Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af GuðjónR »

Rétt hjá lukkuláka, það er ýmislegt sem maður veit sem maður er ekki að úthrópa.
Ég pantaði minnið í gær og var að fá email þess efnis að það væri komið í póst!

OWC Invoice 3182937 has been shipped!
Hugsa að það lendi seinnipart næstu viku eða byrjun þarnæstu.
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af CendenZ »

fyrir forvitnist sakir hringdi ég í ákveðið umboð til að athuga hvort HDbracket fyrir xx serverinn minn kostaði. Þið vitið, þessi litlu járnstatíf til að renna diskunum inn í. Til að gera skemmtilega sögu stutta: það munaði 10 þúsund kalli á stykki, sem kostuðu 1200 kall heim kominn með aðflutningsgjöldum.

Þá sjáiði að 1200 kr vs 12 þúsund er meira en bara "til að lifa af" :|

Póstverslun á íslandi mun aukast gríðarlega núna, eldra fólk er farið að versla í miklu meira mæli og unga fólkið (20-40) er farið að versla allt sem það getur á amazon og ebay.

Reyndar er það sér kapítuli fyrir sig þessi meðferð hjá tollinum, þeir eru ekkert að uppfæra sig inn í tuttugustu öldina.. sem eru 12 ár síðan hófst!
Ég hreinlega átta mig ekki á því hvernig þetta tollabatterí er að virka, ég er með 3-4 ára reynslu að díla við tollstjóra og kærastan mín sömuleiðis (reyndar í annari vinnu, sem flytur gríðarlega mikið til og frá íslandi) og við hreinlega skiljum ekki hvernig, hvers vegna og tilhvers tollakerfið þarf að vera svona gríðarlega umfangsmikið. Við getum sagt það því við vitum hvernig tollakerfin eru í ameríku, þýskalandi, sviss, nýja sjálandi, kína og Danmörku eru, virka og hvernig þau ganga fyrir sig.

Ísland er alltof langt eftir á, þeir eru meira segja svo mikið eftir á, að erlendir sérfræðingar eru ekki færir um að tolla sjálfir; Nei, það eru starfsmenn hjá póstinum, Eimskip, Samskip, DHL O.SFR! sem vinna við að tollafgreiða því kerfið er svo flókið (!!!)

RANT! :x
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af GuðjónR »

Partur af vandamálinu hér er % álagning verslana en ekki kr. álagning.
Ég var vanur að kaupa vöru X af heilsdölu fyrir hrun, varan kostaði 297. kr. + vsk eftir hrun þá fór vvaran í 927 plús vsk.
Innkaupsverðið tvöfaldaðist og ofan á það kemur síðan tvöfaldur vsk miðað við áður og svo % álagning sem eru 2x fleiri krónur.

Þetta eru sömu skítarökin og ríkið notar varðandi bensínverð, þeir segja að hlutdeild ríkissins í bensíni hafi verið meiri 1999 og 2004, það er kannski rétt ef við förum í barbabrellu % reikning, en staðreyndin er samt sú að ríkið trekur fleiri krónur af líter núna en líterinn kostaði á þessum árum.
Það er þessi hugsunarháttur sem bremsar allt í okkars annars ágæta þjóðfélagi.

Og varðandi tollinn, þá gefur tollurinn sér fyrirfram að allir séu að svíkja og stela. Það er alveg sama hvert í heiminum þið ferðist þið fáið aldrei eins fruntalega móttöku í neinu landi eins og á íslandi. Jú hugsanlega N-Kóreu...
Þarna standa yfirleitt 2-5 tollarar og stara beint á ykkur og maður kemst ekki hjá því að hugsa..."var ég að gera eitthvað af mér...er ég með eitthvað ólöglegt...keypti ég of mikið..."
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af tdog »

Þetta er sláandi Guðjón, svona mikill munur er gjörsamlega ólíðandi. Ég held ég bíði frekar í 7-10 daga eftir íhlutum en að verzla þá hér heima.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

nighthawk
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2008 16:19
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af nighthawk »

