Síða 2 af 8

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Lau 22. Jan 2011 17:29
af AntiTrust
Hvað varðar Magga Bess samlíkinguna þína, tjékkaðu á þessum gaur. Jim Cordova, All natural bodybuilder ;)

Mynd

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Lau 22. Jan 2011 17:31
af Pandemic
Hefur einhver af ykkur tekið meira en 103 í líffræði? Ég fór að skoða sumt af þessum fullyrðingum sem standa á heimasíðunum hjá fyrirtækjum á borð við Ultimate Nutrition og þær eru fullar af þvælu og við líffræðingarnir hérna á heimilinu (einn háskólamenntaður og ég amatör) erum eiginlega í sjokki.
Lets break it down, prótein samanstendur af amínósýrum sem eru í kringum 20 sem mannslíkaminn getur notað og þegar þú meltir mat sem inniheldur prótein þá er próteinið brotið niður í þessar grunneiningar(Aminósýrur) og raðað upp aftur í hinu ýmsu ferlum líkamans og til verða nothæf prótein fyrir líkamann. Eins og gefur að kynna þá getum við ekki tekið inn prótein frá plöntum eða öðrum dýrum og notað sem okkar eigin.
Þú ert einfaldlega ekkert að fá neitt betra eða verra prótein nema hvað varðar framleiðslugæði og hvaða önnur næringarefni er búið að sulla út í það.
Prótein er prótein og þú getur verið nánast 100% viss um að ef þú borðað próteinríkt fæði að þú fáir allar þær aminósýrur sem þú þarft.

Svo eru staðhæfingar eins og að vörurnar innihaldi Immunoglobulin A, lactoferrin og glycomacropeptide. Eitthvað sem breytir ekki nokkru máli fyrir okkur.

Ég bara get ekki séð hver munurinn er á öllum þessum prótein tegundum fyrir utan auka matvælin sem búið er að púðra út í þau.

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Lau 22. Jan 2011 17:37
af Godriel
Sustanon 250mg
Dianabol 10mg
og heavy mikið af kjöti og skyri

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Lau 22. Jan 2011 18:15
af AntiTrust
Þú ert einfaldlega ekkert að fá neitt betra eða verra prótein nema hvað varðar framleiðslugæði og hvaða önnur næringarefni er búið að sulla út í það.
Prótein er prótein og þú getur verið nánast 100% viss um að ef þú borðað próteinríkt fæði að þú fáir allar þær aminósýrur sem þú þarft.

Svo eru staðhæfingar eins og að vörurnar innihaldi Immunoglobulin A, lactoferrin og glycomacropeptide. Eitthvað sem breytir ekki nokkru máli fyrir okkur.

Ég bara get ekki séð hver munurinn er á öllum þessum prótein tegundum fyrir utan auka matvælin sem búið er að púðra út í þau.


Tjah, þú ert að horfa á þetta frá pínu þröngsýnu sjónarhorni. Það eru ýmsar rannsóknir sem benda til mismunandi áhrifa og eiginleika prótíns unnið úr mysu, soja eða casein. Líkaminn okkar er t.d. lengur að vinna úr casein prótíni og því sniðugt að taka slíkt fyrir svefn, þar sem líkaminn fær litla prótín skammta yfir nóttina.

Þetta er líka spurning um hversu hreint prótínið er, þeas hversu mikið prótínhlutfall er í per skammt og hversu mikið af þeim skammti líkaminn getur nýtt í vöðvabyggingu og flr. Immunoglobulin A, lactoferrin og glycomacropeptide eru nokkur af þeim efnum sem byggja upp það sem við köllum mysuprótín. Mörg af þessum efnum eru í svo litlum hlutföllum að þau skipta okkur engu máli, en það er akkúrat pointið. Því minna af sumum af þessum efnum, t.d. lactoferrin, því betra.

Þetta snýst heldur ekkert um það að fá nógu mikið prótín. Það er lítið mál að ná 1.5-2gr prótín per kg af prótíni úr mat - vandamálið liggur hinsvegar í matnum. Það er erfitt að ná tilætluðum prótínskammt úr mat án þess að fara yfir æskilegan dagsskammt af fitu og kolvetnum. Það er talsvert bragðbetra, auðveldara og ódýrara að slátra einum low-carb, low-fat prótínshake á milli mála og beint eftir æfingar, heldur en skinnlausri, ókryddaðri kjúklingabringu.

