Síða 53 af 83
Re: Hringdu.is
Sent: Þri 10. Feb 2015 19:21
af DaRKSTaR
er þetta ekki bara tíbíst,, ókeypis erlent niðurhal þannig að álagið á kerfinu er orðið orðið allt allt of mikið.. linkurinn fullnýttur?
Re: Hringdu.is
Sent: Þri 10. Feb 2015 19:32
af GullMoli
3 tölvur + sjónvarp Vodafone í gangi.
Re: Hringdu.is
Sent: Þri 10. Feb 2015 20:09
af capteinninn
Heyrðu þetta var bara ekkert hjá tengingunni hjá mér, prófuðum að uppfæra firmware á boxinu og ég snúrutengdi beint í boxið og fékk góðan hraða.
Vandamálið virðist vera gamli Edimax routerinn sem ég fékk hjá þeim á sínum tíma, ég ætla að resetta hann og sjá hvort ég fái ekki betri hraða.
Veit einhver hvort það sé einhver spes leið að resetta þessa routera, ég ætlaði bara að halda inni reset takkanum þangað til öll ljós nema power fara eins og routerunum frá Símanum. Leyfa honum svo bara að fara í gang, er einhver með einhverja aðra tækni við þetta ?
Re: Hringdu.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 23:10
af Rakusa
Gæti verið sniðugt að breyta uppsetninguni á ráternum til dæmis passwordinu default password er annað hvort admin eða 1234
Eldveggurinn hefur ekki verið virkur í þeim Edimax ráterum sem ég hef kíkt á .. Eins hefur default klukkuþjónninn verið óvirkur auk þess sem þarf að stilla rétt tímabelti inn ... Það er ekki DNS uppfletting fyrir klukkuþjóna þannig að það þarf að slá IP tölu fyrir valin server inn til dæmis 193.4.58.44 fyrir klukkuþjóninn sem isnick rekur (timeserver.is)
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 19:00
af Dúlli
Hringdu að skíta upp á bak ? erlenda netið er búin að vera ónothæft hjá mér alla þessa viku.
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 19:22
af GuðjónR
Prófaðu að breyta DNS í router...
Kóði: Velja allt
opna cmd sem admin
telnet 192.168.1.254
dns server route
list
flush
add dns=212.30.200.199 metric=1
add dns=212.30.200.200 metric=2
saveall
saveall
system reboot
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 19:26
af Dúlli
Er ekki með router, bara beint gegnum ljósleiðara boxið.
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 19:28
af depill
Dúlli skrifaði:Er ekki með router, bara beint gegnum ljósleiðara boxið.
Giska að Guðjón sé að benda almennt á að skipta um DNS. Þá er bara að skipta um DNS beint í tölvunni.
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 19:31
af Dúlli
hvernig veit ég hvað DNS ég er með ?
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 19:45
af Icarus
Ættir virkilega að vera með router. Annars ertu líklegast með DNS sem Hringdu úthlutar þér nema þú hafir handvirkt slegið eitthvað annað inn.
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 19:49
af Dúlli
Já ég veit að ég ætti að vera með router
Get ég séð eithver staðar hvað þeir úthlutuðu til mín ?
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 20:01
af depill
Dúlli skrifaði:Já ég veit að ég ætti að vera með router
Get ég séð eithver staðar hvað þeir úthlutuðu til mín ?
Jamm er þetta Windows vél ? Þá er til dæmsi þessi grein ágæt
https://developers.google.com/speed/pub ... docs/using
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 20:02
af Dúlli
Skoða þetta, jöss þetta er windows, hvað græði ég annars á því að vera vesenast í DNS ? og til dæmis að fara yfir á google DNS ?
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 20:15
af depill
Dúlli skrifaði:Skoða þetta, jöss þetta er windows, hvað græði ég annars á því að vera vesenast í DNS ? og til dæmis að fara yfir á google DNS ?
Ég hef reyndar ekki verið hjá Hringdu ( 2 ár, tíminn er svo fljótur að líða ), en ég giska að það sem Guðjón er að vitna í er að nafnaþjónanir hjá Hringdu hafa átt tendancy til þess að vera soldið unreliable og að minnsta kosti Guðjón upplifði betra Internet hjá Hringdu með því að nota aðra nafnaþjóna en þeirra eigin.