Ég þarf að taka undr þetta. Það fyrsta sem ég geri þegar mig vantar eitthvað er að fara á netið og reikna út kostnað erlendis áður en ég kaupi nokkuð hérna heima. Stundum kemur það út það sama sérstaklega með dýrari vörur sem er erfiðara að selja hér á landi þar sem fólk sækist yfirleitt eftir ódýrari hlutum, en ég man ekki eftir því að eitthvað hafi verið ódýrara hérlendis.
_________________________________________________________________
Rafvirki, Hljóðtæknir, tölvuviðgerðamaður, tónlistarmaður og almennur tækniáhugamaður
Skjámynd

astro
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af astro »

Alltaf þegar mig fer að vanta skó þá fer ég í Adidas búðina eða útilíf/intersport og máta og þakka svo bara fyrir mig, og panta vanarlega 2pör af einhverju sem ég mátaði á verði 1 hérna heima. Hef gert þetta í langan tíma !
Fractal Design Meshify C * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af Hargo »

Móðurborð í tölvu á 1800kr? Hvernig tölva var það Lukkuláki? Var það notað af ebay?

En Guðjón, þegar þú varst að leitast eftir verði í vinnsluminnið hjá Epli.is, var það með ísetningu? Ég hef tvisvar leitað þangað og vantað verð í varahluti og fæ alltaf þau svör að ég geti ekki keypt varahlutinn af þeim nema með ísetningu líka. Þetta var rafhlaða í Macbook Air og harður diskur í fyrstu útgáfu Macbook Air tölvunnar (voru ekki með SSD þá heldur 1.8" HDD). Ég ætlaði auðvitað að sjá um skiptin sjálfur og vildi ekki borga fyrir vinnuliðinn við þetta fyrst maður hefur þekkingu og færni til að skipta sjálfur.

Annars endaði ég á að gera það sama, leitaði á eBay eftir varahlutum.
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af einarhr »

Álagning á suman tölvubúnað og annan búnað tengdan tölvum getur verið svakalegur. Td hleðslutæki í fartölvur sem kostuðu í sumum umboðum ca 9000 kr fyrir hrun og kosta í dag 12000 kr. Sjálfur var ég að vinna hjá umboði og veit ég fyrir víst að fyrir hrun var kostnaðarverð á svona hleðslutæki ca 2500 kr án vsk. Mörg umboð setja amk. 70% álagningu á kostnaðarverð á vsk á td rafhlöður, hleðsutæki, lyklaborð í fartölvur ofl. Íhlutir eins og Móðurborð, HDD, vinnsluminni og örgjörvar eru með litla álagningu.

70% álagning dugir ekki til að fá verðið í 9000 kr á hleðslutæki þannig að þar er álagningin meiri!

Þetta er ekkert nýtt á Íslandi að álagning er mikil, var að vinna í stóru bílaumboði 1998 til 2002 og það umboð selur hjólbarða frá einum stæðsta framleiðandanum og var snitt álagning á hjólbarða undi fólksbíla 70% en á hjólbörðum fyrir þungavinnutæki allt önnur og mikið lægri. Almennigur í landinu sér öllum þessum stórfyrirtækjum fyrir mesta hagnaðinum á meðan fyrirtæki fá afslætti ofan á afslætti. Td. viðskiptavinir hjá þessu hjólbarðaverkstæði sem staðgreiddu með peningum fengu engann afslátt á meðan velunnarar og starfsmenn annara fyrirtækja sem voru í viðskiptum við þetta Bílaumboð fengu kanski 35% afslátt og svo í reikning með 60 daga nettó. Svona hefur viðgengist á Íslandi á ár og öld.

Tökum annað dæmi.

EJS er með svakalega álagningu á Dell tölvum, EJS er eina fyrirtækið í Evrópu sem hefur leyfi til að selja Dell í verslun, ss ekki í Netsölu eins og td hér í Svíþjóð. EF maður skoðar verðmunin á td. Dell Latitude E5420 sem kostar 199.950 is kr hjá EJS kostar 6468 sek hjá Dell í Svíþjóð sem gera um 123 þús is kr, ss meira en 70 þús króna munur á verði!!! Ef ég sem einstaklingur kaupi tölvu hjá EJS þá þarf ég að borða fult verð en um leið og fyrirtæki þó svo að þau séu ekki stór um sig kaupa tölvu þar þá fá þau strax 25% afslátt!!

