Síða 7 af 9
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 16:13
af Hargo
Orri skrifaði:Vildi bara láta þá sem eru hjá Vodafone vita að Youtube video eru farin að þjóta inn aftur.
Nú getur maður meirasegja horft á HD Gametrailers video án þess að bíða.
Jebb þetta er allt annað líf.....allavega í bili.
En eins og GuðjónR segir þá er samt líklega bara tímaspursmál hvenær þetta hægist aftur.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fös 14. Ágú 2009 01:20
af gizzard
Ég hef verið með usenet núna í 2 ár og nánast aldrei lent í véseni með hraða fyrr en á þessu ári.
Síminn er greinilega að takmarka hraða frá þessum þjónustum og er það miður. Held samt að þetta sé að verða allstaðar innan þessa geira.
Held að það sé voðalega lítið hægt að gera nema halda áfram að kvarta og reyna að fá einhverja umræðu í gang um þetta í fjölmiðlum og fá þá þennan
almenna notanda með í það. Þar sem að þetta er farið að hafa áhrif á miklu fleiri notendur nú en áður.
Í hvert skipti sem ég hef séð eitthvað um þetta í fjölmiðlum þá kemur alltaf sama svar frá þessum fyrirtækjum.
"Það er bara verið að takmarka hjá stórnotendum"
Venjulegt fólk sem er ekkert að nota p2p heldur bara venjulega notkunn er farið að detta í "óhóflegt niðurhal" Bara með að horfa á youtube og fl.
Þetta er skert þjónusta sem allir verða að standa upp og mótmæla.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fös 14. Ágú 2009 20:22
af jonfr
Síminn tapaði 2,1 milljarði á árinu 2008. Þannig að þeir standa ekkert alltof vel í dag virðist vera.
Tap Skipta nam 2,1 milljarði krónaHinsvegar er ennþá ólöglegt fyrir fjarskiptafyrirtækin að blokka eða trufla torrent ef maður er innan niðurhalstakmarkana.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fös 14. Ágú 2009 21:41
af Minuz1
jonfr skrifaði:Síminn tapaði 2,1 milljarði á árinu 2008. Þannig að þeir standa ekkert alltof vel í dag virðist vera.
Tap Skipta nam 2,1 milljarði krónaHinsvegar er ennþá ólöglegt fyrir fjarskiptafyrirtækin að blokka eða trufla torrent ef maður er innan niðurhalstakmarkana.
"tapaði"
Er það útaf því að erlendu lánin sem fyrirtækið var fjármagnað með hækkuðu um þetta?
eða er það útaf taprekstri?
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mán 17. Ágú 2009 18:06
af urban
Minuz1 skrifaði:jonfr skrifaði:Síminn tapaði 2,1 milljarði á árinu 2008. Þannig að þeir standa ekkert alltof vel í dag virðist vera.
Tap Skipta nam 2,1 milljarði krónaHinsvegar er ennþá ólöglegt fyrir fjarskiptafyrirtækin að blokka eða trufla torrent ef maður er innan niðurhalstakmarkana.
"tapaði"
Er það útaf því að erlendu lánin sem fyrirtækið var fjármagnað með hækkuðu um þetta?
eða er það útaf taprekstri?
Kóði: Velja allt
[b]Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4,2 milljörðum króna samanborið við 4,1 milljarð fyrir sama tímabil 2008.[/b] Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,2 milljörðum króna samanborið við 7,9 milljarða á sama tímabili árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,6 milljarði króna.
reksturinn skilar hagnaði og helling af honum.
