Síða 2 af 2
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fim 05. Maí 2011 22:25
af atlih
kol for the win
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 00:01
af Jim
Það kemur betra bragð af kolum og þeim fylgir meiri stemning eeeen það er svo þægilegt að henda steik á gasgrill og sleppa við allt vesenið sem fylgir kolum.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 00:07
af rapport
Kol eru fyrir lambakjöt og pylsur, eitthvað sem þarf ekki að snöggsteikja...
Gas er fyrir naut, kjúkling og þykkar grísasneiðar...
Bara minn fílingur + maður setur ekki grillpizzu á kolagrill og kartöflurnar taka for ever...
En besta lambalæri ever er svona holugrillað úrbeinað læri "skáta" style...
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 02:30
af urban
Munurinn er ca 8 - 12 bjóarar.
Gas er fyrir venjulegt "föstudagskvöld" (eða það kvöld sem að þú grillar á)
semsagt, þegar að þú grillar bara til að fá grillkjöt.
þá opnaru einn öl þegar að þú kveikir á grillinu og opnar annan þegar að þú hendir kjötinu á og drekkur svo einn með matnum.
Kolin eru þegar að þú ert að grilla til þess að grilla, semsagt ekki til þess bara að borða grillkjöt.
þá ferðu (miðað við að borða um 7ish) út um hálf 5 og kveikir upp í grillinu. (og nei, ég er ekki að djóka, réttur hiti á kolagrilli hjá flestum er ca klukkutíma - 2 eftir að búið er að borða.)
og ert að sjálfsögðu búinn að opna einn öl áður.
á meðan að þú ert að brasa við að kveikja upp í kolunum (og til þess að gera þa að alvöru, þá notar maður stromp) þá opnaru bjór númer 2.
næsta ca klukkutímann þá er kíkt í spil með félögunum og verið að spekúlera í matnum um leið
og drukknir ca 3 - 4 bjórar.
nú, áður en farið er út að grilla, þá þarf auðvitað að græja allt áður, semsagt opna glænýjann bjór og fara með kjötið út.
ef að þú grillar einsog flestir íslendingar, þá stendur þú þarna úti, með sólheimaglott, töngina í annari og bjórinn í hinni, kjötið orðið skaðbrennt að utan, en líklegast hrátt að innan.
EN !!! bjór númer 2 frá því að grillun hófst er búinn !!!
þá er að öskra á félagann og segja honum að drulla sér út með annan öl handa kokkinum.
síðan er kjötið borið fram með alskyns dóti.
og auðvitað bjór.
og fljótlega upp úr því "sofnar" kokkurinn.
leið 1 er miklu fljótlegri, ódýrari og líklegast betri eldamennska ( þar sem að, þótt ótrúlegt sé, þá kunna flestir íslendingar ekki að grilla á kolum(reyndar ekki á gasi heldur))
leið númer 2 er miklu skemtilegri.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 09:43
af GuðjónR
Ég hef aldrei átt annað en gasgrill, hef ekki nennt fyrirhöfninni með kolin.
En mér finnst miklu bragðbetri matur af kolagrillinu, það er ekki spurning.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 10:30
af hsm
Á Íslandi er það "alltaf" gas grill hjá mér, nema kanski í útilegum. En í Danmörku er alltaf eldað með kol enda spilar veðrið þar líka mikið inní.
Það er fátt betra en að eyða deginum út í garði í steikjandi sól og blíðu með kalda(n) bjór(a) og góðan grillmat (kol) en það er því miður allt of sjaldan hægt hér heima.
En eins og urban segir þá er lang best að nota stromp þegar meður er að kveikja í kolunum, eiginlega bara nauðsinlegt þegar maður er búinn að prufa að nota það.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 10:32
af Daz
Ég er alltaf í veseni með strompinn, annaðhvort eru kolin svört, eða þau hrynja í sundur

Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 10:37
af hsm
Daz skrifaði:Ég er alltaf í veseni með strompinn, annaðhvort eru kolin svört, eða þau hrynja í sundur

Ef að þau hrynja í sundur þá hljóta kolin að vera ónýt eða orðin léleg.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 10:42
af Daz
hsm skrifaði:Daz skrifaði:Ég er alltaf í veseni með strompinn, annaðhvort eru kolin svört, eða þau hrynja í sundur

Ef að þau hrynja í sundur þá hljóta kolin að vera ónýt eða orðin léleg.
Gæti verið, ég hef alltaf bara haldið að þá séu þau orðin of heit.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 10:46
af kubbur
kolin eiga að verða orðin alveg grá þegar maður byrjar að elda...
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 11:23
af tema99
Er grænmetisæta borða ekki kjöt

Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 11:55
af beggi90
tema99 skrifaði:Er grænmetisæta borða ekki kjöt

Grillaður ananas er frábær...
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 12:05
af tema99
reyndar og sveppir með fyllingu

Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 12:19
af dori
beggi90 skrifaði:tema99 skrifaði:Er grænmetisæta borða ekki kjöt

Grillaður ananas er frábær...
Ananas er alltaf góður.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 12:56
af urban
tema99 skrifaði:Er grænmetisæta borða ekki kjöt

alveg hægt að grilla fleira en kjöt.
eða borðaru kannski ekki heldur fisk ?
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 13:03
af Frost
urban skrifaði:tema99 skrifaði:Er grænmetisæta borða ekki kjöt

alveg hægt að grilla fleira en kjöt.
eða borðaru kannski ekki heldur fisk ?
Tjah fiskur er nú flokkaður sem kjöt.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 13:06
af Daz
Ég rækta einmitt fisk í garðinum hjá mér. Reyndar bara túnfisk augljóslega.
Re: Gas eða Kol?
Sent: Fös 06. Maí 2011 19:12
af Black
I sell propane and propane accessories.
En klárlega Kolagrillið!, langbest