Re: Hringdu.is
Sent: Mið 04. Mar 2015 20:37
af Climbatiz
hef ekki lent í neinu vesini með hringdu í langann tíma, svo lengi að ég man varla eftir neinum truflunum
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 14. Mar 2015 17:04
af Dúlli
Er hringu að svindla á manni ?
var að taka eftir því að þeir eru hættir að senda kvittanir í tölvupósti og allt í einu færsla er búin að hækka fyrir netinu.
Er með 10Gb pakkan og hann hefur kostað 3350 krónur skil ekki hvernig þeir fengu það fram þar sem þeir auglýsa 3.190 krónur 10Gb pakkan.
og nú allt árið 2015 eru þeir búnnir að rukka mig 3.779, ég reyndi að hafa samband og fá útskýringu en það var bara eithvað bull einstaklingurinn sem ég talaði við var bara að tala út úr rassgatinu.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 14. Mar 2015 17:21
af depill
Afhverju færðu ekki bara afrit af reikningnum ? Ég fæ þetta alltaf sent í tölvupóst til mín í byrjun hvers einasta mánaðar.
Myndi bara grjóta á þá tölvupósti á
hringdu@hringdu.is, fá afrit af reikningi og athuga hvað er verið að rukka þig fyrir.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 14. Mar 2015 17:23
af Dúlli
Hef nefnilega alltaf fengið það og allt í einu stopp, hef verið hjá þeim í viðskiptun í meira en 3-4 ár og alltaf fínt fyrir utan þessar hækkanir sem þeir hafa gaman af, hugsa að þeir hafi hækkað reikninga stöðugt um eithverjar krónur og eithverjar mánaða fresti.
Sent: Lau 14. Mar 2015 17:35
af Kristján Gerhard
Seðilgjald gæti útskýrt þessar 160 kr. Sem munar á 3350 og 3190 kr. Spurning hvað hitt er.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 14. Mar 2015 17:50
af depill
Reyndar sé ég að seðilgjaldið er 189 kr, sem skilur eftir 3.590 kr. Og miðað við það er eins og þú sért í eldri þjónustuleið 20 GB hjá þeim
http://hringdu.is/frettir/verd--og-thjonustubreytingar
En aftur, afrit af reikningi myndi skila miklu meira en giskið okkar
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 14. Mar 2015 17:58
af Dúlli
Já akkurat var búin að sjá þetta seðilgjald en er það ekki eingöngu ef þú vilt fá þetta heimsent ? á ekki að vera frítt að fá þetta í heimabankann ?
Svo hef ég alltaf verið með 10Gb pakkan hjá þeim skil ekki hvernig þetta gæti breyst í 20Gb pakkan.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 14. Mar 2015 19:09
af Nariur
Það er frítt að setja það á kreditkort, ekki í heimabanka.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 14. Mar 2015 22:11
af hfwf
Nariur skrifaði:Það er frítt að setja það á kreditkort, ekki í heimabanka.
Það er einmitt málið, það er ódýrara að fá þetta í heimabanka, en ekki frítt, það kostar ennþá X að fá þetta í bréfi, fyrirtækin ráða því sjálf.
Re: Hringdu.is
Sent: Lau 14. Mar 2015 23:49
af chaplin
Er einhver Hringdu snillingur hérna sem getur leiðbeint mér aðeins með uppsetningu á routernum mínum? Vill helst ekki vera of mikið á neti nágrannans (með þeirra leyfi auðvita) því þau eru hjá Símanum með lítil gagnamagn. (og ég er að fara horfa á fyrirlestra í allt kvöld).
=)
Re: Hringdu.is
Sent: Sun 15. Mar 2015 12:34
af Kristján Gerhard
Dúlli skrifaði:Já akkurat var búin að sjá þetta seðilgjald en er það ekki eingöngu ef þú vilt fá þetta heimsent ? á ekki að vera frítt að fá þetta í heimabankann ?
Svo hef ég alltaf verið með 10Gb pakkan hjá þeim skil ekki hvernig þetta gæti breyst í 20Gb pakkan.
Seðillinn er alltaf gerður burtséð frá því hvort þú færð hann í pósti eða ekki.