Síða 2 af 5

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 16:54
af Gúrú
Frost skrifaði:Ég er orðinn virkilega þreyttur á þessu internet veseni! :evil:
Þú býrð á eyju ;)

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 17:01
af Victordp
AntiTrust skrifaði:Quit the forum, passa vel við?

Pirrar mig svo mikið að það liggur við að maður láti af því. Hugsa að þetta sé í eina og líklegast fyrsta skiptið sem ég kem með e-ð annað en hjálp eða facts hingað inná.

Drengur sem vælir um að geta ekki spilað CSS eða skoðað 30sek youtube clips í e-rja klukkutíma, og þar af geti hann ekki "GERT NEITT!!!" er fátt annað en spaugilegt.
það sem eg meinti með að geta ekkert gert neitt er að það sem ég geri á netinu er að spila leiki, surfa netið og youtube. Og alltaf af þessu sem ég geri er ekki hægt útaf þessu drasl neti og er mjög spældur.
PEAC OUT.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 17:06
af Frost
Gúrú skrifaði:
Frost skrifaði:Ég er orðinn virkilega þreyttur á þessu internet veseni! :evil:
Þú býrð á eyju ;)
Bah eyja smeyja :D

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 18:05
af axyne
fer rosalega í taugarnar á mér að t.d vodafone setji ekki tilkynningu a heimasíðuna hjá sér að sæstrengur sé rofinn.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 18:13
af Victordp
axyne skrifaði:fer rosalega í taugarnar á mér að t.d vodafone setji ekki tilkynningu a heimasíðuna hjá sér að sæstrengur sé rofinn.
satt !

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 19:06
af hagur
axyne skrifaði:fer rosalega í taugarnar á mér að t.d vodafone setji ekki tilkynningu a heimasíðuna hjá sér að sæstrengur sé rofinn.
Mikið er ég sammála þar.

Þeir virðast frekar vilja taka 263 símtöl frá pirruðum viðskiptavinum og segja þeim öllum það nákvæmlega sama.

Ég spurði kunningja minn hjá Vodafone einu sinni afhverju þeir settu aldrei slíkar tilkynningar á vefinn hjá sér, hann vildi meina að það væri ekki gert vegna þess að "það kæmi svo illa út fyrir þá".

Fáránleg ástæða ef satt er.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 19:32
af MatroX
en hefur enginn prufað að hringja og fengði staðfestingu um þetta? þar sem þetta kemur hvergi fram nema hérna að hann sé slitinn

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 20:39
af everdark
AntiTrust skrifaði:
Victordp skrifaði:
Glazier skrifaði:Kannski búið að cappa þig ?
Er með 80GB og mánuðurinn er nýbyrjaður þannig finnst það ólíklegt
andr1g skrifaði:Danice er slitinn.
Haldið þið að þetta taki langan tíma að laga er KLUKKUTIMA AÐ LODA MYNDBANDI Á YOUTUBE, get ekki spilað CSS get ekki gert NEITT
Búfokking hú. Getur ekki spilað CS eða horft á 2m vídjóclips og allt í fokki?

Djöfuls væl.
Hann er að borga fyrir þjónustu, hvað er óeðlilegt við það að kvarta yfir því að sú þjónusta sé ekki að skila sér að fullu?

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 20:46
af Gúrú
everdark skrifaði:Hann er að borga fyrir þjónustu, hvað er óeðlilegt við það að kvarta yfir því að sú þjónusta sé ekki að skila sér að fullu?
Það að við búum á eyju, það að það er ekki á valdi símaþjónustunnar þegar að þeirra tengingar slitna, það að símaþjónustan getur ekki ábyrgst 24/7 tengingu á 100% hraða.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 20:51
af chaplin
http://www.southparkstudios.com/episodes/166179" onclick="window.open(this.href);return false;

/thread

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 20:52
af Lexxinn
Victordp skrifaði:ERTU AÐ GRINAST I MER.
Ég er 30 min að loda 30 sec YT myndband :(, get ekki spila tölvuleiki, get ekki downlodað, var déskotans 1 tíma að downloda rar file með 5 css demoum sem ég er vanalega 10 sec að downloda, hvað gerðist eiginlega ? - eða er þetta bara ég ?
Er það satt að þessi sæstrengur hafi slitnað aftur - ef svo hvað er lengi að laga þetta ?
Vodafone?

er með vodafone hér og allt búið að vera í fokki seinustu 2 vikur

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 21:16
af g0tlife
vá, netið fer í smá tíma og það er bara komið kaos. Hvernig væri að kíkja aðeins út ?

