launaðri og menn ættu að borga minni skatt, einfaldlega útaf því að líkurnar á að þú verðir ekki búinn líkamlega þegar þú ert kominn á ellilífeyri eru litlar og yfirleitt ertu í mikilli hættu við vinnu, þess vegna er til dæmis sjómanna afslátturinn
Ég bara verð að commenta á þetta,
Sjómannaafsláttur er alls ekki útaf því að Sjómennska er eitthvað erfið eða hættuleg.. Sjómannaafslátturinn er af því að Sjómenn eru að stunda sína vinnu fjarri landi, þannig að þeir eru ekki að nota að staðaldri þá "þjónustur" sem þeir eru að borga fyrir með sínum sköttum, t.d. vegakerfið, af því að þeir eru ekki á staðnum til að njóta góðs af því. Maður sem er ekki á landinu segjum 30-40% af ári á ekki að þurfa að borga jafn mikið fyrir sameiginlega þjónustu (skatta) og maður sem er 100% á landinu.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 20:34
af Stuffz
Haxdal skrifaði:biturk skrifaði: jú reindar, erfiðisstörf ættu að vera betur launaðri og menn ættu að borga minni skatt, einfaldlega útaf því að líkurnar á að þú verðir ekki búinn líkamlega þegar þú ert kominn á ellilífeyri eru litlar og yfirleitt ertu í mikilli hættu við vinnu, þess vegna er til dæmis sjómanna afslátturinn
Ég bara verð að commenta á þetta,
Sjómannaafsláttur er alls ekki útaf því að Sjómennska er eitthvað erfið eða hættuleg.. Sjómannaafslátturinn er af því að Sjómenn eru að stunda sína vinnu fjarri landi, þannig að þeir eru ekki að nota að staðaldri þá "þjónustur" sem þeir eru að borga fyrir með sínum sköttum, t.d. vegakerfið, af því að þeir eru ekki á staðnum til að njóta góðs af því. Maður sem er ekki á landinu segjum 30-40% af ári á ekki að þurfa að borga jafn mikið fyrir sameiginlega þjónustu (skatta) og maður sem er 100% á landinu.
hmm
áhugaverð útlistun ekki heyrt hana áður
maður heyrði nefnilega alltaf hér áður að þetta væri akkúrat vegna þess að vinnan væri meira "erfið eða hættuleg" en önnur, og þar sem maður hafði ekki verið á sjó sjálfur og gat ekki sagt um það að eiginni raun þá bara keypti maður þá útskýringu einsog svo margt annað lol, já gott að vera ekki ungur og vitlaus lengur.. tja mætti alltaf vera yngri en

allavegana "you get the picture". og nú á maður að heita reyndari og miklu gagnrýnni í hugsun og þá veltir maður fyrir sér atriðum einsog t.d.
Eru ekki fleiri hópar sem eru ekki að nota þjónust hins opinbera og eru ekki að fá afslátt?
Hvernig er með aðgengi að netinu hjá flotanum í dag?
Er hellingur af "þjónustu" sem maður getur fengið í gegnum netið núna, jafnvel frá frá hinu opinbera og sveitarfélögum
Náttúrulega væri rúsínan í pylsuendanum við svoleiðis þjónustu að fá eitthverntímann í framtíðinni að kjósa á netinu líka, það væri sko uber þjónusta ef hægt væri að gera það nógu safe

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fim 25. Okt 2012 22:44
af urban
Stuffz skrifaði:
Er hellingur af "þjónustu" sem maður getur fengið í gegnum netið núna, jafnvel frá frá hinu opinbera og sveitarfélögum
Náttúrulega væri rúsínan í pylsuendanum við svoleiðis þjónustu að fá eitthverntímann í framtíðinni að kjósa á netinu líka, það væri sko uber þjónusta ef hægt væri að gera það nógu safe

þú notar ekki heilbrigðistþjónustu landsins á netinu
bara svona eitt lítið dæmi.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fös 26. Okt 2012 00:19
af Daz
GuðjónR skrifaði:
Ein besta kjarabót sem við getum fengið er stöðugur gjaldmiðill og afnám verðtryggingar
...
Það er svolítið súrealískt að það sé hægstæðara að vera með húsnæði á yfirdrætti en verðstryggðu húsnæðiðsláni.
