allavega er settur 25% frostlögur á gólfhitakerfi til að losna við tæringu
Edit: reyndar man ég það núna að það var plastlagnakerfi.
Vitiði um eitthvað píparaspjall? plömmer.is virkar ekki
CendenZ skrifaði:
Já, það er hægt.. Veit ekki alveg hvernig þú gætir farið að því. myndi googla það og reyna finna ódýra lausn. Gætir alveg eins eymað vatnið sem fer inn i húsið.. en það er bara mjög rafmagnsfrekt
Hahaha, semsagt hitað það uppað suðumarki og kæla það svo niður og hita það svo aftur upp og inná kerfið, hljómar orkufrekt
Reyndar er það soðið til að koma því í gasástand, flutt yfir í hreint ílát þar sem það fær að falla í vökvaástand.
þannig það er bara allt of mikið vesen.
Ég myndi bara athuga orkuveitur eða vísindavefin, allavega er þetta meiri háttar mál að fara fella úr vökva einhver sölt
CendenZ skrifaði:Þetta er ekki svo einfalt, ef þú hitar kalt vatn þá þarf kalda vatnið að vera meðhöndlað. Mig minnir það.
Ef þú notar varmaskipti þá kemst vatnið í hringrásinni aldrei í physical snertingu við heita vatnið. svo ég sé einga ástæðu til að meðhöndla það vatn eitthvað sérstaklega.
Þetta eru öðruvísi umræður ... en já ... ég hef svo sem enga lausn en kannski smá pælingar.
Hvernig veistu að vatnið er of súrefnisríkt ?
Það getur ýmislegt verið að valda þessu, en það að vatnið sé of súrefnisríkt gæti útskýrt þetta. Súrefni í vatni hagar sér samt eins og koltvísýringur í gosi. Ef þú hitar vatnið þá ætti uppleyst súrefni í því að minnka.
Hversu heitt er vatnið?
Ef það er mjög heitt þá finnst mér ólíklegt að það sé mikið súrefni í því, þú getur ímyndað þér hvað Coke er orðið goslaust eftir að hafa verið hitað upp í 50 gráður Celsius.
Þrýstingur er annað, vökvi undir miklum þrýstingi getur innihaldið meira af uppleystu gasi heldur en undir litlum þrýstingi.
Það getur líka verið að það eitt að byrja núna að losa þig við súrefnið sem er byrjað að koma ryðinu af stað sé orðið of seint... Þegar það byrjar að ryðga þá geta komið litlar pöddur(bakteríur) sem byrja að borða járnið þitt og viðhalda ryðferlinu.
Það var mjög gaman að lesa alla þessa skemmtilegu pósta um þetta málefni, ég er ekki að segja að ég hafi mikið vit á þessu, þetta var bara mjög skemmtilegt.
Mín niðurstaða er sem sagt sú að... þetta er mál fyrir sérfræðing.