Síða 77 af 83
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 04. Jan 2020 13:52
af Tbot
Ansi dapurt hjá Hringdu.
á 9 þús reikningi bæta þeir við rúmlega 1000 ef greiðsla fer 2 daga fram yfir eindaga, ekki upplifað aðra þetta grófir.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 04. Jan 2020 15:32
af Einarba
Tbot skrifaði:Ansi dapurt hjá Hringdu.
á 9 þús reikningi bæta þeir við rúmlega 1000 ef greiðsla fer 2 daga fram yfir eindaga, ekki upplifað aðra þetta grófir.
Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir viðskiptavinur dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 ásamt tilheyrandi innheimtugjaldi.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 04. Jan 2020 16:36
af HringduEgill
Tbot skrifaði:Ansi dapurt hjá Hringdu.
á 9 þús reikningi bæta þeir við rúmlega 1000 ef greiðsla fer 2 daga fram yfir eindaga, ekki upplifað aðra þetta grófir.
Sælir!
Veit ekki hvenær aðrir gefa út reikningana sína en hjá okkur er þetta tæplega mánuður sem fólk hefur til að greiða. Við erum hins vegar mjög liberal með þetta enda vitum við að fólk gleymir stundum baraa að greiða og aðrir erum með mjög góða viðskiptasögu. Þess vegna er innheimtugjaldið oft fellt niður. Sendu mér endilega skilaboð með kennitölu svo ég geti skoðað.
Kveðja,
Egill
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 04. Jan 2020 18:21
af Tbot
Einarba skrifaði:Tbot skrifaði:Ansi dapurt hjá Hringdu.
á 9 þús reikningi bæta þeir við rúmlega 1000 ef greiðsla fer 2 daga fram yfir eindaga, ekki upplifað aðra þetta grófir.
Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir viðskiptavinur dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 ásamt tilheyrandi innheimtugjaldi.
Veit af dráttarvöxtum, þess vegna átti ég von á uþb. 200 kr til að vera grófur.
"Dráttarvextir haldast því óbreyttir og verða áfram 10,75% fyrir tímabilið 1. - 31. janúar 2020"
sem gerir nálægt 1000 kr miðað við heilt ár
Innheimtugjald á tveim dögum umfram, þeir hafa ekki sent neina tilkynningu sem réttlætir slíka innheimtu.
þannig að þetta leggur sig á dráttarvexti lang um fram það sem má reikna með.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 11. Jan 2020 20:20
af gorkur
Einhverjir aðrir að lenda í veseni með hraða til og frá útlöndum? Búið að vera frekar óstabílt hjá mér síðan á fimmtudag, lélegur hraði og jitter vesen sem virðist lagast þegar ég tengist inn á vpn?
Er á suðurnesjum.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 11. Jan 2020 21:06
af arons4
gorkur skrifaði:Einhverjir aðrir að lenda í veseni með hraða til og frá útlöndum? Búið að vera frekar óstabílt hjá mér síðan á fimmtudag, lélegur hraði og jitter vesen sem virðist lagast þegar ég tengist inn á vpn?
Er á suðurnesjum.
Hef tekið eftir mjög tregu erlendu neti, er í eyjum.
Re: Hringdu.is
Sent: Sun 12. Jan 2020 08:32
af brikir
Byrjaði nýlega hjá Hringdu. Er að fá hræðilegt upload rate þegar ég uploada t.d. video á Streamable. Tók 3 mínútur að uploada 10 sek myndbandi. Þetta er óháð VPN. Hef ekki fylgst með hvort annað sé í lagi - hef ekki tekið eftir neinu öðru performance impact so far.
EDIT: Var að prófa aftur og það er 20x hraðara núna.
Re: Hringdu.is
Sent: Sun 12. Jan 2020 13:43
af HringduEgill
Sælir,
Sendi ykkur skilaboð: gorkur, arons4 og brikir. Þurfum að skoða þetta!
Re: Hringdu.is
Sent: Sun 12. Jan 2020 21:18
af DJOli
Búið að vera alveg agalegt hér líka. Ætlaði að smella í niðurhal á Ubuntu 18.04lts og fékk að það tæki mig á milli 5-9klst. Frekar í hægari kantinum m.v. það sem á að vera 50/25 ljósnet. Enn áhugaverðara er að hraðamæling á speedtest við þjón gagnaveitunar skilar fullum hraða.
