Hingað til hafa leikjaframleiðendur passað upp á minnisnotkunina, enda takmarkað minni í boði. Núna geta þeir farið á fyllerí, sem veldur því að þörfin fyrir minnismikil skjákort eykst gríðarlega, svo og swapping.
Það sem krefst mikils minnis þarf ekki endilega að vera betra.
DirectX 10 skjákortin
flest skjákort, sem munu koma um áramótin verða örugglega með 512 mb sem ætti að duga . Svo eru 1 gb kortin þegar kominn svo að ég hef nú ekki áhyggjur af þessu sem þú ert að lýsa.
sammála gnarr, efast um að MR. Gates er að gera hlutina hægvirkari eða verri
Enn auvitað er verið að ýta markaðnum til að stækka við sig í öllu tölvukerfinu, stærra minni o.s.fr.
sammála gnarr, efast um að MR. Gates er að gera hlutina hægvirkari eða verri
Enn auvitað er verið að ýta markaðnum til að stækka við sig í öllu tölvukerfinu, stærra minni o.s.fr.
appel skrifaði:Hvað eru menn svona sveittir yfir DX10? Þetta er bara graphics library API!
Eru menn eitthvað búnir að lesa um DX10? Eða eru bara búnir að glápa á einhver vídjó af últraflottum leikjum og svo slefa yfir DX10?
DX10 er bara næsta litla hoppið, ekkert huge breakthrough, sem Microsoft vill sennilega að þið haldið. Það er bara búið að gera D3D10 meira integrated með Windows Vista stýrikerfinu. Og það þýðir að skjáminnið þarf að vera ULTRA-BIG, og ekki nóg með það, þá fer Windows Vista að búa til virtual memory í minninu á tölvunni (fyrir skjákortið), sem þýðir swapping dauðans = SLOW.
Nei, þetta er ekki bara graphics library API. Þetta krefst slatta af breytingum á driverum og hardwarei frá skjákortsframleiðendum. Nú er nefnilega í fyrsta skipti búið að gera GPUinn að "shared resource" sem þýðir að þeir sem eru að nota GPUinn þurfa að gera ráð fyrir því að vera ekki eina forritið sem er að nota hann. Þ.e.a.s GPUinn getur núna "context switchað" á milli forrita sem var ekki hægt áður. Þetta er gert aðallega með hjálp drivera eins og er en í næstu DirectX útgáfu á eftir DX10 (ef það verður þá kallað DirectX ennþá, ég hef heyrt WGF 2.0) þá þarf GPUinn að geta þetta sjálfur (örgjörvar hafa getað þetta síðan 286). Einnig er gerð krafa um "unified shadera" sem eru shaderar sem geta unnið hvort sem er með pixel eða vertex. Þetta er þó ekki hardware requirement heldur getur driverinn séð um að "load balancea" unified shader skipunum ´amilli vertex og pixel shadera.
Þetta er því alveg töluvert meiri breyting en bara einföld API uppfærsla.
Allt þetta krefst auðvitað aukinnar minnisnotkunar og því var tekið upp á því að gera skjákortsminnið líka að "shared resource" og er því hægt að "bæta við" skjákortsminni svipað og virtual memory fyrir venjulegt minni. Þetta þýðir samt ekki að það verði stanslaust "swap" í gangi.
Það er löngu kominn tími til að rífa skjákortin uppúr steinöldinni og það er ekki hægt nema með svona framförum.