Síða 1 af 1
Besti DivX og Xvid spilarinn
Sent: Mán 09. Jan 2006 13:55
af hsm
Hvaða DVD spilarar eru bestir í dag sem spila DivX Xvid og fl.
(þetta er fyrir sjónvarp en ekki tölvu

)
Sent: Mán 09. Jan 2006 14:22
af gnarr
Ég var að kaupa mér Philips spilara í hagkaup á föstudag. Ég er mjög sáttur.
Getur séð allt um hann hérna
linkur
Kostar 19.990 í hagkaup smáralind.
Svo er smá aukakostur að hann spilar SACD

loksins getur maður hlustað á vivialdi í 5.1 192KHz 24bit

Sent: Mán 09. Jan 2006 14:38
af hsm
gnarr skrifaði:Svo er smá aukakostur að hann spilar SACD

loksins getur maður hlustað á vivialdi í 5.1 192KHz 24bit

Fræddu nú fáfróðan um hvað SACD er

Sent: Mán 09. Jan 2006 15:03
af gnarr
Super Audio CD.
Þetta eru geisladiskar sem eru með venjulegum CD layer, sem er lesanlegur í öllum geislaspilurum, og svo einum DVD layer, sem er bara lesanlegur SACD spilurum (ekki venjulegum DVD spilurum, og engum tölvu DVD drifum :/ ). CD layerinn er náttúrulega bara í þessum venjulegu Stereo 44.1KHz 16bit, en SACD layerinn er í 5.1 96KHz/192KHz 24bit. Semsagt önnur mastering af öllu

Það eru reyndar ekkert gífurlega margir SACD titlar í gangi, en þeir eru þó nokkrir. Og maður heyrir virkilega mun á þeim.
Sent: Mán 09. Jan 2006 15:32
af hsm
Jæja ég er þá aðeins fróðari en ég var í morgun þegar ég vaknaði
Takk fyrir.