Síða 2 af 2

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:11
af hallihg
Menn hljóta að eyða svakalegum peningum í þetta.

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:16
af Snorrmund
gætiru breytt undirskriftinni? þetta er óbjóður!

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:21
af Tesli
Já breittu þessu, ojj bara :shock:

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:25
af hallihg
Þið eruð bara fordómafullir, þetta er fullkomnlega eðlilegt og það er ekki eins og þessi mynd sé gróf né misbjóðandi.

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:41
af kiddi
HalliHG: Ég er sá sem fjarlægði myndina af þér, bara svo þú vitir að þetta snúist ekki um fordóma, þá var þetta tiltölulega gróf mynd, þ.e. tilvísandi mynd, og óháð því hvort þetta eru karlar saman eða þó þetta væru konur, þá er þetta ekki leyft á okkar spjallborði.

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:43
af MezzUp
hallihg skrifaði:Þið eruð bara fordómafullir, þetta er fullkomnlega eðlilegt og það er ekki eins og þessi mynd sé gróf né misbjóðandi.
myndir eru bara því miður bannaðar í undirskrift, enda einstaklega óþolandi að lesa forum sem að innihalda mikið af þeim(dci forums anyone.....?)

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:47
af hallihg
Ef að myndir í undirskriftum eru bannaðar, þá þurfiði að taka það fram. Ég sé enga reglu um það. Kiddi, að þetta sé gróf mynd er einungis þitt álit. Er þér leyfilegt að breyta undirskriftum og texta eftir þínum eiginn geðþótta? Það þykja mér afar slæm vinnubrögð ef slíkt tíðkast á meðal stjórnenda á vaktinni.

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:48
af fallen
Væl.

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:54
af hallihg
Ég er búinn að breyta myndinni svo að þeim viðkvæmu misbjóði ekki. Vona að þetta sé í lagi núna Kiddi. Þessi undirskrift verður svona þangað til að ég sé skýra reglu um að það sé bannað að hafa mynd í undirskrift. Þar til það gerist getur maður ekki annað gert en tekið þessum aðgerðum sem fordómum og einkennandi fyrir homophobic einstaklinga!

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:54
af kiddi
HalliHG: Já það er mitt álit að 1) myndir eru ekki vel liðnar, þú ert sá fyrsti sem setur inn mynd og því höfum við ekki verið búnir að setja upp reglur um það hingað til, en þú hefur sýnt fram á að þessar reglur þurfi greinilega að vera til staðar, sérstaklega ef þú ætlar að þrjóskast til að setja inn myndina þína aftur og aftur. (Sem endar með að ég eyði þér út, að eigin geðþóttaákvörðun) 2) Við erum ekki hrifnir af nöktu holdi á vefnum okkar, hvort sem það er karlkyns eða kvenkyns, þetta er vefur tölvuáhugamanna. Ef þér líkar það ekki, farðu út. Ég nenni ekki að standa í rökræðum við þig um þetta, ég tala fyrir hönd allra stjórnenda spjallsins. Ef þér finnst þetta óréttlátt þá þarftu einfaldlega að bíta í það súra epli, hinsvegar eyðum við þér hiklaust út ef þú ætlar að gera meira mál úr þessu.

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:56
af hallihg
Það eru ekki beint fagmannslega vinnubrögð Kiddi, að eyða einstaklingum af því að þeir vilja koma einhverju á framfæri, þegar það eru í raun ekki til neinar reglur um að það megi ekki. Þótt að myndir séu illa liðnar í undirskriftum, þá sé ég ekkert ástæðu til að hafa ekki slíka í minni undirskrift því öðrum líkar illa við það. Hins vegar ef að það verður gert opinberlegt af stjórnanda að myndir í undirskriftum sé bannaðar, þá skal ég fjarlægja hana. En þá þarf sú regla líka að sjálfsögðu að gilda yfir allt og alla, og hentugast væri þá að gera myndir óvirkar í undirskriftum notenda.