Munurinn á milli framleiðanda liggur oft ekki í mikið meiru en viðbættum fæðubótarefnum og bragði, og bragð og bragðtegundir geta skipt öllu þegar kemur að því að velja prótín. Þegar þú ert að kaupa þér prótíndúnka fyrir fleiri þúsundir, sem þú étur 2-3x, á dag þá er vont bragð nóg til að fokka upp matarplaninu hjá þér.

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Lau 22. Jan 2011 22:29
af Raidmax
Sveri whey Protein
Sveri Kre-alkalín

http://www.sveri.is

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Lau 22. Jan 2011 22:43
af CendenZ
Þegar ég var í fantagóðu formi keypti ég mér prótein frá bandaríkjunum, hreint prótein án bragðefna.
Man ekki hvað síðan hét, en það var ódýrasta gæða próteinið sem maður komst í. Whey og Casein (Á þeim tíma)

Það var snilld, ekkert nema 100% protein og settir það útí mjólk, vatn með kool-aid you name it :lol:

Svo bara... hætti þessi 3 árum seinna.. fór úr 86 kg 8% Bf upp í 104 kg og var 26%
Núna er ég að komast aftur í gott form, 84 kg og er um 16% BF skv. síðustu mælingu :8)

Ef ég man hvað síðan hét, skal ég pósta urlinu. Þetta var snilld... margfalt ódýrara prótein og í þvílíkum dunkum!

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Lau 22. Jan 2011 23:40
af vesley
CendenZ skrifaði:Þegar ég var í fantagóðu formi keypti ég mér prótein frá bandaríkjunum, hreint prótein án bragðefna.
Man ekki hvað síðan hét, en það var ódýrasta gæða próteinið sem maður komst í. Whey og Casein (Á þeim tíma)

Það var snilld, ekkert nema 100% protein og settir það útí mjólk, vatn með kool-aid you name it :lol:

Svo bara... hætti þessi 3 árum seinna.. fór úr 86 kg 8% Bf upp í 104 kg og var 26%
Núna er ég að komast aftur í gott form, 84 kg og er um 16% BF skv. síðustu mælingu :8)

Ef ég man hvað síðan hét, skal ég pósta urlinu. Þetta var snilld... margfalt ódýrara prótein og í þvílíkum dunkum!



Hættir að lyfta en hélst forminu í að éta :lol:

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 00:26
af rapport
Eina sem mér hefur verið sagt er að það er mun betra fyrir líkamann að fá peptíð en prótein ef verið er að sulla þessu í sig drykkjum.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það...

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 06:08
af Gerbill
Hollar fitusýrur, fjölvítamín, whey protein og ég er frekar góður.
Kannski einhverja kolvetnablöndu til að sötra á æfingu ef ég er á langri æfingu (klst+)

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 11:48
af Tiger
Fyrir mig hefur virkað best að borða hollan mat (Hafragraut, skyr, ávexti, kjöt og grænmeti), cutta í burtu allt gos og nammi (þið trúið ekki hvað er mikill viðbjóður í gosi fyrr en þið horfið á myndbandið sem kom hérna inn á Vaktina fyrir nokkrum mánuðum og var mikil hvatning fyrri mig, skal setja linkinn í lokinn). Frá áramótum hef ég æft 7 sinnum í viku og ég tek c.a. 1-2 skammta af 30gr af mysupróteini yfir miðjan daginn og rest úr mat. Tek Animal Pakk á morgnana og Animal Stak fyrir æfingu.

Án gríns, ef þið eruð húkked á gosi eins og ég var (drakk lágmark 2l á dag) þá skuluð þið eyða 90 mínútum af ævi ykkar í að horfa á þetta myndband.

http://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 11:52
af Godriel
Snuddi skrifaði:Fyrir mig hefur virkað best að borða hollan mat (Hafragraut, skyr, ávexti, kjöt og grænmeti), cutta í burtu allt gos og nammi (þið trúið ekki hvað er mikill viðbjóður í gosi fyrr en þið horfið á myndbandið sem kom hérna inn á Vaktina fyrir nokkrum mánuðum og var mikil hvatning fyrri mig, skal setja linkinn í lokinn). Frá áramótum hef ég æft 7 sinnum í viku og ég tek c.a. 1-2 skammta af 30gr af mysupróteini yfir miðjan daginn og rest úr mat. Tek Animal Pakk á morgnana og Animal Stak fyrir æfingu.

