Síða 1 af 1

Móðurborða og skjákorts hlugleiðingar.

Sent: Mán 23. Jan 2006 13:43
af zedro
Sælir vaktarar,

Var að pæla uppfæra tölvuna mina nýtt móbo og skjákort.

Með hvaða móðurborði mæliði með gefið að það sé 939 og PCI-Express einnig hvort þið lummið á einhverjum upls um ný release á móðurborð markaðnum svo og skjákortsmakaðnum. Hvort það sé einhver júsí release á næstuni :D Ný chipset etc. og goody.

Ég er mikill Abit og Ati maður svo ef þið hafið einhverjar upls. um vörur frá þeim endilega posta. ;) Þakkir fyrir til allra sem gefa sér tíma í að svara. Öll svör eru vel tekin.

Sent: Mán 23. Jan 2006 14:02
af wICE_man
Veit ekki neitt um hvað er væntalegt hjá Abit, nema þá kannski gjaldþrot en sölur hjá framleiðandanum hafa dregist saman í næstum ekki neitt og skuldirnar hafa vaxið sv o það lýtur ekki vel út.

Annars verður sennilega ekkert um ný kubbasett fyrr en M2 sökkullinn kemur.

Varðandi skjákort þá kemur X1900XT og XTX út í lok mánaðarins og því gætu X1800 kortin lækkað eitthvað í verði á næstunni. Annars verða þessi X1900 kort dýrari en allt svo maður skyldi ekki búast við of miklu.

Annars eru x800 kortin orðin hræódýr og þrátt fyrir eldra kubbasett þá eru þau sennilega gómsætustu dílarnir á markaðinum í dag.