Þar sem flest allur tölvubúnaður er á svipuðu verði í Svíþjóð og Íslandi þá skil ég ekki þessa álagningu hjá EJS. Sjá dæmi:

http://www.tolvutek.is/vara/toshiba-sat ... n-fartolva verð 149.900 is kr
http://www.jmedata.se/PartDetail.aspx?q ... 9;c:100785 verð 6490 sek eða 122.400 is kr.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af lukkuláki »

Hargo skrifaði:Móðurborð í tölvu á 1800kr? Hvernig tölva var það Lukkuláki? Var það notað af ebay?
Auðvitað var þetta ekki móðurborð enda skrifaði ég ekki móðurborð :wtf
Þetta var varahlutur sem er PARTUR af móðurborði og skrúfast á móðurborðið
:skakkur
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af GuðjónR »

tdog skrifaði:Þetta er sláandi Guðjón, svona mikill munur er gjörsamlega ólíðandi. Ég held ég bíði frekar í 7-10 daga eftir íhlutum en að verzla þá hér heima.
Já og ef ég tek heildsöludæmið aftur og gef mér þær forsendur að heildsalan fái til sín 50% af söluverði þá var hún að fá um 150 kr. af seldum hlut fyrir hrun en núna 460 kr.
Álagningin í þessu tilfelli rúmlega þrefaldast.

Ég er með fullt hús af börnum, ég er samt á móti því að ríkið lækki VSK af barnavörum úr 25.5% í 7% því þá gerist það sama og þegar matarskatturinn var lækkaður, verslanir halda verðinu ábreittu en auka eigin álagningu. Síðan líða nokkur ár og þá verður ákveðið að hækka skattinn og þá súpum við seiðið. Þess vegna er betra að hafa skattinn óbreyttann.

Og varðandi vinnsluminnið hjá epli.is þá er ekki ísetning innifalin.
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af pattzi »

lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég ákvað að uppfæra vinnlsuminnið í iMac og fór að skoða hvað væri í boði, hjá epli.is er verðið 37.980.-
16GB sett (4x4gb) kosta 31.960.- hjá macland.is
Mér fannst þetta frekar dýrt þannig að ég pantaði áðan 16GB (4x4) frá Macsales.com
En með sendingarkostaði er verðið $101.77 eða 12.823 (miðað við gengi dagsins) + VSK 3.270.- + tollgjald 550? = 16.643.-

Alltaf þurfa Íslendingar að fara með álagninguna til helvítis á öllum hlutum manni blöskrar að sjá framlegðina á sumum tölvuvörum þar með talið blek, fartölvu-rafhlöður ofl.
Eins er þetta með geisladiska og allskonar dót. Þessar verslanir VERÐA að fara að átta sig á því að þetta gengur ekki maður fer bara á netið og pantar það sem maður þarf frekar en að kaupa það á uppsprengdu klikkverði á þessu skeri. Eins er það með hluti sem verða vinsælir, það þarf alltaf að missa sig algerlega í ruglinu var ég ekki að lesa það hérna að það myndi kosta 15 eða 16.000 krónur á EVE fanfest ? Hvað er það annað en rugl ?
Enda eru þetta oftast orginal blek og ég t.d var að skoða blek í prentaran minn á hp síðunni og þau kosta svipað þarna úti og hér.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af lukkuláki »

pattzi skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég ákvað að uppfæra vinnlsuminnið í iMac og fór að skoða hvað væri í boði, hjá epli.is er verðið 37.980.-
16GB sett (4x4gb) kosta 31.960.- hjá macland.is
Mér fannst þetta frekar dýrt þannig að ég pantaði áðan 16GB (4x4) frá Macsales.com
En með sendingarkostaði er verðið $101.77 eða 12.823 (miðað við gengi dagsins) + VSK 3.270.- + tollgjald 550? = 16.643.-