Án gríns, ef þið eruð húkked á gosi eins og ég var (drakk lágmark 2l á dag) þá skuluð þið eyða 90 mínútum af ævi ykkar í að horfa á þetta myndband.

http://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM


Fólk sem borðar ekki sykur verður ekkert eldra en við hin, það lítur bara út fyrir að vera það :P Sykur er góður, og svo áttu líka bara að hreyfa þig eftir því hvað þú borðar, eða borða eftir því sem þú hreyfir þig

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 12:33
af blitz
Túnfiskur og kotasæla

fml

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 14:09
af rapport
Snuddi skrifaði:Fyrir mig hefur virkað best að borða hollan mat (Hafragraut, skyr, ávexti, kjöt og grænmeti), cutta í burtu allt gos og nammi (þið trúið ekki hvað er mikill viðbjóður í gosi fyrr en þið horfið á myndbandið sem kom hérna inn á Vaktina fyrir nokkrum mánuðum og var mikil hvatning fyrri mig, skal setja linkinn í lokinn). Frá áramótum hef ég æft 7 sinnum í viku og ég tek c.a. 1-2 skammta af 30gr af mysupróteini yfir miðjan daginn og rest úr mat. Tek Animal Pakk á morgnana og Animal Stak fyrir æfingu.

Án gríns, ef þið eruð húkked á gosi eins og ég var (drakk lágmark 2l á dag) þá skuluð þið eyða 90 mínútum af ævi ykkar í að horfa á þetta myndband.

http://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM


Fólk kann sér ekki takmörk...

Foreldrar mínir keyptu ekki gos nema á jólunum, páskum og þegar það var afmæli.

Ég held að það sé til gos á mínu heimili 360 daga á ári en ég er samt farinn að taka á magninu.

Maður trúir svona semi á þetta þar til maður sér hvernig eitt glas af kóki og kökusneið breytir litla góða barninu manns sem alltaf er þægt og gott í Old Yeller í barnaafmælum.

Þetta getur einfaldlega ekki verið hollt... og hvað þá að gera þetta á hverjum degi bróðurpartinn af deginum...

Hef ekki tíma í allt videoið en ég vissi t.d. ekki af þessu salti í gosi...

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 14:28
af SIKk
hætti að drekka gos. virkar vel fyrir mig :o

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 14:35
af Gúrú
rapport skrifaði:Maður trúir svona semi á þetta þar til maður sér hvernig eitt glas af kóki og kökusneið breytir litla góða barninu manns sem alltaf er þægt og gott í Old Yeller í barnaafmælum.


Insider tip: Það er barnaafmælið sem hefur þau áhrif, ekki sykurinn í kókinu né kökusneiðinni, löngu búið að afsanna þá mýtu með double-blind studies. ;)

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 14:42
af Eiiki
Gúrú skrifaði:
rapport skrifaði:Maður trúir svona semi á þetta þar til maður sér hvernig eitt glas af kóki og kökusneið breytir litla góða barninu manns sem alltaf er þægt og gott í Old Yeller í barnaafmælum.


Insider tip: Það er barnaafmælið sem hefur þau áhrif, ekki sykurinn í kókinu né kökusneiðinni, löngu búið að afsanna þá mýtu með double-blind studies. ;)

](*,)

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 14:44
af Gúrú
Eiiki skrifaði: ](*,)

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1 ... x/abstract

Skil þetta eftir hérna og hleyp í burtu. :)

(Og þetta ef að þið eruð ekki með áskrift)

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 22:42
af Nothing
rapport skrifaði:
Snuddi skrifaði:Fyrir mig hefur virkað best að borða hollan mat (Hafragraut, skyr, ávexti, kjöt og grænmeti), cutta í burtu allt gos og nammi (þið trúið ekki hvað er mikill viðbjóður í gosi fyrr en þið horfið á myndbandið sem kom hérna inn á Vaktina fyrir nokkrum mánuðum og var mikil hvatning fyrri mig, skal setja linkinn í lokinn). Frá áramótum hef ég æft 7 sinnum í viku og ég tek c.a. 1-2 skammta af 30gr af mysupróteini yfir miðjan daginn og rest úr mat. Tek Animal Pakk á morgnana og Animal Stak fyrir æfingu.

Án gríns, ef þið eruð húkked á gosi eins og ég var (drakk lágmark 2l á dag) þá skuluð þið eyða 90 mínútum af ævi ykkar í að horfa á þetta myndband.

http://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM


Fólk kann sér ekki takmörk...

Foreldrar mínir keyptu ekki gos nema á jólunum, páskum og þegar það var afmæli.