Tvennt hérna, þetta með "stöðugur gjaldmiðill og afnám verðtryggingarinnar". Það er sami hluturinn. Eða að mörgu leiti sami hluturinn. Ef gjaldmiðillinn væri stöðugur, þá væri mun mun minnni verðbólga og þar af leiðandi hefði verðtryggingin ekki svona mikil áhrif.
Hitt, þú hefur góð kjör á þínum yfirdrætti, mér bjóðast 12,55% vextir, sem er þó nokkuð meira en 3,5-4% vextirnir sem ég borga af íbúðalánunum, sem að viðbættri 4-6% verðbólgunni sem hefur verið undanfarið skilar sér í mun lægri "vexti" en 12,55%. Ég vil frekar fá að fresta einhverju af heildarvaxtagreiðslunni þangað til síðar með verðtryggingu, en að borga auka 2 milljónir á ári í vexti. Ég er ekki að segja að ég styðji verðtrygginguna, ég er bara að segja nákvæmlega það sem ég sagði.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fös 26. Okt 2012 09:32
af GuðjónR
Daz skrifaði:...fullt.
Það er ekki rétt hjá þér að stöðugur gjaldmiðill og afnám krónunar séu sami hluturinn. Krónan er t.d. búin að falla um 9% síðan í ágúst en verðbólgan er búin að hanga í tæpum 6% allt árið, líka meðan krónan var að styrkjast fyrripart árs.
Við getum fest gengi krónunar hvenær sem er í stað þess að láta hana fljóta og varið hana þannig gegn sveiflum sem myndast við útstreymi gjaldeyris.
Verðbólgan er hins vegar flóknari, því ef það verður uppskerubrestur á hrísgrjónum í Thailandi eða stríð í Íran þá hækka grjón/bensín í verði og þar með verðtryggingin og lánin okkar alveg óháð því hvaða gjaldmiðill væri í notkun.
Gallinn við kerfið okkar er sá að tekjur okkar (óverðtryggð króna) og útgjöld (verðtryggð króna) er ekki sami gjaldmiðillinn. Það er staðreynd sem þarf ekkert að rökræða.
Varðandi yfirdráttinn þá bjóðast mér 11.1% vextir.
Húsnæðislánin mín eru tvö, annað þeirra ber 4.8% vexti og hitt 6.15%
Þar sem af er ári er verðbólgan búinn að slefa í 6% og er það minnsta ársverðbólga í rúm fjögur ár, eða frá upphafi hruns (við förum vonandi að ná botninum bráðum).
Ég ætla að sýna þér einfalt og satt dæmi.
Ég keypti 40m. hús í ágúst 2007, ég átti 18m. inná reikning og tók 22m. að láni. Fasteignamat var sama og kaupverð. Ég átti 45% og bankinn 55% í húsinu.
Núna rúmum fimm árum síðar er ég búinn að borga rúmar 8 milljónir af þessum 22 milljónum en þær hafa á sama tíma hækkað í 32m. Hver er þá staðan í dag?
Fasteignamatið hefur lækkað í 34.950.000 sem þýðir að bankinn á 91,7% og ég á 8.3% þrátt fyrir að hafa borgað til baka 36% af upphaflegri lánsfjárhæð.
Ef við horfum bara á þetta ár sem er að líða og miðum við uppgefna verðbólgu 5.9% og bætum síðan lánsprósentunum við þá eru lánin:
4.8 + 5.9% = 10.7
6.15 + 5.9 = 12.05%
Meðan yfirdráttavextir eru 11.1%
Ef við horfðum á 45% hækkun höfuðsstóls síðustu fimm árin þá er það 45/5 = 9% hækkun á ári:
9% + 6.15% = 15.15%
9% + 4.8% = 13.8%
Á ári öll fimm árin!!!
Og þá er ekki tekið tillit til afborganna höfðusstóls sem er hluti af þessum átta milljónum sem ég er búinn að borga síðustu fimm ár.
Þetta er ekkert annað en rán um hábjartan dag.
Afsakið offtopikið...en ég bara varð að svara Daz.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fös 26. Okt 2012 09:46
af Tbot
GuðjónR skrifaði:Daz skrifaði:...fullt.
Það er ekki rétt hjá þér að stöðugur gjaldmiðill og afnám krónunar séu sami hluturinn. Krónan er t.d. búin að falla um 9% síðan í ágúst en verðbólgan er búin að hanga í tæpum 6% allt árið, líka meðan krónan var að styrkjast fyrripart árs.
