mandrake
Jú, það síðar nefnda hefur það fram yfir fyrra "human research" Eitthvað sem GNU menn virðast aldrei ætla að skilja. Microsoft hafa menn eins og apa í búri og gera tilraunir á þeim.
Þarfir meðal notenda: Tölvur eiga að skilja hvað ég vil á sem skemmstum tíma, hlutir eiga að útskýra sig sjálfir og á ég að geta bjargað mér áfram án þess að þurfa að grafa djúpt í leiðarvísirin og fikta. Sjálfvirkni ætti að vera eitt af aðal markmiðum Microsoft með næstu kerfum svo ég geti einbeitt mér að viðskiptunum í stað fikts.
Séð frá hlið GNU notenda: RTFM, tölvur eiga ekki að gera hlutina fyrir þig, þú átt að gera hlutina fyrir tölvuna.
Microsoft og önnur fyrirtæki reyna að sinna þörfum viðskiptavina sinna eða reyna að búa til nýjar (gervi)þarfir hjá viðskiptavinum sínum.
GNU menn gera flestir kerfin eingöngu með sínar eigin þarfir í huga og er nákvæmlega sama um hvað öðrum finnst, ef þú getur ekki sætt þig við mínar aðferðir þá getur þú átt þig, ég fer ekki að breyta mínum vinnuháttum til að þjóna markaðnum- almenningur er með vitsmuni langt fyrir neðan mína og ef þeir nenna ekki að eyða tíma í það að gera hlutina sjálfir geta þeir átt sig.
Þarfir meðal notenda: Tölvur eiga að skilja hvað ég vil á sem skemmstum tíma, hlutir eiga að útskýra sig sjálfir og á ég að geta bjargað mér áfram án þess að þurfa að grafa djúpt í leiðarvísirin og fikta. Sjálfvirkni ætti að vera eitt af aðal markmiðum Microsoft með næstu kerfum svo ég geti einbeitt mér að viðskiptunum í stað fikts.
Séð frá hlið GNU notenda: RTFM, tölvur eiga ekki að gera hlutina fyrir þig, þú átt að gera hlutina fyrir tölvuna.
Microsoft og önnur fyrirtæki reyna að sinna þörfum viðskiptavina sinna eða reyna að búa til nýjar (gervi)þarfir hjá viðskiptavinum sínum.
GNU menn gera flestir kerfin eingöngu með sínar eigin þarfir í huga og er nákvæmlega sama um hvað öðrum finnst, ef þú getur ekki sætt þig við mínar aðferðir þá getur þú átt þig, ég fer ekki að breyta mínum vinnuháttum til að þjóna markaðnum- almenningur er með vitsmuni langt fyrir neðan mína og ef þeir nenna ekki að eyða tíma í það að gera hlutina sjálfir geta þeir átt sig.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
IceCaveman skrifaði:GNU menn gera flestir kerfin eingöngu með sínar eigin þarfir í huga og er nákvæmlega sama um hvað öðrum finnst, ef þú getur ekki sætt þig við mínar aðferðir þá getur þú átt þig, ég fer ekki að breyta mínum vinnuháttum til að þjóna markaðnum- almenningur er með vitsmuni langt fyrir neðan mína og ef þeir nenna ekki að eyða tíma í það að gera hlutina sjálfir geta þeir átt sig.
Þótt Windows sé notendavænna en GNU/Linux getur ekki sagt svona. Flestir ef ekki allir sem búa til forrit fyrir linux í þeim tilgangi að dreifa þeim reina að gera þau þannig að þau þjóni sem flestum, nema nátturlega þeir séu að gera forrit fyrir eitthvað ákveðið verk og engöngu þess verks.
Commercial vs. non-commercial þú ferð ekki að forrita eða gefa frá þér hellings vinnu í eitthvað verkefni sem þú munt ekki njóta góðs af og þjónar engum tilgangi fyrir þig - nema það sé til góðgerðarmála og ég efa að þið teljið að forrita "bloatware" eins og þið munduð kalla það teldist til góðgerðarmála. Það sem GNU menn kalla venjulega bloatware er venjulega features í augum venjulegara notenda. Æ ég nenni ekki að forrita þetta best að kalla þetta bloatware og tröllast aðeins.
Halanegri skrifaðu fyrir ríkan mann til að skipuleggja sokkana hans eða finndu einhvern GNU mann sem væri til í að gera það ókeypis. Þetta er auðvitað fáranlegt dæmi en segjum svo að einhver vilji fá svona forrit þá eru engar líkur að einhver fari bara að skrifa það fyrir hann og gefa honum það ef höfundurin hefur ekkert við það að gera. En ef ríki maðurin myndi borga einhverjum til að gera það þá væri því engin fyrirstaða.
Reynið frekar að koma með rök fyrir því að GNU menn séu ekki að forrita fyrir sjálfa sig heldur aðra.
Reynið frekar að koma með rök fyrir því að GNU menn séu ekki að forrita fyrir sjálfa sig heldur aðra.
-
- Græningi
- Póstar: 37
- Skráði sig: Þri 13. Apr 2004 16:44
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Að einhver vogi sér að fullyrða svona yfir GNU/FSF verður að teljast stórfurðulegt og er það augljóst að IceCaveman hefur bara ekki hugmynd hvað GNU er!
GNU er í dag aðalega hagsmunasamtök, og er í rauninni það sama og FSF. FSF gefur út fjöldan allan af leyfum í dag, t.d. GPL, LGPL, GFDL etc, og sér til þess að stórfyrirtæki fari eftir þessum leyfum.