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 21:22
af Gúrú
gotlife skrifaði:vá, netið fer í smá tíma og það er bara komið kaos. Hvernig væri að kíkja aðeins út ?
Correction: Netið fer í 20% hraða til útlanda í smá tíma og allt er komið í blóðbað.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 22:01
af Hargo
Hahahaha! Snilld :lol:

"There's no internet to find out why there's no internet!"

En annars væri ágætt ef Vodafone og aðrir ISP-ar myndu allavega setja tilkynningu á heimasíðuna sína um svona vandamál. Skil vel að þetta er ekki á þeirra valdi en fyrst maður borgar fyrir ákveðna þjónustu þá er nú allt í lagi að láta mann vita ef það eru einhverjar óviðráðanlegar aðstæður sem hafa áhrif á hana, sérstaklega ef þetta er viðvarandi í einhvern tíma. Já eða í það minnsta setja tilkynningu á síðuna og minna fólk á að það býr á eyju... 8-[

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 22:05
af Frost
Er ég eitthvað búinn að missa úr? Hvað er verið að meina með /thread? :P

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 22:06
af Gúrú
Frost skrifaði:
Er ég eitthvað búinn að missa úr? Hvað er verið að meina með /thread? :P
Að innleggið hafi, eða hafi nokkurnveginn endað þráðinn með glæsileika sínum.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Fös 05. Mar 2010 22:08
af Frost
Gúrú skrifaði:
Frost skrifaði:
Er ég eitthvað búinn að missa úr? Hvað er verið að meina með /thread? :P
Að innleggið hafi, eða hafi nokkurnveginn endað þráðinn með glæsileika sínum.
Já ok :D

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Lau 06. Mar 2010 00:20
af Danni V8
Ég er nú með internet tengingu hjá Vodafone sem hefur staðið sig vel til þessa.

En núna er ég með alveg hræðilegan download hraða til útlanda.

Hraðinn innanlands:
Mynd

Hraðinn utanlands:
Mynd
Mynd

Það er ekki verið að cappa mig og það er ekkert torrent í gangi eða neitt annað download.

Er einhver annar hérna með ADSL hjá Vodafone og sama vandamál?

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Lau 06. Mar 2010 00:29
af axyne
ég er hjá Vodafone, er að lenda í þessu sama.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Lau 06. Mar 2010 00:53
af Palmarlol
Ef að þið hefðuð lesið í gegnum þráðinn, þá hefðuð þið séð að samband um Danice liggur niðri eins og er. Þetta veldur gríðarlega auknu álagi á aðrar leiðir út sem að aftur veldur því að samband við umheiminn hefur verið betra en það er nú.

Slakiði bara á og pre-loadið youtube á meðan. :)

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Lau 06. Mar 2010 01:43
af Danni V8
Er einhverstaðar á netinu hægt að finna fréttir af þessum sæstrengjum svo maður viti hvenar þær bila/slitna og geti fylgst með hvenar lagfæringum er lokið? Það er ekki langt síðan að Farice bilaði og núna slitnaði Danice. Ég var bara ekki viss hvort það væri búið að laga hann eða ekki.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Lau 06. Mar 2010 02:02
af starionturbo
Ef þið bara vissuð hversu mikil vinna liggur á bakvið að sjóða saman svona strengi.
Hvað þá ef þeir eru neðansjávar.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Lau 06. Mar 2010 03:23
af Palmarlol
starionturbo skrifaði:Ef þið bara vissuð hversu mikil vinna liggur á bakvið að sjóða saman svona strengi.
Hvað þá ef þeir eru neðansjávar.
Láttu ekki svona...

Snorkur og Teip.

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Lau 06. Mar 2010 03:46
af biturk
Palmarlol skrifaði:
starionturbo skrifaði:Ef þið bara vissuð hversu mikil vinna liggur á bakvið að sjóða saman svona strengi.
Hvað þá ef þeir eru neðansjávar.
Láttu ekki svona...

Snorkur og Teip.
teip my ass, baggaband og málið er dautt :8)

Re: Internet tengingar á Íslandi

Sent: Lau 06. Mar 2010 06:05
af urban
starionturbo skrifaði:Ef þið bara vissuð hversu mikil vinna liggur á bakvið að sjóða saman svona strengi.
Hvað þá ef þeir eru neðansjávar.
málið er bara að 90% (llíklegast hærri prósenta) þessara bilana gerist ekki neðansjávar.
heldur ýmist norðarlega í skotlandi eða nágrenni london