Re: Hringdu.is
Sent: Sun 12. Jan 2020 22:32
af HringduEgill
DJOli skrifaði:Búið að vera alveg agalegt hér líka. Ætlaði að smella í niðurhal á Ubuntu 18.04lts og fékk að það tæki mig á milli 5-9klst. Frekar í hægari kantinum m.v. það sem á að vera 50/25 ljósnet. Enn áhugaverðara er að hraðamæling á speedtest við þjón gagnaveitunar skilar fullum hraða.
Sendi þér einnig línu.
Re: Hringdu.is
Sent: Fös 24. Jan 2020 17:50
af Stuffz
flottir vinningar hjá hringdu
https://youtu.be/8oeCF1COrAU
eitthvað fake dæmi augljóslega.
Re: Hringdu.is
Sent: Þri 18. Feb 2020 17:46
af HringduEgill
Hæ.
Það er viðhaldsvinna hjá okkur í nótt milli klukkan 1 og 2. Hún hefur áhrif á ca 1200 notendur sem fara í gegnum Mílunet (kopar og ljósleiðara). Ef allt gengur upp ætti truflunin einungis að vara í nokkrar mínútur. Í einhverjum tilvikum gæti þurft að endurræsa router.
Takk fyrir skilninginn!
Kveðja,
Egill
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 19. Feb 2020 01:21
af DJOli
Ahh. Það er það sem ég er að finna fyrir. Glæsilegt heads-up.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 22. Feb 2020 15:01
af HringduEgill
Daginn.
Það er viðhaldsvinna hjá okkur í nótt sem hefur áhrif á alla viðskiptavini með heimanet. Vinnan er milli 01 og 03 og ef vel gengur er netleysið í mínútum á þessu tímabili. Sem fyrr þá þökkum við næturuglunum þolinmæðina!
Kveðja,
Egill
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 22. Feb 2020 21:15
af HringduEgill
Sæl aftur.
Viðhaldsvinnunni hefur verið frestað til aðfaranótt mánudags á sama tíma, milli 1 og 3.
Re: Hringdu.is
Sent: Þri 10. Mar 2020 16:14
af HringduEgill
Daginn!
Við erum með viðhaldsvinnu í nótt, plönuð milli 02:00 og 04:00. Ef allt gengur vel erum við að tala um rof á þjónustu í 1-2 mín.
Kveðja,
Egill
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 18. Mar 2020 21:42
af HringduEgill
Sæl öll.
Erum með planaða viðhaldsvinnu í nótt milli 01 og 04. Rof á þjónustu ætti ekki að vara lengur en í 15 mín einhvern tímann á þessu bili.
Kveðja,
Egill
Re: Hringdu.is
Sent: Fim 19. Mar 2020 09:40
af HringduEgill
Eins og stundum gerist þá voru eftirköst af viðhaldsvinnunni í morgun. Það var leyst rétt fyrir klukkan 09. Afsakið þið sem lenduð í löngu netleysi!
Re: Hringdu.is
Sent: Fim 19. Mar 2020 13:53
af MrIce
HringduEgill skrifaði:Eins og stundum gerist þá voru eftirköst af viðhaldsvinnunni í morgun. Það var leyst rétt fyrir klukkan 09. Afsakið þið sem lenduð í löngu netleysi!
Fyrst einangrun, svo takið þið netið? Unacceptable! OFF WITH THEIR HEADS!
Takk fyrir að láta vita in advance
Ég lenti í ca 2klst downtime en var búinn að ná í það sem ég ætlaði að glápa á
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 25. Mar 2020 16:41
af Climbatiz
kemur Server Not Found hjá mér á Facebook, Google etc. einsog US servers séu niðri, sumar vefsíður virka og .is virkar, mikið af IRC serverum sem ég er á virka ekki (hélt að sumar þeirra sem ég er á væru í EU)
búinn að restarta router or ljósleiðarann
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 25. Mar 2020 16:50
af MrIce
Liggur allt niðri hjá mér og símanúmerið hjá hringdu er skvt öllu ekki skráð þegar ég reyni að hringja...
búinn að restarta router og ljósleiðara, clear cache og alltsaman í tölvunni... we're down.
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 25. Mar 2020 16:50
af elfog
Ég lenti í því sama, eitthvað rugl með DNS hjá Hringdu.
Virkaði að skipta yfir í Google DNS.
8.8.8.8
8.8.4.4
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 25. Mar 2020 16:52
af darkppl
Það er póstur á facebook um bilun í kerfi verið er að vinna í því
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 25. Mar 2020 16:57
af Climbatiz
darkppl skrifaði:Það er póstur á facebook um bilun í kerfi verið er að vinna í því
if only facebook worked :Þ
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 25. Mar 2020 17:05
af razrosk
alltaf einhvað að hjá þeim maður