Alltaf þurfa Íslendingar að fara með álagninguna til helvítis á öllum hlutum manni blöskrar að sjá framlegðina á sumum tölvuvörum þar með talið blek, fartölvu-rafhlöður ofl.
Eins er þetta með geisladiska og allskonar dót. Þessar verslanir VERÐA að fara að átta sig á því að þetta gengur ekki maður fer bara á netið og pantar það sem maður þarf frekar en að kaupa það á uppsprengdu klikkverði á þessu skeri. Eins er það með hluti sem verða vinsælir, það þarf alltaf að missa sig algerlega í ruglinu var ég ekki að lesa það hérna að það myndi kosta 15 eða 16.000 krónur á EVE fanfest ? Hvað er það annað en rugl ?
Enda eru þetta oftast orginal blek og ég t.d var að skoða blek í prentaran minn á hp síðunni og þau kosta svipað þarna úti og hér.
Getur samt örugglega fundið þau ódýrari ef þú leitar ég var að panta original blek í minn EPSON fyrir nokkrum árum á mikið minni pening en þau kosta hér en ég var að taka alveg 3 - 4 stk í lit og var að fá þau miklu miklu ódýrari en hér. Það var einhver síða í Bretlandi sem er bara með blek og tónera sem seldi mér þetta þangað til prentarinn gaf upp öndina.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af pattzi »

lukkuláki skrifaði:
pattzi skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég ákvað að uppfæra vinnlsuminnið í iMac og fór að skoða hvað væri í boði, hjá epli.is er verðið 37.980.-
16GB sett (4x4gb) kosta 31.960.- hjá macland.is
Mér fannst þetta frekar dýrt þannig að ég pantaði áðan 16GB (4x4) frá Macsales.com
En með sendingarkostaði er verðið $101.77 eða 12.823 (miðað við gengi dagsins) + VSK 3.270.- + tollgjald 550? = 16.643.-

Alltaf þurfa Íslendingar að fara með álagninguna til helvítis á öllum hlutum manni blöskrar að sjá framlegðina á sumum tölvuvörum þar með talið blek, fartölvu-rafhlöður ofl.
Eins er þetta með geisladiska og allskonar dót. Þessar verslanir VERÐA að fara að átta sig á því að þetta gengur ekki maður fer bara á netið og pantar það sem maður þarf frekar en að kaupa það á uppsprengdu klikkverði á þessu skeri. Eins er það með hluti sem verða vinsælir, það þarf alltaf að missa sig algerlega í ruglinu var ég ekki að lesa það hérna að það myndi kosta 15 eða 16.000 krónur á EVE fanfest ? Hvað er það annað en rugl ?
Enda eru þetta oftast orginal blek og ég t.d var að skoða blek í prentaran minn á hp síðunni og þau kosta svipað þarna úti og hér.
Getur samt örugglega fundið þau ódýrari ef þú leitar ég var að panta original blek í minn EPSON fyrir nokkrum árum á mikið minni pening en þau kosta hér en ég var að taka alveg 3 - 4 stk í lit og var að fá þau miklu miklu ódýrari en hér. Það var einhver síða í Bretlandi sem er bara með blek og tónera sem seldi mér þetta þangað til prentarinn gaf upp öndina.
Ekki orginal þá ég vill allavega bara orginal blek, var dýrara fyrir mig að flytja þetta inn en að kaupa í elko.

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af littli-Jake »

DabbiGj skrifaði:Það hefur loðað við suma macca að vera frekar vandlátir á minnin sem þeir taka við ( þ.e. þeir sem eru ekki með þau lóðuð á móðurborðið :D ), annars eru íslenskar tölvubúðir oftast með frekar lága álagningu og þegar horft er til þess að ábyrgð og aðrar kröfur eru mun meiri hérna á íslandi sem og kostnaður við allan rekstur er hærri á íslandi en t.d. í bandaríkjunum og mikillar samkeppni hér.
Má ég setja þetta svar þinn inn á flickmylife?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af Pandemic »

littli-Jake skrifaði:
DabbiGj skrifaði:Það hefur loðað við suma macca að vera frekar vandlátir á minnin sem þeir taka við ( þ.e. þeir sem eru ekki með þau lóðuð á móðurborðið :D ), annars eru íslenskar tölvubúðir oftast með frekar lága álagningu og þegar horft er til þess að ábyrgð og aðrar kröfur eru mun meiri hérna á íslandi sem og kostnaður við allan rekstur er hærri á íslandi en t.d. í bandaríkjunum og mikillar samkeppni hér.
Má ég setja þetta svar þinn inn á flickmylife?
Keypti mér Asus Transformer Prime á Íslandi. Það var ódýrara að kaupa hana hérna en að panta hana sjálfur í gegnum netið með aðflutningsgjöldum. Þannig ég tel álagningu ekkert svo mikla á ákveðnum vörum. Það er þá aðalega svona sérhæfðir hlutir sem er reynt að taka mann í rassgatið með eins og USB-Parallel millistykki á 5.900 er hreint út sagt glæpsamlegt.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af worghal »

