Danni V8 skrifaði:Ég sagði nei við pollinu, þrátt fyrir að það var búið að breyta þessu áður en ég tók eftir þræðinum.
En mér finnst þetta vera skref á ranga átt að breyta þessu til baka, ég ætla þó ekki að gerast svo dramatískur að yfirgefa spjallið vegna þessa.
Ég fór að gamni mínu aðeins smá óformlega könnun og skoðaði þá sem sögðu já við þessari spurningu í svari í þessum þræði. Ég sá það að meiri hlutinn af þeim er með annað hvort "Til Sölu" eða "Óskast" í Most active forum. Ég get að sjálfsögðu ekkert sagt um það hvort það er sama sagan með meirihlutan af þeim sem kusu. Ég held að það eru hlutfallslega fleyri sem skrá sig inn á þessa síðu til þess að selja hluti en til þess að vera á síðunni og taka þátt í umræðunum, þess vegna get ég ekki sjálfur tekið mark á þessari könnun þar sem þeri sem nota að mestu söluflokkana hérna munu auðvitað vilja hafa þá efst á síðunni. Mín skoðun er sú að það er verið að gera þessa síðu betri fyrir þennan hóp en þá sem vilja koma hingað inn að spjalla um áhugamálið sitt. En svona er pólítíkin, meirihlutinn ræður og minnihlutinn þarf bara að sætta sig við verri spjallsíðu en þetta var fyrir tveim dögum síðan.
Þeir sem nota þetta til að versla kjósa já, þeir sem nota þetta ekki til að versla kjósa nei (gildir vissulega ekki um alla).
Þetta passar alveg við mig, ég hef notað þessa síðu ágætlega til þess að kaupa/selja og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég kom hingað til að byrja með. Þessvegna fannst mér að það ætti ekkert að vera að breyta þessu + auglýsingarnar sjást mun betur. Sem er ágætt því eins og með mig þá kemur það fyrir að ég sé kannski eitthvað sem mig langar í en langaði ekkert í eða pældi ekkert í að uppfæra fyrr en ég sá einhvern auglýsa það til sölu. Ég sé þá í virkum umræðum því ég fór ekki í söluflokkinn því mig "vantaði" ekkert.
Ég er hinsvegar búinn að vera að hugsa aðeins út í þetta og mér finnst að söluþræðirnir eigi ekki alveg heima í virkum umræðum. Það er einfaldlega of mikið af þeim. Þetta var fínt á sínum tíma enda mun minna um þá en núna finnst mér að það ætti að reyna að redda þessu einhvernvegin öðruvísi. Eins og með því að hafa það valmöguleika um hvort söluflokkarnir sjáist í virkum umræðum eða ekki.
Væri ekki hægt að breyta bara aðeins systeminu sem er í gangi núna með "VIRKAR UMRÆÐUR | SJÁ ALLAR" valmöguleikana? Þannig að þeir sem vilja sjá söluflokkana fá alltaf "allar" umræður þegar þeir koma á spjallið en hinir myndu sjá allt án þeirra. Ég veit nú vissulega ekkert hvernig þetta væri gert enda bara hugmynd.
Annars er líka flott að hafa virkar umræður og virkar sölu umræður hlið við hlið eins og talað var um. Eða hafa annan "virkar umræður" kassa fyrir ofan markaðshlutann sem væri þá bara með hlutum þaðan.