Ég held að það sé til gos á mínu heimili 360 daga á ári en ég er samt farinn að taka á magninu.

Maður trúir svona semi á þetta þar til maður sér hvernig eitt glas af kóki og kökusneið breytir litla góða barninu manns sem alltaf er þægt og gott í Old Yeller í barnaafmælum.

Þetta getur einfaldlega ekki verið hollt... og hvað þá að gera þetta á hverjum degi bróðurpartinn af deginum...

Hef ekki tíma í allt videoið en ég vissi t.d. ekki af þessu salti í gosi...


Flestir kunna sér takmörk, takmörkin eru bara misjöfn eftir fólki.

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 22:48
af SolidFeather

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Sun 23. Jan 2011 23:02
af littli-Jake
Pandemic skrifaði:Hefur einhver af ykkur tekið meira en 103 í líffræði? Ég fór að skoða sumt af þessum fullyrðingum sem standa á heimasíðunum hjá fyrirtækjum á borð við Ultimate Nutrition og þær eru fullar af þvælu og við líffræðingarnir hérna á heimilinu (einn háskólamenntaður og ég amatör) erum eiginlega í sjokki.
Lets break it down, prótein samanstendur af amínósýrum sem eru í kringum 20 sem mannslíkaminn getur notað og þegar þú meltir mat sem inniheldur prótein þá er próteinið brotið niður í þessar grunneiningar(Aminósýrur) og raðað upp aftur í hinu ýmsu ferlum líkamans og til verða nothæf prótein fyrir líkamann. Eins og gefur að kynna þá getum við ekki tekið inn prótein frá plöntum eða öðrum dýrum og notað sem okkar eigin.
Þú ert einfaldlega ekkert að fá neitt betra eða verra prótein nema hvað varðar framleiðslugæði og hvaða önnur næringarefni er búið að sulla út í það.
Prótein er prótein og þú getur verið nánast 100% viss um að ef þú borðað próteinríkt fæði að þú fáir allar þær aminósýrur sem þú þarft.

Svo eru staðhæfingar eins og að vörurnar innihaldi Immunoglobulin A, lactoferrin og glycomacropeptide. Eitthvað sem breytir ekki nokkru máli fyrir okkur.

Ég bara get ekki séð hver munurinn er á öllum þessum prótein tegundum fyrir utan auka matvælin sem búið er að púðra út í þau.


Loksins einhver sem virkilega "skilur efnin". væri flott ef þú mundir taka segjum 2-3 "mismunandi" protín og setja það upp fyrir okkur á mannamáli hvað þetta í raun og veru er

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Mán 24. Jan 2011 00:18
af ViktorS

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Mán 24. Jan 2011 00:43
af SolidFeather
ViktorS skrifaði:http://sportlif.is/V%C3%B6rur/Icelandic/Brennsluefni/Fit_Effeckt_120_belgir

Er eitthvað vit í að nota svona?



Nei.

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Mán 24. Jan 2011 00:56
af AntiTrust
SolidFeather skrifaði:
ViktorS skrifaði:http://sportlif.is/V%C3%B6rur/Icelandic/Brennsluefni/Fit_Effeckt_120_belgir

Er eitthvað vit í að nota svona?



Nei.


Hefuru e-ð fyrir þér með þessu mjög svo einfalda svari? Kynnt þér efnin í þessu eða prufað sjálfur og hefur reynslu af?

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Mán 24. Jan 2011 01:01
af Zpand3x
Hef testað smá EAS svona eitthvað miðlungsprótín og svo eitthvað mysuprótín og síðast keypti ég ódýrasta prótínið í Hreysti, "Hypermass 3000" eða eitthvað álíka :P.. Þetta er allt sami skíturinn fyrir mér, er náttúrulega ekkert að bodybuilda. Bara halda í sixpackinn og kassann sem ég vann mér inn í fimleikum í denn :P
Hinsvegar er ég nýbúinn að fjárfesta í svona blandara og er að boosta mig.
Fyrir skólann fær maður sér:
1/2 dolla óhrærtskyr + 8 frosin jarðaber + 1 banani + þynna með vatni eða brassa
og eftir æfingu tekur maður það sama nema bætir 1 - 2 eggjum útí :P Rocky style :P

Re: [Ræktin] Hvaða fæðubótarefni notið þið?

Sent: Mán 24. Jan 2011 08:17
af ulvur
ég reyni að borða sem minnst af þessu drasli, en stundum hef ég ekki tíma til að útbúa mér mat og fæ mér próteindrykk