Síða 1 af 1

Val á móðurborði

Sent: Fim 12. Jan 2006 23:00
af Johny
Þar sem ég hef ekkert vit á móðurborðum getur einhver sagt mér hvert af þessum er best:

BiostarGF6100: http://www.biostar.com.tw/products/main ... %206100-M7

ECS K8M800
http://www.ecs.com.tw/ECSWeb/Products/P ... 21&LanID=0

MSI K8N NEO3 F - nForce4
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1502

Eða þá ef það eru einhver betri borð á þessu ~10 þús verði, er með socket 754 3200+ örgjörva, 6800 GS skjákort (PCI E) og helst 3 vinnsluminnisraufar þó að 2 séu alveg nóg

Sent: Fös 13. Jan 2006 08:20
af Gestir
losaðu þig við þennan 754 örgjörva ;)

alveg lágmark að vera með s939 borð og örgjörva .

Sent: Fös 13. Jan 2006 14:25
af Johny
asnaðist til að kaupa mér 754 örgjörva og móðurborð(agp) í vor og hef því miður ekki efni á að endurnýja bæði strax :s

Sent: Lau 14. Jan 2006 10:35
af wICE_man
Biostar borðið er með nýjasta kubbasettinu og innbyggðu DX9 skjákorti, ef þú kýst að nota það ekki þá er borðið að afkasta á við þau bestu á öllum sviðum. Það er líka µATX og kemst í minni kassa en MSI borðið sem er samt ekki með meiri uppfærslumöguleika.

Ég er auðvitað ekki hlutlægur í þessu máli svo að endilega komið með álit ykkar :)

Ég er sjálfur með S754 og gæti ekki verið sáttari, er reyndar með Sempron en það er líka besta Budget lausn í áraraðir :D