Síða 2 af 3

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 02:06
af inservible
Skarpir eruð þið drengir rétt svar er faðir og barn. Góða nótt.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 02:37
af rapport
intenz skrifaði:41 - 6 = 35

18+25 = 43 þannig 43-35 = 8 sem fóru í bæði gönguferð og siglingu. 18-8 = 10 ;)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Þú meinar 35(fóru alls) - 25(fóru í siglingu)=10

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 02:42
af intenz
rapport skrifaði:
intenz skrifaði:41 - 6 = 35

18+25 = 43 þannig 43-35 = 8 sem fóru í bæði gönguferð og siglingu. 18-8 = 10 ;)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Þú meinar 35(fóru alls) - 25(fóru í siglingu)=10
Nei því þú þarft að draga frá þá sem fóru í siglingu OG gönguferð. Sigling (25) eru líka þeir sem fóru í bæði siglingu og gönguferð.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 08:58
af Daz
intenz skrifaði:
rapport skrifaði:
intenz skrifaði:41 - 6 = 35

18+25 = 43 þannig 43-35 = 8 sem fóru í bæði gönguferð og siglingu. 18-8 = 10 ;)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Þú meinar 35(fóru alls) - 25(fóru í siglingu)=10
Nei því þú þarft að draga frá þá sem fóru í siglingu OG gönguferð. Sigling (25) eru líka þeir sem fóru í bæði siglingu og gönguferð.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Þú gefur þér að þeir sem fóru í ferðina hafi örugglega farið í annaðhvort siglingu eða gönguferð. Kemur ekkert fram um það. Mögulega fóru þessir 18 sem fóru í gönguferð líka í siglingu og 10 sátu bara í rútunni allan tímann.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:08
af coldcut
Daz skrifaði:
intenz skrifaði:
rapport skrifaði:
intenz skrifaði:41 - 6 = 35

18+25 = 43 þannig 43-35 = 8 sem fóru í bæði gönguferð og siglingu. 18-8 = 10 ;)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Þú meinar 35(fóru alls) - 25(fóru í siglingu)=10
Nei því þú þarft að draga frá þá sem fóru í siglingu OG gönguferð. Sigling (25) eru líka þeir sem fóru í bæði siglingu og gönguferð.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Þú gefur þér að þeir sem fóru í ferðina hafi örugglega farið í annaðhvort siglingu eða gönguferð. Kemur ekkert fram um það. Mögulega fóru þessir 18 sem fóru í gönguferð líka í siglingu og 10 sátu bara í rútunni allan tímann.
Gátan er ekki alveg nógu vel orðuð en þegar ég las hana þá túlkaði ég hana þannig að það væri skylda að fara í annaðhvort gönguferð eða siglingu eða að fara í bæði gönguferð og siglingu.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:11
af Garri
Það vantar forsendur í þessa labba þraut.

35 fóru í ferðina. 25 af 35 fóru í siglingu en 18 af 35 fóru í gönguferð.

Augljóslega gætu 18 af þessum 25 sem fóru siglinguna hafa einnig farið í gönguferðina.

Eins gætu þessir 10 sem fóru ekki siglingu hafa bara farið í gönguferðina nú eða setið heima.

Það er ekkert í "þrautinni" sem segir að allir gerðu eitthvað.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:23
af Garri
Gátan er ekki alveg nógu vel orðuð en þegar ég las hana þá túlkaði ég hana þannig að það væri skylda að fara í annaðhvort gönguferð eða siglingu eða að fara í bæði gönguferð og siglingu.
Orðrétt segir í gátunni: "Í ferðinni gátu menn tekið þátt í siglingu og/eða gönguferð. "

Sögnin að "geta" þýðir ekki að verða eða skal.

Hefði staðið þarna: "Í ferðinni urðu menn að taka þátt í siglingu og/eða gönguferð. " þá er lausnin 10.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:31
af bjartur00
Ein mjög góð:

Þrjár ljósaperur eru inni í lokuðu herbergi.
Fyrir utan herbergið eru þrír rofar sem tengdir eru
við perurnar.
Nú stendur þú fyrir utan herbergið og getur kveikt
eða slökkt á perunum(sem eru inni í lokuðu herberginu).
Finndu út hvaða rofi á við hvaða peru ef þú mátt aðeins
fara inn í herbergið einu sinni.