Pandemic skrifaði:
littli-Jake skrifaði:
DabbiGj skrifaði:Það hefur loðað við suma macca að vera frekar vandlátir á minnin sem þeir taka við ( þ.e. þeir sem eru ekki með þau lóðuð á móðurborðið :D ), annars eru íslenskar tölvubúðir oftast með frekar lága álagningu og þegar horft er til þess að ábyrgð og aðrar kröfur eru mun meiri hérna á íslandi sem og kostnaður við allan rekstur er hærri á íslandi en t.d. í bandaríkjunum og mikillar samkeppni hér.
Má ég setja þetta svar þinn inn á flickmylife?
Keypti mér Asus Transformer Prime á Íslandi. Það var ódýrara að kaupa hana hérna en að panta hana sjálfur í gegnum netið með aðflutningsgjöldum. Þannig ég tel álagningu ekkert svo mikla á ákveðnum vörum. Það er þá aðalega svona sérhæfðir hlutir sem er reynt að taka mann í rassgatið með eins og USB-Parallel millistykki á 5.900 er hreint út sagt glæpsamlegt.
það er aðalega umboðsvarningur sem er okrað á og eru staðir eins og advania (ejs) og ok(ur).is og apple búðirnar mjög duglegar við þetta.
einnig umboð á bíla hlutum.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af DabbiGj »

littli-Jake skrifaði:
DabbiGj skrifaði:Það hefur loðað við suma macca að vera frekar vandlátir á minnin sem þeir taka við ( þ.e. þeir sem eru ekki með þau lóðuð á móðurborðið :D ), annars eru íslenskar tölvubúðir oftast með frekar lága álagningu og þegar horft er til þess að ábyrgð og aðrar kröfur eru mun meiri hérna á íslandi sem og kostnaður við allan rekstur er hærri á íslandi en t.d. í bandaríkjunum og mikillar samkeppni hér.
Má ég setja þetta svar þinn inn á flickmylife?

Þér er alveg fullfrjálst að gera það, það er ekki flókið mál að gera ráð fyrir því að verslanir einsog newegg sem eru reknar úr hálfsjálfvirkum vöruhúsum með öllum hagræðingum sem fylgja stærðinni, þ.e. í öllum vöruflutningum, innkaupum o.s.f. gerir íslenskum verslunum frekar erfitt fyrir að keppa í verðum við þær og það er allt einfaldlega dýrara á Íslandi nema kannski hugsanlega rafmagn og kynding sem er ekki efst í rekstrarkostnaði hjá flestum fyrirtækjum.

Það er t.d. ágætt að líta á verðvaktina og sjá verðið á 2600k, verðið hjá Newegg er 325$ heimfært á ísland yrði verðið 51.000 krónur, ódýrastur á Íslandi er 2600k á 46.900 krónur.

Megnið af vörum sem eru seldar í tölvuverslunum hérna á íslandu eru seldar með 5-25% álagningu sem þarf svo að standa undir öllum rekstrinum þannig að ég græt það ekki að fá öflugari ábyrgð, þjónustu samdægurs og fyrir mjög oft sambærileg verð.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af lukkuláki »

DabbiGj skrifaði:
littli-Jake skrifaði:
DabbiGj skrifaði:Það hefur loðað við suma macca að vera frekar vandlátir á minnin sem þeir taka við ( þ.e. þeir sem eru ekki með þau lóðuð á móðurborðið :D ), annars eru íslenskar tölvubúðir oftast með frekar lága álagningu og þegar horft er til þess að ábyrgð og aðrar kröfur eru mun meiri hérna á íslandi sem og kostnaður við allan rekstur er hærri á íslandi en t.d. í bandaríkjunum og mikillar samkeppni hér.
Má ég setja þetta svar þinn inn á flickmylife?

Þér er alveg fullfrjálst að gera það, það er ekki flókið mál að gera ráð fyrir því að verslanir einsog newegg sem eru reknar úr hálfsjálfvirkum vöruhúsum með öllum hagræðingum sem fylgja stærðinni, þ.e. í öllum vöruflutningum, innkaupum o.s.f. gerir íslenskum verslunum frekar erfitt fyrir að keppa í verðum við þær og það er allt einfaldlega dýrara á Íslandi nema kannski hugsanlega rafmagn og kynding sem er ekki efst í rekstrarkostnaði hjá flestum fyrirtækjum.