en síðan er það jú skattar, afskriftir og gengisþróun sem að drepur niður þetta fyrirtæki einsog flest önnur.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mán 17. Ágú 2009 23:49
af jonfr
Ég tek einnig orðið eftir því að internetið almennt er orðið mjög hægt, sérstaklega erlendar vefsíður.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 18. Ágú 2009 02:40
af dabbiso
Ég umtalaður er hjá vortex/hringiðunni. Er búinn að vera með tengingu hjá þeim frá því að adsl byrjaði á íslandi fyrir þónokkrum árum. (8-9ár? einfaldlega man ekki)
Þjónustan hjá þeim er svo persónuleg og æðisleg að allt annað er slor í samanburði. T.d um daginn þá fengum við nýjann router útaf uppfærslu á kerfinu og reyndist þráðlausa netið ólæst. Nágrannarnir fóru þá að nota tenginguna, og eftir nokkra daga hringdu þeir og létu vita að það væri búið að ná í 60+gb (af 40gb kvóta) erlendis. Ég sagðist náttúrulega ekkert búinn að vera að ná í og fór að skoða stillingarnar í routerinum og leiðrétti. Þrátt fyrir að hafa farið vel yfir kvótamörk var ekkert gert.
Aldrei er ég búinn að lenda í neinu caps eða neitt, tengingin skilar alltaf sínu. Ég mæli með því fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á stælum frá ISP-unum sínum að henda sér yfir.
Vill líka bæta því við að ég vinn ekki hjá vortex
og þeir pinga mjög lágt innlendis sem og erlendis
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 18. Ágú 2009 04:33
af himminn
dabbiso skrifaði:Ég umtalaður er hjá vortex/hringiðunni. Er búinn að vera með tengingu hjá þeim frá því að adsl byrjaði á íslandi fyrir þónokkrum árum. (8-9ár? einfaldlega man ekki)
Þjónustan hjá þeim er svo persónuleg og æðisleg að allt annað er slor í samanburði. T.d um daginn þá fengum við nýjann router útaf uppfærslu á kerfinu og reyndist þráðlausa netið ólæst. Nágrannarnir fóru þá að nota tenginguna, og eftir nokkra daga hringdu þeir og létu vita að það væri búið að ná í 60+gb (af 40gb kvóta) erlendis. Ég sagðist náttúrulega ekkert búinn að vera að ná í og fór að skoða stillingarnar í routerinum og leiðrétti. Þrátt fyrir að hafa farið vel yfir kvótamörk var ekkert gert.
Aldrei er ég búinn að lenda í neinu caps eða neitt, tengingin skilar alltaf sínu. Ég mæli með því fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á stælum frá ISP-unum sínum að henda sér yfir.
Vill líka bæta því við að ég vinn ekki hjá vortex
og þeir pinga mjög lágt innlendis sem og erlendis
Heimsku nágrannar maður
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fös 21. Ágú 2009 20:51
af zzz179
Er hjá símanum og hraðinn í utorrent hefur alltaf verið svona 7-900kb (misjafnt eftir hverju ég er að downloda og hversu margir sederar) allvega nuna fer ég ekki hraðar en 550kb sama hversu margir að deila og hversu mörg torrent ég sæki í einu ! Afhverju fer þetta ekki hraðar en 500KB! Ég er með næst besta pakkan hjá símanum og hef alltaf komist miklu hraðar !
Er þetta e-h betra hjá tal eða vodafone ?
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fös 21. Ágú 2009 21:36
af GuðjónR
zzz179 skrifaði:Er hjá símanum og hraðinn í utorrent hefur alltaf verið svona 7-900kb (misjafnt eftir hverju ég er að downloda og hversu margir sederar) allvega nuna fer ég ekki hraðar en 550kb sama hversu margir að deila og hversu mörg torrent ég sæki í einu ! Afhverju fer þetta ekki hraðar en 500KB! Ég er með næst besta pakkan hjá símanum og hef alltaf komist miklu hraðar !
Er þetta e-h betra hjá tal eða vodafone ?
Þú ert væntanlega að tala um innanlandstorrent...