Sent: Mán 21. Jún 2004 00:57
af kiddi
Það er ekki hægt að banna myndir sjálfvirkt í undirskriftum, svo hér með verður það opinbert:

Myndir í undirskriftum eru bannaðar.

Sent: Mán 21. Jún 2004 01:00
af hallihg
Þar hafiði það. Einnig geta stjórnendur líkt og Kiddi lært eitt af svona uppátækjum, eða þetta gerir fátt annað en gott því líkt og í þessu tilviki fjarlægði það allan vafa um myndir í undirskriftum. Eitt þarf þó að benda admins á, að það er ekki til neitt raunverulegt reglusafn á vaktinni og um notkunina á korkunum. Það þyrfti að bæta í náinni framtíð.

Sent: Mán 21. Jún 2004 01:22
af MezzUp
hallihg skrifaði:Kiddi, að þetta sé gróf mynd er einungis þitt álit. Er þér leyfilegt að breyta undirskriftum og texta eftir þínum eiginn geðþótta? Það þykja mér afar slæm vinnubrögð ef slíkt tíðkast á meðal stjórnenda á vaktinni.
bíddu bíddu! ef að við eigum ekki eftir að fara eftir okkar eigin áliti, eftir hverju eigum við þá að fara, efna til þjóðaratkvæðargreislu? (engar fastar reglur til, bara common sens á pro(non-bt) tölvunördaspjalli gilda hér(t.d. engar myndir)) :?
----------------------------------------------
hallihg skrifaði:Þessi undirskrift verður svona þangað til að ég sé skýra reglu um að það sé bannað að hafa mynd í undirskrift
MezzUp skrifaði:myndir eru bara því miður bannaðar í undirskrift
Bein óhlýðni á reglunni sem að ég sagði frá þarna? :evil:
----------------------------------------------
hallihg skrifaði:Þar til það gerist getur maður ekki annað gert en tekið þessum aðgerðum sem fordómum og einkennandi fyrir homophobic einstaklinga!
hmm, gæti ekki bara verið að við viljum ekki myndir í undirskrift? Sendi Panademic einusinni bréf um að myndir væru bannaðar í undirskrift, hann ásakaði mig ekki um að vera straightaphobic......... :roll:
'ann fór bara eftir því sem að stjórnandi sagði og fjarlægði myndina án þess að vera með væl

Sent: Mán 21. Jún 2004 01:30
af ErectuZ
Hvað með að fara að tala um upphafslegt málefni þráðsins?

Sent: Mán 21. Jún 2004 19:31
af Hlynzi

Sent: Mán 21. Jún 2004 19:36
af gumol
Svona næstum því já :)

Sent: Mán 21. Jún 2004 22:59
af hallihg
MezzUp ég sá bara hvergi að þú værir stjórnandi hérna, svo ég beið bara eftir formlegri reglu frá 'alvöru' admin. I just thought you were a MezzUp! Hey MezzUp, don't Mezz-it-Up! If you Mezz-this-Up MezzUp, i will Mezz-you-Up!

Sent: Mán 21. Jún 2004 23:08
af MezzUp
hallihg skrifaði:I just thought you were a MezzUp! Hey MezzUp, don't Mezz-it-Up! If you Mezz-this-Up MezzUp, i will Mezz-you-Up!
held að ég þurfi ekki að segja neitt...........

Sent: Mán 28. Jún 2004 02:54
af machinehead
Það er örugglega ekki skemmtinlegt að reyna að bæta einhverju við þesa tölvu...

Sent: Mán 28. Jún 2004 17:05
af Cicero
:roll:

Sent: Mán 28. Jún 2004 17:24
af Hlynzi
machinehead skrifaði:Það er örugglega ekki skemmtinlegt að reyna að bæta einhverju við þesa tölvu...
Ef þetta væru íslendingar, þá væri öruggt að þeir hefðu ekki hugsað svo langt.

Sent: Lau 03. Júl 2004 19:57
af CCR
Nokkuð fallegur kassi