Síða 9 af 13
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fös 28. Nóv 2014 23:31
af Hjaltiatla
daremo skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Takk fyrir að halda spjall.vaktin.is síðunni ennþá opinni
Þetta spjall er sennilega eina vefsíðan, fyrir utan google.com, sem ég hef notað reglulega í meira en 10 ár.
Það er nokkuð merkilegt finnst mér.
Nákvæmlega , mér finnst allavegana fínasta afþreying að lesa þræði og taka þátt í samræðum hérna inni þegar maður á dauðann tíma. Þannig að taka þátt í að halda síðunni lifandi með að aðstoða GuðjónR að greiða þessum lögfræðingi er no brainer að mínu mati.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 29. Nóv 2014 09:19
af flottur
hvað er langt í sett markmið?
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 29. Nóv 2014 13:00
af GuðjónR
Hjaltiatla skrifaði:Takk fyrir að halda spjall.vaktin.is síðunni ennþá opinni , var að leggja inná þig
Innilegar þakkir!!
flottur skrifaði:daremo skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Takk fyrir að halda spjall.vaktin.is síðunni ennþá opinni
Þetta spjall er sennilega eina vefsíðan, fyrir utan google.com, sem ég hef notað reglulega í meira en 10 ár.
Það er nokkuð merkilegt finnst mér.
Mikið djöfull er ég sammála þér, ég virðist ekki geta hangið á neinum spjalborðum nema þessu alveg frá því að ég byrjaði að kynnast spjallborðum.
Hjaltiatla skrifaði:
Nákvæmlega , mér finnst allavegana fínasta afþreying að lesa þræði og taka þátt í samræðum hérna inni þegar maður á dauðann tíma. Þannig að taka þátt í að halda síðunni lifandi með að aðstoða GuðjónR að greiða þessum lögfræðingi er no brainer að mínu mati.
Þetta er nákvæmlega ástæða þess að síðan mun fagna 13 ára afmæli sínu á næsta ári, tryggð ykkar Vaktaranna.
flottur skrifaði:hvað er langt í sett markmið?
Við nálgumst markmiðið hratt núna, það vantar c.a. 230k af 700k
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 29. Nóv 2014 14:57
af lukkuláki
Smá forvitni hver er heildarfjöldi þeirra sem hafa lagt eitthvað inn á þig fyrir þessu?
Var bara að pæla ef þeir eru 230 þá er þetta ekki nema 1000 kall á haus en væntanlega eru þeir ekki alveg svo margir, en ef þeir eru 115 þá er það 2000 á haus og þá er þetta búið.
Hvenær er annars deadline að borga þetta?
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Lau 29. Nóv 2014 15:26
af biturk
Hvernig væri að halda uppa afmælið með afgangspening og halda bjorkvold
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 30. Nóv 2014 19:00
af jonrh
Millifært. Vona þetta reddist hjá þér.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 30. Nóv 2014 19:27
af GuðjónR
lukkuláki skrifaði:Smá forvitni hver er heildarfjöldi þeirra sem hafa lagt eitthvað inn á þig fyrir þessu?
Var bara að pæla ef þeir eru 230 þá er þetta ekki nema 1000 kall á haus en væntanlega eru þeir ekki alveg svo margir, en ef þeir eru 115 þá er það 2000 á haus og þá er þetta búið.
Hvenær er annars deadline að borga þetta?
Heildarfjöldin nálgast 100
Við erum bara hársbreidd frá takmarkinu og í raun má segja að það sé engin sérstakur dealine á söfnunninni, nema þá ef Friðjón borgar þá lýkur hennir strax. Ég brúa bilið hins vegar með yfirdrætti í millitíðinni.
biturk skrifaði:Hvernig væri að halda uppa afmælið með afgangspening og halda bjorkvold
Þá gæti ég ekki verið með
Er hættur að drekka bjór í bili, er með leiðindar húðexem sem ég er að reyna að laga með breyttu mataræði, engin sykur, ekkert hveiti, engar mjólkurvörur og ekkert áfengi!
Búinn að straffa matinn þrjá mánuði en áfengið aðeins lengur.