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Lau 22. Ágú 2009 11:52
af zzz179
Já erlenda hefur alltaf verið hægt
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Lau 22. Ágú 2009 14:59
af Blackened
ég var hjá símanum.. nota uTorrent og Vuze svona til skiptis.. erlenda niðurhalið fór yfirleitt í svona 700-800 á síðum eins og TorrentLeech..
var ekki sáttur með 10gíg á viku og skítaþjónustuna og verðið sem ég var að fá
flutti svo og fékk mér ADSL hjá TAL.. og það er bara eins og draumur.. fullnýti þessi 8mbit jafnt utanlands sem innan.. og ég má sækja 80gíg erlendis á mánuði
Thumbs up fyrir TAL!
nota annars alltaf bara Port80 og 21 (HTTP og FTP) fyrir torrent forritin.. það hefur kannski eitthvað að segja? amk hef ég aldrei verið að lenda í þessu cappi sem allir hér eru að tala um
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Lau 22. Ágú 2009 17:12
af GuðjónR
zzz179 skrifaði:Já erlenda hefur alltaf verið hægt
Restartarðu routernum reglulega?
Ertu með þráðlausa tengingu eða kapal?
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 25. Ágú 2009 15:11
af zzz179
Já reglulega og er með svona lítinn "speedtouch 121g" Teingdan við usb sem hefur oftast virkað er ekki það langt frá aðal router þannig að já.
Btw um daginn fékk ég bréf um það að ég væri kominn yfir hóflegt magn og fór á hægingu allvega nuna fer ekkert í gang (einginn torrent sama hvort það er íslenskt eða erlent niðurhal!) og það er liðnir svona 4 dagar !+
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 26. Ágú 2009 13:44
af McArnar
Er sjálfur hjá TAL. Verð bara að segja að þetta er besta þjónusta sem ég hef fengi hingað til frá ISP á íslandi.
Er að DL 75-80GB á mánuði og það er ekkert bögg frá þeim...þó svo að ég taki 20+GB á 24 tímum.
Hraðinn á torrentum er 1.5-2.3MB/sec(ljós 20) og dettur aldrei niður.
Bara draumur hingað til
var samt að frétta að þeir séu að fara að minka gagnamagnið...
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 26. Ágú 2009 14:47
af Halli25
McArnar skrifaði:Er sjálfur hjá TAL. Verð bara að segja að þetta er besta þjónusta sem ég hef fengi hingað til frá ISP á íslandi.
Er að DL 75-80GB á mánuði og það er ekkert bögg frá þeim...þó svo að ég taki 20+GB á 24 tímum.
Hraðinn á torrentum er 1.5-2.3MB/sec(ljós 20) og dettur aldrei niður.
Bara draumur hingað til
var samt að frétta að þeir séu að fara að minka gagnamagnið...
Gaman að heyra svona sögur þegar maður er ný búinn að panta ljós 20 frá Tal
Nú er bara að vona að biðlistinn hjá Gagnaveitunni sé lítill við að tengja hjá manni
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 26. Ágú 2009 15:01
af Hargo
Hvaða router fær maður með Tal ljósi?
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 26. Ágú 2009 15:21
af Orri
Voðalega eru margir á ljósi hérna.
Er það nokkuð dýrt ? Og hvernig er þetta að gera sig í tölvuleikja netspilun ?
Þeir eru amk ekkert að flýta sér að leggja ljósleiðara hérna í Mosfellsbæ...
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 26. Ágú 2009 15:31
af Halli25
Orri skrifaði:Voðalega eru margir á ljósi hérna.
Er það nokkuð dýrt ? Og hvernig er þetta að gera sig í tölvuleikja netspilun ?
Þeir eru amk ekkert að flýta sér að leggja ljósleiðara hérna í Mosfellsbæ...
Þeir voru byrjaðir að leggja ljósleiðara í kerfið hjá mér fyrir hrun.. tóku sér rúmlega ár að tengja hjá mér eftir að búið var að leggja rörin
tekur svo 1 viku til mánuð að fá tengibox inní íbúð miðað við svör frá hjá Tal.
ég er að borga 1.000 kr. meira fyrir Ljós 20 vs. 8mb adsl hjá tal auk þess þarf að borga mánaðarlegt gjald til Gagnaveitunar, 2.390 kr.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 26. Ágú 2009 15:41
af Hargo
Orri skrifaði:Voðalega eru margir á ljósi hérna.
