Síða 6 af 9
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Sun 09. Ágú 2009 12:49
af GuðjónR
Hargo skrifaði:Steini Joð var nú ekki lítið á móti því þegar Síminn var seldur á sínum tíma, sagði að það væri engin leið að samkeppni gæti verið á fjarskiptamarkaði á Íslandi. Hann vill eflaust koma þessu undir ríkið aftur. Ætli við fáum ekki stofnunina Póstur og sími í gang aftur...hehe!
Væri það nokkuð verra? Ég get ekki hrópað húrra fyrir þessari stofnun eins og hún er í dag. Eintóm svik og prettir, lygar og þvættingur.
Ég væri rosalega sáttur ef síminn yrði tekinn af þessum aumingjum sem settu þjóðina á hausinn.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Sun 09. Ágú 2009 14:49
af jonfr
Hargo skrifaði:Steini Joð var nú ekki lítið á móti því þegar Síminn var seldur á sínum tíma, sagði að það væri engin leið að samkeppni gæti verið á fjarskiptamarkaði á Íslandi. Hann vill eflaust koma þessu undir ríkið aftur. Ætli við fáum ekki stofnunina Póstur og sími í gang aftur...hehe!
Það yrði ekkert vont, svona samkeppnislega að hafa einn ríkissíma til mótvægis við einkafyrirtæki. Staðreyndin er að þjónusta Símans snarversnaði eftir að hann var seldur, og þessi þjónusta hefur haldið áfram versna síðustu mánuði.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Sun 09. Ágú 2009 14:56
af Hargo
Þá er bara að hætta að versla við þá og skipta um símafyrirtæki. Ég fór frá þeim á sínum tíma út af lélegri þjónustu.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Sun 09. Ágú 2009 15:33
af GuðjónR
jonfr skrifaði:Staðreyndin er að þjónusta Símans snarversnaði eftir að hann var seldur, og þessi þjónusta hefur haldið áfram versna síðustu mánuði.
You can say that again
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mán 10. Ágú 2009 23:09
af daremo
GuðjónR skrifaði:Sagan hermir að ISParnir séu komnir í peningavandræði og eru að lenda í cappi sjálfir!
Það kæmi ekki á óvart miðað við hvernig netið hjá þeim er búið að haga sér síðustu kvöld.
Þetta á að heita 8mbps tenging!
Erlendar síður eru að taka uþb 2-3mín að hlaðast inn. Hefur einhver annar verið að lenda í þessu?
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 11. Ágú 2009 19:52
af Gúrú
Ekki jafn slæmt og þitt en þetta hefur lækkað fimmfalt.
Þetta hefur lækkað 7falt.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 11. Ágú 2009 20:18
af depill
Jæja svo ég taki þátt líka. Þá allavega eins kom á öðrum þræði þá breytti Síminn skilmálum sínum en niðurhalsreglan er enn eins ( það er 30 daga tímabil sem er mælt ) svo ég sendi kvörtun á Neytendastofu og fékk svarið
Neytendastofa skrifaði:Ábending þín hefur verið meðhöndluð af ofangreindum umsjónarmanni sem sendir eftirfarandi svar: Sæll Davíð, eðli málsins samkvæmt þá taka þessar breytingar á skilmálum til tímabilsins eftir 1. ágúst. Sá reikningur sem þú vísar í er fyrir þann tíma og þ.a.l. gildir eldra ákvæði skilmálanna. Við munum samt sem áður fylgjast með hvort þessum breytingum verður ekki fylgt eftir af símanum.
Með bestu kveðju,
Skiptir ekki málison
Svo ég sendi á þá á aftur
Neytendastofa skrifaði:Sæll Skiptir ekki málison
Á reikningi mínum frá Símanum stendur
Notkun fyrir júlí 2009
Mánaðargjöld fyrir ágúst 2009
Sem þýðir að þetta skilyrði ætti að vera virkt núna en hins vegar á þjónustuvef Símans má glögglega sjá að enn er rukkað fyrir 30. Daga tímabil í stað rukkaðs tímabils ( sem sagt gagnamagn í Ágúst mánuði ), sjá á meðfylgjandi mynd tekna í dag ( 11.08.2009 12:50 )
M.b.kv
Davíð Fannar Gunnarsson
Meðfylgjandi er mynd af gagnamagnsmælingarsíðu Símans.
