Síða 1 af 1
Hvaða margmiðlunarspilara er best að kaupa?
Sent: Fös 06. Jan 2006 21:21
af Guðni Massi
Ég hef séð marga þræði um þetta mál og mig langar í svona tæki. En þar sem að það eru svo margir þræðir um þetta verður maður bara ruglaður á því einu að reyna finna út hvað er best að kaupa.
Og það er líka ágætt að fá rökstuðning.
Sent: Fös 06. Jan 2006 21:50
af urban
ég tæki
MediaGate vegna þess að hann hefur Lan port (getur tengt hann inná lan og stream beint úr tölvu) og Wma afspilun
Sent: Lau 07. Jan 2006 02:08
af Zaphod
Ég á mediagate , er ánægður með hann .
Auðvita koma einstaka videos sem geta verið laggy en það er yfirleitt illa rippað drasl . Hef ekkert prófað Lanið ennþá en er aðal ástæðan fyrir því að ég tók hann .
Annars hef ég heyrt að Rapsody sé orðinn fínn með nýja firmwareinu , var býsna vandfýsinn á skrár fyrst .