Síða 2 af 2
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Mán 21. Des 2009 17:37
af Some0ne
Gúrú skrifaði:Some0ne skrifaði:Annars er þetta hörkumynd, eina sem ég get sett útá hana er að sagan er hálfgerð endurtugga úr pocahontas liggur við.
Þú sérð ekkert að því að hvert einasta atriði er fyrirsjáanlegt eins og enginn sé morgundagurinn?
Eins og ég sagði, þá er sagan endurtugga af ýmsum sögum, og jú því nett fyrirsjáanleg á köflum en mér fannst það ekki vera game breaker í þessu tilviki.
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Mán 21. Des 2009 18:20
af JohnnyX
Ég sá trailer-inn og útfrá honum var hægt að sjá að þetta var en ein Hollywood tuggan. Ákvað samt sem áður að skella mér á hana. Fannst 3D koma alveg vel út og góðar tæknibrellur. Hins vegar fannst mér ég vera á einhvers konar trip-i á meðan ég var að horfa á myndina. Ágætis mynd í heildina litið, en langdregin og fyrirsjáanleg á köflum
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Mán 21. Des 2009 23:27
af Gunnar
horfði á 3D mynd einusinni. sharkboy eða eitthvað bull. mér fannst samt svo óþægilegt að sjá allt fystur mínuturnar með gleraugun rautt og grænt.

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 00:02
af bolti
Gunnar skrifaði:horfði á 3D mynd einusinni. sharkboy eða eitthvað bull. mér fannst samt svo óþægilegt að sjá allt fystur mínuturnar með gleraugun rautt og grænt.

Tæknin í þessu er ekki sú sama og notuð var í sharkboy fyrir hellings árum síðan. Og ég vona að þessi mynd sé betur gerð en Sharkboy.
Þrívíddar dótið í þessu er polarizer mix ekki grænt rautt dót. Hlakka til að sjá hana og fer sennilegast í háskólabíó eftir að hafa heyrt þetta.
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 00:09
af vesley
ætlaði á hana í kvöld en neeeei uppselt í öllum kvikmyndahúsunum : S og það var 1klst fyrir sýningu.
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 00:50
af intenz
Án efa ein allra besta mynd sem ég hef séð.
Þessi tækni sem James Cameron talar um hafa ekki getað framkvæmt árið '95 þegar hann fékk hugmyndina, er sú að myndin er ÖLL leikin, þ.e.a.s. að hreyfingar karakteranna í myndinni eru allar leiknar af leikurum en svo tölvuteiknað út frá hreyfingum leikaranna.
Ég fór á hana í 3D í Smára og þetta er alveg hreint mögnuð mynd! 3D er bara eye candy, gerir myndina ekki að því sem hún er. Söguþráðurinn er stórfenglegur!
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 00:56
af Legolas
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 10:35
af gRIMwORLD
Mér skilst að Laugarásbíó hafið um helgina fengið tæknimenn frá Dolby í London til að aðstoða við að fínstilla sýningartækin. Fæ í leiðinni tækifæri til að sjá hana aftur hjá þeim og þá mögulega í þeim gæðum sem James Cameron lofaði. Hlakka mikið til

Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 10:42
af hagur
GuðjónR skrifaði:Ég var alveg ákveðinn í að sjá þessa mynd, svo fór einhver að líkja þessu við Lord of the rings....og þá missti ég allan áhuga.
Enda Lord og the ring klárlega ofmetnaðasta, langdregnasta og leiðinlegasta mynd allra tíma.
popp og kók...núna verður mér slátrað
Loksins maður með viti !!!
Ég fór á LOTR 1 í bíó, var svo feginn þegar henni lauk að ég sór þess eið að sjá hinar tvær aldrei!
En misjafn er smekkur manna .... sem betur fer.
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 10:58
af Nariur
2 og 3 voru svo mikið betri en 1... en allar voru þær awesome
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 15:33
af blitz
Hvert á maður að fara á hana í 3D?
Smára? Háskóla?
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 15:37
af Halli25
dolby3d í háskóla er málið. Veit ekki hvaða 3d er í smárabíó
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 16:27
af JohnnyX
faraldur skrifaði:dolby3d í háskóla er málið. Veit ekki hvaða 3d er í smárabíó
Ég veit ekki hvaða 3D er í Smára heldur en mér fannst það koma alveg vel út
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Þri 22. Des 2009 16:29
af Amything
Ég sofnaði allavega 10x yfir LOTR en varð algjörlega niðursokkinn í Avatar, einskonar trans eins og einhver sagði. Á allt öðrum level en þetta LOTR dót.
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Mið 23. Des 2009 08:14
af razrosk
Held að Háskólabíó sé með Dolby 3D og öll hin bíóin bara með RealD.
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Mið 23. Des 2009 11:59
af BjarkiB
Fór á Avatar í gær, hinsvegas bara í 2d. Þessi mynd er án efa ein besta mynd sem ég hef séð. Sá trailerinn fyrst og hélt að þetta væri eitthvað rugl en þegar ég horfði á myndina þá upplifði ég mig allveg inní myndina. Svo var maður byrjaður að naga neglurnar í endan
Mæli með að fólk fari á Avatar...
Re: Avatar 3D - Laugarásbíó REALD - Vonbrigði!
Sent: Mið 23. Des 2009 13:23
af blitz
Fór í 3D í smáralind í gær...
Vægast sagt geðveik og 3D klikkaði eki