Það er t.d. ágætt að líta á verðvaktina og sjá verðið á 2600k, verðið hjá Newegg er 325$ heimfært á ísland yrði verðið 51.000 krónur, ódýrastur á Íslandi er 2600k á 46.900 krónur.

Megnið af vörum sem eru seldar í tölvuverslunum hérna á íslandu eru seldar með 5-25% álagningu sem þarf svo að standa undir öllum rekstrinum þannig að ég græt það ekki að fá öflugari ábyrgð, þjónustu samdægurs og fyrir mjög oft sambærileg verð.
Það er kannski rétt hjá þér að flestar vörur séu með 5-25% álagningu hérna ég hef ekki skoðað það neitt sérstaklega enda er ég sáttur við hóflega álagningu eins og ég var búinn að segja
En er þá í þínum huga þá eitthvað sérstakt sem réttlætir 100 - 200% + álagningu á sumum vörum ?
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af GuðjónR »

Ég er sammála þvi að almenn álagning tölvuverslana er eðlileg. Það er lítið mál að bera saman verð milli landa. Það eru samt til undantekningar eins og kemur fram hér að ofan.

Ef menn vilja sjá alvöru álagningu þá ættu menn að skoða leikföng, algeng álagning þar er 800% - 1200%

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af DabbiGj »

lukkuláki skrifaði:
DabbiGj skrifaði:
littli-Jake skrifaði:
DabbiGj skrifaði:Það hefur loðað við suma macca að vera frekar vandlátir á minnin sem þeir taka við ( þ.e. þeir sem eru ekki með þau lóðuð á móðurborðið :D ), annars eru íslenskar tölvubúðir oftast með frekar lága álagningu og þegar horft er til þess að ábyrgð og aðrar kröfur eru mun meiri hérna á íslandi sem og kostnaður við allan rekstur er hærri á íslandi en t.d. í bandaríkjunum og mikillar samkeppni hér.
Má ég setja þetta svar þinn inn á flickmylife?

Þér er alveg fullfrjálst að gera það, það er ekki flókið mál að gera ráð fyrir því að verslanir einsog newegg sem eru reknar úr hálfsjálfvirkum vöruhúsum með öllum hagræðingum sem fylgja stærðinni, þ.e. í öllum vöruflutningum, innkaupum o.s.f. gerir íslenskum verslunum frekar erfitt fyrir að keppa í verðum við þær og það er allt einfaldlega dýrara á Íslandi nema kannski hugsanlega rafmagn og kynding sem er ekki efst í rekstrarkostnaði hjá flestum fyrirtækjum.

Það er t.d. ágætt að líta á verðvaktina og sjá verðið á 2600k, verðið hjá Newegg er 325$ heimfært á ísland yrði verðið 51.000 krónur, ódýrastur á Íslandi er 2600k á 46.900 krónur.

Megnið af vörum sem eru seldar í tölvuverslunum hérna á íslandu eru seldar með 5-25% álagningu sem þarf svo að standa undir öllum rekstrinum þannig að ég græt það ekki að fá öflugari ábyrgð, þjónustu samdægurs og fyrir mjög oft sambærileg verð.
Það er kannski rétt hjá þér að flestar vörur séu með 5-25% álagningu hérna ég hef ekki skoðað það neitt sérstaklega enda er ég sáttur við hóflega álagningu eins og ég var búinn að segja
En er þá í þínum huga þá eitthvað sérstakt sem réttlætir 100 - 200% + álagningu á sumum vörum ?
Var ég eitthvað að taka undir það að óhófleg álagning sé eðlileg ? Ég var að benda á það að megnið af tölvubúðum eru bara með mjög eðlilega og samkeppnishæfa verðlagningu ásamt því að veita mjög góða þjónustu. Það er alveg eðlilegt að selja sumar vörur með 100-200% álagnginu að mínu mati og jafnvel meira, t.d. var sem kosta 50 krónur í innkaupum og er seld á 150 krónur á búðarverði er eitthvað sem ég set mig ekki mikið á móti. Það er hægt að setja upp allskonar dæmi og taka einhver tilfelli um rugl álagningu hjá allskonar búðum en heilt yfir að þá finnst mér álagning hjá tölvuverslunum á Íslandi eðlileg að flestu leyti og ég legg mig fram við að versla við þær ef ég get.