Gangi ykkur vel :D

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:34
af Garri
Þarna vantar líka upplýsingar.

Ef hugsunin er sú að það er slökkt á öllum perum þegar þú kemur að rofunum, þá er þetta væntanlega hægt.

Hefur fyrsta rofann eins, það er slökkt á perunni.

Hefur rofa númer tvö kveiktann.

Hefur rofa númer þrjú á í eina til tvær mínútur en slekkur síðan.

Ferð inn, þá eru ein peran með ljósi, það er rofi númer tvö. Ein peran er köld, það er rofi númer eitt og ein er volg, það er rofi þrjú.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:37
af coldcut
bjartur00 skrifaði:Ein mjög góð:

Þrjár ljósaperur eru inni í lokuðu herbergi.
Fyrir utan herbergið eru þrír rofar sem tengdir eru
við perurnar.
Nú stendur þú fyrir utan herbergið og getur kveikt
eða slökkt á perunum(sem eru inni í lokuðu herberginu).
Finndu út hvaða rofi á við hvaða peru ef þú mátt aðeins
fara inn í herbergið einu sinni.

Gangi ykkur vel :D
[spoiler] Kveikir á tveimur perum og lætur þær loga í nokkrar mínútur. Slekkur svo á annarri þeirra og ferð strax inní herbergið, tjékkar hvor þeirra pera sem slökkt er á er heit. Voila! [/spoiler]

Hef einhvertímann heyrt gátu með sama concept...

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:44
af bjartur00
Spoiler! - ekki lesa þ.s. þetta er lausnin.


Já, það er alltaf hægt að snúa út úr svona gátum... - Til að svara þinni ábendingu þó, þú gætir slökkt á öllum perunum í um 10min(allar kaldar), kveikir á einni í um 10 min(hún orðin heit) - slekkur á henni, kveikir á einni og skilur þá síðustu eftir óhreyfða. - Getur líka farið hina leiðina og byrjað á því að hafa kveikt á öllum og gert eina kalda... you see my point.. (en sé því ekki hvernig upplýsingar vantar, sjá bold.).
Garri skrifaði:Þarna vantar líka upplýsingar.

Ef hugsunin er sú að það er slökkt á öllum perum þegar þú kemur að rofunum, þá er þetta væntanlega hægt.

Hefur fyrsta rofann eins, það er slökkt á perunni.

Hefur rofa númer tvö kveiktann.

Hefur rofa númer þrjú á í eina til tvær mínútur en slekkur síðan.

Ferð inn, þá eru ein peran með ljósi, það er rofi númer tvö. Ein peran er köld, það er rofi númer eitt og ein er volg, það er rofi þrjú.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:45
af Garri
Þú veist ekki hvort það er kveikt á einhverjum perum, öllum eða engum þegar þú kemur að herberginu.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:50
af bjartur00
Jújújú, þú kemst væntanlega að því þ.s. þú ert með tvo rofa niðri og einn uppi... ætla samt ekkert að rökstyðja þetta frekar. (Eins og ég segi, alltaf hægt að snúa út úr svona gátum).
Garri skrifaði:Þú veist ekki hvort það er kveikt á einhverjum perum, öllum eða engum þegar þú kemur að herberginu.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:50
af Garri
Já, það er alltaf hægt að snúa út úr svona gátum...
Aldeilis ekki.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:52
af Frantic
Ef að hafnaboltakylfa og bolti kosta saman 110kr.
Kylfan kostar 100kr meira en boltinn, hvað kostar þá boltinn?

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:53
af Garri
JoiKulp skrifaði:Ef að hafnaboltakylfa og bolti kosta saman 110kr.
Kylfan kostar 100kr meira en boltinn, hvað kostar þá boltinn?
5kr.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:56
af coldcut
Þrjár laufléttar:

- Þú fyllir mig með tómum höndum. Hvað er ég?

- Ef þú nefnir mig á nafn þá hverf ég. Hvað er ég?

- Þú svarar mér þótt ég spyrji þig aldrei spurningar. Hvað er ég?

