Margt sem margir hér hafa nefnt að vanti uppá kerfið, er nú þegar til staðar, eins og ráðgjafar sem hjálpa þér í rétta átt með námið.
Ég hef hinsvegar áhyggjur af grunnskólum. Það er mjög áhrifamikill tími í líf barns, og ég held að það séu kennararnir sem þurfa að bæta sig, ekki kerfið skjálft. Skjálfur lenti ég í einelti í grunskóla, og útaf því hætti ég algjörlega að læra, í 9. og 10. bekk tók ég uppá því að mæta ekki í skólann í vikur. Flestir kennararnir reyndu sitt besta, en ef ekkert gékk eftir stuttan tíma þá virtust þau bara gefast upp. Ég lenti meira að seigja einu sinni í því ég var tekinn til skólastjórans og "skammaður" fyrir að lenda alltaf fyrir eineltinu, þau vildu að ég reyndi að forðast það betur... Í stað þess reyna að stoppa eineltið þá voru þau að vonast að ég gæti bara forðast það.
Ég veit ekki alveg hvað veldur svona áhugaleysi í kennurum, kannski eru það launin sem enn í dag eru alls ekki það góð.
Ég er búinn að vera að berjast við þunglyndi nánast frá því að ég kláraði grunnskóla, hvort þunglyndið sé bara útaf þessu einelti veit ég ekki alveg.
Það er hinsvegar fullt af hjálp að finna í samfélaginu, starfendurhæfing, fjölskyldudeild og fleira. Ég er búinn að vera nýta mér þetta allt.
Eina góða sem kom útur þessu er að í dag þá er ég nánast immune fyrir öllu áreiti frá fólki, hentast vel þegar þú ert með leiðilega yfirmenn, t.d