Við getum fest gengi krónunar hvenær sem er í stað þess að láta hana fljóta og varið hana þannig gegn sveiflum sem myndast við útstreymi gjaldeyris.
Verðbólgan er hins vegar flóknari, því ef það verður uppskerubrestur á hrísgrjónum í Thailandi eða stríð í Íran þá hækka grjón/bensín í verði og þar með verðtryggingin og lánin okkar alveg óháð því hvaða gjaldmiðill væri í notkun.
Gallinn við kerfið okkar er sá að tekjur okkar (óverðtryggð króna) og útgjöld (verðtryggð króna) er ekki sami gjaldmiðillinn. Það er staðreynd sem þarf ekkert að rökræða.
Varðandi yfirdráttinn þá bjóðast mér 11.1% vextir.
Húsnæðislánin mín eru tvö, annað þeirra ber 4.8% vexti og hitt 6.15%
Þar sem af er ári er verðbólgan búinn að slefa í 6% og er það minnsta ársverðbólga í rúm fjögur ár, eða frá upphafi hruns (við förum vonandi að ná botninum bráðum).
Ég ætla að sýna þér einfalt og satt dæmi.
Ég keypti 40m. hús í ágúst 2007, ég átti 18m. inná reikning og tók 22m. að láni. Fasteignamat var sama og kaupverð. Ég átti 45% og bankinn 55% í húsinu.
Núna rúmum fimm árum síðar er ég búinn að borga rúmar 8 milljónir af þessum 22 milljónum en þær hafa á sama tíma hækkað í 32m. Hver er þá staðan í dag?
Fasteignamatið hefur lækkað í 34.950.000 sem þýðir að bankinn á 91,7% og ég á 8.3% þrátt fyrir að hafa borgað til baka 36% af upphaflegri lánsfjárhæð.
Ef við horfum bara á þetta ár sem er að líða og miðum við uppgefna verðbólgu 5.9% og bætum síðan lánsprósentunum við þá eru lánin:
4.8 + 5.9% = 10.7
6.15 + 5.9 = 12.05%
Meðan yfirdráttavextir eru 11.1%
Ef við horfðum á 45% hækkun höfuðsstóls síðustu fimm árin þá er það 45/5 = 9% hækkun á ári:
9% + 6.15% = 15.15%
9% + 4.8% = 13.8%
Á ári öll fimm árin!!!
Og þá er ekki tekið tillit til afborganna höfðusstóls sem er hluti af þessum átta milljónum sem ég er búinn að borga síðustu fimm ár.
Þetta er ekkert annað en rán um hábjartan dag.
Afsakið offtopikið...en ég bara varð að svara Daz.
Mér er spurn: Var lánið tekið í erlendri mynt.
Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?
Sent: Fös 26. Okt 2012 09:49
af GuðjónR
Tbot skrifaði:Mér er spurn: Var lánið tekið í erlendri mynt.
Ónei, 100% verðryggð Íslensk okurlán.
18m hjá Íbúðarlánasjóði (4.8%) og 4m hjá Byr (6.15%) síðan eignaðist Íbúðarlánasjóður Byr lánið.
Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?
Sent: Fös 26. Okt 2012 10:00
af Moldvarpan
Þetta er klárlega það sem er að gerast Guðjón, ég þekki dæmi, þar sem maður átti allt að 70% í húsunum sínu fyrir hrun, en í dag er hann búinn að gefast upp og orðin gjaldþrota.
Það má þess geta að hann var laggður inn á spítala með áfallastreitu og tók þetta rosalega á fyrir hann.
Allt sem hann laggði í húsið er gufað upp.
Það VERÐUR að fara drullast til að laga þetta bil milli óverðtryggðrar launa og verðtryggða lána. Þú munt gott sem aldrei eignast húsið þitt ef þú ert með verðtryggt lán á því, svo einfalt er það. (undanteknin möguleg ef lánsupphæð er mjög lítil og greidd til baka á mjög stuttum tíma)
Ég væri til í að greiða 50% skatt af mínum tekjum, ef að öll grunnþjónusta á vegum ríkisins væri ókeypis, hér væri mannbjóðandi heilbrigðiskerfi, elliþjónusta og löggæsla. Það mætti líka afnema virðisaukaskattinn – því hann er ekkert nema bull.
Ég er þér nokk sammála, mér finnst prósentan ekki skipta öllu.