Einn kom hérna með að við ættum bara að skipta um símafélag en mér finnst þetta bara ekkert vera option fyrir alla. Ég bý í Kópavoginum og get ekki fengið ljósleiðara, Vodafone býður bara upp einn ADSL myndlykil og engan auka myndlykill. Ég er með Stöð 2 og vill hafa allar rásirnar á báðum myndlyklunum ( eitt tæki í stofu annað í eldhúsi ). Eini möguleikinn minn er að versla við Símann. Ennfremur er þjónustuvefur Símans the greatest thing since slice bread fyrir alla þá sem eru að vinna við að henda inn bókhaldi fyrir fyrirtæki og vilja hafa góða yfirsjón á fljótvirkan hátt yfir símreikning. Ennfremur ef það sé á forsendum GuðjónsR á því að þetta séu mennirnir sem settu þjóðina á hausina skal minnast á það að bankarnir ( ríkið + Straumur ) eiga Vodafone í gegnum Teymi og 51% hlut í TAL ásamt forstjóra Tals ( fyrrv. Landsbanka yfirmanni ) og Jóhanni Óla ( fyrrv. Securitas eigandi ), eignarhaldið þar á eftir að vera mjög skrítið þar sem það er búið að skylda Teymi til að selja og fyrirtækið veitir ekki neina þjónustu ( ok síma + reikningaþjónustu ) í raun sjálft heldur endurselur Internet, GSM og Heimasíma frá Vodafone. NOVA er í eigu Björgólfs Thor sem er nú kannski ekki uppháldsmaður marga í dag. Síminn í eigu Exista en miðað við Lánabók Kaupþings ( og örugglega með fleirri lán annars staðar ) dettur það örugglega ( Skipti ) í hendur bankanna any day now.
Þannig jamm staða fjarskiptafyrirtækjanna er ekki glæsileg. Erlendir carrierar er ekki í því að eyða CPU power eða eyðslu í ný tæki við að cappa Íslensku ISPana en það gæti verið að þeir hafi efni á enn minni bandvídd í gegnum FARICE en áður. En það er bara hreinasta gisk. Reyndar var Hringiðan að dumpa Deutshe Telekom sem sínum upstrema provider fyrir minni aðila. En hinir tveir ISParnir eru ennþá með sterka upstream aðila og með allt of mikla bandvídd í London eins og venjulega, en ekki alla leið til landsins.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 11. Ágú 2009 20:19
af Vectro
Virkar fínt... 8Mb tenging.
900 KB/s+ á innlendum torrents.
600 KB/s+ á erlendum torrents.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 11. Ágú 2009 22:21
af Hargo
Vodafone 50Mbps ljósleiðari (reyndar er þetta bara 22Mbps tenging þar sem routerinn er flöskuhálsinn)
Server: Reykjavík
Server: Manchester
Server: París
Ákvað að bera þetta saman. Fékk þessar niðurstöður þann
21. apríl 2009. Ég er enn með sama router, þarna var ég hinsvegar bara með 30Mbps áskriftarleið en það skiptir engu þar sem routerinn ræður bara við 22Mbps.
Server: Keflavík
Server: París
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 11. Ágú 2009 23:38
af Orri
Vectro skrifaði:Virkar fínt... 8Mb tenging.
900 KB/s+ á innlendum torrents.
600 KB/s+ á erlendum torrents.
Ertu hjá Vodafone ?
Allaveganna þá er ég með 12 Mb tengingu frá Vodafone, og samkvæmt SpeedTest er ég alveg að fá 10 Mb/s bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
En hinsvegar þá eru vel seeduð erlend torrent hjá mér alltaf á rétt rúmum 20 Kb/s og í mestalagi 50 Kb/s.
Þetta var alveg eins þegar ég var á 12 Mb tengingunni hjá Símanum.
Hvað er að ?
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Þri 11. Ágú 2009 23:42
af Vectro
Orri skrifaði:Vectro skrifaði:Virkar fínt... 8Mb tenging.
900 KB/s+ á innlendum torrents.
600 KB/s+ á erlendum torrents.
Ertu hjá Vodafone ?
Allaveganna þá er ég með 12 Mb tengingu frá Vodafone, og samkvæmt SpeedTest er ég alveg að fá 10 Mb/s bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
En hinsvegar þá eru vel seeduð erlend torrent hjá mér alltaf á rétt rúmum 20 Kb/s og í mestalagi 50 Kb/s.
Þetta var alveg eins þegar ég var á 12 Mb tengingunni hjá Símanum.
Hvað er að ?
Er hjá Símanum.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 01:36
af coldcut
Ljósleiðaratengingin sem ég er á hjá Vodafone er að drulla á sig þegar ég er að specca youtue =/
En torrentin maxa í 1,6mb/s.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 08:22
af Hargo
coldcut skrifaði:Ljósleiðaratengingin sem ég er á hjá Vodafone er að drulla á sig þegar ég er að specca youtue =/
En torrentin maxa í 1,6mb/s.
