Síða 1 af 1
hvaða þráðlausa beinir á maður að velja?
Sent: Þri 01. Júl 2003 19:48
af odinnn
í næsta mánuði verður keypt tölva og er ég farinn að hugsa um hvernig ég á að koma nettengingunni niður í mitt herbergi (af þriðju hæð niður á fyrstu) og er það eina viturlega í málinu að kaupa sér þráðlaust net. ég er heitastur fyrir Linksys en ég veit ekki hvaða beinir ég á að kaupa. ég er með loftlínu frá línu net og þarf því ekki adsl mótald. þannig hvort á ég að kaupa mér:
BEFS11S4 á 11.818
eða
BEFDSR41W á 26.149
svona verður tengingin set upp:
nettenging inn -> þráðlaus sendir með switch -> twisted pair í tölvu 1
-> þráðlaus móttakari við tölvu 2
hvað finnst ykkur?
Sent: Mán 07. Júl 2003 19:03
af odinnn
hvað! getur einginn sagt mér hvorn ég á að velja? þetta er afspyrnu slapt
Sent: Mán 07. Júl 2003 20:10
af gumol
Koddu með Linka á þetta, á síðuna sem þú ætlar að kaupa þetta eða síðu framleiðanda, þá myndi maður commenta
Mig líst dáldið vel á
þennan Wireless-G Access Point.
hann stiður bæði 802.11b (11Mbps) og 802.11g (54Mbps).
Og svo þarf maður auðvitað
Wireless-G Notebook Adapter
Hérnaer fullt af þráðlausu netkerfis-stöffi.
Hefur einhver hérna reinslu af því að versla við
www.nytt.is?
Sent: Mán 07. Júl 2003 20:18
af GuðjónR
Þetta er ekki router...
Sent: Mán 07. Júl 2003 20:19
af gumol
Hérna er
Wireless-G Broadband Router
Hefur einhver hérna verslað við nytt.is ?
Sent: Þri 08. Júl 2003 00:15
af zooxk
Já, keypti af þeim 2 PC8065B kassa frá lian-li, gef þeim svona 2 stjörnur af 5.
Alltaf vesen á sendingunni og læti, fyrir utan það (það er biðina) er það ágætt.
Sent: Þri 08. Júl 2003 00:18
af gumol
hvað var sagt að þú þyrftir að bíða lengi?, og hvað þurftiru að bíða lengi?
Sent: Þri 08. Júl 2003 00:20
af halanegri
zooxk skrifaði:Já, keypti af þeim 2 PC8065B kassa frá lian-li, gef þeim svona 2 stjörnur af 5.
Alltaf vesen á sendingunni og læti, fyrir utan það (það er biðina) er það ágætt.
gaurinn sem rekur etta sagði mér að þeir væru með þetta á svona sérpöntunardæmi, þá náttla getur verið meira vesen en venjulega
Re: hvaða þráðlausa beinir á maður að velja?
Sent: Mán 04. Ágú 2003 15:20
af hell
odinnn skrifaði:í næsta mánuði verður keypt tölva og er ég farinn að hugsa um hvernig ég á að koma nettengingunni niður í mitt herbergi (af þriðju hæð niður á fyrstu) og er það eina viturlega í málinu að kaupa sér þráðlaust net. ég er heitastur fyrir Linksys en ég veit ekki hvaða beinir ég á að kaupa. ég er með loftlínu frá línu net og þarf því ekki adsl mótald. þannig hvort á ég að kaupa mér:
BEFS11S4 á 11.818
eða
BEFDSR41W á 26.149
svona verður tengingin set upp:
nettenging inn -> þráðlaus sendir með switch -> twisted pair í tölvu 1
-> þráðlaus móttakari við tölvu 2
hvað finnst ykkur?
Ég hef alltaf verið mjög ánægður með Linksys en fyrst þú talar um að fara af 3 hæð niður á 1 hæð þá langar mig að benda þér á að ég var um daginn í húsi hjá einum sem er 2 hæða3 tölvur í húsinu ein rétt hjá búnaðinum svo ein í hinum endanum á sömu hæð og svo 1 uppi þessi á sömu hæð nær veiku signali og það er vonlaust fyrir hann að fá samband uppi húsið er með svoldið mikið af steypu en ég hef nú séð búnaðin virka betur en þetta svo ég benti honum á að láta kanna búnaðinn hvort hann gæti verið gallaður hef ekki heyrt neitt frá honum aftur á sennilega ekki eftir að gera það þar sem hann var ekki ánægður með reikinginn minn við vinnuna hjá honum
Það er dýrt að læra og það er dýrt að fá mig í vinnu
Sent: Mán 04. Ágú 2003 22:43
af GuðjónR
Ég keypti
þennan þráðlausa punkt í Elko (kostar 10k þar).
Hann virkar þrælvel.
Sent: Mán 04. Ágú 2003 22:52
af Voffinn
@GuðjónR , er hann að virka vel með lappanum ?
Sent: Mán 04. Ágú 2003 23:00
af GuðjónR
Já mjög vel.
Sent: Mán 04. Ágú 2003 23:41
af MezzUp
ég setti upp sona Wireless G router og notebook dæmið, solid shit
Sent: Mán 04. Ágú 2003 23:45
af Voffinn
hvaða notebook dæmi
Sent: Þri 05. Ágú 2003 00:36
af odinnn
ég var aðalega að spurja hvorn ég ætti að velja þar sem ég þarf ekki að hafa ADSL kort sendinum og hvort það virki hjá mér þar sem ég þarf bara netkort. ég ætla að fá mér b staðalinn þar sem það er ekki hægt að fá sér usb mótakara í g staðlinum og síðan er eini munurinn á þeim að b er með 11Mb á sek en g með 54MB á sek.
Sent: Þri 05. Ágú 2003 00:42
af MezzUp
Voffinn: notebook G netkortið