-Losnaði við bólurnar sem hefðu átt að vera löngu farnar með hjálp Decutan
-Drakk ekki fyrstu 6 mánuði ársins
-Fór til New York m/ Pabba í feðgaferð sem gleymist seint
-Bauð konunni í suprise ferð til Amsterdam á afmælinu hennar
-Sá rauða hverfið í Amsterdam loksins

-Reykti í fyrsta skipti gras (aldrei neytt tóbaks á ævi minni) þannig þetta atriði gekk ekki vel, kom ekki reyknum ofan í mig heldur hóstaði bara og gafst upp
-Fór til Spánar í 2 vikur með konunni
-Fékk mér nýja tölvu eftir 4 ár á sömu tölvunni
-Fékk iPhone 4
-Keypti mér annan skjá svo ég gæti loksins dual-screenað
-Byrjaði í ræktinni í fyrsta skipti af alvöru, fékk mér einkaþjálfara til að byrja með og tókst að þyngjast um 8kg á 2 mánuðum og byrjaði að líða mun betur á alla vegu
Fannst þetta tiltölulega leiðinlegt ár, en þegar ég setti upp þennan lista sá ég að margt skemmtilegt gerðist. Það voru samt eins og gerist jafn margar niðursveiflur, ef ekki fleiri, en uppsveiflurnar en það er ekki gaman að minnast þeirra.
Gleðilegt ár allir saman, og vona að 2011 verði gott.