Frekar erfitt en með einbeittum vilja er það hægt, aukaverkunin er hins vegar sú að ég er ekki lengur í póstnúmeri, þ.e. þyngdarlega séð, sem er gott.
jonrh skrifaði:Millifært. Vona þetta reddist hjá þér.
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn!!
Þetta reddast!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 30. Nóv 2014 19:44
af depill
GuðjónR skrifaði: ekkert áfengi!
Er þetta ekki bara bjórinn. Systir mín er með svona exem, en bara fyrir bjór og jú held líka léttvíni. Hún er bara orðinn karlmaður og drekkur aðallega hartvín eins og viskí.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Sun 30. Nóv 2014 19:50
af GuðjónR
depill skrifaði:GuðjónR skrifaði: ekkert áfengi!
Er þetta ekki bara bjórinn. Systir mín er með svona exem, en bara fyrir bjór og jú held líka léttvíni. Hún er bara orðinn karlmaður og drekkur aðallega hartvín eins og viskí.
Ég ákvað að taka allt út, en mér skilst að bjórinn sé verstur og þar á eftir rauðvín.
Er þetta ekki ágætis afsökun til að fara með drykkjuna alla leið og hella sér út í sterku drykkina
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Mán 01. Des 2014 14:05
af rango
Uppfæra þetta meðan allir eiga einhvern aur?
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Mán 01. Des 2014 14:54
af jojoharalds
hvað er komið í pottin?
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Mán 01. Des 2014 16:13
af GuðjónR
rango skrifaði:Uppfæra þetta meðan allir eiga einhvern aur?
Flottur!
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn
jojoharalds skrifaði:hvað er komið í pottin?
70% eða 491.098 af 700.000 !!!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Þri 02. Des 2014 00:18
af cartman
Var að millifæra á þig
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Þri 02. Des 2014 09:42
af GuðjónR
cartman skrifaði:Var að millifæra á þig
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fim 04. Des 2014 13:47
af flottur
Má ekki alveg uppa þetta þar sem þetta er komið á bls nr : 2
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fim 04. Des 2014 15:06
af GuðjónR
flottur skrifaði:Má ekki alveg uppa þetta þar sem þetta er komið á bls nr : 2
Jú um að gera!
Við erum svo nálægt lokamarkinu, það vantar einungis 176.902.- kr. til að klára dæmið!
Árangurinn er algjörlega frábær!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fim 04. Des 2014 17:09
af Cikster
Setti nokkrar krónur í púkkið.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fim 04. Des 2014 20:29
af worghal
hennti inn smá, sé til hvort að ég verði með aukið fjármagn eftir 9. des til að fá allar stjörnurnar
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fim 04. Des 2014 20:33
af SkariÓ
Smellti smá aur á þig!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fim 04. Des 2014 22:13
af GuðjónR
Cikster skrifaði:Setti nokkrar krónur í púkkið.
Innilegar þakkir!! Nokkrar krónur er nú frekar vægt til orða tekið.
worghal skrifaði:hennti inn smá, sé til hvort að ég verði með aukið fjármagn eftir 9. des til að fá allar stjörnurnar
Innilegar þakkir!! þú ert bara hársbreidd frá "fullu húsi"
SkariÓ skrifaði:Smellti smá aur á þig!
Aftur?? holy! innilegar þakkir!!
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fös 05. Des 2014 09:38
af Tbot
Já, maður verður að setja smá meira, nota hluta af desemberuppbótinni.
hvernig væri að breyta smá stjörnugeiminu,
ein lítil fyrir neðsta stigið
3 litlar fyrir næsta level
5 litlar fyrir 5000 til 9000
og ein stór fyrir 9000+ eða 10000+ kannski í dökk bláum lit (royal blue).
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fös 05. Des 2014 10:17
af GuðjónR
Tbot skrifaði:Já, maður verður að setja smá meira, nota hluta af desemberuppbótinni.
hvernig væri að breyta smá stjörnugeiminu,
ein lítil fyrir neðsta stigið
3 litlar fyrir næsta level
5 litlar fyrir 5000 til 9000
og ein stór fyrir 9000+ eða 10000+ kannski í dökk bláum lit (royal blue).