Ef að menn vilja gráta útaf álagningu á að fara ða benda á fataverslanir og aðra búðir þarsem álagningin er ekki í tugum eða hundruðum prósenta heldur þúsund prósentum.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af GuðjónR »

DabbiGj skrifaði:Ég var að benda á það að megnið af tölvubúðum eru bara með mjög eðlilega og samkeppnishæfa verðlagningu ásamt því að veita mjög góða þjónustu. Það er alveg eðlilegt að selja sumar vörur með 100-200% álagnginu að mínu mati og jafnvel meira, t.d. var sem kosta 50 krónur í innkaupum og er seld á 150 krónur á búðarverði er eitthvað sem ég set mig ekki mikið á móti. Það er hægt að setja upp allskonar dæmi og taka einhver tilfelli um rugl álagningu hjá allskonar búðum en heilt yfir að þá finnst mér álagning hjá tölvuverslunum á Íslandi eðlileg að flestu leyti og ég legg mig fram við að versla við þær ef ég get.

Ef að menn vilja gráta útaf álagningu á að fara ða benda á fataverslanir og aðra búðir þarsem álagningin er ekki í tugum eða hundruðum prósenta heldur þúsund prósentum.
Sammála.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af lukkuláki »

GuðjónR skrifaði:
DabbiGj skrifaði:Ég var að benda á það að megnið af tölvubúðum eru bara með mjög eðlilega og samkeppnishæfa verðlagningu ásamt því að veita mjög góða þjónustu. Það er alveg eðlilegt að selja sumar vörur með 100-200% álagnginu að mínu mati og jafnvel meira, t.d. var sem kosta 50 krónur í innkaupum og er seld á 150 krónur á búðarverði er eitthvað sem ég set mig ekki mikið á móti. Það er hægt að setja upp allskonar dæmi og taka einhver tilfelli um rugl álagningu hjá allskonar búðum en heilt yfir að þá finnst mér álagning hjá tölvuverslunum á Íslandi eðlileg að flestu leyti og ég legg mig fram við að versla við þær ef ég get.

Ef að menn vilja gráta útaf álagningu á að fara ða benda á fataverslanir og aðra búðir þarsem álagningin er ekki í tugum eða hundruðum prósenta heldur þúsund prósentum.
Sammála.
Samkeppni er óvíða jafn mikil og einmitt á tölvuvörum á Íslandi merkilegt nokk og það er gott
Þessi þráður byrjaði á því að tala um óhóflega álagningu á vinnsluminni í Macintosh tölvu
Áður en maður veit af er nánast búið að "réttlæta það" með því að tala um ennþá hærri álagningu á leikföngum og fatnaði he he he hvaða steypa er þetta !

Eigum við ekki bara að halda þessari umræðu áfram með sérstaka áherslu á tölvu-íhlutum og þá sérstaklega þeim sem maður hefur séð mjög mikla álagningu á ?
Mér eins og öðrum er svo sem sama um 50 - 150 kall álagningu. Reynslusögur væru góðar.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af DabbiGj »

Markaðurinn með tölvuvörur er frekar einfaldur og gagnsæi er mjög mikið, það eru allar verslanir að selja sömu vöruna í grunninn þ.e. örgjörva, vinnsluminni, móðurborð og annan jaðarbúnað. Það eru allar vörur framleiddar samkvæmt stöðlum og íslenskar verslanir hafa almennt séð sér hag í að bjóða uppá vandaðar vörur sér og neytendum til hagsbóta. Það er svona helst þegar að komin eru umboð með varahluti t.d. í fartölvur og aðrar tölvur sem eru ekki byggðar samkvæmt atx stöðlum sem að verð verða óeðlileg og álagning hjá þessum helstu tölvuverslunum sem eru að selja á neytendamarkað verður óeðlileg en þá er líka oftast verið að selja vinnu með þannig að þetta verður oft frekar óljóst og loðið.