Hvernig var Youtube hjá þér fyrir svona nokkrum vikum? Ég er líka í sama vandamáli...en fyrir nokkrum vikum þá flugu youtube myndböndin inn.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 09:20
af ManiO
coldcut skrifaði:Ljósleiðaratengingin sem ég er á hjá Vodafone er að drulla á sig þegar ég er að specca youtue =/
En torrentin maxa í 1,6mb/s.
Er með ljós hjá Voda, youtube er þolanlega hratt, en stundum dettur hraðinn niður. En hef ekki farið yfir 200 kB/s á erlendu torrenti. Er þetta 1,6MB/s og er þetta erlendur hraði?
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 10:06
af CendenZ
Hvernig er að spila netleiki á ljóshraða?
Eru enn spikes eða er það alveg hætt ?
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 10:13
af ManiO
CendenZ skrifaði:Hvernig er að spila netleiki á ljóshraða?
Eru enn spikes eða er það alveg hætt ?
Var fínt seinast þegar ég prófaði, spilaði reyndar bara PS3 leiki, en vélin er í láni og hefur verið það í meira en mánuð þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 11:15
af CokeTheCola
nei eg held að símin sé ekki að blocka torrent því að ég var að downloada mynd af piratebay í gær á svona 300-400kb/s hraða og já ég er auðvitað hjá símanum
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 13:18
af Cascade
CokeTheCola skrifaði:nei eg held að símin sé ekki að blocka torrent því að ég var að downloada mynd af piratebay í gær á svona 300-400kb/s hraða og já ég er auðvitað hjá símanum
Það eru líka íslendingar á piratebay
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 13:28
af ManiO
CokeTheCola skrifaði:nei eg held að símin sé ekki að blocka torrent því að ég var að downloada mynd af piratebay í gær á svona 300-400kb/s hraða og já ég er auðvitað hjá símanum
Eins og sá sem að skrifaði seinasta innlegg bendir á þá lendir maður oft á Íslendingum. Hef fengið yfir 1MB/s á nokkrum erlendum síðum, og þegar ég tjékkaði Peers flipann á torrentinu þá er það íslensk IP.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 13:30
af coldcut
Hargo skrifaði:coldcut skrifaði:Ljósleiðaratengingin sem ég er á hjá Vodafone er að drulla á sig þegar ég er að specca youtue =/
En torrentin maxa í 1,6mb/s.
Hvernig var Youtube hjá þér fyrir svona nokkrum vikum? Ég er líka í sama vandamáli...en fyrir nokkrum vikum þá flugu youtube myndböndin inn.
hehe heyrðu ég fékk nú bara ljósleiðarann fyrir svona 2-3 vikum
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 13:43
af GuðjónR
Hættum að velta fyrir okkur "hvort" það sé verið að cappa torrent umferð að utan því það ER verið að cappa hana.
Þetta er bara veruleiki sem við búum við og verðum að sætta okkur við, alveg eins og okurvextir, ónýt króna, verðtrygging og getulausir stjórnmálamenn.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 13:49
af Orri
Vildi bara láta þá sem eru hjá Vodafone vita að Youtube video eru farin að þjóta inn aftur.
Nú getur maður meirasegja horft á HD Gametrailers video án þess að bíða.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 14:07
af GuðjónR
Orri skrifaði:Vildi bara láta þá sem eru hjá Vodafone vita að Youtube video eru farin að þjóta inn aftur.
Nú getur maður meirasegja horft á HD Gametrailers video án þess að bíða.
Vertu vakandi og taktu eftir hvort það hægist ekki aftur á þegar líður nær mánaðarmótum.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 15:16
af MrHafberg
Ég er hjá símanum og ég get ekkert downloadað torrentum, hvorki a islenskum torrentsíðum né á piratebay og kollegum
Það hlitur að vera til lausn i málinu.
Re: Er Síminn að cappa (BLOCKA) torrent?
Sent: Mið 12. Ágú 2009 15:38
af Cascade
GuðjónR skrifaði:Hættum að velta fyrir okkur "hvort" það sé verið að cappa torrent umferð að utan því það ER verið að cappa hana.
Þetta er bara veruleiki sem við búum við og verðum að sætta okkur við, alveg eins og okurvextir, ónýt króna, verðtrygging og getulausir stjórnmálamenn.
Það er rétt, hjá mér gerðist það í nóvember 2006
Fór úr 800kb/s (max sem tengingin mín höndlar) niður í 20kb/s
Var alveg sjúklega áberandi sem gerðist bara einn glataðan veðurdag :/
Hefur verið þannig síðan
.. Auðvitað lendi ég svo reglulega á íslendingum og þessi 20kb/s fara aðeins ofar