Það sem þú ert að meina er að gera eitt svona super-high stig?
10k+ ... gæti verið ein "blá" ... eða fimmstjörnurnar bláar?
Ætla að velta þessari spurningu yfir á kidda, hann er stjörnuhöfundurinn
P.S. Ef einhver hefur dottið á milli þilja hjá mér, þ.e. stutt við söfnunna og ekki fengið stjörnu og réttan flokk endilega látið mig vita í einkaskilaboðum...ég hef það á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverjum.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fös 05. Des 2014 10:47
af SIKk
GuðjónR skrifaði:P.S. Ef einhver hefur dottið á milli þilja hjá mér, þ.e. stutt við söfnunna og ekki fengið stjörnu og réttan flokk endilega látið mig vita í einkaskilaboðum...ég hef það á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverjum.
GuðjónR skrifaði:Cikster skrifaði:Setti nokkrar krónur í púkkið.
Innilegar þakkir!! Nokkrar krónur er nú frekar vægt til orða tekið.
Vildi bara benda á að miðað við þessi quotes þá ætti hann að vera kominn með stjörnur, en þær eru ekki þar
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fös 05. Des 2014 10:54
af zobbah
Sæll Guðjón
Ég var að sjá þetta fyrst núna og hafði ekki hugmynd um að þú hafðir ekki fengið neitt uppí málskostnaðinn sem Friðjón var dæmdur (ekki sátt) til að greiða þér.
Ég var í þeirri trú að lögfræðingurinn þinn myndi ganga á Friðjón en ekki þig í ljósi þessa dóms, en svo er annað að mér þótti lögfræðingurinn þinn krefjast bull þóknunar í málinu.
En lögfræðingurinn minn vann ábyggilega 10x lengur við undirbúning og flutning málsins enda gríðalega mikill bunki af sönnunargögnum lagður fram en við málflutning kom krafa
um málskostnað að hálfu þíns lögfræðings að með þeim orðum "Við gerum sömu kröfur og aðalstefndi um málskostnað" sem að mér sýndist vakti undrun allra viðstaddra og dómara
líka. Ég var allavega gapandi hissa enda ekki stjarnfræðilegur möguleiki að jafn mikil vinna hafi farið í að verja þig.
Við vorum komnir með skothellt mál enda gátum við sýnt fram á að ummælin stóðu inni í mesta lagi 90 mínútur og ótal gögn sem sýndu fram á sýknu, en ef ég þekki Villa rétt þá hefði þessu
verið vísað í hæstarétt og það hefði kostað mig milljónir og Guðjón fleiri hundruð þúsund til viðbótar að ógleymdu andlegu álagi sem það hefði í för með sér að fá ekki niðurstöðu í málið í
1-2 ár í viðbót.
Því náðum við Friðjón þessari dómsátt, en dómari úrskurðaði þér í vil og dæmdi Friðjón til að greiða þér 700þ.
En allavega þá er ég búinn að leggja eins mikið inná þig og ég get að þessu sinni og vona að það hjálpi til við að ljúka þessu.
Þetta er búin að vera farsakennd atburðarrás sem er lygasögu líkast, en þykir miður að Villi ákvað að draga þig inní hana, en hann græddi á þeirri ákvörðun hvort sem að
hann ynni málið eða tapaði.
Þetta yrði efni í góða bók sem yrði full að ótrúlegum uppgvötunum, vafasömu liði, blekkingum, furðuleg plott og fleira sem mig langar til að telja upp en læt nú kjurt liggja.
Nú er mál að sinni. Vil þakka öllum sem hjálpuðu Guðjóni með framlögum sínum.
Re: Nú vantar ykkar aðstoð
Sent: Fös 05. Des 2014 11:56
af GuðjónR
Takk fyrir þetta Sigurður, get tekið undir þetta með þér.
En þegar öllu er á botnin hvolft þá var þetta niðurstaða dómara hvort sem hún er sanngjörn eða ekki.
Ég vil þakka þér innilega fyrir rausnarlegt framlag, þú átt hæsta framlagið til þessa í þessari söfnum.