Þau forrit sem GNU sér um að þróa eru aðalega kerfistengd, forrit sem þurfa ekki að hafa userfriendly frotenda með stórum tökkum einfaldlega vegna þess að hinn venjulegi notandi hefur ekkert með það að gera. GRUB er bootloader, þú sem notandi þarft sjaldan að hugsa um bootloaderinn þinn (og segðu mér, hvernig breytirðu bootloader stillingum í Windows? Er það gert með einhverjum GUI frontend, eða er þetta kannski eitt af því sem MS menn vilja ekki að þú snertir?). GRUB er GPL-licensed bootloader, og er merkt sem "GNU" verkefni einfaldlega vegna þess að sú ákvörðun hefur verið tekin að þessi bootloader verði hinn venjulegi bootloader í GNU/Hurd kerfinu. Það eru til GUI frontendar á GRUB, þeir eru bara ótengdir GRUB verkefninu sjálfu. Og er það ekki gott? Ég held það einfaldega vegna þess að þá eru forritararnir sem vinna að GRUB að hugsa um það að kjarninn sjálfur, bootloaderinn, virki fullkomnlega og virki með sem flestum stýrikerfum, þeir eru ekki að hugsa um GUI frontenda einfaldlega vegna þess að það er ekki inni í þeirra verkahring.
Annað,
Emacs er skilgreiningin á GNU verkefni, enda hóf RMS þróun þess nokkru áður (um ári) áður en hann hóf GNU verkefnið. Emacs er ritill, eða frekar svona next-generation ritill, ekki nóg með að þú getir skrifað í Emacs geturðu líka farið á irkið, skoðað vefsíður, sent tölvupóst etc. enda er til í kringum Emacs eiginlega sér forritunarmál, LiSP. Emacs er hannað með notandan í huga..en það er líka ætlast til þess að ef þú ætlar þér að nota Emacs sem þitt aðalvinnuforrit, þá lærir þú á það og ekki er það óeðlileg krafa..
Hvernig útskýirðu verkefni eins og Gnome eða KDE? Þessi verkefni snúast um það að búa til desktop sem virka fyrir Jón Jónsson og ég tel að þeim hafi heppnast það ágætlega.
Ekki skíta út GNU nema þú vitir hvað GNU er. GNU, og þar með FSF, er í dag meira kynningarfélag, áróðursfélag líkt og OSI. Forritarar sem vinna að stórum verkefnum vinna svo saman í hóp, eins og t.d. KDE, Gnome, Linux (kernelinn þá) etc.
Kveðja,
Ómar K.
GNU er í dag aðalega hagsmunasamtök, og er í rauninni það sama og FSF. FSF gefur út fjöldan allan af leyfum í dag, t.d. GPL, LGPL, GFDL etc, og sér til þess að stórfyrirtæki fari eftir þessum leyfum.
Þau forrit sem GNU sér um að þróa eru aðalega kerfistengd, forrit sem þurfa ekki að hafa userfriendly frotenda með stórum tökkum einfaldlega vegna þess að hinn venjulegi notandi hefur ekkert með það að gera. GRUB er bootloader, þú sem notandi þarft sjaldan að hugsa um bootloaderinn þinn (og segðu mér, hvernig breytirðu bootloader stillingum í Windows? Er það gert með einhverjum GUI frontend, eða er þetta kannski eitt af því sem MS menn vilja ekki að þú snertir?). GRUB er GPL-licensed bootloader, og er merkt sem "GNU" verkefni einfaldlega vegna þess að sú ákvörðun hefur verið tekin að þessi bootloader verði hinn venjulegi bootloader í GNU/Hurd kerfinu. Það eru til GUI frontendar á GRUB, þeir eru bara ótengdir GRUB verkefninu sjálfu. Og er það ekki gott? Ég held það einfaldega vegna þess að þá eru forritararnir sem vinna að GRUB að hugsa um það að kjarninn sjálfur, bootloaderinn, virki fullkomnlega og virki með sem flestum stýrikerfum, þeir eru ekki að hugsa um GUI frontenda einfaldlega vegna þess að það er ekki inni í þeirra verkahring.
Annað,
Emacs er skilgreiningin á GNU verkefni, enda hóf RMS þróun þess nokkru áður (um ári) áður en hann hóf GNU verkefnið. Emacs er ritill, eða frekar svona next-generation ritill, ekki nóg með að þú getir skrifað í Emacs geturðu líka farið á irkið, skoðað vefsíður, sent tölvupóst etc. enda er til í kringum Emacs eiginlega sér forritunarmál, LiSP. Emacs er hannað með notandan í huga..en það er líka ætlast til þess að ef þú ætlar þér að nota Emacs sem þitt aðalvinnuforrit, þá lærir þú á það og ekki er það óeðlileg krafa..
Hvernig útskýirðu verkefni eins og Gnome eða KDE? Þessi verkefni snúast um það að búa til desktop sem virka fyrir Jón Jónsson og ég tel að þeim hafi heppnast það ágætlega.
Ekki skíta út GNU nema þú vitir hvað GNU er. GNU, og þar með FSF, er í dag meira kynningarfélag, áróðursfélag líkt og OSI. Forritarar sem vinna að stórum verkefnum vinna svo saman í hóp, eins og t.d. KDE, Gnome, Linux (kernelinn þá) etc.
Kveðja,
Ómar K.
Free as in Freedom