Bendi á nýja okursíðu hjá Dr.Gunna http://okursidan.blogspot.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Sjálfur þá panta ég mikið til af öllu sem er ekki dagvara erlendis frá í dag en reyni samt alltaf eftir fremsta magni að versla það hérna heima, það er samt erfitt þegar að búðir þurfa að bjóða 30-50% afslátt til að vera samkeppnishæfar.

stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af stebbi23 »

Það er alveg rétt að sumar tölvubúðir og umboð smyrja alveg vel á vörurnar, hins vegar verður líka að skoða það að búðirnar þurfa oft að sjá sjálfar um kostnað á ábyrgð á seinna af tveimur árum og oft þurfa þær að sjá um ábyrgð á báðum árunum hérna heima.

Búðirnar hérna heima sem eru bara smá peð miða við þær úti eru yfirleitt ekkert að kaupa beint af framleiðanda heldur af distum og þær fá oft enga ábyrgð frá þeim, þar af leiðandi þurfa þær að bera allan kostnað af 2 ára ábyrgð sem ætti að skila sér í hærra söluverði..

Ég efast t.d. stórlega að Tæknivörur séu að kaupa beint af Samsung.. og að Tölvulistinni kaupi beint af Toshiba...

Einnig ef verslanir kaupa vörur frá öðrum heimsálfum heldur en Evrópu þá fá þær yfirleitt enga ábyrgð í því...

Svo er þjófnaður annað mál sem þarf einnig að skoða...hann hefur aukist eftir hrun sem og að innkaupsverð á vörum hefur aukist sem þýðir að hver stolin vara í búð er meira tap en áður fyrir söluaðilann, þetta kemur út í meiri álagningu.
Það ætti náttlega bara að sekta Rúv fyrir ákveðna frétt sem þeir birtu um ákveðnar mæðgur í vetur sem notuðu "ákveðna" aðferð til að stela...."Í fréttum í dag...ný leið til að komast upp með morð"

En það er náttlega hárrétt að sumar búðir leggja alveg gífurlega mikið á marga hluti og þá sérstaklega á nauðsynlega aukahluti og varahluti...en málinu eru bara ekki alltaf eins einföld og þau líta út...mér finnst svona allt að 50% framlegð vera réttlát hérna heima en þegar það er komið mikið yfir það þá er eitthvað að...
Fata- og leikfangabúðir eru náttlega bara bull og svo hef ég heyrt af veiðibúð þar sem það þótti nú bara eðlilegt að gera x 5-7..

Einhver talaði um að verslanir fengju yfirleitt meiri afslátt en neytendur og það meikar alveg sens þar sem neytendaábyrgð á Íslandi er 2 ár en bara 1 ár fyrir fyrirtæki...
Ég held að það ætti að skoða það að afnema 2 ára neytendaábyrgðina á Íslandi og hafa hana 1 ár eins og á flestum stöðum í heiminum og þú hafir bara valkost að kaupa meiri ábyrgð eins og yfirleitt er hægt að gera.
Með þessu minnkar ábyrgðarkostnaðurinn fyrir fyrirtæki sem ætti að skila sér í lægra söluverði og það ætti líka að skila sér í mun meira vöru úrvali hérna heima...
Ef fyrirtæki fá bara 1 ár í ábyrgð frá framleiðanda úti en þurfa að gefa 2 ár hérna heima þá er það oft ekkert svakalega góð kaup fyrir þau og getur hrætt þau í innkaupum. Held að Xbox hérna heima sé bara besta dæmið...
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Mun ódýrara að panta sjálfur Apple vinnsluminni

Póstur af Hargo »

Varahlutir gegnum umboðin (Nýherji, Advania, OK, o.fl.) eru skiljanlega eitthvað dýrari þar sem þau mega auðvitað bara versla official vottaða varahluti frá framleiðanda.

Annars hefur maður á tilfinningunni að svona tölvubransi sé andskotans hark út af þessari 2 ára neytendaábyrgð sem verslanirnar þurfa að taka á sig. Í verðlagningunni verður væntanlega að taka mið af ákveðnum hluta tekna sem tapast við að skipta út vörum á seinna árinu sem framleiðandinn tekur ekki á sig. Oft eru einnig ákveðnir varahlutir ekki í 1 árs ábyrgð frá framleiðanda heldur einungis 3-6 mánaða ábyrgð og því þarf söluaðilinn oft að ábyrgjast vöruna í 1 og hálft ár.
Svara