Áreiðanleiki SSD diska


kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki SSD diska

Póstur af kjartanbj »

C2H5OH skrifaði:Ég þakka fyrir frábær svör, ég fór og splæsti í einn cronos disk og ætla líka að skoða þetta cloud system :)
Gangi þér vel með þennan chronos disk.. Borðtölvan mín er núna ónothæf vegna þess að Cronos 120gb SSD diskur nr 2 er hruninn hjá mér.. með tilheyrandi gagnatapi í annað skiptið... ekki séns að ég taki annan svona hjá þeim í tölvuvirkni í ábyrðg.. þarf að rífa hann úr og fara með hann til þeirra.. meira draslið

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki SSD diska

Póstur af Garri »

Á þrjá Corsair diska, einn 115, einn 120 og einn 240

115 var leiðinlegur til að byrja með, en eftir firmware upgrade þá er hann bara flottur.

Hinir hafa virkað algjörlega hnökralaust. Kapallinn sem ég notaði við 120 diskinn átti það til að losna og missa sambandið, en eftir að ég skipti honum út fyrir einn með smellu, þá bara sólskin.

Gúglaði þennan leitarstreng ("Most reliable ssd") og takmarkaði niðurstöðurnar við 1 ár.

Efsti linkurinn sem birtist var þessi:
Best SSD: 10 of the top SSDs on test

Kom mér ekki vitund á óvart að 240GB Neutron diskurinn þætti bestur. Hann er einmitt arftaki rauða 240GB GT disksins sem ég er með í aðal vélinni. Næsti á listanum er líka Corsair Neutron, Kingston er þarna á lista sem passar við flest af því sem ég hef lesið um þá diska. Á einn 240Gb svoleiðis.

Skil ekki alveg þessa SSD hysteríu hér á Vaktinni.

pulsar
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Fös 18. Jan 2008 15:21
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki SSD diska

Póstur af pulsar »

Hvernig eru SSD diskar að virka fyrir leikina?

Er kannski málið að nota þá bara fyrir stýrikerfi og annan hugbúnað?
GA-P35-DS3R | Intel C2D E6850 3.0Ghz | eVGA GF 8800GTS 512mb (G92) | Corsair 4gb ram |
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki SSD diska

Póstur af Frost »

pulsar skrifaði:Hvernig eru SSD diskar að virka fyrir leikina?

Er kannski málið að nota þá bara fyrir stýrikerfi og annan hugbúnað?
Loading tímar styttast en hefur ekki mikil áhrifa á FPS.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki SSD diska

Póstur af rapport »

pulsar skrifaði:Hvernig eru SSD diskar að virka fyrir leikina?

Er kannski málið að nota þá bara fyrir stýrikerfi og annan hugbúnað?
aha... very nice...

Er að fara færa alla leiki á spes SSD svo að pagefile og stýrikerfi og annað dót geti verið á eigins SSD
Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1015
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanleiki SSD diska

Póstur af tanketom »

hvernig er það, er enginn hérna á íslandi með svona ''cloude storage''
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]
Svara