Skrifum svo svörin okkar með minnstu leturstærð og jafnvel setja spoiler-"tag" í kringum svo aðrir geti velt þessu fyrir sér.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:56
af J1nX
JoiKulp skrifaði:Ef að hafnaboltakylfa og bolti kosta saman 110kr.
Kylfan kostar 100kr meira en boltinn, hvað kostar þá boltinn?

5kr?

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:57
af Garri
bjartur00 skrifaði:Jújújú, þú kemst væntanlega að því þ.s. þú ert með tvo rofa niðri og einn uppi... ætla samt ekkert að rökstyðja þetta frekar. (Eins og ég segi, alltaf hægt að snúa út úr svona gátum).
Garri skrifaði:Þú veist ekki hvort það er kveikt á einhverjum perum, öllum eða engum þegar þú kemur að herberginu.
Þá ertu að gefa þér forsendurnar að rofarnir séu allir eins og að upp þýði kveikt og niður slökkt.

Röklega eru margar ástæður fyrir því að svo sé ekki alltaf. Ein er til dæmis ef það eru fleiri rofar sem kveikja og slökkva á perunum.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 10:58
af Frantic
Garri skrifaði:
JoiKulp skrifaði:Ef að hafnaboltakylfa og bolti kosta saman 110kr.
Kylfan kostar 100kr meira en boltinn, hvað kostar þá boltinn?
5kr.
Það er rétt.
Las um daginn að 50% af háskólafólki í USA er að klikka á þessu vegna einhverra hluta í heilanum.
Heilinn virðist taka einhverja styttri leið sem gerir það að verkum að þeim finnst 10kr vera rétt en heildarverðið var auðvitað $1.10 fyrir þau sem flækir kannski aðeins meira fyrir manni.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 11:06
af Garri
coldcut skrifaði:Þrjár laufléttar:

- Þú fyllir mig með tómum höndum. Hvað er ég?

- Ef þú nefnir mig á nafn þá hverf ég. Hvað er ég?

- Þú svarar mér þótt ég spyrji þig aldrei spurningar. Hvað er ég?

Skrifum svo svörin okkar með minnstu leturstærð og jafnvel setja spoiler-"tag" í kringum svo aðrir geti velt þessu fyrir sér.
1. Vettlingar?
2. Þögn?
3. Sími?

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 11:09
af tdog
coldcut skrifaði:Þrjár laufléttar:

- Þú fyllir mig með tómum höndum. Hvað er ég?

- Ef þú nefnir mig á nafn þá hverf ég. Hvað er ég?

- Þú svarar mér þótt ég spyrji þig aldrei spurningar. Hvað er ég?

Skrifum svo svörin okkar með minnstu leturstærð og jafnvel setja spoiler-"tag" í kringum svo aðrir geti velt þessu fyrir sér.

2. Þögn
3. Bergmál

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 13:14
af intenz
Garri skrifaði:
Gátan er ekki alveg nógu vel orðuð en þegar ég las hana þá túlkaði ég hana þannig að það væri skylda að fara í annaðhvort gönguferð eða siglingu eða að fara í bæði gönguferð og siglingu.
Orðrétt segir í gátunni: "Í ferðinni gátu menn tekið þátt í siglingu og/eða gönguferð. "

Sögnin að "geta" þýðir ekki að verða eða skal.

Hefði staðið þarna: "Í ferðinni urðu menn að taka þátt í siglingu og/eða gönguferð. " þá er lausnin 10.
Hahaha þú ert of bókstaflegur... ég tók þessu sem að fólk yrði að taka þátt í einhverju og gat valið á milli þess að fara í gönguferð, siglingu eða bæði.

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 13:51
af Garri
Ég er forritari og finnst gaman að tækla þrautir eins og ef um forritunarleg vandamál. Þá þarf að hugsa fyrir öllu.

Forrit þarf einmitt að mata 100% Ekkert loðið "sem á eða má að skilja" þar á ferð.

Re: Þraut fyrir svefninn.

Sent: Mið 11. Júl 2012 14:02
af coldcut
Garri er með þetta allt rétt.
tdog: Skil pælinguna með bergmálið en þú svarar í raun ekki bergmáli. Ef gátan væri: "Ég svara þér þó þú spurjir mig aldrei spurningar. Hver er ég?", þá væri bergmál rétta svarið ;)