Síða 2 af 2
Re: project :: led-table
Sent: Fös 03. Feb 2012 13:46
af GuðjónR
Vá! hvað getur maður sagt annað?

Re: project :: led-table
Sent: Fös 03. Feb 2012 13:47
af Tbot
Flott hjá þér.
Betra að nota prentplötu en breadboard, bread vill klikka með tímanum.
Sumir hafa alltof mikinn frítíma.

Re: project :: led-table
Sent: Fös 03. Feb 2012 13:55
af starionturbo
Það er reyndar voðalega erfitt að prototypa með prentplötu. Breadboardið klikkar seint held ég, sé ekki alveg hvað á að klikka þar, engin spenna á þessu.
En ég vildi að ég hefði meiri frítíma, ég er búinn að eyða kannski 10-15 tímum í þetta.
Búinn að vera púsha 1 tíma á dag síðustu 2 vikurnar í þetta project,

Re: project :: led-table
Sent: Mið 08. Feb 2012 00:49
af DoofuZ
Þetta er ekkert smá kúl!

Og núna er þetta drauma sófaborðið mitt!

Það þarf eitthvað fyrirtæki að fara að framleiða svona...
Skítt með snertiskjásborðin, þetta er málið!

Re: project :: led-table
Sent: Mið 08. Feb 2012 01:00
af coldcut
DoofuZ skrifaði: Það þarf eitthvað fyrirtæki að fara að framleiða svona...
nei ég ætla að vona að fyrirtæki fari ekki að framleiða þetta! Miklu skemmtilegra að fikta í svona sjálfur. Ég skora á menn sem hafa efni á því að fjárfesta í einhvers konar Arduino startkit og fikta sig áfram því þetta er ekkert smá skemmtilegt og nánast endalausir möguleikar!