Mysuprótein er eitt besta próteinið að því leiti að líkamin er fljótari að taka það inn en önnur prótein, hleðsla er ekki drassl þó svo að hún innihaldi ekki sykur.
Hleðslan er fín til að taka inn eftir erfiða og stóra æfingu þar sem að það er auðvelt að komast í hana, þar sem að flestir selja hleðslu líka, þangað til að þu kemst í annan prótein ríkan mat.
Svo er hleðslan bara svo hryllilega góð
starionturbo hefur svo margt rétt að seygja hérna fyrir ofan.
Ef ég man rétt þá eru 3 vöðvar sem ber að hafa í huga þegar að þú ert að reyna bæta þig.
Vöðvar sem stækka vel og eru ætlaðir fyrir stirkleika t.d. kraftlyftingar
Vöðvar sem teygjast vel og eru ætlaðir t.d. dansi og parkour
Vöðvar sem eru snöggir og eru ætlaðir í t.d. box/fótbolta/sjálfvarnar íþróttir og fleyra í þeim dúr.
Við erum öll með þessa vöðva, þeir eru bara mis æfðir.
Og sértu t.d. að æfa fótbolta þá væri t.d. gott að hafa 70%snögga vöðva 20% teygju vöðva og 10%stirkleika vöðva.
Þá myndiru æfa snerpu mest, svo taka góðar teygju æfingar, loks stirkleika svo að þu getir nú skotið eithvað að alvöru.
Kraftliftingar þá væri það kanski 80%styrkur 10%liðleiki og 10%snerpu
Þá æfir maður stirkleikan mest, tekur svo liðleika þvi annars verðuru bara eins og frankenstein, og loks æfa snerpuna þar sem að hún gefur mikið búst
í lyftingunum, og þá aðalega uppá spreynginguna.
Ég kem þessu kanski ekki alveg hárrét/orðrétt frá mér, en þetta er það sem að mér var kennt þegar að ég var að æfa.
Örugglega getur einhver annar komið þessu betur frá sér.
Þetta er bara það sem ég held, er einginn einkaþjálfari, en er búin að æfa kraftlyftingar í ein 3 ár, og er einfaldur evrópumeistari í 140kg+ opnum flokki svo ég hef verið að gera eitthvað rétt