KermitTheFrog skrifaði:Og eftir því sem mér finnst þá eru vírusvarnir í Android síma óþarfar. Þetta er allt unix based...
Gagnstætt við það sem margir virðast halda eru Unix stýrikerfi alls ekkert ónæm fyrir vírusum. Eini munurinn á Unix og Windows hvað þetta varðar er að til að fá aðgang að ýmsum viðkvæmum fúnksjónum þurfa Unix forrit að biðja um leyfi með lykilorði. Það er hægt að búa til fullt af malware sem þarf engan slíkan aðgang (trójuhestar t.d., til að nefna algengt dæmi). Nýlega var líka í fréttum að það fannst botnet keyrandi á eitthvað rúmlega 600 þúsund Mac vélum, sem eru jú Unix based líka.
Það sem hefur hingað til varið notendur Unix kerfa fyrir tölvuóværum er að það hefur einfaldlega verið búið til miklu meira af svoleiðis fyrir windows en MacOS/Linux vegna markaðsráðandi stöðu windows. Android vírusar eru til og þeir munu bara verða algengari með tímanum vegna þess að Android er annað af tveimur vinsælustu mobile stýrikerfunum. Getið kannski rétt ímyndað ykkur hvað er hægt að gera við vírus í síma - fullt af persónuupplýsingum þarna inni...
Líklega rétt að taka það fram að ég vinn hjá vírusvarnarfyrirtæki svo ég hef a.m.k. smá hugnmynd hvað ég er að tala um.
...That said er ég ekki með vírusvörn í mínum síma, samt