Er það nokkuð dýrt ? Og hvernig er þetta að gera sig í tölvuleikja netspilun ?
Þeir eru amk ekkert að flýta sér að leggja ljósleiðara hérna í Mosfellsbæ...
Ég er að borga 4.190kr á mánuði til Vodafone (er í Vodafone Gul) fyrir 50Mbps ljósleiðara og 40GB erlent gagnamagn, en það er hægt að fá ódýrari áskriftarleiðir með því að minnka gagnamagnið. Svo borga ég línugjald fyrir 2.390kr til Gagnaveitunnar. Samtals er þetta því 6.580kr á mánuði.
Fyrir venjulega 12Mbps ADSL tengingu og 40GB erlent gagnamagn væri ég að borga 5.690kr skv. skilmálum Vodafone Gull.
Þannig að ég er að borga 890kr meira fyrir ljósleiðarann á mánuði.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fim 27. Ágú 2009 16:39
af Glókolla
Jæja þá er loksins hægt að kaupa tengingu með meiri hraða og gagnamagni hjá Símanum
http://www.siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/Notkun mun svo núllstillast um hver máðarmót, ekki fljótandi 30 daga rammi eins og áður og alltaf hægt að kaupa auka dl ef maður lendir í takmörkun.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fim 27. Ágú 2009 16:58
af CendenZ
Glókolla skrifaði:Jæja þá er loksins hægt að kaupa tengingu með meiri hraða og gagnamagni hjá Símanum
http://www.siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/Notkun mun svo núllstillast um hver máðarmót, ekki fljótandi 30 daga rammi eins og áður og alltaf hægt að kaupa auka dl ef maður lendir í takmörkun.
ég held ég borgi frekar þúsund kall meira fyrir og verð með ljósleiðaratengingu í stað "allt að 16mb"
svo er bara boðið upp á ljósleiðara á ákveðnum stöðum hjá simnet.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fim 27. Ágú 2009 19:35
af depill
Samt kudos fyrir að auka niðurhalið um 20 GB venjulega og svo uppí 120 GB á 7.190 kr leiðinni, það er nú bara 3 földun á það sem var.
Nú verður fróðlegt að vita hvort að Vodafone / TAL muni svara þessu með auknu niðurhali og það stríð muni hefjast aftur, neytendum til góðs....
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fim 27. Ágú 2009 20:47
af GuðjónR
Glókolla skrifaði:Notkun mun svo núllstillast um hver máðarmót, ekki fljótandi 30 daga rammi eins og áður...
Hvar hefurðu fyrir þér í því? Skilmálarnir segja ennþá "síðustu 30 dagar"...
Ég treysti ekki svona stofnun lengur, "allt að hinum og þessum hraða" .... ég er með 12mb tengingu og ég er ALDREI að fá þann hraða.
Ég held ég noti tækifærið og niðurfæri tenginguna í 8mb og spari þar 700kr á mán og eyk gagnamagn úr 40GB í 60GB.
Ef maður fengi auglýstan hraða þá væri 16mb tengingin góður kostur (fyrir þá sem ekki hafa möguleika á ljósi).
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Fim 27. Ágú 2009 20:51
af depill
GuðjónR skrifaði:Glókolla skrifaði:Notkun mun svo núllstillast um hver máðarmót, ekki fljótandi 30 daga rammi eins og áður...
Hvar hefurðu fyrir þér í því? Skilmálarnir segja ennþá "síðustu 30 dagar"...
Skilmálarnir segja reyndar eftir þjónustuleið en þjónustuvefurinn ( að minnsta kosti hjá mér ) segir ennþá síðustu 30 dagar. Ég er núna tvítengdur ( TAL og Símanum ). 5.990 kr fyrir heimasíma + Net ( og GSM kort sem situr uppí hillu þar sem ég ætla ekki þangað í viðskipti, en tók það til að fá afsláttinn ). Já ég mun losa mig við tenginguna hjá Símanum þegar Vodafone býður uppá aukamyndlykil með IPTVinu sem mér er sagt að sé anyday now